Alþýðublaðið - 19.03.1964, Page 8

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Page 8
. . . og þess vegna er hætt við botnskemmdum mmmmsm þó þær yrðu engar í þetta sinn, því sjá. Hann flýtur. Ganghraðinn er dálítið óviss eins og stefnan, GREIN OG MYNDIR: GRÉTAR ODDSSON. í Grindavik, mánudaginn 16. marz. í DAG var nýr bátur sjósettur í Grindavík. Þetta var að sínu leyti mikill merkisatburður, því engin skipasmiðastöð er í Grinda- vík og svo vildi til, að blaðamað- ur Alþýðublaðsins var viðstaddur athöfnina. Báturinn hlaut nafnið Þorbjörn hinn nýi og ber ein- kennisstafina GK-5555. Athöfnin fór fram í austankælu rétt um hádegið. Hópið var úfið og brimið gretti sig framan í sjó- mennina þarna utan á nesinu. Það var ákaflega lágsjávað og allar að- stæður til sjósetningar erfiðar. Himinninn var illspár, mikið skýja far og skúr@leiðingar. Samt hékk hann þurr. Skipasmíðir í Grindavík eiga í hinum ótrúlegustu erfiðleikum og mér er til efs að skipasmiðir í alvöruskipasmiðastöðvum myndu son, eru komnir með bátinn alla þessa leið. 13 ára sjómenn eru hins vegar ákaflega framgjarnir og eins og þeir höfðu klárað sig af öllum þeim Ijónum, sem urðu á vegi þeirra við stofnun útgerð- arinnar, létu þeir þetta heldur ekki aftra sér, og þegar menn eru að stofna til stórútgerðar í sínu plássi og ætla sér að vera atvinnu stoð og styrkur hreppsfélagsins, er ekkert verið að bíða eftir því að falli að. Einn háseti er þegar ráðinn á bátinn og heitir Guðmundur Karl Tómasson, 12 ára gamall. Hann er þeim félögum til aðstoðar í fjörunni og Ágúst Karl Guð- mundsson, sem er ekki nema 10 ára og yngstur þeirra félaga ger- ir sem hann getur. Við tökum líka eftir ungum 11 ára manni, sem hamar sig undan golunni og sýnist vera kalt. Hann snertir lítt ISfP?! láta bjóða sér annað eins. Þar hafa menn dráttarbraut, efnið á einum stað, alls konar smiðjur og verkstæði til að létta undir við einstök störf, aðdýpi nóg víðast hvar og vélbúnað til sjósetningar. Þorbjörn hinn, nýi var dreginn niður fjöruna af skipasmiðunum sjálfum, á hlunnum reyndar, eins og gert var allar götur fram yfir síðustu aldamót. Efnið í bátinn urðu framkvæmdamennirnir að snapa sér héðan og þaðan úr plássinu, draga það að inn í húsar garð upp í miðju þorpi. Ein spýta hverfur kannski svona óvart frá einum staðnum og önnur annars staðar frá og þetta kemur svo jafnt niður, að enginn verður í rauninni var við neitt, en þetta kostar skipasmiðina mikil hlaup og erfiði. Svo þegar að %jálfri smíðinni kemur, er í ekkert hús að venda með sérfræðiaðstoð og loks þegar menn hafa með ærnu erfiði og eftir mörg högg á fing- urnar bangað saman bátslagaðri grind og neglt utan á hana segl- dúk, er ekki um annað að ræða en að aka farkostinum á hjólbör- um niður í flæðarmál. Útgerðin er svo sannarlega basl frá upp- hafi. Þégar erfiðasti hjallinn við efnisútvegun, smíðj og flutning hefur verið klifinn, þarf endi- lega að vera lágsjávað er smið- irnir, sem eru- reyndar sjálfur skipstjórinn Einar Bjarnason og stýrimaðurinn, Magnús Xngólfs- Guðmundur blaðafulltrúi út- g-erðarinnar. á verki með þeim félögum, enda kemur í ljós, að hér er kominn Ólafur Jóhannsson útgerðarfor- stjóri og reddari í landi og nátt- úrlega er það fyrir neðan hans virðingu að standa í skítverkum og eiga á hættu að fá sigg í lófa. Það tekur langan tíma að mjaka svona skipi niður alla fjöruna, sem er þangi vaxin og víða skreypt við átökin. Þó er hér vís- indalega unnið, því mennirnir voru með lausa hlunna, sem þeir renndu bátnum á og þegar hlunn- en það er stutt í næsta land. 8 19. marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.