Alþýðublaðið - 19.03.1964, Síða 16

Alþýðublaðið - 19.03.1964, Síða 16
ivwvwwwwwvvmwwvwwwvwvwwwvwiwwuwmvmvwwwwwwww Varð að nauðlenda vegna sprunginnar olíuleiðslu Flugvélin liggur óskemmd á jöklinum, segir Conrad Reykjavík, 18. marz, - GG MAX CONRAD, ameríski fiug maðurinn, sem nauðlcnti á flugvél sinni á Grænlandi í gær, sagði í viðtali við Alþýðu- blaðið í dag, að hann væri dá- lítið þreyttur eftir gönguna í gær, en að öðru leyti væri alit í lagi með sigr. Ilann hefði ekki meiðst neitt og vélin hefði heldur ekki skemmzt hið minnsta. Við spurðum Conrad, hvað hefði gerzt. Hann kvað olíuleiðslu I vélinni hafa rofn- að og olían lekið út. Hann kvaðst hafá getað reiknað flug þolið út, það hefði verið 10-13 mínútur, og þá umsvifalaust snúið til baka og lent á jökl- inum (ekki á ísjaka, eins og eitthvert blað sagði í gær.“ — Hann kvaðst ekki hafa látið hjól vélarinnar niður, lieldur magalent á snjónum og vélin því ekki skemmzt hið minnsta. Conrad var kominn til Goose Bay í Labrador, er við töluðum við hann. Conrad var auðheyrilega mjög brærður yfir þeirri að'- stoð, sem lionum var veitt og því ágæta fólki, sem hjálpað hafði. Hann kvaðst hafa verið stálheppinn, er honum tókst umsvifalaust að ná sambandi F’-amhald á bls. 13. Að venju er Glugginn á 6. síðu, fullur af léttu efni, öllum til skemmt- unar og fróðleiks. ' 9 ÞRÍR DRENGIR HÆTT KOMNIR Reykjavík, 18. marz - GO ÞRÍR drengir úr Kópavogi voru hætt komnir á sunnudaginn, þeg- ar heimasmíðuðum báti hvolfdi undir þeim. Drengirnir voru að sigla á Fossvoginum, þegar ó- happið varð. Drengirnir höfðu veriö svo forsjálir að taka með sér gúmhring í sjóferðina og þeg- 'tWWWWWWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW" VILJA REKA BIFREIÐA STÖÐ IVIEÐ SMÁBILUM Reykjavík, 18. marz, - GG. ITMSÓKN hefur borizt til borgar- dtjórnar um leyfi til að reka hér fcifreiðastöð með smábílum. Um- sækjaudi er Guðmundur S. Guð- mundsson, bifreiðarstjóri. Málið er í athugun hjá Páli Líndal, fulltrúa fcorgarstjóra. Skýrði hann blað- inu svo frá í dag, að vissir ann- tnarkar gætu verið á þessu máli, aðallega vegna þess að f jöldi leigu blfreiða í bænum væri takmark- aður. Hins vegar væri málið enn á atliugunarstigi og ekkert liægt um það að segja að sinni, Við ræddum við Guðmund S. Guðmundsson líka, en hann kvaðst Ckkert vilja um málið segja á ■nneðan svar hefði ekki borizt frá 'borgaryfirvöldunum. Loks snerum við okkur til Bergsveins Guðjónssonar, for- •*nanns Bifreiðastjórafélagsins Frama. Hann kvað það sitt sjón- armið, að ekki væri hægt að Spilakvöld - SÍÐASTA spilakvöld Alþýðu . fiokksfélags Reykjavíkur á ; þessum vetri verður næst ' komandi föstudagskvöld í Iðnó. Spilakvöldið hefst kl. 8.30 að venju. Ágæt kvöld- verðlaun verða veitt. - Áivarp flytur Gylfi Grön- .. dal ritstjóri. Stjórnandi fé- lágsvistarinnar er Guanar Vagnsson. Hljómsveit Einars Jónssonar leikur fyrir dansi til kl. 1 e. m. starfrækja eina bifreiðastöð í við- bót í borginni, nema með því að fá bifreiðir af þeim stöðvum, sem nú væru fyrir. Tala leigubifreiða í borginni væri takmörkuð. Væri hún nú á að gizka ein leigubifreið á hverja 130 íbúa. Hinsvegar væri ekkert því til fyrirstöðu frá stærð arinnar sjónarmiði að reka slíka Flytur hér fyrirlestur HINGAÐ kom f gærkvöldi pró- fessor Johs. Andenæs, sem er einn þekktasti fræðimaður Norð- manna á sviði lögfræði, og heldur fyrirlestur í dag kl. 5.30 í Hátíða- sal Háskólans um stjórnarskrá og stjórnarskrárbreytingar í Noregi 1814—194G. Prófessor Andenæs kemur liingað í boði Háskóla ís- lands. Hann er kunnur sem af- burða snjall fyrirlesari og rithöf-' undur, sem hefur. ekki aðeins’ skrifað mörg fræðirit, heldur einn- ig vinsæl rit fyrir almenning inn lögfræðileg efni. Hann mun flytja; annan fyrirlestur á föstudaginn á vegum Lögmannafélagsins. stöð, því að lögin kvæðu aðeins á um bifreiðir, sem tækju „allt að 8 farþegum”. Þá benti liann á, að ýmsir hefðu kvartað undan því, að fjögurra farþega Mercedes-Benz bílar, sem hér hafi verið notaðir, væru of litlir. Allt er nú kyrrt ,,VH) ERum að vona, að þessu sé lokið“, sagði Sigurður Hannes- son, bóndi í Ármúla, þegar við hringdum í hann í dag og spurð- um hann um jarðskjálftana fyrir vestan. „Hér hefur alli, verið ó- sköp rólegt síðan í gær,“ bætti hann við, „og mér er ekki kunn- ugt um annað en svo hafi verið annars staðar hér fyrir vestan.“ Þegar blaðið hafði samband við Veðurstofuna í dag, liöfðu engir jarðskjálftakippir komið fram á mælum hennar. í gær var flogið vestur að ísa- fjarðarjúpi með jarðskjálftamæli, sem Guðmundur Pálmason og fleiri höfðu sett saman, og var Sigurður Þórarinsson jarðfræðing ur með í þeirri för. Aðspurður kvað hann allt hafa verið þar með kyrrum kjörum, veður var gott og fagurt og gaman að koma vest- ur, en engra jarhræringa urðu þeir ferðalangarnir varir né neld- ur neins óeðlilegs í sambandi við hegðun náttúrunnar. ar bátnum hvolfdi náðu tveir taki á honum, en sá þriðji synti til lands. Það var þeim, sem á hringnum héngu til happs, að strax sást til þeirra úr landi. Guðmundur Val- garðsson málari var ásamt bróður sínum að skoða vélbát skammt þar frá sem Vélasjóöur liefur at- hafnasvæði sitt. Guðmundur kast- aði sér til sunds og náði til drengj anna á hringnum og gat dregið þá í land um 40 metra vegalengd. Drengirnir, sem í þessu ævin- týri lentu eru allir úr Kópavogi og heita Hallur Albertsson 13 ára, Jóhann Ragnarsson 14 ára og Veig ar Már Bóasson 13 ára. ■•■illllllllllllll iiiiiiiiiiimiiiiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiii SKFMMTIKVÖLD IKVENFÉLAGSINS | I KVOLD, 19. marz, heldur : | Kvenfélag Alþýðuflokksins í i = Reykjavík skemm ikvöld að S = Hverfisgötu 21. Til skemmt- | É unar verður: É 1. Skuggamyndir, Stefán i Júlíusson, rithöfundur, i sýnir myndir frá Aust- | fjörðum og frytur sk>T- | fngar. 1 2. Kaffidrykkjja. i 3. Spilað verður bingó. — | Ýmis góð verðlaun. Fjölmennið stundvíslega i og takið með ykkur gesti. § - m iiiiiiimimiimiimiimmmmmmmiimmmmimiiimi MWMWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW 1 GÆRMORGUN varð það slys, að stúlka féll í gégnum gierhUrð í Tjarnargötu 4. Var hún flu'Á á Slysavarðstofuna ög hafði skorizt nokkiið á andliti. Þá varö það sl.vs í Álftamýri 38 kl. 18.30 í gær- kvöldi, að maður féll ofan af skúr og meiddist lítilsháttar. Sigurður býður upp í dag Reykjavík, 18. marz - HP ÞRIÐJA málverkauppboð Sig- urðar Bencdiktssonar í vetur fer fram í Súlnasal Hó'el Sögu á morgun og hefst kl. 5 síð- degis. Verða þar boðin upp 33 málverk og vatnslitamyndir eftir 19 málara. Listaverkin voru til sýnis í Súlnasalnum í dag, en meðal þeirra eru mörg eftir kunnustu listamenn okk- ar lífs og liðna, þ. á m. Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson, Mugg, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Sclieving, Svavar Guðnason og fleiri. Verk ofantalinna málara hafa jafnan verið einna dýrust og eftirsóttust ó uppboðum Sig urðar, og sagði hann í dag, að sjaldgæft væri að fá málverk eftir þá alla í einu. Af einstök- um verkum munu þrjár vatns- litamyndir eftir Kjarval að lík- indum vekja einna mesta at- liygli, en þær eru allar merkt- ar og málaðar á Ítalíu 1920. Af elnstökum málurum á Kjarval fleslar myndir á þessu upp- boði eða 10 talsins, 2 myndir eru eftir Ásgrím Jónsson, 2 eft ir Kristínu Jónsdóttur og 1 eft- ir Mugg og ein eftir Jón Stef- ánssbn. Þórarinn B. Þorláks- son og Tryggvi Magnússon eiga þar sína myndina livor. Auk þess verða boðin upp málverk eftir Lárus Ingólfsson, Nínu Sæmundsson, Ásgeir Bjarn- þórsson, Guðmund frá Miðdal, Finn Jónsson, Ríkharð Jónsson, Kjartan Guðjónsson, Sigurð Sig urðsson, Valtý Pétursson og Helgu Valtýsdóttur. ____________ WWWWWWWWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.