Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 1
Rúmleqa 29 búsund bifreiðir 45. árg. — Fimmtudagur 2. apríl 1964 — 74. tbi. / Igndinu um sídustu áramót Reykjavík, 31. marz - GG. Um sl. áramót voru alls 29.334 bifreiðir í landinu, - 18.861, eða H. P. Smith, flotaforingi, á blaðamannafundi. Rætt við yfirmann flota Atlantsh afsbandalagsins ENGIR KAFBÁTAR 64.5%, í kaupstöðum og: 10.363, eða 35.5%, í sýslum og kauptún- um Iandsins. Fólksbifreiðir voru alls 22.748 og vörubifreiðir 6.476. Fólksbilaeignin hefur aukizt síð- an 1954 úr 7.508 í 22.748 í árslok 1963 eða um rúm 200%. Á sama tíma fjölgaði vörubflum úr 4.685 í 6.476 og bifhjólum úr 312 í 316. Þetta kemnr fram í skýrslu, sem Vegamálaskrifstofan hefur sent frá sér um blfreiðaeign lands- manna. Síðan árið 1957 hefur fjölgun fólksbifreiða verið nokkuð stöðug. Árið 1957-58 fjölgaði þeim um 993 eða 8.2%, 1958-59 um 1293 eða 9.8%, en árið 1959-60 varð aukningin minni, 1142 eða 7.8%, árið 1960-61 varð aukningin 1410 eða 8.9%, 1961-62 varð hún 2105 eða 12.3% og árið 1962-63 komst aukningin upp í 3538 eða 18,4% 1. janúar sl. voru 10.070 fólks- bifreiðir skráðar í Reykjavík en 12.678 utan höfuðstaðarins, flest- ar á Akureyri, 1123, 944 í Kópa- vogi, 760 í Hafnarfirði, 583 í Kefla vík, 399 á Akranesi, 252 í Vest- mannaeyjum og 239 á ísafirði, en innan við 200 í öðrum kaupstöð- um. Af sýslum er Árnessýsla að sjálfsögðu fremst í bílaeign þeirra, sem ekki hafa innan sinna vébanda stóra bæi. Fólksbifreiðir þar voru 1036 talsins. Næstmest er bílaeign ín í Þingeyjarsýslu 698, en þó er Gullbringu- og Kjósarsýsla með hæstu töluna, eða 1940 fólksbíla, en þá ber að athuga, að þar með eru bílar 1 Hafnarfirði, Seltjarnar- nesi, Garðahreppi og öðrum þétt- býlum svæðum í grennd við Reykjavík. Af fólksbifreiðum voru til í land inu 113 tegundir, eða 7 fleiri en árið áður. Fordbílar voru flestir, alls 2674 eða 11.8% af bifreiða- eigninni. Þess ber þó að geta, að hér mun vera átt við alla Ford- bíla, ameríska, enska og þýzka. Næstur kemur Volkswagen, 2637 bílar eða 11.6% af heildinnL — Þriðji í röðinni er svo Willy’s jepp inn, 2290 stykki, eða 10.1%. Sið- an koma tegundirnar i þessari röð: Moskwitch 1636 (7.2%), Chevrolet 1460 (6.4%), Opel 1397 (5.6%) Skoda 1282 (5.6%) Land Rover 1126 (5.0%), G. A. Z. 69 758 (3.3%) og í tiunda sæti Mercedes-Benz 671 (2.9%). í næstu tíu sætum koma svo í þessari röð: Austin, Volvo, Fiat, Dodge, Renauit, Au- stin Gipsy, Vauxliall, Plymouth, herjeppi og Buick. í 21. sæti er Simca, sem eru 225 eða 1.0% af bílaeigninni. Aðrar tegundir eru með innan við einn af hundraði. Framh. á 4. síðu FYRIR skömrau síðan réðost nokkrar íslenzkar stúlkur ti\ starfa hjá bandaríska flug- félaginu Pan Amerícan. Þantt 31. marz síðast liðinn útskrlt- uðust þær af flugfreyjunám- skeiði, er þær sóttu í aðal- stöðvum Pan Am í New York. Myndin er tekin af jæim þann dag í flugstöðvarbygg ingu félagsins á John F. Kennedy flugvelli í New York. Stúlkurnar eru (talið frá vinstri) Valgerður Ingólfs dóttir, Þórhildur Þorkels- Gerða S. Jónsdóttir og Kari- tas Kristjánsdóttir. Því má bæta hér við að Pan Ameri- can auglýsir um þessar mund ir eftir flugfreyjum á ís- HVALFIRDINUM Reykjavík, 1. apríl, - GG H. P. SMITII, flotaforingi. yfir- maður flota Atlantshafsbanda- lagsins, ræddi stundarkorn við blaðamenn í dag að loknum há- degisverðarfundi með félaginu Varðbergi. Benti flotaforinginn á ; það í byrjun, að þetta væri engan veginn fyrsta heimsókn sín til ís- lands, en í fyrri skiptin hefði hann alltaf verið á svo hraðri ferð, að ekki hefði sér unnizt timi til að' skoða sig neitt um hér eða ræða við menn. Tilgangurinn með ferð sinni hlngað að þe«ra sinni væri að ! heilsa upp á íslenzka ráðamenn, ameríska sendiherrann og yfir- mann varnarlíðsins á Keflavíkur- flugvelli. 150 Trabant koma með Tröllafossi Stærsta bílasendingin til þessa Reykjavík, 1. apríl. — GO. í DAG var verið að skipa upp í Reykjavík stærstu sendingu af bíl um sömu tcgundar, sem komið Iief ur með sama skipi. Ilér er um að ræða a-þýzka bílinn Trabant, sem heildai-verzlun Ingvars Helgason- ar flytur inn. Bílarnir eru 158 að tölu og koma með Ti'öllafossi. Þegar hafa verið fluttir inn 50 - bílar af þessari tegund og öðrum 50 var skipað út í Brúarfoss í Hamborg i dag. Þannig verða 250 Trabant bílar komnir til Jandsins áður en þessi mánuður er hálfn- aður. Álls hafa verið seldir um 400 bílar, en næsta sending eftir Brúarfoss getur ekki komið fyrr en í júní, eftir það verður hægt að afgreiða eftir þörfum. Fyrirtækið hafði selt um 50 sendiferðabíla af þessari tegund til ýmissa aðila, en nú verða þau Framh. á 4. siðu Fréttamaður spurði flotaforingj ann, hvað hann vildi segja um hinar síendurteknu staðhæfingar andstæðinga Atlantshafsbandalags ins um, að fyrirhugáð væri að koma á laggirnar kafbátastöð í Hvalfiröi. Hann kvað engan fót fyrir þeim staðhæfingum. Ekki væri uppi neinar áætlanir inn að koma slíkri stöð upp hér. í fyrsta lagi væri þegar lokið bygglngu þeirra stöðva fyrir Polaris-kaf- báta, sem ætlunin væri að byggja. Ein væri Holy Loch í Skotlandi, önnur á Spáni, en tvær á austur- strönd Bandaríkjanna. Aðeins væri gert ráð fyrir fjórum deild- um slíki^a kafbáta. í öðru lagi væri það augljóst, að Hvalfjörður væri alls ekkl hæfur sem kafbátahöfn. Kafbátahöfn þyrfti mikið og gott skjól fyrir úthafsbárunni, og eins og menn vissu væri vindi og veðri oft þannig háttað á íslandi, að langt væri frá því, að nægjanlegt skjól mundi vera í Hvalfirði. Það væri því alls ekki um það að ræða að setja upp kafbátáhöfn í Hval- firði, þegar af þeirri ástæðu, að hennar væri ekki þörf, en þar að auki væri fjörðurinn óhentugur til slíki-ar hafnar. Um hina fyrirhuguðu olíugeyma í Hvalfirði sagði flotaforinginn, að Framh. á 15. síðu 'v , .% v ■ l 1 C*N^Vn<s.n-:; iiiiliiiii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.