Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 9
sigrað Austurríkismenn við Mar-
engo.
Skarðið hefur alla tíð verið
hættulegur fjallvegur bæði á
sumrum og vetrum. Grimmdar-
frost og stórhríðar hafa þar banað
mörgum ferðalang. Á elleftu öld
stofnaði heilagur Bernharð af
Methon sæluhús í skarðinu. St.
Bernharðshundarnir frægu með
litla koníakskútinn yið háls sér,
og munkamir, sem þarna hafast
við, hafa mörgum hrjáðum ferða-
lang bjargað frá bráðum bana.
Þegar göngin eru nú komin til
sögunnar, minnkar umferð um
skarðið vafalaust mikið, en marg-
ír munu fara þá leiðina á sumr-
in, því náttúrufegurð er þarna
mikil og leiðin hrikaleg. Ekki
munu munkarnir hætta starfsemi
sinni þarna, því þótt vegurinn um
skarðið sé lokaður frá því í sept-
ember og fram á vor, eru smygl-
arar þar æði oft á ferð, og munu
þeir njóta miskunnsemi munk-
anna eftir sem.áður.
Unnið hefur verið við að grafa
göngin undanfarin sex ár. Kostn-
aðurinn við verkið varð um 1200
milljónir íslenzkra króna. Fram-
kvæmdir af þessu tagi hafa jafn-
an í för með sér töluverða slysa-
hættu. 17 verkamenn létu lífið
í slysum í sambandi við gerð
ganganna. Fögur minningarplata
minnir ferðamennina, sem' aka
um göngin, á þessar mannfórn-
ir. Göngin eru 5,8 kílómetra löng.
í þeim eru tvær breiðar akrein-
ar í hvora átt. Akreinarnai’ eru
tæplega átta metra breiðar og
lofthæðin í göngunum er rúm-
lega 14 fet.
Um þessar mundir eru þetta
lengstu bílajarðgöng í lieimi, en
þau verða það ekki lengi, því
þegar göngin undir Mont Blane
yerða tekin f notkun á næsta ári
verða þau hin lengstu, því þau
verða 11,6 kílómetra löng.
Kostnaðurinn við gerð St.
Bernharðsganganna hefur allur
yeríð borinn uppi af einkaaðilum
pg göngin verða einkaeign. Af
Vegurinn að göngunum er
byggður á stólpum og víða í allt
að hundrað metra hæð yfir jörðu.
hálfu ítala hefur Fíat fyrirtækið
greitt allan kostnað. Bílar, sem
tun göngin fara, verða síðan að
borga toll, sem varið verður til
Vegirnir, sem að göngunum
liggja beggja vegna opsins eru á
háum steinsúlum. Er þetta bæði
gert vegna þess, hve hátt göng-
in eru og eins til að tryggja
greiða umferð. Vegurinn liggur
víða í um það bil 100 metra hæð
yfir jörðu, og er útsýni víða
geysifagurt. Á löngum köflum er
vegurinn alveg yfirbyggður, og
alls staðar á að vera fullkomlega
tryggt að á honum geti snjó
hvergi fest til trafala fyrir um-
ferð. Undir göngunum er oliu-
leiðsla, sem flytja á olíu frá ít-
alíu til Sviss, þar sem hún verð-
ur hreinsuð.
Búizt er við, að umferð um
göngin verði fljótt mikil, og muni
mjög fara vaxandi á næstu árum.
Djúpir dalir eru vegagerðar
mönnum nútímans engin hindrun.
St. Bernharðsgöngin stytta vega
Iengdinia milli Lausanne í Sviss
og Torina á Ítalíu um 115 km.
að greiða byggingarkostnaðinn og
til viðhalds. Fyrir meðal stóran
fólksbíl verður tollurinn um 180
íslenzkar krónur. Áætlað er að
fimm hundruð bílar geti farið um
göngin á hverri klukkustund.
Göngin eru í 1600 metra hæð
yfir sjávarmáli. Ástæðan til þess
er fyrst og fremst sú, að ef þau
hefðu verið grafin neðar, hefðu
þau þurft að vera miklum mun
lengri.
Bíllinn, sem fyrst ók um göng-
in var að sjálfsögðu F i a t ,
módel 1899, en það ár var fyrsti
Fíatinn framleiddur.
NÝ SENDING
hattar
ENSKIR og HOLLENZKIR.
Hattabúö Reykjavíkur
Laugavegi 10.
Ódýr
skófatnaður
Seljum í dag og næstu
daga nokkrar tegundir af
enskum kvenskdm fyrir
kr. 398.00 parið.
SKÓVAL AUSTURSTRÆTI 18
Eymundssonarkjallara
SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR
Laugavegi 100.
Ráðskona
ósfkast frá 5. apríl í 2 — 3 imánuði.
Upplýsmgar í síma 17400.
Rafmagnsveitur rfkisins.
_________________________________3
Aðalfundur
Iðndðdrbankð íslands hí
verður haldinn í Sigtúni í Rieykjavfk laugar-
daginn 11. apríl n.k., kl. 2 e. h.
D a g s k r á :
1. Venju'leg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál. 1
Aðgöngumiðar að fundinum verða aflientir
hfluthöfum og umboðsmönnum þeirra í bank
anum dagana 6: apríl til 10. apríl að báðum
dögum meðtöldum.
Reykjavík, 1. apríl 1964
Sveinn B. Valfells, forat. feankaráðs.
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ — 2. apríl 1964 $