Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 3
Hefur hægri reisn ' Rio de Janelro, 1. apríl I (NTB - AFP) ORÐRÓMUR gekk urn það í Rio de Janeiro í kvöld að1 Goulart landsstjóri hefði gefizt upp fyrir uppreisnarmönnunum og lagt nið- ur völd. Var því einnig haldið fram, að hann hefði yfirgefið landið með flugvél opr væri ókunn ugt um ákvörðunarstað hennar. í för með honum áttu að vera nokkr- ir ráðherrar, en því var einnig haldið fram að kona hans væri far in til Spánar ásamt tveim börnum þeirra hjóna. Ekki hefur tekizt að fá orðróminn staðfestan. Uppreisnarhersveitum tókst fyrr í kvöld að ná á sitt vald bardaga- laust, virkinu Copacabana, sem liggur við mynni Rio de Janeiro- flóans. Ekki benda líkur til þess að hersveitir ríkisstjórnarinnar hafi veitt neina mótsnyrnu. Fréttir hafa hins vegar borizt um vopnuð átök milli stjórnarhersins og uppreisn- arhersveita í Aifonso Arinas í fylk inu Minais Gerais en ekki er vit- . að livort þau hafa kostað manns iíf. Fréttaritarar í Rio de Janeiro telja að ríkisstjórnin og fylkis- stjórar þeir, er fyrir uppreisninni standa, hafi álíka mikinn lier að baki sér. Sao Paulo er herstjórnarstöð hinnar hægrisinnuðu uppreisnar gegn forsetanum Joao Gaulart. Út- varpsstöðvar bar léku hertónlist í allan dag og útvörpuðu áskorunum til manna um að beir gengju í lið með uppreisnarmönnum. Því er lialdið fram að 105. fótgönguliðs- herfylkið og Sampai-liersveitin, en þær voru sendar frá Rio til Petropolis til að berja niður upp- reisnina, hafi gengið í lið með upp reisnarmönnum. Þó sögðu tals- menn stjórnarinnar í Rio, að frétt þessi væri ekki rétt. Á sama tíma sögðu útvarpsstöðvar í Rio og höf- uðborginni Brasilíu, að uppreisn- in væri óðs manns æði og skjótt myndi röð og regla komast á. — Verkalýðshr eyf ingin forsetann, lýsti yfir allsherjarverk j falli og var það framkvæmt a. m. k. í Rio de Janeiro. Dómsmála- ráðherrann Jurema lætur útvarpa látlaust áskorunum um að menn styðji stjórnina. Komið er nú í ljós, að forsetinn hefur yfirgefið höll sína, og var ekki vitað seint í kvöld livar hann er niðurkominn. Útvarpsstöð í hafnarborginni Recife liefur skýrt frá því að stjórnarherinn sé geng- inn í lið með uppreisnarmönnum og hafi umkringt bústað jafnaðar mannsins Manuel Arrais sem er fylkisstjóri í Pernambuco. Ekki hrifnir í Sao Paulo og kveðst hann hafa í sínu liði sjö fylkisstjóra og fylki þeirra. Er þar um að ræða fylkin Matto Grosso, Parana, Santa Ca- terina, Rio Grande do Sul, Gioas, Minas Gerais og Sao Paulo. — Landsstjómin í Gunabara-fylki, en þar er Rio de Janeiro, hefur látið | vígbúa höll sína, en hún er um i það bil 200 metrum frá höll Gou- lart forseta. Hin stutta fjarlægð milli þeirra er sögð dæmigjörð fyrir ástandið í landinu í dag, því að svo stutt sé milli friðar og borg- arastyrjaldar. Síðustu fréttir frá Brasilíu hermdu í gærkvöldi að de Barros hefði skýrt frá því að tveir af fjór- um herjum landsins væru í liði uppreisnarmanna. Þá nytu upp- reisnarmenn stuðnings innan sjó- hersins og ennfremur hefðu þeir 60% flughersins með sér. Útvarp- ið í Rio sagði hins vegar í kvöld, að uppreisninni væri ekki aðeins beint gegn forsetanum heldur líka . ríkisstjórninni í heild. Væri mark- ! miðið að kveða niður framfara- stefnu stjórnarinnar og vaéri þetta síðasta örvæntingarfulla til- raunin til að steypa lýðræðinu í landinu. — Útvarpið las einnig upp áskoranir frá verkalýðsfélög- um um allt landið er lýstu hollustu við ríkisstjórnina. Alþýðusamband Brasilíu, sem kommúnistar stjóma, hefur hert á áskorun sinni um alls herjarverkfall í landinu. Framhald af 16. síðu. lengi og hann vildi. Þeir gætu þá lokað, sem ekki nenna að standa í þessu, en allir hefðu sömu að stöðu, ef þeir mættu ákveða sjálf ir, hve lengi þeir hafa opið. — Hvernig verður skipulagið í heild á virkum dögum? — Það er vist ætlunin að skipta bænum niður i hverfi, og síðan á hver og einn matvörubúðareigandi að hafa rétt til að hafa sína búð, eina í hverfinu, opna fram til kl. 10 einhvern ákveðinn tíma, en þá tekur önnur við og síðan koll af kolli, en mér er ekkl alveg Ijóst, hvernig þessi hverfaskipting og öll framkvæmd hennar á að verða. Það verður áreiðanlega erfitt að koma öllu heim og saman. .— Hvemig verður um helgar? — Mér skilst, að þá verði bara opið til kl. 1 á laugardögum og síð- an hvergi á sunnudögum, nema í söluturnum, sem ekki mega selja nema mjög fáa vöruflokka, eins og blöð, sælgæti, gosdrykki og tóbak, en þeir mega líka vera opnir til kl. 23.30 á virkum dögum og um helgar, eins og verið hefur. En það verður færra hægt að fá þar en áður, svo að ég get ekki séð, að í þessu felist bætt þjónusta við neytendur. — Verður þú með turn? — Já, ég er nýbúinn að láta inn rétta hér afhýsi, eins og þið sjáið, en það hefur ekki kostað svo lítið að láta gera þær innréttingar til þess að geta selt út um lúgu. — Og ert þú búinn að sækja um leyfi til að taka þátt í verzluninni samkvæmt skiptifyrirkomulaginu? — Já, það var það skársta úr því sem komið er. þeir, sem til okkar hafa leitað, að fá síma? Spyr sá, sem ekki veit. Ég efast um, að fólk sætti sig við þetta. Og hvaða áhrif hefur það -á umferðina og umferðaröryggið, ef biðraðir myndast framan við higu- opið langt út á götu? Og hvar á fólk að fleygja ruslinu? Hvar eru körfurnar? Síðast heimsóttum við Viggó M. Sigurðsson í Hliðakjöri. — Hvemig lízt þér á að eiga að fara að loka? — Mjög illa — frá mínum bæj- ardyrum séð. Við vitum, að þessi kvöldþjónusta hefur valdið mikl- um deilum upp á síðkastið, og und irrótin er misrétti, sem leiddi af sér óánægju og öfund. Stór hluti matvörukaupmanna vildi ekki una þessu og heimtaði einhverjar breytingar. Vegna þess ofurkapps, sem þeir lögðu á að fá þessum breytingum framgengt, hafa þeir ekki gætt þess, sem skyldi, í hverju þær ættu að vera fólgnar. — Hvaða lausn teldir þú hugs- anlega? — Ein helztu rök formanns kaupmannasamtakanna í málflutn ingi hans voru þau, að gataverzl- unin væri blettur á bæjarfélag- inu. Mín skoðun liefur lengi ver- ið sú, að hægt væri að bæta úr þessu með því að leyfa öllum að liafa opið til kl. 23.30, en hækka verðið eftir venjulegan verzlunar- tíma um nokkur prósent, kannski 10, til að varna því, að fólk vendi sig á að verzla að óþörfu eftir venjulegan verzlunartíma, sem lýkur kl. 6. Krústjov hæðir byltingastagl Fyrr í dag var sagt að byltingin hefði allt til þess farið friðsam- lega fram, hefði ekki einu ein- asta skoti verið hleypt af, en hins vegar stóðu hersveitir uppreisnar manna og stjórnarhersins alvopn- aðar andspænis liver annarri. For- ystu fyrir uppreisnarmönnum lief- ur Adliemar de Barros fylkisstjóri Budapest 1. apríl (NTB-AFP). NIKITA Krústjov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sem þessa dagana cr í opinberri heimsókn í Ungverjalandi, sagði í dag, að verkamennirnir liefðu sannarlega , klórað sér í höfðinu af undrun, ef ' Þeir hefðu heyrt Lenin sáluga nota við þá sömu orö og orðatil- tæki og kínverskir kommúnistar nota í dag. — Er þetta í fyrsta sinni í hinni opinberu heimsókn að Krústjov víkur að ágreiningi Kínverja og Rússa. Gerir hann það í framhaldi af hinni ofsa- fengnu árás Kínverja á hann á mánudaginn. Krústjov flutti ræðu sína á fundi 5 þús. verkamanna í ljósa- peruverksmiðju í Búdapest. Forð- aðist ráðherrann að minnast á Kína eða Kínverja en vísaði til manna er kalla sig marx-leninista. „Fyrir þessum mönnum er aðeins eitt eftirsóknarvert og það er bylt ingin. En livers konar bylting er það sem við tölum um? Hvernig hefðum við getað beðið verka- mennina og bændurna að steypa ríkisstjórn auðvaldsseggjanna og eignamannanna, ef við hefðum elcki lofað þeim einhverju meiru en byltingunni einni saman?” sagði Krústjov, sém margsinnis varð að gera hlé á ræðu sinni vegna fagnaðarláta. „Slík bylting myndi hafa litla þýðingu fyrir framtíðina”, sagði hann ennfrem- ur. „Ef fólkið getur ekki fengið óskir sínar uppfylltar eftir að arð ránsstéttinni hefur verið steypt af stóli, þá hefur það erfiðað til lítils. Hið þýðingarmesta er að út- vega meiri mat, meiri kjötkássu, fleiri skóla, betri íbúðir og meiri ballettdans. Hve miklu meir eykur þetta ekki á gildi mannlifsins? — Þessir lilutir eru þess virði að fyr- ir þeim sé barizt og fyrir þá lifað”, sagði Krústjov. Hopferð Framhald af síðu 16. nokkru framlenging af tveggja vikna ferðinni og verður farið til Vancouver og nokkrum dögum eytt á Kyrraliafsströndinni og m.a. komið til Seattle og Salt Lake City. Þátttaka í þessari fei'ð kostar 28.700 krónur og er matur ekki innifalinn. Næst héldum við niður eftir Snorrabraut og liittum einn af eigendum Örnólfs, Sigurjón Sig- urðsson. — Hvemig lítur þetta út? — Það er ekki fullráðið enn, hvort lokað verður hjá okkur í kvöld eða ekki , af því að regl- urnar um hverfaskiptinguna eru ekki fullmótaðar. Ætli það verði ekki bara opið? — Er það á valdi kaupmanna- samtakanna? — Og borgarstjórnar. — Hvenær færðu að vita fyrir vist, hvenær þú átt að loka? — Ég fæ upplýsingar hjá full- trúa lögreglustjóra á morgun. — Hann var ekki við í dag. — Hver heldurðu, að tilgangur- inn sé með reglugerðinni? — Hún er beinlínis samin í þeim i tilgangi að gera fólki erfiðara fyr- ir um að ná í nauðsynjavörur. Það er það, sem verið er að gera. Og mér þykir það satt að segja mjög óeðlilegt. Aftur á móti er verið að létta undir með þeim, sem selja tóbak og aðrar nautnavörur. — Hvernig finnst þér, að regl- urnar ættu að vera? — Þær ættu að vera þannig, að leyfilegt væri að opna sölubúðir kl. 6 á morgnana og loka þeim t. d. kl. 23.30 á kvöldin. Og svo ætti það að vera á valdi hvers og eins, hve lengi hann vill hafa opið. — Hafið þið í liyggju að grípa til einhverra gagnráðstafana? — Það er fólksins að fá þessu breytt, og það á enn eftir að segja sitt álit á þessu. Og það er margt að athuga í því sambandi. Til dæm is veit ég ekki til, að það sé leyfi- legt að neyta gosdrykkja á gang- stéttinni. Og hvar eiga nú allir —, Hvað viltu segja um aðstöðu neytenda? — Hún stórversnar. Hér í þessu hverfi eru t. d. verzlanirnar Krón- an, Sunnubúðin og verzlun Árna Pálssonar. Eftir að reelugerðin gengur í gildi verður ekki nema ein beirra opin í einu einhvern á- kveðinn tíma. Leið neytandans lengist að heiman og í búðina, liann þarf sifellt að vera að leita sér upplýsinga um það og helzt læra utan að, hvaða búð er opin þessa stundina og hvaða búð hina, auk þess, sem þetta nýja fyrir- komulag verður sennilega dýrara og kemur fram í hækkuðu vöru- verði. — Hefur því ekki verið haldið fram, að ekki væri hægt að hafa allar búðirnar opnar í einu vegna þess, að þá yrði of litið verzlað í hverjum stað, og þær bæru sig ekki? — Jú, en ef við tökum dæmí héðan úr hlíðunum, þá liafa kvöld sölurnar vcrið 6 á móti 7 matvöru- búðum alls, svo að hér hefði ekki nema ein þurft að bætast við. Þó ber ekki á öðru en þessar 6 hafi borið sig. Og svona er það víðar. — Hvað hafið þið liugsað ykkur að gera? — Við getum iítið gert. Auðvit- að getum við tekið okkur saman, bað er allstór hópur, sem hefur fullan hug á því, og vera má, að af bví verði, — og skrifað borgar- ráði og boðið upp á að veita allir þessa þjónustu til kl. 22 í staðinn fyrir að taka upp skiptifyrirkomu- lagið. — Segðu okkur að lokum: verð- ur opið hjá þér í kvöld? — Nei. ég er búinn að tala við lögreglustjóra. og hann segir, að mér beri að loka. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. apríl 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.