Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 4
*MMWWWWWW*WW»WMMWWMMMMM4MWW%WW»Wm»WWWW%»t%%%W*»%»WM» »T"> ' —™, •s m "---H-* ',M',-' *í ILUR UM K 00 KIRKJUBYGGINGAR Rcykjavík, 1. aprlí. — EG.- MIKLAR umræSur urðu á Al- þíngi í dag um þingsályk unar- íillögu, sem Halldór E. Sigurðs son (F) mæiti fyrir. Tillagan fjallar um tekjustofna handa kirkjunni og aðstoð ríkisins við kirkjubyggingar.' Fyrsti flutn- ingsm. tillögunnar var Kris.- ján Torlacius (F), en hann á nú ekki lengur sæti á þingi. Margir kvöddu sér hfjóðs til aö ræða tillöguna. Einar Ol- geirsson lagði fram breyting- artillögu á þö lund, að fundnir yröu tekjustofnar tii að afla fjár til bygginga barnaheim- ila, heimila fyrir var.gefin börn og barnaskóla, sem margir væru nú .ví eða þrísetnir, ef svo í Ijós kæmi við rannsókn, að kirkjur væru líka tvísetn- ar mætti einnig veita fé til kirkjubygginga. Halldór E .Sigurðsson (F) mælti íyrir tillögunni. Benti liann á að kirkjan væri elzta stofnun landsins og færi því vel á að sýna lienni viðeigandi sóma. Nú væru hér á landi um 280 kirkjur. 236 ættu söfnuð- irnir sjátfir, bændakirkjur væru 26 og 18 væru eign ríkisins. Lagði hann áherzlu á að ríkið yrði að styðja kirkju- toyggingar meir og betur en til þessa hefði verið gert. Einar Olgeirsson (K) taldi ríkið hafa séð mjög sæmilega fyrir evangeliska lútherska söfnuðinum á íslandi. Þegar svona tillögur kæmu fram þyrfti að athuga vel hvaða á- byrgðartilfinningu menn hefðu lil að leysa þann vanda sem nú væri við að etja. Varpaði hann fram þeirri spumingu hvort ekki ætti ýmislegt að ganga fyrir kirkjubyggingum. Glæsi- leiki hins ytra ætti ekki að vera aðalatriði. Frá sjónarmiði trúarlífs væri æskilegast að söfuðurnir leggðu fram sem mest af mörkum sjá’fir. Hér á landi væri nú gífurleg þörf sjúkrahúsa, tvöfalt fleiri barna skóla þyrfti en nú væri, þa vantaði mjög barnaheimili og hæli fyrir vangefin böm. Spurði Einar síðan hvort Jesú frá Nasaret hefði talið mikilvæg- ara að byggja kirkjur eða hjálpa börnunum. Þá kvaðst Ein ar vilja leiðrétta það að kirkj- an væri elzta stofnun þjóðar- innar, það væri Alþingi. Lagði Einar síðan fram breytingar- til’ögu þess efnis, að fundnir yrðu tekjustofnar til bygging- ar bamaskóla, barnaheimila og hæla fyrir vangefin börn, en ef í ljós kæmi við rannsókn að kirkjur væm tvísetnar eins og barnaskólarnir skyldi og fé var Lán fil fisk- vlnnslustöðva Halldór E. Sigurðsson (F) bar fram fyrirspurn í samein- uðu þingi í dag til fjármála- ráðherra um skiptingu og láns kjör þess hluta enska fram- kvæmdalánsins, sem farið hefði til fisksverkunarstöðva. Gunnar Thoroddsen (S) fjár- málaráðlierra skýrði frá því, að á árinu 1033 hefðu fiskverkun- arstöðvar fengið 21 milljón kr. Skiptist sú upphæð þannig að til frystihúsanna hefðu farið 16,5 milljónir, til niðursuðu- iðnaðar 2,8 milljónir, til síldar söltunarstöðva 1,2 milljónir, til saltfiskverkunarstöðva 0,5 mi.l jóni'r. Lais iráðh. síðan lista yfir þær fiskverkunarstöðvar, sem lán liefðu fengið. Um láns- kjörin sagði ráðherrann, að lán in væru til tíu ára með 7,5% vöxtum og færu endurgreiðsl- ur fram tvisvar á ári. Við lán- töku liefðu lántakendur greitt 1,5% í lántökugjald. ið til kirkjubygginga. Halldór E. Sigurðsson (F) sagði nú Einar hafa hlaupið til, flutt breyungartillögu um óskylt efni, liefði því tdlagan orðið til nokkurs annars ltvaðst hann ekki ætla í neinaj kapp- ræður við Einar, og ekki æt a að deila við hann um trúarskoð- anir. Benti hann á að kirkjan liefði átt hér stóre.gnir í jörð- um og ætti því raunverulega kröfurétt á ríkið. Kallaði þá Einar fram í, hvort hann ætti við kaþólsku kirkjuna, en svar aði Halldór því engu. Halldór sagði ennfremur, að ríkið ætti að styðja allt það sem Einar Olgeirsson hefði talið upp, og kirkjuna líka. Einar O’geirsson (K) sagðist hafa flutt á þingi fj'rr í vetur frumvarp til laga um aðs.oð ríkis n* við barnaheimili, væri því ekki rétt, að tillaga Hall- dórs hefði orðið til að ýta við sér í þc-sum efnum. Sagði Ein- ar síðan, að um miðbik 16. aldar hefði kaþólska kirkjan hér á landi verið svipt miklum jarðeignum, sem konungur hefði fengið, spurði hann hvort Halldór ætti við þessar jarðir, og fyrir hvers hönd hann gerði kröfu á hendur ríkinu? Björn Pálssón (F) kvaðst ekki ætla að deila um trúmál eða barnaheimili. Sagði hann það ekki trygga sannkristni, að byggja g æsilegar kirkjur. Benti hann síðan á, að sínum dómi þyrfti kirkjumálaráð- herra, að endurskipuleggja kirkjubyggingar og kennimanna kerfið. Það gæfi auga leið að vegna bættra samgangna væri óþarfi að liafa eins mai’gar kirkjur nú og verið hefði fyrir fimmtíu árum. Hann sagði, að ar væri nú að hruni komnar og að þessum málum þyrfti að vinna í framtíðinni með skyn- semi og góðri skipulagningu. Halldór Kristjánsson (F) frá Kirkjubóli, kvaddi sér hljóðs og sagði að á þessum tímum væri þjóðfélaginu það hag- kvæmt að styðja kirkjuna. Sagði Halldór að kommúnistar væru sífellt að hampa ka- þólkska biskupnum Jóni Ara- syni, sem frelsishetju, ekki hefði verið um slíkt rætt í ’ sambandi við kaþólskan biskup í Ungverjalandi, er mjög hefði komið við sögu í fréttum fyrir nokkrum árum. Gunnar Gíslason (S), sagði, að í fyrra hefði Þjóðviljinn talið Einar einn helzta forsvars mann Krists á íslandi, hefðu þau ummæli verið viðhöfð í .sambdndi við sölu kristfjár- jarðar er til umræðu var á Al- þingi. Trúlega hefði Einari mislíkað þes<íi ummæli blaðs- ins, því síðan hefði hann aldrei sett sig úr færi með að ráð- ast á kirkjuna. Lík’ega væri þó Einar sömu skoðunar og frú Furtseva, að kristindómur og kommúnismi ættu ekki sam- leið. Benti hann síðan á að byggipg kirkna hefði aldrei staðið í vegi fyrir að byggð væru sjúkrahús eða barnaheim ili heldur þvert á móti rutt brautina fyrir slíkum fram- kvæmdum. Einar Olgeirsson (K) sagði, að þessi ummæli Þjóðviljans hefðu aðeins verið skemmtilegt grin, en engu að síður kvaðst hann telja sér heiður að því að vera kenndur við slíkt. Ein ar sagðist líta á Jesú frá Naza ret, sem byltingarmann, er boð að hefði boðskap, sem hefði verið í algjörri andstöðu við ríkjandi þjóðskipulag, er hann var uppi. Er Einar hafði lokið máli sínu var umræðu frestað og málið tekið út af dagskrá. VARAWriMENN TAKA SAm Tveir varþingmenn hafa nú tekið sæti á Alþingi. ‘Óskar Jónsson (F) sem áður hefur setið á þingi í vetur kemur nú í stað Björns Fr. Bjömsson- ar, sem hverfur heim í hérað vegna embætfisanna. Þá hefur Ásgeir Pétursson, (S) sýslumaður tekið sæti S»g- urðar Ágústssonar, en Sigurð- ur slasaðist í bílslysi nú um Jláskana. Ásgeir hefup e’^’-i áður setið á þingi og undirrit- aði hann því eiðstaf að stjórn- arskránni. Bifreiðar f ramh. at 1. sfðn í skýrslunni kémur ýmislegt at- hyglisvert fram, sem of langt yrði að fara út í hér, en geta má þess, að einn Alfa Romeo er til í landinu, ennfremur einn af hverri þessara eldgömlu tegunda: Er- skina, Essex, Graham Page, Hup- mobile, Marmon, Marquette o. fl. Ennfremur má geta þess, að einn Porche bíll er til, einn Sunbeam, einn Volvo jeppi og fleira er til f einu eintaki. Aukningin á vörubílaeigninni liefur orðið tiltölulega miklu minni, en þó hefúr hún aukizt úr 4685 bílum 1954 í 6476 1963. Hins vegar hefur fjölgun þeirra bif- reiða ekki verið eins jöfn og fólks- bifreiðanna. Þeim fjölgaði t. d. um 12 árið 1957-58, eða 0.2%, en ura 156 (2.8%) árið 1958-59, um 223 (3.9%) 1959-60, um 169 (2.9%) 1960-61, um 80 (1.3%) 1961-1962 og um 201 (3.2%) 1962-63. Af vörubifreiðum eru 107 teg- undir (104 árið áður) og eru flest- ir þeirra af Chevrolet-gerð eða 1394 (21.5%), þá Ford 1211 (18,7%), Dodge 460, Bedford 375, Volvo 375, Mercedes-Benz 309, Austin 292, Volkswagen 248, GMC 189, International 183, en næstu tíu gerðir eru: Fordson, Skoda, Scania-Vabis, Opel, Renault, Ger- ant, Reo Studebaker, Henschel, Studebaker og Fargo. Loks má geta þess, að af lang- ferðavögnum, þ. e. fólksflutninga- bílum með fleiri en 8 sætum, eru fæstir af Mercedes-Benz gerð eða 96, þá koma Volvo 65, Ford 55, Dodge 48, Scania-Vabis 27, Chev- rolet 25, Land Rover 22, Reo 10, In ternational 9 og Bedford 8. I a%iW%M4l%Ma%%%%%M%MWWftMW%Wt%i*M%aW%MW%%%%%%%W%M»IMifW4»4WM%%%%%1%%%M%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%mmww Trabant ~ Framh. af 1 síðu kaup öll að ganga til baka vegna þess að tollayfirvöld liér neita að samþykkja innflutning á þeim. Það gera þau á þeim forsendum að i stað afturrúðanna er felld stál plata í gluggann og þétt með gúm- kanti. Þannig hafa bílarnir veriS fluttir til hinna Norðurlandanna athugasemdalaust. Nú segja tolla- yfirvöldin að svo auðvelt sé að taka stálplötuna úr og setja rúðu í staðinn, að menn myndu e. t. v. ekki standast freistinguna. Hins ber að geta að bílarnir yrðu tryggi lega auðkenndir sem sendiferða- bílar og því auðvelt fyrir yfirvöld- in að fylgjast með, ef breytt yrði. Svo starfar bifreiðaeftirlit í land inu, þar sem allir bílar eru skráð- ir og verða að koma til skoðunar árlega. CIRKUS ABARETT 1 í Háskólabíói 3. - 10. apríl j \ Heimsfræg skemmtiatriði frá þekktustu fjölleikahúsmn heimsins t. d. The ED Sullivan L/ Show. N.Y., Cirkus Schmnann, Tivoli, Cirkus Moreno, Lorry o. fl. Stórkostlegasta og fjölbreyffasia skemmtun ársieis! Forsala aðgöngumiða í Háskóiabíói og hjá Lárusi Blöndal, Skólavörðustíg og í Vesturivieri, er bafin. , Munið að sýningar CIRKUS — KABARETTSINS standa aðeins eina viku. Lúðraslveit Reytkjavík-ur. 4 2. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.