Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 6
.jjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniuimiiiiii'UiimimnimiiiiiimiiMiniuiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiiimniiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiMiinniiiimiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiii Nú er tekið að styttast þar til heimssýningin mikla í New York hefst. Hún verður opnuð hinn 22. apríl og skömmu áð- ur verða gestir teknir að streyma til New York. Heild- arfjöldi gesta, sem vænzt er til sýningarinnar, er 70 milljónir og munu þeir dreifast á þau tvö tímabil, sem hún verður opin. „Trúið mér, í ár fáum við 40 milljónir gesta og næsta sumar minnst 30 milljónir.” Þetta segir forseti sýningarinn- ar, Robert Moses, maðurinn, sem stjórnar þessu umsvifa- mikla fyrirtæki. Það verður ekki af þeim skafið, sem að sýningunni lllllllllllllllllllltf11111111111111111llllllli 1111111 Áður en þeir gerðu innrás sína, var jarðvegnrinn rækilega undirbúinn. Lagðir voru 800 kilómetrar ar rafmagnsköpl- um, 80 kílómetrar af vatnsrör- um og net af skólpleiðslum, nógu rúmmikið til að taka við frárennsli meðalstórs bæjar. Einnig hafa verið lagðir vegir, járnbrautir, gerð bílastæði, bátahafnir, og þyrlulendingar- staðir. Svæðinu er skipt í fimm reiti. Á öllum reitum eru í byggingu skálar eftir nánast draumórakenndum teikningum. Á svæðinu miðju gnæfir tákn sýningarinnar, hnattlíkan á hæð við 12 hæða hús. Á hnatt líkanið eru merktar brautir fylgihnatta jarðar, þeirra, sem Risabyggingf General Motors er tíu hæða há og næstum 2 km að lengd. ^.iiiiiMiiiuiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiUHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiH iuuiiihiihuihiuiiiiiiiiuhi u? 70 manna heimsækja standa, að þeir gera sitt bezta til að hún verði heimsviðburð- ur. Þessa síðustu daga þar til sýningin hefst, leggja þeir nótt við dag til þess að allt verði reiðubúið. Öskuhaugurinn fyrr verandi er orðinn að leiksvæði manna, sem gera alvöru úr stór í'englegum hugmyndum. af mannahöndum eru gerðir. Þessi geysimikla smíði er gef- in af bandarískum stálfram- leiðendum. Umhverfis þetta svipmikla tákn skipast svo sýningarskál- ar þeirra 70 þjóða, sem taka þátt í sýningunnl. Heildarkostnaður við sýn- inguna er áætlaður einn millj- arður dollara, þar af eru þeg- ar foknar 200 milljónir. Þátttökuþjóðirnar leggja sig mjög fram um að 'gera sýn- ingar sínar sem bezt úr garði. Jafnvel Vatikanið mun sýna listaverk. í sambandi við lista- verkasýningar verða haldnir fyrirlestrar um listir og þau verk, sem þar verða. Bandaríkjamenn munu sem heimamenn verða umsvifamest- ir á sýningunni. Heljarmik- il ferlíymingslöguð bygging mun mynda ramma utan um sýningu á sögu landsins og þjóðarinnar frá árum fyrstu, hvítu landsmanna til vorra daga. 130 risastór kvikmynda- tjöld umkringja áhorfandann og á þcim mun hann fylgjast með „amerísku ferðinni” eins og þessi hluti sýninga'rinnar er nefndur. Áliorfandinn hefur það á tilfinningunni, að hann sé staddur mitt á sviði atburð- anna, þegar þeir gerast. Sýningin verður opin frá 21. apríl til 17. október og á sama tíma að ári einnig. IIHIMI >••••••IHUHIUHIIHHUHI•'iUUHHU■IIUI■HIII•IIIIHHIIHIIIHHHHHUH■UUiJUIIIIIUIIU■IUUI■■lllllllll'•IHIII•*•l 'IIIIIIIIUUIIIIIIIII111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIUII11111III111II11IIUII11111II11IIIII1111 lllllIIIIIII1111111111111111111111■ III111IIII111IIIII11 IIIIIIIIIIUIIIIIIIIIII h' 1 Nýsfárlegir tónsmiðir ICantata, kompóneruð af þrem rafmagnsheilum í samvinnu, var frumflutt í Chicago fyrir nokkru síðan. 300 manns hafði verið boðið til að vera við flutning kantötunnar. Þeir voru mjög spenntir að heyra verklð, sem hafði verið undirbú- ið af efnafræðingi og stærðfræð- ingi. ! Þeir mötuðu heilana á formúl- um fyrir nútímatónlist og síðan tóku þeir til starfa. Kantatan var flutt af tuttugu manna kammerhljómsveit og stóð flutningurinn í 24 mínútur. Á- horfendur fögnuðu verkinu og flytjendum þess vel, en þess er ekki getið, að höfundar hafi ver- ið kallaðir fram. Til stendur að verkið verði ílutt viða um heim á næstunni. illll III limilllllllllllllUiUHIIIIIIIIIHIIIIIIIUIIIHIIUHI 1,1111,1, BRETAR eru að framleiða | nýja músíkmynd fyrir 250 þús. \ pund. Hún á að heita „Every j Day‘s a Holiday“. Meðal Ieik- j ara cru GmÆina Frame og tví \ buramir Susan og Janet Bak- j er. Grazina leikur stúlku, sem [ hieypnr að heiman en Susan j og Janet leika — tvíbnra. IIIIII llllflliIIIHIIIIII 11111111111111111111111111II lUUUUIIIIII II llll JOHNSON GEFUR PENNA Eins og kunnugt er, er það gömul hefð í Hvíta húsinu, að þegar forsetinn hefur undirrit- að lög, þá ,igefur hann þeim manni, sem mest hefur unnið að því að fá lögin samþykkt, pennann sem hann un’dirritaði lögin með. Um daginn var Johnson að und- irrita skólalög — og komst að því, að 56 uppeldisfræðingar og i lögfræðingar höfðu unnið að und- ! irbúningi þeirra, og máttu teljast eiga jafnan hlut að þeim. Nú voru góð ráð dýr, en Texasbúar eru ckki af baki dottnir og Johnson sýndi það í þetta sinn, að hann er birgur af fleiri gripum en kveikjurum. Þennan vanda leysti hann þannig, að liann undirritaði lögin í fjórriti og skrifaði hvern bók- staf með nýjum penna. Það stóð^t á endum, að þegar hann lauk við síðasta staf síðustu undirskriftar, hafði liann notað 56 penna, sem þá voru . tilbúnir til útdeilingar meðal hinna 56 lukkulegu laga- smiða. — Nei, nú verður þú að bíða með þennan beljuleik þangað til ég kem heim aftur. Ég þarf að nota hanzkann minn. 6 2. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.