Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 7
- og sératkvæði minnihlutans KJA&ADÓMUR synjaði í fyrra öas rikisstarfsmönnum um 15% fcauphækkun til samræmis við bækkanir annarra stétta, og var það g-ert á þeim grundvelli, að þjóðarhagur þyldi ekki slíka bækknn, þar sem aðrar hækkanir tnundu fylgja í kjöll'arið. Dómurinn var þrískiptur lun jþessa niðurstöðu. Alþýðublaðið birtir hér á eftir niðurstöður tneirihlutans, þeirra Sveinbjörns Jónssonar, Jóhannesar Nordal og Svavars Pálssonar, svo og álit minnihlutanna, þeirra Benedikts Sigurjónssonar og Eyjólfs Jóns- eonar. Niðurstöður þessara aðila fara hér á eftir orðréttar: WMWWWWWWWWWWI Hofsjökull Keykjavík, 31. marz - GO. Hið nýja skip Jökla hf. var sjósett í Grangemouth þ. 17. þ. m. Skipið hlaut nafnið Hofsjökull, en ungfrú Ólöf Einarsdóttir, Sigurðssonar út gerðarmanns, gaf skipinu nafn. Skipið er smíðað sem kæli skip, eins og önnur skip fé- lagsins og lestum þess er hægt að halda í —20 stig- lun á Celcius. Það mun ann- ast fiskfiutninga frá landinu, en ávaxtaflutninga og það sem býðst til landsins. Það er 2500 rúmlestir að stærð. Skipið er knúið af 2575 ha. Deutz vél og ganghraði þess er áætlaður 13Vö sjómíla á klukkustund. Það hefur ver- ið smíðað samkvæmt reglum íslenzku skipaskoðunarinnar og brezka flutningamálaráðu neytisins. Myndin er frá sjósetning- unni. Hinn 21 marz birti dagblað- ið Tíminn mjög athyglisverða grein eftir Jóh> Hannesson próf essor um sjónvarpsmálið. Virð ist mér þau orð að mörgu leyti það viturlegast 6em undir ritaður hefur lesið í biaðinu gegn sjónvarpinu. Lætur grein- arhöfundur að því liggja að fjársvik og ýmislegt annað mis- ferli muni aukast og magnast með áhrifum sjónvarpsins. Tel ur J. H. að fróðlegt væri að gera sama'nburð á lögbrotum í Keflavík annars vegar, sem er á sjónvarpssvæðinu og Akur- eyri hins vegar sem er utan þess. Ástæða er til að gefa þess ari ti.lögu prófessorsins séi- stakan gaum. Má ætla að af- brotatala unglinga væri hér gouur prófs.einn þar eð telja verður fullvíst að fullorðnir fái annars staðar fyrirmyndir að óhæfuverkum. í þessu sam- bandi eru mér ekki kunnar töl ur frá Akureyri. Veit einungis að þar býr yfirleitt sóma fólk. . Aftur á móti get ég upp.ýst að afbroiatala unglinga í Kefla- vík hefur að undanförnu verið fremur iág. Stafar það vafalítið af því að löggæzlan hér hefur tekið upp röggsama stefnu gegn ýmsum spillingaröflum. Hefur hér orðið mikil breyting til batnaðar sem að mínu viti orsakast aðallega af harðari og vökulli löggæzlu en áður var. Stangast þessar staðreyndir ekki nokkuð á við sjónarmið Jóhanns að í kjölfar sjónvarps sízli spdling og hvers konar ó- menning? Það er líti'fjörleg sagnfræði og alröng að álasa Ameríkönum um allt sem af- laga fer hjá okkur. Að vísu dett ★ NIÐURSTAÐA MEIRI- HLUTANS. ..Dómurinn hefur kynnt sér framlögð sóknar- pg varnargögn aðila og aflað sér viðbótargagna eftir föngum. Hefur dómurinn litið til allra tiltækra upplýsinga um kjör þeirra, sem vinna sam- bærileg störf hjá öðrum en rík- inu, en um það liggja fyrir nýir kjarasamningar, auk úrskurða annarra kjaradóma, sem um slík mál hafa fjallað síðan 3. júlí 1963. Einnig hefur dómurinn haft hlið sjón af gögnúm um kjör ríkis- starfsmanna, eins og þau eru í reynd, þ. á. m. skipun í launa- flokka, greiðslur fyrir hvers kon- ar yfirvinnu og aðrar aukagreiðsl- ur til viðbótar föstum launum. Þá hefur dómurinn eftir föng- um kynnt sér hina almennu þróun kaupgjalds og verðlags frá því í júlí 1963 og hin alvarlegu vanda- mál, sem skapazt hafa varðandi | afkomu þjóoarbúsins vegna sí- j felldra víxlhækkana kaupgjalds og i I verðlags. Hefur kapphlaup um I ] launahækkanir milli stétta og j starfshópa átt þar drjúgan þátt í, | þ. á. m. samanburður annarra við launakjör ríkisstarfsmanna samkvæmt dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963. Áframhald þessarar þróunar mun óhjákvæmilega skapa stórfelld vandamál, að því er varðar afkomu þjóðarbúsins í heild og þar af leiðandi kjör launþega, og er vandséð, hvernig fram úr þeim megi ráða. Ætla verður, að ákvæði 3. tl.' 20. gr. laga nr. 55, 1962, séu af löggjafanum m. a. til þess sett að varna því, að launahækkanir til I þeirrar skoðunar, að ríkisstarfs-1 legu þróun, sem átt hefur sér stað starfsmanna ríkisins verði til að ! menn og annað fastlaunafólk hafi I að undanförnu, jafnvel þótt nokk- skapa eða auka á slíka efnahags- j sérstaka ástæðu til að óttast áhrif 1 ur hluti ríkisstarfsmanna fengi örðugleika, sem hér um ræðir. ; áframhaldandi launakapphlaups á ekki þá leiðréttingu kjara sinna, Hér er hins vegar ekki eingöngu afkomu sína og aðstöðu. Það sem samanburður við aðra starfs- ur mér ekki í hug að saka J. H. um svo ómérkilegan málflutn- ing. En þannlg virðist mér flest ir þeir halda rnn þetta, er hæst bafa í sjónvarpsmálinu. — Því hefur rojög verið á lofti haldið að Keflavíkufsjónvarp- ið sýndi óþarflega mikið af glæpamyndum. Vafalítið er það rétt. En ég vll þó geta þess hér að mörg sntUdarverk manns- andans fjalla einmitt um glæpi og glæpafólk. Nægir að geta bóka Dostojekskis, kvikmynd Bergmanns og íslendinga- sagna. Ég tilfæri þetta hér þar eð ýmsir slíkir þættir í Kefla- víkursjónvarpinu flokkast skil- yrðislaust undir listaverk. Nefni ég í því tilefni þáttinn The butonchables, sem fjallar um baráttu amerísku lögregl- unnar gegn bruggurum og öðr um lögbrjótum. Fyrir skömmu var þarna sýnd ágæt kvik- mynd byggð á skáldsögn Willi- am Faulkners, The Old men. Þeir sem á annað borð hafa kynnt sér sjónvarp erlendis ljúka yfirleitt upp einum munni að til Kef'avíkursjón- varpsins sé vandað. Ýmsir skemmtiskraftar þar séu af bezta tagi og þar séu áhorfend ur að mestu leyti lausir við mjög hvim’eitt fyrirbæri ann- ars staðar: auglýsingarnar. Hitt er svo annað mál að margt af því efni sem amerískar sjón varpsstöðvar hafa á boðstóln- um er okkur íslendingum fram andi. Það höfðar til amerískra þegna fyrst og fremst. En ég get ekki tekið undir við þá menn, sem sjá í Keflavíkur- sjónvarpinu eitt hvert óguriegt skrímsli sem líklegt sé að riða íslenzkri menningu til helvítis á fáum árum. Prófessor Jóhann : benti réttilega á hve gífurlegan kostnað íslenzkt sjónvarp hef- ur í för með sér. Er greinilegt að nokkur ár munu líða unz við verðum fjárhagsiega færir að reka slíka stöð. Á meðan finnst mér engin goðgá að reynt verði að komast að samkomu- lagi við forráðamenn Keflavík- ursjónvarpsins að sjónvarpa þaðan íslenzku efni. Undanfar- in ár höfum við átt mjög vin- j £ samleg samskipti við varnar- ” liðið. Á Keflavíkurflugvelli hafa verið háðir landsleikir í handknattleik, þar eð Islend- ingar eiga ekki enn nógu stóra íþróttahöll til slíkra leikja. Þá er augljóst að íslendingar eru nú smátt og smátt að taka við starfrækslu sjálfs flugvallar- ins. Ég sé ekkert því til fyrir stöðu að farið verði inn á svip aða braut í sjónvarpsmálinu. En að halda því fram að sjón varp sé ekki nauðsynlegur hlut ur eins og við og við skýtur upp kollinum í grein J. H., það held ég að sé einfaldlega að stinga höfðinu niður í sandinn og viðurkenna ekki staðreynd ir. Við getum ekkí flúið tækn- ina. Við verðum og eigum að taka hana í þjónustu okkar. Hjóli sögunnar verður ekki snú ið við eins og hinir frægu 60- menningar halda að sé hægt. íslenzkt sjónvarp kemur áð- ur en langt líður. Og ég er sannfærður um að eins víð- sýnn menningarviti og Jóhann Hannesson mun eiga sinn þátt i að gera það að öflugum menn ingarmiðlara. Hilmar Jónsson: um að ræða almennt efnahags- | væri því til mikils að vinna, ef vandamál, heldur er dómurinn I unnt reyndist að stöðva þá hættu- hópa kynni nú að gefa tilefni til. Þegar öll framangreind atriði eru virt, telur dómurinn, eins og nú er ástatt, að sýkna beri varn- araðila af kröfum sóknaraðila í máli þessu. D ó m s o r ð : Varnaraðili skal vera sýkn a£ kröfum sóknaraðila í máli þessu. Sveinbjörn Jónsson, Svavar Pólsson, Jóhannes Nordal. ★ Sératkvæði Benedikts Sigurjónssonar. Eg er sammála rökstuðningi j meiri hluta dómsins, en felst i ekki á niðurstöðu hans. Eg tel að hinar erfíðu horfur í þjóðarbú- skapnum eigi ekki að valda 'því, að ekki sé nú að nokkru leiðrétt sú röskun, sem orðið hefur í launahlutfalli því, sem sett var milli ríkisstarfsmanna og annarra launþega með dómi Kjaradóms hinn 3. júlí 1963. Tel ég því, að rétt hefði verið'" að taka kröfu sóknaraðila að nokkru til greina. Ben. Sigurjónsson. ★ Sératkvæði Eyjólfs Jónssonar. Mál þetta er höfðað samkvæmfc ákvæðum 2. mgr. 7. gr. laga nr. 55, 1962, en þar segir m. a. „Ni» verða almennar og verulegai' kaupbreytingar á samningstíma- bili, og má þá kxefjast endurskqð— unar líjarasamnings án uppsagn— ar hans.” í greinargerð, er fylgdiL frumvarpi til laga þessara, er þaut. voru lögð'fram á Alþingi, kemui- fram, að átt er "við endurskoðurx. á kaupgjaldsákvæðum kjai'asamn— ings. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. lágst nr. 55, 1962, er gildistími kjara - samnings tvö ár, í fyrsta sinn þó* tvö og hálft ár skv. niðurlags— ákvæði laganna, eða miklu leogrk en tíðkast um kjarasamningat annarra stétta. Samkv. 1. tl. 20. gr. laganna ber Kjaradómi vjSí úrlausnir sínar að liafa hliðsjón af kjörum launþega, er vinna viit sambærileg störf hjá öðrum ríkinu. Þegar til þessa er litíð,, verður augljóst, að komíð vérði í veg fyrir, að hlutfallið miUii' launa starfsmanna ríkisins . óff annarra stótta raskist verulega á samningstímabilinu, frá því sjqn* kveðið var á um í samningi eðu dómi. Verður þetta og enn ijós* Framh. á 10. eíðu ALÞYÐUBLAÐIÐ 2. apríl 1964 7 c a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.