Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 5
i Nýlega fór fyrsti hópur flugvélstjóra frá Loftleiðum áleiðis til Montreal í Canada, þar sein hann Jjjálfun í meðferð hinna nýju CL-44 flugvéla Loftleiða. — Þeir eru talið frá vinstri: Gerhard Aðalmundur Maguússon, Jón H. Júlíusson, Halldór Guðmundsson, Alfreð Ólsen, ítagnar ÞorkeLsson Sigurður Ingólfsson. Fallegur staour í Mývatnssveit eftir Jónas Jónsson frá Hriflu Á KÁLFASTRÖND í Mývatns- sveit er mikil náttúrufegurð. Guð- mundur Friðjónsson ságði um alda mótin, að á kiettum þeirrar jarð- ar vildi hann reisa þann háskóia, sem menn dreymdu þá um, en ekki var korninn. Þegar Héðinn Valdimarsson var ungur verkamannaleiðtogi í Reykja vík, varð hann hrifinn af þess- ari jörð og keypti dálítinn hluta af býlinu og það nokkuð af því fegursta. Þar eru hamrar og gjár, grasi vaxnir liöfðar og hin feg- ursti gróður. Á þessum hluta Kálfa strandar byggði Héðinn hið snotr- asta sumarhús, og þangað kom hann ofc á sumrin með fjölskyldu Kinni, meðan dagar entust. Síðan hefur ekkja hans, frú Guðrún Páls dóttir, varðveitt þessa eign með m.ikilli nákvæmni og umliyggju. Hún hélt áfram þeirri venju, sem Héðinn hafði upp tekið þegar hann keypti landið, að hafa þar garðyrkjumann við fegrun stað- arins mikinn hluta sumars. Er nú svo komið, að þetta býli er orðið aðdáunarefni flestra smekkgóðra "htia. > f w I l9j& í síitiz , 1 2 re^ 1 i manna, sem koma til Mývatnssveit ar. Ferðamenn koma oft fyrst í Slútnes, þá í Dimmuborgir og heimsækja síðan Héðinshöfða, það : an liggur leið.n út úr byggðinni að ; De.tifossi og Ásbyrgi. I Nú er svo komið, að nýbýlið á j Héðinshöfða er sökum náttúru- ! fegurðar og aðgerðar eigendanna 1 með trjárækt og náttúruverndun orðið einn af þeim stöðum á ís- l landi, sem hrífa einna mest hugi ! gesta og ferðamanna, sem þangað koma. Núverandi eigandi, frú Guð ' rún Pálsdótdr, he dur þar heimili I að sumarlagi og tekur á þeim tíma þátt í félagslífi þingeyskra og mý- j vetnskra kvenna, enda stendur hún vel fyrir sínu búi á þessu fagra ný- , býli. Nú vildi svo til í fyrra eða hitti fyrra, að mannfélaginu yfirsást s.órlega í skiptum við eigendur þessarar merku jarðar. Rafmagn var lagt á marga bæi í Mývatns- sveit, þar á meðal sveitaheimili Kálfastrandar. E.ganda Höfða var boðið að fá rafmagn til sinna þarfa. Bændaheimilin í sveitinni hafa greitt 20 þúsund krónur í heimtaugagjald, en af því að Höfði var ialinn sumarhús en ekki til framleiðslu sveitanna, var eigand- anum gert að greiða 80 þúsund krónur fyrir heimtaugina. Það var vitað, að Héðinn Valdimarsson var efnaður maður, þegar hann féll frá, en sú staðreynd breytir engu um þetta mál. Hér átti ekki við að leggja á þetta heimili einhvers konar stóreignarskatt. Frú Guð- rún Pálsdóttir mun ekki hafa kært þet a ójafnræði og ekki geri ég það fyrir hennar hönd, heldur af því, að hér er augljóst ranglæti að ræða og fremur heimskulega framkomu. Við íslendingar eigum fagurt land, höldum ré.tilega fram kost- um þess og gerum auk þess margt til að fegra landið. Mannfélagið eyðir til þess miklu fé. Tökum Austurvöll í miðri Reykjavík. Með langri tilraunastarfsemi tókst kunnáttumönnum loks fyrir einu eða tveimur misserum að gera Austurvöll svo vel úr garði um öl viðráðanleg fegurðareinkenni, að borgarbúar viðurkenna það sjálfir og sjá ekk; eftir því, þó að þeir hafi orðið að eyða einni eða tveim múljónum af skattpening- um sínum til að fegra borgina með þessu móti. Sama má segja hér í Reykjavík um iilkostnað við garð hjá Templaraheimilinu gamla og hinn stóra skemmtigarð, sem er fegraður árlega með miklum til- kostnaði. Þessi framlög eru gerð af góðum hug og framsýni. Þar eru launaðir menn að verki Nú vil ég leyfa mér að skjóta þessú máli til hinna hæstu yfir- valda landsins, í sijórn rafmagns- mála og framkvæmda til að breyta aðstöðu ferðamanna hér á landi. Ég fullyrði, að Héðinshöfði sé orð inn í augum heimamanna og gesta, sem þangað koma, eftirsóknar- vert náttúrufyrirbæri. Kemur þar jafnt til grema hin upprunalega og breytilega náttúrufegurð stað arins og aðhlynning eigenda og kunnáttumanna sem þar hafa unn ið. í því efni er ekkert fordæmi um árangur í görðum annarra ein stakra manna hér á landi, sem eru jafnframc látnir vera opnir ferða mönnum innlendum og erlendum án endurgjalds. Það er vitað, að ríkið eyð,r nú miklu fé árlega til að opna landið og fegurð þess fyr- ir skemmtiferðamönnum. Þesri til kostnaður þykir sjálfsagður og ó- hjákvæmanlegur en einstakir menn leggja á þeim vettvangi frem Frh. á 10. síðu. I FLÓTTAMANNAVANDA- I MÁL í PAKISTAN [ Af vandamálum þeim, sem ind inn hékk á hári, beindust einn vcrska stjómin á við að etja um ig gegn stjórninni, sem hafði þessar mundir, er flóttamanna- straumurinn frá Austur-Pakist- an mest aðkallandi. Vandræði þessi hófust þegar hárlokkur, = sem sagður er hafa tilheyrt = spámanninum Múhameð, hvarf i um stundarsakir í höfuðborg í Kasmír, Srínagar, um áramót I in. Mál þetta leiddi til mikilla Í mótmælaaðgerða af hálfu Mú- | hameðstrúarmanna, sem eru i | yfirgnæfandi meirihluta í Kas- Í mír, en þó kom ekki til ofbeld- = . isverka svo teljandi sé. Hins i vegar brauzt andúðin á Ind- Í verjum í Austur-Pakistan 1 (Austur-Bengal) fram á yfir- | borðið og hin fjölmennu þjóð- | arbrot, sem þar búa, voru beitt i ofbeldi. í indverska fylkinu Vestur- I Bengal, einkum í milljónaborg- = inni Kalkútta, var þessu svar- I að með árásum á Múhameðstrú- | armenn. Óeirðirnar scóðu að- 1 eins í nokkra daga, enda skarst I indverska lögreglan í leikinn = með harðri hendi og ró og Í spekt ríkti í nokkra mánuði unz i til árekstra kom á nýjan leik Í um miðjan síðasta mánuð í i stálbæjunum Jomshedpur og | Rourkela. I *** FLÓTTAMENN [ í Austur-Pakistan hafa of- I sóknir ha’.dið áfram gegn þjóð = arbrotunum. Flóttamenn hafa I streymt til Indlands og hafa = þeir skilið eftir allar eigur sín | ar og hugsað um það eitt að 'j bjarga lífinu. Flóttamennirnir eru ekki = Hindúar einvörðungu. Töluverð I ur hluti hinna 125 þúsund = flóttamanna, sem komu þrjár i fyrstu vikurnar í marz, eru I kristnir. Indversku stjórninni i ber skyldn til að aðstoða þá, ! en það er einnig miklum vand- [ kvæðum bundið. [ Enn fer víðs fjarri, að öll- [ um flóttamönnunum frá 1947 I — þegar Indlandsskaga var | skiþt í Indland og Pakistan og = milljónir flúðu í báðar áttir — = hafi verið komið fyrir. Mjög erf i itt er að útvega fólki þessu jarð = næði, sem mikill skortur er á = í Indlandi, og sömu sögu er að Í segja um atvinnumöguleika og i peninga — ekki sízt vegna þess = að fyrir eru á Indlandi milljón- i ir atvinnulausra manna og ann | arra, sem ekki hafa næga at- Í vinnu. í *** IIEIÐARLEG 5 KASMÍRSTJÓRN? [ í Kasmír sjálfu, þar sem hin- | ir hörmulegu atburðir hófust, = hafa á meðan orðið stjórnar- I skipti, og cr það í annað skipti [ á tæpu ári að ný stjórn tekur 1 við völdum í fylkinu. Mótmæla i aðgerðirnar, þegar dei’t var | um spámannsins hár og friður- 74;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiii>iiii>iii *i,,,miii m orðið mjög óvinsæl vegna dug- leysis og spillingar. Indverska sambandsstjórnin varð að skerast í leikinn. Lal Bahdur Shastri, ráðherxa án ráðuneytis, sem hefur nánast starfað sem forsæúsráðherra síðan Nehru veiktist í janúar, taldi stjórnurflokkinn (,,Kas- mírska þjóðarþingið") á að skipa nýjan stjórnarleiðtoga, G. M. Sadiq. Sadiq hefur orð fyrir að vera heiðarlegur, og vonir þær, sem við hann eru bundnar, eru á þá lund,. að öfugt við fyrirrenn- ara sína, Bakshi Ghulam Mo- hammed og Shamsuddin, muni hann að minnsta kosti stjórna hinu hrjáða fylki heiðarlega. í pólitísku tilliti er hann talinn SLanda talsvert langt til vinstri í flokknum. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að leita eítir nánari stjórn arskrárlegum tengslum við ind verska sambandsríkið, þar eð það mundi gera kleift að út- vega hæfa indverska embættis- menn til þess að gera duglitla stjórn Kasmírs atkvæðameiri. Á meðan þessu fer fram situr hetja Kasmírska þjóðarþings- ins og upphaflegur leiðtogi þess Sheikh Abdullah, ennþá í fang elsi, en málaferlunum gegn honum þokar áleiðis. Það var hann sem fyrstur átti hug- myndina að stofnun sjálfstæðs ríkis í Kasmír, sem hvorki stæði i tengslum við Pakistan né Indland, en bæði ríkin skyldu ábyrgjást sjálfstæði þess. Síðan þetta var skrifað hefur honum verið sleppt .*** SOVÉZKUR STUÐNINGUR. Þótt innanríkisvandræði Kas mírs virðist leyst um stundar- sakir að minnsta kosti sér Pak- istan um, að Indverjar sofi ekki á verðinum. Forsætisráðherra Kína, Chou En-lai, var nýlega heiðursgestur Pakistanstjórliar og hann og Ayub forseti stað- festu á áberandi hátt einingu sína og vináttu. Þetta er Ind- vevjum mikið áhyggjuefni , enda eiga þeir í landamæra- deilum bæði við Kína og Pak- istan, og éf þessi ríki gripu til samhæfðra hernaðaraðgerða gæti það haft hinar hörmuleg ustu af'eiðingar fyrir öryggi Indlands. Indverjar sjá sér til skap- raunar, að þeir njóta nú hvorki samúðar Bandaríkjamanna né Brcta í Kasmír-deilunni, þrátt fyrir augljós vinahót Pakistana í garð Kínverja. Ræða brezka fulltrúans í Kasmír-umræðum Öryggisráðsins í febrúar vakti gremju flestra menntaðra manna á Indlandi, og ræða bandaríska fulltrúans vakti næstuin því eins mikla gremju. í Kasmírdeilunni hafa Rússar reynzt eini áreiðanlegi stuðn- ingsmaður Indverja á vettvangi SÞ, og Indverjar fella sig ekki við þessa staðreynd. í sam- ræmi við þessa afstöðu sína hafa Rússar viðurkennt Kas- Framh. á 10 síðn IIIUIUIIIIIIIIIIMIMMMIMIMIIIIIIIIIIIIIMIIIM *••*••*• llllll >r I I ii i: « I Mll'**, ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. apríl 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.