Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.04.1964, Blaðsíða 15
síniim á skipinu, sem bár óð- íluga til Marseilles. Þá mundi hún hlægja að þessum draumi sínum, hún væri enn þá Peta Marley, og dr. Frensham aðeins samfarþegi hennar, sem hún hefði tengzt vináttuböndum. —< En nei, þetta var ekki daumur. Hún var þarna á sjúkra liúsinu með skjöl í töskunni sinni, sem sýndu, áð hún var nú frú Noel Frensham. Skjöl-, sem sönnuðu réttindi hennar, eins og Noel hafði minnt hana á eft ir vígsluna, til að njóta allra eigna hans, sem ekkja hans, þeg ar hún kæmi til Englands aft- ur. En núna langaði hana hvorki til að hugsa um England, eða þessar eignir. Henni fannsl ó- liugnanlegt að binda hugann við þá staðrcynd, að dauði Noels myndi opna hliðin fyrir liana að lieimi, sem hún hingað til hafðl verið áhorfandi að. Heimi, sem veitti henni peninga, munað, frelsi, allt, sem hugur hennar gæti girnzt. Hún gat ekki hugsað um þetta, meðan Noel Frensham lá þarna stynjandi í rúminu. Henni þótti vænt um hann. Hún vildi ekki að hann dæi. Samt yrðu þau bæði í hræðilegri klípu, ef hann lifði. Nei, hún vildi ekki hugsa um það. Hún ætlaði bara að sitja þarna og bíða. En það er erfitt að ráða við hugann og þessar ruglingslegu hugsanir liéldu áfram að þjóta um heila Petu, meðan tíminn sniglaðist áfram. Þetta var ótrúlegur dagur. Eft ir hádegisverð heimtaði einn af læknunum, að Peta fengi sér blund. því að hún bæri það greinilega með sér, að hún mundi falla algjörlega saman, ef hún fengi ekki dálitla hvild. Svo að hún Iagði sig í svefnher bergi einnar hjúkrunarkonunn- ar. En hún gat ekki sofið lengi. Um kaffileytið sat hún aftur við sjúkrabeð Noels. — Eiginmanni yðar virðist líða betur, ef þér sitjið við hlið hans, sagði hjúkrunarkonan. Eiginmaður hennar. Það hljómaði brjálæðislega og ótrú lega. Hvemig hafði henni dott ið í hug að samþykkja nokkuð svona^ brjálæðislegt. Hún þekkti Noel ekki neitt. Hann var ó- kunnugur maður, og alls ekki maðurinn, sem hana langaði til að giftast. Hún elskaði Auburn Lyell. Hún hugsaði hræðslulega um það, hvað Aubum mundi segja, ef hann vissi allt það, sem hafði skeð, síðan hún fór frá Bombay. Auðvitað mætti hann ekki frétta þetta, fyrr en hún gæti skýrt honum frá þessu sjálf. Annars gæti hann lialdið, að hún gæti ekki haldið tryggð við mann, ef hún sæi hann ekki í viku. Hún varð að koma í veg fyrir að þetta fréttist, fyrr en hún gæti sjálf gefið Auburn og öllum öðrum sanna skýrslu um þessa atburði, og hvers vegna hún hafði samþykkt þetta líjóna bánd. En hvers vegna hafði hún gert það? Hún var ekki einu sinni viss um það sjálf. Nú, þegar allt var um garð gengið, og hún ,—1 i—i | | , 1 ~F=i r\/i □ yE CLmJ átti hægara með að gera sér grein fyrir því, sem liún hafði gert, gat hún ekki séð neina skynsamlega ástasðu fyrir því. Ekki nema það, að liún hafði vor kennt Noel, og langað til að hann dæi hamingjusamur. Og auðvitað var hún nógu mann- leg til að láta freistast af því, ÍO sem þetta hjónaband færði henni í skaut. Engin stúlka mundi láta sér slíkt tækifæri úr greipum ganga, nema hún væri algjör hálfviti. Hvaða fá- tæk kennslukona hefði slegið hendinni á móti því að verða „ekkja" með góðar tekjur, án þess að því fylgdi nokkur á- byrgð? Mundi þessi dagur aldrei enda? Klukkustund eftir klukku stund varð hún að vaka og bíða eftir því, að Noel opnaði augun og kallaði á hana . . . biða eft- ir endalokunum, sem læknarnir sögðu að búast mætti við þá og þegar. Klukkustund eftir klukku- stund í þessu þunga, þjakandi lofti, sem var í sjúkraherberg- inu. Það var mjög heitt innan veggja sjúkrahússins, þrátt fyr ir að allt væri gert, sem hægt var, til að halda loftinu svölu og hitastiginu jöfnu. Og úti fyr Framhalds- saga eftir Denise Robins ir lá Port Said og stundi und- an miskunnarleysi sólarinnar. Henni fannst vera stöðugur straumur af fólki í litla sjúki-a- herberginu. Fjöldi lækna, og þar á meðal egypzkur sérfræð- ingur, sem var frægur fyrir lækn ingar, sem nálguðust að vera kraftaverk. Endalausar rannsókn ir, og hvíslandi rökræður um ástand sjúklingsins. Lyf, spraut ur, ísbakstrar til að halda hit- anum niðri og sérh'æfar hjúkr- unarkonur. Allt lið sjúkrahúss- ins virtist snúast um þennan enska lækni, sem þjáðist af und arlegum og óþekktum sjúkdómi. Fólkið hafði heldur ekki minni áhuga á lionum, af því að hann var mjög þekktur innan brezku læknastéttarinnar. Fólkið sýndi Petu líka mikla umhyggju, vegna þess að hún var ung og fögur, og hafði gifzt hinum deyjandi manni á svo róm antískan hátt. Það gerði allt fyrir hana, sem í þeirra valdi stóð að gera. Svo mikið, að Petu fannst hún löngu vera búin að týna tölunni á því, og var orð- in dauðþreytt á að segja stöð- ugt: Þakka yður kærlega fyrir. Og allir ávörpuðu hana frú Frensham, en það fékk kalt vatn til að hríslast niður bakið á henni og neyddi hana til að horfast í augu við hinn nakta' raunveruleika. Hún reyndi að skrifa Auburn, en tókst það ekki. Hún gat ekki skrifað honum þessar fréttir. Hún varð að bíða, þar til hún hitti hann. Hún reif bréfið í tætlur. Hún byrjaði líka á bréfi til móðursystur sinnar, sem var gift bónda í Devonshire. Þegar Peta var lítil, hafði liún oft dvalið hjá henni í sumarleyfum sínum, og þótti mjög vænt um hana. En það bréf reif hún líka. Hún gat vel ímyndað sér hve skelkuð Annie frænka og Bob frændi yrðu við þau tíðindi. að hún hefði gifst því sem næst ó- kunnugum manni í Port Said, Það mundi ekkert róa Annie frænku, þó hann væri þekktur læknir. Húú var af þeirri kyn slóð, sem fannst ekkert hjóna- band sæmandi, nema á undan því færi hæfilega langur trúlof unartími. SMITH... Frh. af 1 síðu. •hann væri alveg sannfærður um nauðsyn þeirra. og hefði hann not að tækifærið nú til að styðja beiðn ina um leyfi til að byggja þá og endurtaka fyrri yfirlvsingar sín- ar um mikilvægi byggingar þeirra í viðtölum sfnum við íslenzka ráða menn. Nauðsynlegt væri að byggja í Hvalfirði nýja olíugeyma, er tækju 50.000 tonn af brennsluolíu., er nota mætti sem varabirgðir. i Spurður var flotaforinginn ran, hvort fyrirhugaðar væru nokkrar breytingar á stöð varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Hann kvaó ckkert slíkt vera fyrirhugað. Stöð- in væri eins lítil og nokkur tök .væru á að hafa hana, og ekki vær£ fyrirhuguð stækkun eða minnkuir á henni. Einn fréttamaður spurði um, hvað liði stofnun liins svokallaða. „marghliða” kjarnorkuflota NA- TO. - Flotaforinginn benti á, að hugmyndin væri, að sá floti yrði undir stiórn yfirmanns hers banda lagsins í París (SACEUR), en ekki sinni stjórn (SACLANT). MáliS væri allt enn á viðræðustigi. Hug- myndin væri að koma upp flotá um 25 skipa, sem hvert um sig hefði 8 Polaris-flugskeyti, og hefði það verið Norstad, fyrrver- andi yfirmaður hers NATO í Evr- ópu, sem hugmyndina liefði átt, fyrst og fremst með það fyrir aug- um að geta losað sig við nauðsyn- ina á að halda reiðubúnum heil- um flota af miðlungs-langfleyg- um sprengiuflugvélum. Þetta fyr irkomulag væri að tvennu leyti gott, það sæi óneitanlega fyrir her afla, sem fældi frá árás, og enn- fremur væri það gott af pólitísk- um ástæðum, bar sem stefnarí væri að revna að koma í veg fyrir, að fleiri þjóðir eignuðust kjarn- orkuvonn en þegar eiga þau, en. ýmis ríki vildu hins vegar fá nokk- urn íhlutunarrétt um það, hvenær beita ætti slíkum vopnum. Málið væri hins vegar engar veginn út- kljáð og því tæoast tímabært afS segja meira um það. me^ — Hvar er kaffipokinn, Dísa? — Fröken Caliioon, gjörið svo vel koma þessa lelð. ___ Einkaritari minn, fröken Olson, kem- ur með mér. ..A1AYS6 COPPEK. HASN'T NOPCEP COU. £TEVE CANYON AMONó TH£ OTHER OFRCtRS IN THE PENTAÓON LOBBY— OR 6HE MlóHT NOT HAV£ e-ESN 50 WILLINö TO HAV£ 5I.WA'=g '5TANP BY'... Þri miður, boðið á aðeins að gilda fyrir yður, var það ekki tekið skýrt fram. — Já, einmitt það. Bíddu hérna Olson. — Já, fröken Colhoon. Verið getur, að fröken Calhoon hafi ekki tekið eftir Stebba meðal foringjanna þarna, því þá gæti verið að hún liefði ekki viljað láta Olson bíða. ALÞÝÐUBLAOIÐ — 2. apríl 1964 1$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.