Alþýðublaðið - 08.04.1964, Side 7

Alþýðublaðið - 08.04.1964, Side 7
IÐULEGA hendir, að tvö skáld eða fleiri velji sama yrkisefni, og þykir þá löngnm girnilegt til frþðleiks, hversu til tekst. Dásmi þessa munu fjölmörg í íslenzk- um bókmenntum. Hér skulu tilgreind þrjú kvæði, þar sem lagt er út af einum og sama atburði, en örlaga- valdurinn sú gamla og nýja tilfinning, sem ást nefnist og oft segir til sín í ljóði. Mér finnst heimild skáld- anna svo fögur, að ég byrja á að rekja meginhluta Sörla þáttar í útgáfu Guðna Jónssonar prófessors af ísjendinga sögum: „Þat er sagt, at Guðmundr inn ríki var rnjök fyrir öðrum mönnum um rausn sína. Hann hafði hundrað hjóna ok hundrað kúa. Þat var ok siðr hans at láta löngum vera með sér göfugra manna sonu, ok setti þá s.vá ágætliga, at þeir skyldi engan hlut eiga at iðja annan en vera ávallt í samsæti með honum. En þat var þó sá siðr þbira, er þeir váru heima, at þeir unnu, þó at þeir væri af göfgum ættum. Þá bjó' Einarr at Þverá í Eyjafirði, en Guðmundr inn ríki á Möðruvöllum, bróðir hans. Þat er sagt, at eitt sumar fór af þingi með Guðmundi SÖrli, sonr Brodd-Helga, inn siðmannligsti maðr, og var með honum í góðu yfirlæti. Þá var heima þar með Guð- mundi Þórdís, dóttir hans, er þá þótti vera inn bezti kostr, olc var þat mál manna, at tal þeira Sörla bæri saman oft. Kom þat fyrir Guðmund, ok kvaðst hann ætla. at eigi þyrfti orð á því at gcra. En þá er hann fann, at eigi varð við sét, lagði hann þó aldri eitt orð í við Sörla, en lét fylgja ofan til Þverár Þórdísi til Einars. Þá varð-enn svá, at þangat bar kvámur Sörla. Ok einn dag, er Þórdís gekk út til lérefta sinna, var sólskin ok sunnanvindr ok veðr gott. Þá getr hon at-líta, at maðr reið í garðinn, mikill. Hon mælti, er hon kenndi manninn: „Nú er mikit um sólskin og sunnanvind, ok ríðr Sörli í garð”. Þetta bar saman. Liðu nú svá stundir, ok fór svá fram til þings um sumarit. Ætlaði Sörli þá aft,r austr til frænda sinna. Ok á þinginu gekk hann einn dag til Einars Þver- æings og heimti hann á tal við sik og sagði svá: „Ek vilda hafa liðsinni' þitt til at vekja bónorð við Guðmund, bróður þinn, til Þórdísar, dóttur hans”. „Ek mun þat gera”, kvað Einar, „en oft virðir Guð- mundr annarra manna orð eigi minna en mín”. Síðan gekk hann til búðar Guðmundar. Hittust þeir bræðr ok settust á tal. Þá mælti Einarr: „Hversu virðist þér Sörli?” Hann mælti: „Yel, því at slíkir menn eru vel mann- aðir fyrir hversvetna sakar”. Einarr mælti: „Hversu er þá? Eigi skortir hann ætt- ina góða né mannvirðing ok auð fjár”. „Satt er þat”, sagði Guðmundr. Einarr mælti: „Koma mun ek orðum þeim, er Sörli lagði fyrir milc, sem er at biðja Þórdisar, dóttur þinn- ar.“ Guðmundr svarar: „Ek ætla þat fyrir margra sakar vel fallit, en þó fyrir orðs sakar annarra manna, er á hefir leikit; mun eigi af því verða”. Siðan hitti Einar Sörla og sagði honum, at fast var fyrir, ok þat með, hvat til var fundit ok við bar. En hann svarar: „Heldr þykkir mér þungliga horfa svá búit”. Síðan mælti Einar við Sörld: „Nú mun ek hyggja ráð fyrir þér. Maðr heitir Þórarinn tóki Nefjólfsspn, vitr maðr. Hann er vinr mikill Guðmundar. Far þú á fund hans ok bið hann leggja ráð á með þér”. S.vá gerði Sörli. Kom hann nú norðr á fund Þórar- ins, heimti hann síðan á tal við sik ok mælti: „Sá hlutr er uro at væla, er mér þykkir miklu máli skipta, at þú vildir i ráðast at fara með orðum mínum til Guðmundar Eyjólfssonar ok biðja Þórdísar, dóttur hans, mér til handa”. Hann svarar: „Hví leitar þvi þessa við mik?” Hgnn segir honum þá, hvar komit er, at menn hafa til orðit at tala um, en eigi lágu svörin laus fyrir. Þórarinn mælti: „Þat ræð ek nú, at þú farir heim. En ek mun forvitnast ok senda þér orð, ef nökkut vinnst, því at ek sé, at þér þykkir þetta miklu varða”. Hann lét sér þat vel líka. Síðan skilðu þeir. Eór Þórarinn á fund Guðmundar, ok fekk hann þar góðar viðtökur. Síðan gengu þeir á tal. Þá mælti Þórarinn: „Hvárt er svá sem komit er fyrir mik. at Sörli Brodd-Helgason hafi beðit Þórdísar, dóttur þinnar?” „Satt er þat”, segir Guðmundr. Þórarinn mælti: „Hverju léztu svarat verða?” „Eigi sýndist mér þat”, kvað hann. „Hvat kom til þess? Hefir hann eigi ættina til, eða er hann eigi svá vel mannaðr sem þú vill?” „Guðmundr mælti: „Eigi skortir hann þá hluti, og gengr þat meir til, at ek vil eigi gefa honum Þórdísi, er orð hefir áðr á leikit um hag þeira.” Þói'arinn mælti: „Einskis er þat vert. Annat berr til, at þú annt honum eigi ráðsins, ok veit ek þat, þótt þú látir á þessu brjóta”. Guðmundur mælti: „Eigi er þat satt”. Þórarinn mælti: „Eigi muntu mega leynast fyrir mér, ok veit ek, hvat í býr skapinu”. Guðmundur mælti: „Eigi kann ek nú hlut i at eiga, ef þú veizt þetta gerr ,en ek”. Þórarinp roælti: „Far þú svá með þá”, Guðmundur mælti: „Forvitni er mér á, hvat þú ætlar mér í skapi búa”. Þórarinn mælti: „Eigi mundir þú mik til spara at kveða þat upp, er þér þykkir”. Guðmundr mælti: „Þar er nú komit, at ek ætla, at ek vilja þat”. - - f Þórarinn mælti: „Svá skal ok vera. Því villtu eigi, at þú sér fyrir landsbyggðinni, at eigi verði sá maðr fæddr, at hann sé dótturson þinn, er maðrinn ert ríkastr, ok ætlar þú, at landsbyggðin megi eigibera ríki þess manns hér á landi, er svá göfugra manna er”. Guðmundur mælti ok brosti at: „Hví munum yér nú ,eigi gera þetta þá at álitamálum?” Síffan váru Sörla orð send. Kom hann til mála þessa ok gekk at eiga Þórdísi. Þau áttu tvá sonu, Einar ok Brodda, ok váru hvárirtveggju ágætir menn. Nú er því frá þessu sagt, at Guðmundi þótti gott lofit, en hinn sýndi eftirleitan yitrliga ok gat nærri skapi mannsins ....” Skóldin þrjú, som ort hafa um ástir Sörla Brodd- Helgasonar og Þórdísar Guðmundardóttur, eru Sigfús Blöndal, Guðmundur Kamban og Jakob Jóh. Smári. íg nefni höfunda kvæðanna í aldursröð og hef einnig sama hátt á við að koma ljóðum þeirra á framfæri. Fyrst er Sörli ríður í garð eftir Sigfús Blöndal: ’ ' Allt í dag mér leikur i lyndi —. lokið þvottinum varð, nú er sólskin með sunnanvindi, og Sörli ríður í garð. Gullroða’ eg sé af sólu gjörla sveima’ um hans höfuð frítt, er það gullhlað um enni Sörla eða þá hárið sítt? Nú er veðrið svo indælt úti, og allt svo brosandi hér, mér finnst sem mér himinn og hauður lúti, er heilsar Sörli mér. Faðir minn ei um ástir liirðir, öldungs er hjartað kalt, og lítils æsku og vænleik virðir, en völd eru honum allt. En Sörla elska ég, elska Sörla, og eignast Sörla skal, já, einan Sörla, aðeins Sörla, minn unga, brosandi hal. Og mig hann elskar og mig liann kyssir, og mærin hans ég er, — já, faðir minn, ef að allt þú vissir, sem okkar á milli fer. ‘I Gaman mun þá, er ég held með honum höfðingja lands á þing, með stóran hóp aí hraustum sonum og hýrum dætrum í kring. ”1 Og hundrað kappa hópur fríður honum fylgir á.veg, | en húsfreyjap fremst með honum ríður, " pg hýsfreyjan ,er ég. f | Sælt er úti og sunnanvindur, . og sólin glaða skín, heim er hann kominn og hestinn bindur, nú heldur hann út til mín. ‘i !t Helzt léti ég þvottinn hérna liggja og hlypi til hans í stað, en það myndi einhvern aulann styggja, ef að hann sæi það. ' y Því hérna skrafar svo margur maður, og margur gætir áð oss, en Sörli er alltaf svo ærslaglaður og óaðgætinn með koss. \ l Ég bíð hans hér; svo við bæði göngum f bráðlega nið’r að á, þar höfum við setið og hjalað löngum und hamraborginni grá. --------- n Nú sunnanvindarnir sælu kvika og sólin um himinstig, og Sörla augu nú sé ég blika, og Sörli kyssir mig. Þá kemur Uikivakl eftir Guðmund Kamban: f Að ofan helkaldar stjörnur stara með strendu sjáaldri úr ís á funakoss milli kaldra vara, svo kaldra að andi manns frýs. Og máninn skín á oss skyldurækinn, vill skiljá milt okkur við. j Við stöndum tvö hér við tunglskinslækinn og teljum áranna bið. En ég var feimin — með jörpum lokkum, og ég var saklaus og fróm, 1 í brúnum upphlut, á bláum sokkum og blásteinslituðum skóm. Hvað tjáir mildi þín, tunglið ríka, hvað tjáir skjöldur og sigð? Hann vildi fá mig og fékk mig líka — hann fór með -dyggð mína og hryggð. —r jj Daginn eftir til allra furðu ég ennið frjálslega bar. Og allar stöllur hver aðra spurðu, en engin stalla fékk svar. Þær áfram töldu til átta og níu — það allt var mánaðatal — en þegar þær höfðu talið tíu, þá týndist allt þeirra hjal. Svo kom stundin með sól á bárum, er Sörli fór út í lönd. Ég sat eftir sem álft í sórum þau ár, sem nú fóru í hönd. Þeir sögðu, að hann hefði á svikum lumað’, ég sagði ég þekkti ei þann streng og hætti aldrei að geta gumað • af góðum íslenzkum dreng. Frh. á 13. síðu. ALÞÝÐUBLÁÐÍÐ — 8- apríl 1964. J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.