Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.04.1964, Blaðsíða 8
5 m E I N N veðurblíðumorgun fyrir nokkrum dögum ók gamall Skódi austur Hringbrautina. Aðeins einn maður var í bílnum, sem þar a£ leiðandi ók honum. Leiðin lá inn á smurstöð, það skyldi sem sagt liðka hjólafákinn. Óvenjulítið var að gera hjá smurstöðinni umrædd- an morgun og komst því maður- inn fljótlega að með Skódann. Ein bifreið var á stöðinni að auki, grænn Benz úr Hafnarfirði. Það fyrsta sem þeir í stöðina komu, voru menn, sem reyndu að ná stíflu úr einu af nið- urföllum stöðvarinnar. Til þessa verks notuðu þeir m. a. loftpressu. Slöngu, sem tengd var við loft- pressuna, var stungið niður í eitt niðurfallið, og troðið tvisti í hin. Einn starfsmaður stöðvarinnar kom til þeirra, sem áttu bifreið- irnar, sem inni voru, og bað þá um að færa sig fram að dyrum, þar sem hætt væri við að þeir fengju á sig gusu, þegar loftinu væri hleypt á. Síðan stillti þessi ágæti maður sér upp við hliðina á starfsféiaga sínum, en þeir stóðu rétt framan við annað niðurfall. Síðan var loftinu hleypt á. Auðvitað þurfii gusan einmitt að koma upp um niðurfallið, sem þessir tveir stóðu vlð. Gusan var sambland af oliuúrgangi, hefilspón um og óþverra, sem borizt hafði í niðúrfallið. Þessi ósköp voru á við lítið Surtseyjargos, svo ekki sé meira sagt. XJm útlit félaganna eft ir óhappið er óþarfi að ræða, einn- ig er óþarfi að ræða um viðbrögð óhorfenda. Svo var lokið við að smyrja Skódann og hann renndi niðrí bæ, hálfu liðugri en fyrr. Það er ann- ars bezt að segja lesendum frá tilefni þessara skrifa. Mér var falið að sjá um efni í opnu, svo það var ekki um annað að ræða en leita. Það er sem sagt ég, sem ek Skódanum og er á leið- inni út í Nauthólsvík. Ekki er svo að skilja að ég búist við einhverj- um baðstrandargestum, til þess er ekki tími icominn enn, þráct fyrir veðurblíðuna. En samt sem áður Þetta var á við meðai Surtseyjargos. / /' / . ‘‘ •' .’// er fjölmenni nokkurt í víkinni, þegar ég kem þangað. Þarna er verið að gera eitt stærsta holræsi á landinu. Skilti gefur til kynna, að betra sé að fara varlega, hér sé verið að gera holræsi. Bygging- arnar í kringum Nauthólsvík eru vart sjáanlegar fyrir jarðvegs- byngjum og vinnuvélum margs konar. Véltækni h.f. sér um fram- kvæmdir, sem eru umsvifamiklar. „Skurðir liggja til allra átta‘‘, og ég ek að einum, sem verið er að setja steypt rör í. Til þess arna nota þeir stóran krana. Einn maður sændur á skurðbarminum, ea annar er ofan í skurðinum og stýrir rörunum á réttan stað. Verk ið gengur fljótt og vel fýrir sig. Ég klifra niður í skurð og dreg upp mynd af manninum, sem tek- ur við rörunum. Hann hefur hjálín á höfði og mér verður á að hugsa um hve mikið gagn sá mundi gera, ef rörið félli niður á annað bórð. Rörin eru mjög stór og eftir því þung. Það er blómasýning í Alaska og fjöldi gesta að skoða. Sýningin er vel og smekk ega upp sett og auð- sjáanlega til hennar vandað, Mesta athygli vekja kaktusarnir, sem þama eru í miklu úrvali. Verk- færin skipa sinn sess með sóma, það er annars furðu mikið af verk- færum, sem þeir þurfa að eiga sem fást við garðrækt. * ★ * Næst er ferðinni heitið út í Hljómskálagarð, svona rétt til að athuga hvort ekki má sjá eitthvað markvert þar. Jú, þar er ýmislegt um að vera, þeir eru farnir að vinna við lag- færingar, og svo eru þeir að byggja lítinn skúr, sennilega kaffiskúr fyrir stúlkurnar, sem vinna í garð- inum á sumrin. Skammt frá styttunni af JónaSi TEXTS OG TESKNINi Tvö gömul hús í Skerjafirði. g 8- apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.