Alþýðublaðið - 12.04.1964, Side 6
t
Ludwig Erhard, kanzlari Vestur-
Þjóðverja/ bregður sér til Parísar
annað slagið. Eftir eina slíka ferð
lenti hann á tali við einn minni
háttar pólitikus. Sa spurði hann:
— Höfðuð þér gleði af heimsókn
yðar til de Gaulle hershöfðingja,
dr. Erhard?
Kanzlarinn fékk sér vænan teyg
af vindli sínum og svaraði síðan:
— Við getum orðað það þannig:
Mér þykir alltaf gaman að hitta
hershöfðingjann .... en ég er ekki
alltaf ánægður með heimsóknina.
UNGU mennirnir á Zanzibar
virðast um þessar mundir, fyrstu
mánuðina eftir byltinguna, vera
■einna hrifnastir af þjóðnýtingu.
Að sögn leika þeir sér að því að
þjóðnýta sex, sjö stórfyrirtæki á
einum og sama morgni.
En fyrir þá sök, að þeir eru bún-
ir smáskammti af tillitssemi, kem-
ur það fyrir þá annað slagið að
verða fyrir nokkrum vonbrigðum.
Um daginn fengu þeir til dæmis
þá hugmynd að þjóðnýta brezka
sendiráðið. Þegar þeir ruddust inn
með fyrirgangi miklum og valds-
mennsku, hittu þeir fyrir fyrstan
manna, Duncan Sandys, samveldis
málaráðherra hennar hátignar El-
ísabetar annarrar, þar sem hann
sat og snæddi morgunverð að_ þjóð
legum brezkum hætti.
Ungu mennirnir snarstönzuðu
og hurfu snarlega á braut eftir að
hafa beðiz innilega afsökunar.
Ekki fór betur fyrir þeim þegar
þeir ætluðu að taka stórbyggingu
eina í höfuðstaðnum með leiftur-
árás. Þegar þeir höfðu geystst inn
í bygginguna og „náð henni á vald
sitt”, var þeim sagt að þeir væru
staddir í landbúnaðarráðuneytinu.
☆
ROTTUSLAGUR
Grúi af risastórum rottum hefur
tekið bóndabæ einn á Norður-
Ítalíu með áhlaupi. Þær eru bún-
ar með allt ætilegt á stóru svæði.
íbúar bæjarins eru allir flúnir af
hólmi með kettina í broddi fylk-
ingar, rotturnar eru margar hverj-
ar á stærð við þá.
Risarotturnar stökkva inn um
gluggana og upp á borð og bekki,
þar sem þær setjast að snæðingi.
Reynt var að eitra fyrir dýrin eft-
ir að kettirnir brugðust, en þáu
litu ekki við slíkum kosti.
Nú hyggja bændurnir þarna í
nágrenninu helzt á að grípa til
sama ráðs og notað var með af-
bragðs árangri á vesturvígstöðv-
unura í fyrra stríðinu, það er að
segja, að hleypa eiturgasi á kvik-
indin.
SSysavatrnardeildin
Hraunprýði
heldur fund þriðjudaginn 14. apríl kl. 8,30 í Sjálfstæðis-
húsinu.
Dömur frá snyrtistofunni Valhöll sýna og leiðbeina með
andlitssnyrtingu.
Konur fjölmennið á síðasta fund 'vetrarins.
Stjórnin.
'antar ungJinga til að bera blafií* mI áskrp
jnda í bessnm hverfum ■
★ Höfðahverfi ★ Tjamargötu
★ Miðbænum ★ Vesturgata
Síml 14 900
ÓPERUHÚSIÐ NÝÞVEGÍÐ
Hreingerning í Parísarborg
PARÍS er að skipta um andlit.
Eða kannski ætti að kalla það
andlitslyftingu. Með enn öðrum
orðum sagt: Um þessar mund-
ir stendur yfir allsherjar hrein
gerning á París. Búið er að hvit
skúra að utanverðu eða verið að
því, allar opinberar byggingar
í París og mörg hús í einkaeign
hafa fengið sömu meðferð. Hið
glæsilega Avenue de l’Opera
er með öllu óþekkjanlegt, að
sögn, og óperuhúsið raunar
einnig. Það er orðið tandur-
hreint og hvítt og líkist nú engu
fremur en fermingarköku úr
marsípani.
Þessi stórhreinsun hefur gef-
ið tilefni til mikilla umræðna.
Sumum finnst það svívirðilegt
að þvo þannig virðuleikahúð-
ina af borginni.. Aðrir eru raun-
særri og segja að „virðuleika-
húðin” sé réttur og sléttur
skítur.
Yfirvöldin eru ekki efins um
réttmæti aðgerðanna. Þær eru
í rauninni ekki annað en fram-
kvæmd laga frá tímum Napó-
leons. Þau mæla svo fyrir, að
öll hús í París skuli þvegin að
minnsta kosti á 15 ára fresti.
Hingað til hafa þessi lög ekki
verið í miklum hávegum höfð,
en nú er það breytt, og árangur
inn er ótvíræður.
Þeir, sem gagnrýna fyrir-
tækið og sjá eftir skítnum,
hugga sig við, að ekki muni
mörg ár líða þar til virðuleika-
húðin, sem þeim er slik eftir-
sjá í, muni koma á nýjan leik.
Og fylgjendurnir gleðjast yfir
því, að yfirvöldin hafa lofað, að
borgin skuli aldrei (að þeim
heilum og lifandi) fá að safna
jafn miklum skít og kominn
var.
Þannig er ástandið hjá þeim
suður í París. Margur vandi
steðjar að íslendingum, en svo
er fyrir að þakka forsjóninni
með heita vatnið, að ofangreind
ir erfiðleikár eru okkur fjar-
lægir. Að Reykjavík má fjöl-
margt finna, en -óhreinleg hús
að utan, þau eru vandfundin.
Þetta ásamt fleiru veldur því að
flestir geta væntanlega orðið
sammála manninum, sem lét
svo um mælt, að það væri millj-
ón króna virði að vera íslend-
ingur.
WWW""’
Leyndardómur PERSONNA er só, a3 meS stö5-
.ugum tíiraunum hefur runnsóknariiði PERSONNA
tekizt að gera 4 flugbeiitor eggjar á hverju bloði.
BiðjiS um PERSONNA blöðin.
Hin fróbceru nýju PERSONNA rokblöð úr ,,stain-
less steel" eru nú loksins fóonleg hér ó landi.
Staersto skrefið t þróun rokbloða fró þvi oð frarri-
leiðilo þeirro hófst. PERSONNA rokbtaðið heldur
flugbiti frd fyrsto til siðasta =15. raksturs.
H í11D S01UBIR 001R
SI M A R. 131?? I r?'9 9
Skemmtun skólanna
verður haldin í Háskólabíói kl. 2 í dag. Þar verður úrval úr skemmtiatriðum
frá árshátíðum framhaldsskólanua í Reykjavík í vetur, m. a.:
Listdans » Leikrit
Hljómleikar Söngur o. fl.
Enginn skólanem'andi, né áhugamaðurum skóiamál, getur látið þessa skemmt
(un fram hjá sér fara. — Aðgöngumiðar vjerða seldir í Bókabúð Sigfúsar
Eymundssonar og við inniganginn.
Stjórn Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur.
c 12. apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ