Alþýðublaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 15
ofviða að kveðja hann. Hann
liafði alltaf verið henni kær,
en nú var liann henni þúsund
sinnum kærari, vegna þess að
hann hafði játað henni ást sína
og beðið hennar.
Hún var viss um að hann elsk
aði hana. Hvert augnaráð, hver
hreyfing, hvert orð frá lionum
var að hennar áliti fullkomið.
Hann var fæddur elskhugi. Hann
tók eftir öllu í fari hennar, jafn
vel. Hann dáðist líka að græn-
það. Hann tók til dæmis eftir
því, að hún var með litla perlu-
eyrnalokka í eyrunum, sem hún
liafði ekki borið um morguninn.
Hann sagði að sér þættu þeir
fallegir og þeir klæddu liana
vel. Hann dáðist líka að græn
og hvítrósótta kjólnum, sem
Iiún var í, og var mjög hrifinn,
þegar hún saeðist hafa saumað
hann sjálf. Hann beygði . sig
ástúðlega að henni og ýtti við
hvíta stráhattinum með grænu
böndunum, þannig að hann hall
aðist léttúðarfullt út í annan
vangann.
— Svona, nú ertu dálítið vafa-
söin í útliti, ástin mín, sagði
liann.
Peta, sem var frá sér numin
af fögnuði, gat ekki annað en
roðnað eins og rós og hlegið
hamingjusöm.
— Þú ert dásamlegur, Burn,
sagði hún. — En livers vegna
viltu láta mig líta út eins og
vafasama konu?
Hann rétti úr löngum fótun-
um og brosti til hennar.
— Eg er bara að stríða þér. Þú
lítur alltaf út eins og engill,
með þessi stóru augu, og mig
langar að taka þig í faðm mér
og sleppa þér aldrei.
— Ó, Burn, hvað hefur þú
sagt þetta við margar stúlkur
áður?
— Enga, svaraði hann. — En
augu hans litu yfir hár hennar
og staðnæmdust um stund við
afar fagra konu, sem kom inn
í pálmasalinn ásamt tveimur
karlmönnums-
En Peta horfði stöðugt á Au-
burn — og velti því fyrir sér
hvort nokkur maður í heimin-
um gæti jafnast á við hann.
Hún var ekki svo heimsk að trúa
því að hann hefði aldrei hvísl-
að ástarorðum i eyru annarra
stúlkna. En hún þráði að mega
trúa að hann elskaði hana meira
en hann hafði elskað nokkra
stúlku áður, og það var það eina,
sem máli skipti.
— Það fer bátur héðan eftir
1—2 daga, sagði liún. — Svo
að ég mun hitta þig aftur eftir
um það bil 10 daga.
— Þú verður að senda mér
skeyti á hverjum degi, sagði
hann,
Peta hristi höfuðið.
Elskan, ég er engin doll-
araprinsessa. Ertu alltaf svona
óhófsamur?
— Alltaf, svaraði hann.____Og
ég vona, ao ég hætti því aldrei
Það er svo leiðinlegt að hugsa
um fjármál. Og þegar þú ert orð
in mín, ástin mín, muntu líka
læra að vera óhófsöm. Þú ert
alltof dásamleg til að þræla fyr
ir fáeinum skildningum með
því að gæta þessa andstyggi-
Framhalds-
saga eftir
Denise Robins
lega ki-akka Bradley hjónanna,
og til að. þurfa að sauma fötin
þín sjálf og neyðast til að halda
í hvern eyri.. Þú ættir ekki að
þurfa að gera neitt annað en
sitja og vera falleg í guðdóm
legum kjólum, fara í cocktail-
veizlur og halda þær sjálf, dansa,
fara í leikhúsið, aka Kolls eða
Bentley til Suður-Frakklands og
stúnda spilavítin.
— Hættu nú, ástin mín, þú
gerir mig ruglaða, greip Peta
fram í fyrir honum, og lagði
hönd sína á hné hans í mótmæla
19
skyni.
— Ó, ég gæti haldið þessarri
upptalningu áfram til eilífðar
nóns.
— Þú sviptir mig næstum ráði
og rænu, elskan.
Hann horfði á varir hennar og
sagði skyndilega.
— Varir þínar gætu gert hvern
mann brjálaðan, Peta.
Peta hristi höfuðið og horfði
þögul á hann. Hann svipti hana
svo sannarlega ráði og rænu.
Sennilega hafði hann sömu áhrif
á allar konu.
Öðru hverju hvarflaði það að
henni hvort hún gæti nokkurn
tíman orðið eins og hann ósk-
aði að hún væri, gert allt, sem
hann óskaði að hún gerði. Hún
van ekki nákvæmlega sú teg-
und stúlkna, sem mundi aka
um Suður-Frakkland í dýrri bif
reið, stunda cocktailboð og gera
ekkert annað en „sitja og vera
falleg“.
Peta var mjög mikið fyrir
heimili. Henni fannst að það
væri vel liægt að vera mikið fyr
ir heimili, án þess að vera leið-
inleg, þó að fólk nú á dögum,
sem dýrkaði kvikmyndastjömur
í jazzbHjáluðum heimi, virtist
vera á annarri skoðun. Það
dreymdi engan lengur um að
ylja inniskó eiginmannsins við
arineldinn. Peta hafði að vísu
ekki neina löngun, frekar en all
ar aðrar konur, til að vera svo
bundin við heimilisstörf, að hún
hefði engan tíma til að skemmta
sér, og henni fannst afar spenn-
andi að sjá sjálfa sig í anda aka
um Suður-Frakkland með mann
eins og Aubum Lyell við hlið
sér. En mundi hann verða leið
ur á henni?
Hún spurði liann þessarar
spurningar.
__Ertu viss ura, að ég sé nógu
spennandi fyrir þig, Bum?
Hann, sem var töfraður af
æsku hennar og fegurð, hló og
kinkaði kolli: — Þú getur hengt
sig upp á það.
Hún horfði á hann ölvuð a£
hamipgju og sagði við sjálfa sig
að hún væri hamingjusamasta
stúlkan í heiminum.
—. Hveraig líður annars sjúka
lækninum, spurði Auburn kæru
leysislega.
Þessi spuming kom Petu til
að draga djúpt að sér andann
og líta undan. Hún fann til sekt
ar. í töskunni, sem hún hélt á
itKI
í höndunum lá giftingarliringur
inn, sem Noel Frensham hafði
dregið á fingur henni, og sem
hún hafði tekið af sér án nokk
urrar umhugsunar áður en hún
fór til að hitta Auburn.
— Dálítið betur, en hann er
enn mjög máttfarinn, svaraði
hún.
-— Jæja, hvort sem hann er
máttfarinn eða ekki, tekur þú
næstu skipsferð til Englands, og
liefur samband við mig strax og
þú kemur.
— Eg lofa því.
— Hvert ferðu?
— Beint til Bradíey hjón-
anna.
— Eg býst við að þau búi nú
í húsinu sínu í London . . . Au-
burn tók litla bók upp úr vasa
sínum og blaðaði í henni . . .
Ég er héma einhvers staðar
með heimilisfangið.
— Avenue road, St. Johns
Wood.
— Ó, já, nú man ég. Þau eiga
þar eitt af þessum lejðinleegu,
mjög svo virðulegu húsum með
inndælan tennisvöll, blómahúsi
og öllum þægindum.
SÆNGUR
REST BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu sængumars
eigum dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og gæsadúns
sængur — og kodda af ýmsuns
stærðum
Dún og fiðurhreinsunin
Vatnsstíg 3. — Sími 18740.
SÆMGUR
Endurnýjum gömlu sængurnar.
5eljum dún- og fiðurhelt ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNIN.
Hverfisgötu 57A. Simi 16738.
Vertu hjá henni rnönnnu, þú bara skemmir fyrir mérl
MK. DEISTEE WILL BB
THE FIEST BLVB TEAM
CAPTAIN IN THE MOCK
/ SINCE YOU YJILL LEAVE’iI.
-"-v/ ALL DATA, MAPS AND SO ON.
BEHIND EACH NlöHT/ITWILL
BE WELLTO SELECT EEöULAP
PLACB5 AROUND THE PESg
rr WILL BB AS IF THE^
PgES/PENT'S ADVISORS
HÁVE BEEN CALLED INTO
EMERöENcy SESSION /
Mr. Dristee mun í fyrstu umferð verða
fyrirliði bláa liðsius.Það er rétt að þið veljið
ykkar föstu sæti, þar sem þið verðið að
skilja öll kort og plögg hér eftir á kvöld-
in. j
— Þetta verður eins og ráðgjafar for-
setans liafi verið kallaðir á skyndifund.
— Ég heiti Boulevard, fröken Calhooh.
Ég starfa að verkalýðsmálum.
— Eg veit hver þér eruð. Þér eruð 6*
tæti og ættuð að sitja í fangelsi. J
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12 -apríl 1964 15