Alþýðublaðið - 30.04.1964, Síða 1
Skólaþroski 7 ára
barna kannaður
45. árg. — Fimmtudagur 30. apríl 1964 — 97. tbl.
Reykjavík, 29. apríl - GG I .Reykjavíkur, að haldið verðui!
NÚ í VOR verðúr tekin upp sú ný- vornámskeið fyrir þau börn, sem
breytni í flestum bamaskólum I skólaskyld verða næsta haust, þ.
náðu lögreglumennimir til
hans úr fjörunni. Hafnsögubát-
ur var nú fenginn, og sigldi
hann víkinginn fljótlega uppi.
Þegar báturinn kom að pramm
anum ætluðu lögreglumennirn
ir, sem voru með, að draga
hann að með krókstjökum. Sjó-
manninum á prammanum þótti
þetta heldur óvirðulegar aðfar
ir og kastaði spotta yfir í bát-
inn. Hoppaði hann siðan um
borð. Siðan var lagt af stað til
lands, og átti að draga pramm
ann með. Var spottinn bundinn
í hafnsögubátinn, en þegar til
kom hafði hann ekki verið
festur í prammann svo far-
kostur víkingsins varð eftir.
Reykjavík, 29. april, ÁG
UNGUR piltur fullur af ævin-
týralöngun náði sér í dag i
pramma ög hélt af stað á sigl-
ingu með skóflu í stað ára.
Lagði hann frá landi á Kirkju
sandi, og tók stefnu á haf út.
Ferðalagið gekk ekki svo bölv
anlega, en þelm sem horfðu á
eftir sæfaranum leizt ekki á
þlikuna og tilkynntu lögregl-
unni atburðinn.
Pillcurinn, sem er 13 ára
gamall, náði ekki landi með
skóflublaðinu og því síður
» , <
Wpi
iííftívWft.'
SJODIR TRYGGINGAFE-
LAGA TIL ÍBÚDALANA
Reykjavík, 29. apríl - EG
t dag var lagt fram á alþingi
stjórnarfrmnvarp um ávöxtun
fjár tryggingafélaga. Frumvarpið
gerir ráð fyrir, að tryggingarfélög
verði skuldbundin til að kaupa
skuldabréf húsnæðismálastjórnar
fyrir 25% af ráðstöfunarfé sínu.
Samkvæmt frumvarpinu er á-
ætlað, að ríkisstjómin fái árlega
til ráðstöfunar um það bil 20 niillj-
ónir króna. t athugasemdum með
frumvarpinu er þess getið, að á
undanförnum árum hafi trygginga
félögln haft tilhneigingu til að
tengja lánastarfsemi sína að veru-
legu leyti öflun trygginga á þann
hátt, að óheppilegt getur talizt.
í fyrstu grein frumvarpsins er
talin upp sú tryggingarstarfsemi,
sem lögin eiga ekki að ná til,.en
það eru almannatryggingar, at-
vinnuleysistryggingar, lifeyrissjóð
ir, sem stofnaðir eru með lögum
eða viðurkenndir af fjármálaráðu-
neytinu skv. lögum um tekju og
eignaskatt, og tryggingastarfsemi,
sem ekki er viðskiptalegs eðlis.
í annari grein frumvarpsins eru
ákvæði um hvemig tryggingasjóð
ur líftrygginga skuli ávaxtaður, en
með tryggingasjóði er átt við sam-
anlagt verðmæti allra gildra trygg-
inga, að viðbættum gjaldföllnum
tryggingaupphæðum og tilkynnt-
um en ógreiddum bónusuppliæð-
um.
Fjórða grein frumvarpsins kveð
ur svo á um að 25% af ráðstöfun-
arfé tryggingarsjóðs líftrygginga
skuli ráðstafað til að kaupa íbúða-
lánabréf Húsnæðismálastofnunar
ríkisins, og fremur segir að félags
málaráðuneytið geti ákveðið fyrir
fram fyrir eitt ár í . senn að 25%
af öðrum víxli og verðbréfakaup-
um tryggingafélaga skuli vera með
sama hætti.
í frumvarpinu er ennfremur að
finna ákvæði um viðurlög ef út af
er brugðið og er heimild til að
bcita dagsektum og allt að 100
þúsund króna sektum við brotum
gegn lögunum.
Allmikill sparnaður á sér stað
hér á landi innan vébanda trygg-
ingafélaga, enda þótt verðbólgu-
þróunin undanfarinn aldarfjórð-
ung hafi valdið því, að liftrygging-
arar og lífeyristryggingar hjá
tryggingafélögum eru nú aðeins
brot af því, sem eðlilegt gæti tal-
izt og tíðkast í nágrannalöndum
okkar. Bæði frá þjóðhagslegu sjón
armiði og sjónarmiði hinna
tryggðu, sem átt geta öryggi sitt
undir getu tryggingafélaga til að
standa við skuldbindinar sínar,
skiptir því verulegu máli, hvernig
fé félaganna er ávaxtað. í því sam
bandi skal á það bent, að á und-
anförnum árum hafa tryggingafé-
lög haft tilhneiglngu til að tengja
lánastarfsemi sína að verulegu
leyti öflun trygginga á þann hátt,
(Fiamhald á 4. síSu).
e. a. s. börn, sem fædd eru 1957.
Námskeiðið byrjar um miðjau mai
og stendur í 10 - 11 daga.
Markmiðið með námskeiði þessu
er að kanna skólaþroska þeirra
barna, sem hefja eiga nám I barna
skólunum í haust. Með skóla-
þroska er átt við mörg samsett atr*
iði, svo sem heilsufar, tilfinninga-
þroska, félagsþroska og þau upp-
eldisskilyrði, sem barnið hefur átt
við að búa. Próf þetta er ekkl
greindarpróf, heldur eingöngu
ætlað til áð auðvelda skólayfir-
völdunum að lijálpa þeim biirnum,
sem á einhvern hátt eru seinþrosk
aðri en obbinn af bömum á þeirra
aldursskeiði. Slíkt námskeið hefur
(Framhald á 2. síðu).
Engar viðræður
þessa vikuna
ENGIR FUNDIR hafa verið milli
fulltrúa ríkisstjómarinnar og
verkalýðssamtakanna, síðan á laug
ardag. Er varla búizt við, að næstu
viðræður þessara aðila verði fyrr
en eftir 1. maí.
Hingað til hafa umræEJurfiar
mest snúizt um formsatriði, að þvf
er Alþýðublaðið hefur frétt. Þú
virðist ljóst, og mun koma fram
í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verka
lýðsfélaganna í Reykjavík, að höf
uðefni viðræðna hlýtur að vera
hugsanleg verðtrygging kaups, ráð
stafanir i húsnæðismálum og ým-
islegt fleira því skylt. i
Ýmsar undirnefndir beggja að-
ila undirbúa nú næstu lotu við-
ræðnanna og eru sérfræðingar
önnum kafnir að t^ka saman upp-
Frh. á 15. síðu.
Martin Larsen
lézt í gærdag
MARTIN LARSEN, fyrr-
um sendikennari í Reykjavík-
og blaðafulltrúi við sendiráð
Dana. andaðist í Kaupmanna
höfn í gærdag 58 ára gamall
Martin Larsen þýddi margar
íslenzkar bækur á dönsku,.
skrifaði mikið um íslenzk
málefni og var mörgum ís-
lendingum að góðu kunnur.