Alþýðublaðið - 30.04.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Qupperneq 3
mHMWW|»WWWMwtMWWWWWMWMWI*WMMMM*MMMWMWWWMMiWMW%WtHM Erena gráti næst við brúðkaup sitt RÓM, 29. april. (NTB-Raut- er). — írena Hollandsprins- essa barðist við grrátinn þegar hún og Hugro prins af Bourbon Parma voru gefin saman í Róm í dag af harmi vegna þess, að foreldrar hennar voru ekki við staddir hjónavísluna. Prinsinn er konungsefni spönsku Carl- istalireyfingarinnar. Að vígsl- unni lokinni veitt Páll páfi brúðhjónunum áheyrn í Páfa garði. Prinsessan, sem er 24 ára að aldri, og prinsinn, sem er tíu árum eldri, voru gefin saman í hliðarkapellu Santa Maria Maggiorebasilíkkunnar í Róm. Vígslan stóð í hálfa aðra klukkustund og gaf Paologi- obbe kardináli, sem er 84 ára, þau saman. Skömmu áður en athöfnin hófst ræddi írene prinsessa stuttlega við for- eldri sína í síma. í Haag kom fram fyrsta op inbera viðurkenningin um, að írena prinsessa hefði fjarlægzt foreldra sína, í ræðu sem Mari jnen forsætisráðherra hélt á þingi. En hann kvaðst vona, að sættir mundu takast. Hann sagði, að konungshjónin hefðu verið mótfallin því, að írena prinsessa giftist í Hollandi. Samkvæmt góðum heimildum mun Júliönu drottningu hafa gramizt, að írena prinsessa kom ekki í veg fyrir, að faðir Hugo prins skýrði konungsfjöldskyld unni frá brúðkaupinu. Drottn- ingin telur það móðgun við sig, að hafa verið látin vita um brúðkaupið eins og af tilvilj un og að ekkert hafi verið ráð færzt við konungsfjölskylduna eða hollenzku stjómina. Eftir áheyrnina hjá páfa, sem gaf brúðjónunum dýrmæt an kross var haldin mikil veizla á Grand Hotel, sem um 800 manns sátu. Foreldrar brúð gumans og ættingjar voru við staddir. í hvert skipti sem fað ir brúðgumans, Xavier prins, fór úr einu herbergi í annað, hrópuðu Carlistar: „Konungur inn kemur!“ „Lengi lifi konung urinn“ og önnur vígorð. MHMUtmMMHHMHWHHWUMHMMMHViMHMUMMMMMUMHMHWMMHMHIIHHW Afglöp ráðherra í máli Wennerström i - - hershöfðingi í STOKKHÓLMI, 29, apríl (NTB) Nýju ljósi hefur verið varpað á njósnastarfsemi sænska ofurstans Stig Wennerströms með birtingu skýrslu þingnefndar, sem rann- sakað hefur njósnamálið, í dag. Rauða hernum Þar kemur m.a. í ljós að Wenner- ström hafði hershöfðingjatign í sovéka hernum og gat fengið eins mikið fé og hann óskaði í sovézk- um sendiráðum hvarvetna í heim inum. Samkvæmt skýrslunni leysti Skothríð hætt á Hilarion-kastala NIKOSÍU, 29. apríl (NTB-Raut er). — Kýpurstjórn skipaði í kvöld hersveitum Kýpur-Grikkja að hætta skothríð á St. Hilarion- kastala á Norður-Kýpur, þar sem barizt hefur verið síðan í lok síð ustu viku. Kýpur-Tyrkir verja kastalann. I dag var nokkrum sprengju- skotum skotjjð á kastalann. Einnig var skipzt á nokkrum skolum ann ars stað'ar á eyjunni. En að öðru leyti var allt með kyri*um kjöruin á Kýpur í dag, að sögn formæl- anda SÞ. í París skýrði aðalframkvæmda stjóri SÞ, U Thant, frá því að gríska stjórnin hefði fallizt á til lögu hans um, að gríska setuliðið á Kýpur verði sett undir stjórn SÞ. Hann kvaðst eiga í samning- um við tyrknesku stjórnina um samskonar fyrirkomulag varð- andi tyrkneska setuliðið. U Thant kvaðst hafa rætt tví- vegis í París við sáttasemjara SÞ, Sakari Tuomioja. Þótt of snemmt væri að segja nokkuð ákveðið taldi hann, að Tuomioja vildi fara þess á leit, að Öryggisráðið lengdi starfstíma hans á Kýpur, sem upp haflega var ákveðinn þrír mánuð ir. Hann hvatti foringja deiluaðila á Kýpur til að hafa vit fyrir mönn um sínum. Ef loiðtogarnar hlýddu ekki slíkri grundvallarskyldu væri lítið sem SÞ gæti gert til að stuðla að lausn. Talið var í dag að spennan á Kýpur hefði rénað. Kýpur-Tyrkir (Framhald á 4. síðu). I Wennerström af hendi mörg verk efni fyrir bandarísku leyniþjónust una, ekki einungis 1946, heldur [ cinnig þegar hann var flugmála ! fulltrúi í sænska sendiráðinu í Moskvu 1949-52 og þegar hann gegndi sömu stöðu í Washington 1952-57. í skýrslunni, sem er 82 síður, en tvær til þrjár þeirra eru leyni legar) eru nokkur atriði, sem geta gefið tilefni til gagnrýni á stjórn ina. M.a. er bent á, að Sven And- erson landvarnaráðherra hafi ekk ert aðhafst til að takmarka að- gang Wennerströms að leyniskjöl um er ofurstinn gegndi hinu mik- ilvæga embætti yfirmanns flug- deildar herráðs landvarnaráðuneyt isins 1957-61. Þegar haustið 1959 skýrði lög- reglan honum frá gruni, sem lægi á Wennerström. Þegar nýr maður tók við embætti yfirmanns öryggis mála í landvarnaráðuneytinu haust ið 1960 var honum ekki tjáð, að Wennerström væri Iiættulegur öryggi fyrir en um einu ári síðar. í nefndinni, sem samdi skýrsl una eru sex þingmenn úr öllum lýðræðisflokknum. Sú athyglisverða vitneskja kemur fram, að fyrrverandi utan ríkisráðherra Svía Östen Undén, vissi ekki að utanríkisráðuneytið hafði öryggismálafulltrúa og að hann fylgdist ekkert með því sem Wennerström tók sér fyrir hendur þegar hann var skipaður ráðu- nautur um afvopnunarmál í ráðu neytinu 1961. því starfi gegndi hann unz hann var handtekinn í fyrra. „Kínverjar lokkaðir til Sovétríkjanna" PEKING, 29. ápril (NTB-Reuter) Aðalmálgagn kínverska kommún- istaflokksítas, „Aljiýðudagblaðið“, cndurtók í dag ásakanir þær, að sovézk yfirvöld hafi lokkað ,/ugi þúsunda“ Kínrverja yfir landa- mærin til Sovétríkjanna frá Sink iang-héraðL Blaðið bætti því við, að Moskvu-stjórnln notaði blöð og útvarp til að lokka Kínverja yfir landamærin. Jafnframt þessum ásökunum, sem eru liður í endurteknum árás- ■ um Kínverja á sovézka leiðtoga síðustu daga, hafa blöð í Sovét- ríkjunum greint frá því, að ein milljón Kínverja hafi flúið til Hongkong Sovézka stjórnarmál- gagnið „Izvestia“ segir í grein í dag, að kínversku flóttamennirnir í brezku nýlendunni hafi sagt, að þeir hafi ákveðið að flýja vegna | versnandi efnahagsástands í Kína | og síaukinnar fátæktar. ,,Alþýðudagblaðið“ svaraði þessu með því að saka sovézk yf- ' irvöld um undirróðursstarfsemi í Sinkiang-héraði. Sinkiang er stórt hérað, sem nýtur sjálfsstjórnar, í vesturhluta Kína. Kínverzka flokksmálgagnið skýrði frá fundi alþýðuþingsins í Urumchi, höfuðstað Sinkiangs ný- lega. Þar voru sovézk yfirvöld sökuð um að freista og lokka tugi þúsunda Kínverja til Sovétríkja- anna. Blöð og útvarp á þessum slóðum hafa enn fremur dreift lygum og rógi um einingu kín- versku þjóðarinnar, segir í „Al- þýðudagblaðinu". Mörg þjóðarbrot búa í Sinkiang, aðallega Múhameðstrúarmenn, þar búa einnig margir Kínverjar, aðallega hermenn, sem gegna ekki lengur herskyldu. Kínverjar hafa algerlega þagað um erfiðleika og ólgu 1 Sinkiang síðustu sex mánuði og heldur ekki svarað árásum Rússa frá í fyrra um sífelldan yfirgang Kínverja á landamærunum. Uppljóstranir „Izvestia‘‘ um kín versku flóttamennina í Hongkong eru nýtt stig í hinni beisku hug- myndadeilu kommúnista í Moskvu og Peking. Fréttaritarar blaðsins segja m.a. í grein sinni, að erfitt sé að sætta sig við þá staðreynd, að flóttamennirnir komi frá kín- verska alþýðulýðveldinu. Þegar menn virði fyrir sér þetta ör- magna fólk, sem aðeins fái tekj- ur öðru hverju, verði mönnum hugsað til þess, að það vilji ekki snúa aftur til ættjarðarinnar. Cabot Lodge sigrar enn i prófkosningu WASHINGTON, Kjóscndur í tveim ríkjum Banda ríkjanna veittu í dag Henry Cabot Lodge, sendiherra í Suður-Vitet nam, og William Scranton, rikis- stjóra í Pennsylvaníu, ótvíræðán stuðning til að vera tilnefndir for setaefni repúblikana. Hvorugrur hefur tjáð sig fúsan til að taka við tilnefningu. Lodge sendiherra vann hreinan sigur í svokölluðum undankosn- ingum í Massaehusetts, en Scran ton ríkisstjóri tryggði sér traust fylgi í Pennsylvaníu. Hvorugur bauð sig fram, en .kjósendur skrif uðu nafn þeirra á atkvæðaseðl- ana. Borgarastyrjöld i Laos yfirvofandi 29. apríl (NTB-Reuter) í dag lék hætta á að ný borgara- styrjöld dyndi yfir í Laos og her menn hlutleysissinna voru í flý'.i fluttir burtu frá Vientiane ásamt fjölskyldum sínum. Hlutleysissinnar, sem voru 1000 talsins, voru flutdr frá Vientiane sem er aðsetur stjórnarinnar, til Krukkusléttu, þar sem yfirmaður hermanna, Kong Le hershöfðingi, ræður ríkjum . í gær sló aftur í bardaga á Krukkusléttu, Pathet Lao-hersveit ir kommúnista gerðu árásir á stöðv ar hlutlausra og hægrisinna með slórskotaliði og sprengjuvörpum. Stjórn hægrisinnaðra herforingja, sem tók völdin í síðustu viku, skip aði hlutleysissinnum að hörfa frá Vientiane. Jafnframt héldu bar- dagarnir á sléttunni áfram. Hermennirnir tóku vopnin ekki með sér og hermenn liægrisinna gæta aðalstöðva þeirra. Hinn hluilausi forsætisráðherra Souvanna Phouma fursti, beið í dag eftir svari frá leiðtoga Pathert Lao, Souphanouvóng fursta, við tillögu forsætisráðherrans um fund æðstu manna á Krukkusléttu Fulltrúar aíþjóðlegu eftirlits- nefndarinnar í Laos flugu í dag til aðalstöðva Souphanouvongs í Khangkhay ásamt fulltrúum Bret lands og Sovétríkjanna, en full- trúar þessara landa yoru formenn Genfar-ráðstefnunnar um hlut- leysi Laos 1962. Souphanouvong bauð fulltrúunum á sinn fund að ræða stjórnmálaástandið í landinu eftir byltinguna í síðustu viku. Ný kreppa er yfirvofandi í Laos þar eð allri vestrænni aðstoð við landið var hætt til bráðabirgða eftir byltinguna. Bandaríkin, Bret land og Frakkland, sem hafa stuðl að mest að jafnvægi í. efnahags- málum Laos, hafa tekið afstöðu gegn byltingunni. Bankar í Laos liafa verið lok- aðir í viku og ný innflutningsleiyi hafa ekki verið veitt. Haft er eftir góðum heimildum í Vientiane, að vesturveldin hafi í rauninni „fryst alla aðstoð við Laos. | - ALÞÝÐUBLAÐlt) — 30. apríl 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.