Alþýðublaðið - 30.04.1964, Síða 6

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Síða 6
^MMMMMIMMMMMMIMMMMMMM'llMMMMMMMMMIMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMII Þegar vetrarolympíuleik- □ unum var lokið lét Ham- borgarblaðið Die Welt gera töfiu, þar sem þjóðunum var rað að niður, ekki eftir fjölda þeirra vinninga, sem þær fengu, heldur fjöldanum miðað við fólksfjölda. Á þennan hátt lentu Sovétríkin í tóifta sæti hjá blaðinu en ekki fyrsta. Þetta fékk austurþýzka blaðið Neue Dautschland til þess að gera eftirfarandi atliugasemd: Því miður gleymdi Die Welt að gera samanburð á Austur- og Vestur-Þýzkalandi. Þá hefði blað- ið orðið að gefa Austur-Þýzka- landl 2,30 stig, en Vestur-Þýzka- landi 0,8 stig. Að þessu sinni þurfum við þvi ekki að vera óá- nægðir með kapítalistíska útreikn- inga. Þér ættuð sannarlega að □ taka yður bað áður en þér farið til læknis, sagði sér- fræðingurinn við sjúklinginn — og gret'ti sig. —• Eg fer í bað á hverjum einasta degi, prófessor góður. — Þá er kannski reynandi að skipta um vatn 'annað slagið. ★ Yfirlæknirinn sagði, að ég j 1 yrði að lifa hófsamara lífi. — Og hefurðu farið eftir því? [ = — Vitaskuld. Nú leita ég ein- i = ungis til venjulegs heimilis-1 = læknis. 1 | Kviðdómur í Chicago hef- [ □ ur sýknað mann, sem hafði § skotið annan, en sá hafði I = farið í taugarnar á honum með i því að þeyta bílhorn sitt fyrir j aftan hann. Dómarinn, Herbert i Friedlund, nánast sprakk í loft | upp þegar hann heyrði niðurstöðu ; kviðdómsins. i 1 — Það er svo að sjá sem fólk, i sem flautar tvisvar sinnum, sé . \ með öllu réttlaust. Þetta er sú | versta dómsniðurstaðá, sem ég | hef nokkru sinni kynnzt á ævi ; f minni. | f Vitni báru það, að ungur mað- j f ur. Eddie Herster hefði flautað ; f tvisvar, þegar hann var kominn ’ f fast að bifreið Edwards Smiths. f Edward kastaði fyrst skrúf- f lykli að honum, en hitti ekki. Þá | stökk hann út, dró skammbyssu [ upp og skaut hann. Kviðdómurinn gaf enga skýr- § ingu á þessari furðulegu niður- = stöðu. Smith gekk út úr dómsaln- I um frjáls maður. ’VT I Hreppstjóri nokkur skrifaði f á skjöl skipstjóra, sem strand- | aði skipi sínu: „Við dagbók- = Ina er ekkert að athuga, skipið § er löglega strandað,’. f IIIIMMMIIUMMIIMMMMIMIM111111111111111111111111111111211 lllll MMMIMMMIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIII '/>’ BÍTLARNIR TIL DANMERKUR1 Bítlarnir koma til Danmerk- ur — með sérstöku persónu- legu leyfi Hans Hækkerups dómsmálaráðherra. — Eftir miklar yfirveganir og vangaveltur höfum við á- kveðið að leyfa, The Beatles að koma fram í KB-höllinni 4. júní, sagði ráðherrann, með einu skilyrði: að hljómleik- arnir séu haldnir með hálfs annars tíma millibili. Ákvörðunin var tekin gegn ákvörðun lögreglustjórans í Friðriksbergi, sem hafði af- þakkað bítlana í sitt hverfi. Hækkerup kvaðst vel skilja lögreglustjórann, það væri alls ekki réttlátt að hið opinbera bæri kostnað af slíkum fyrir- tækjum, en hjá því yrði ekki komizt þar sem kalla yrði út aukalið lögreglumanna. En það er ekki undir nokkrum kring- umstæðum hlutverk lögregl- unnar að leggja gæðamat á þessa tónleika, sagði hann. Hækkerup hefur séð kvik- mynd af bítlunum. — Það var voðalegt að sjá hvernig ungu stúlkurnar höguðu sér, mælti hann, við skulum vona, að þetta fari ekki þannig fram hjá okkur hérna. Að baki heimsókn bítlanna til Danmerkur standa tveir 23 ára gamlir umboðsmenn, Knud Thorbjörnsen og Niels Wenkens. Þeim hefur tekizt það sem reyndari menn í þeirra stétt höfðu gefizt upp við, að gera samning við bítl- ana, sem sætta sig ekki við minna en sem svarar 600 þús. ísl. króna fyrir hvern konsert Það er hæsta verð fyrir skemmtikrafta, sem þekkzt hefor i Danmörku. Myndin, sem hér fylgir, er af sautján ára gamalli stúlku, Jane Asher, sem hefur upp á síðkastið verið orðuð allmjög við bítilinn Paul McCartney. iiiiiii iiiimiiiiiiiiiiilimiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimiiiniiiiiiniiiiiiiiniiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiiiimuiiMii IMMIMI IIII1111111111111111111'^/ aumaklúbbur karlmann Flest 'r góðir borgarar Sambands lýðveldisins Vestur-Þýzkalands eiga sér eltthvað tómstunda- gaman Sumir safna frí- merkjum, aðrir bjórflöskumiðum, enn aðrir, eins og Adenauer gamli, rækta rósir. Qlldi tómstundaiðjunnar felst fyrst og fremst í því, að hún veitir hvíld og hugardreifingu frá daglegum störfum. Um það bil tuttugu manna hóp- ur í Iíelmstedt í Vestur-Þýzka- landi á aldrinum 18 til 67 ára, á sér allsérstæöa tómstundaiðju. Þeir hafa stofnað klúbb, sem nefndur er „Die Masche” og þeir koma saman til þess að prjóna. Klúbburinn var stofnaður árið 1959 og er talinn, vafalítið með réttu, fyrsti saumaklúbbur karl- manna í Vestur-Þýzkalandi. Á þeim fimm árum, sem liðin eru frá,stofnun klúbbsins, hefur mik- ið verið prjónað og mörg bjór- glös verið tæmd. Þeir bera fyrir sig orð ensks prófessors, að prjón sé mjög vel fallið til að róa taug- arnar. Konur þessara manna litu þetta uppátæki þeirra mjög óhýru auga í úpphafi. Þær litu svo á, að slík iðja væri eingöngu kvennaverk. En mennirnir svöruðu því til, að ekki ómerkari maður en Friðrik mikli Prússkonungur hefði prjón að alla sína sokka sjálfur og fyrir þessi störf verið að langmestu leyti verið í höndum karlmanna. Eftir þetta gáfust konurnar upp og gengu svo langt að gefa klúbbn- um fána, prjónaðan, með mynd af tveim krosslögðum prjónum. ,.Die Masche” stendur nú í bréfa'-ambandi við kvennaklúbba (kvenna) úti um allan heim. Það er ekkert smáræði sem þeir hafa afkastað á þessum fimm árum. Stolt þeirra eru sérstakar prjón- aðar buxur til að vera i heima við. Klúbbmeðlimir prjóna oftar en á klúbbkvöldum. Oft í frí- stundum eða, á viðskiptaferðalög- um taka þeir handavinnu sína upp feimnislaust og taka til við prjónaskapinn. Fordæmi þeirra er farið að hafa áhrif. Umsóknir um uþptöku í klúbbinn drífur að frá alls kon- ar mönnum, meira að segja yfir- mönnum 1 sjóhernum. Prófessor einn kom inn í veit- ingahús ogr bað um jarðaber og rjóma. Litlu síoar kom framistöðu stúlkan með jarðaberin og voru þau umflotin rjóma. — Eg bað um jarðaber og rjóma sagði prófessorinn. — Og það hafið þér fengið, svar aði stúlkan. — Nei ég hef ekki fengið, jarða ber og rjóma, heldur jarðaber með rjóma. — Já, en er það ekki. hið sama? — Nei, kæra nngfrú, svaraði prófessorinn. Það er álíka mikili munur á því og „konu og barni“ og „konu með barni“. í 0 30. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.