Alþýðublaðið - 30.04.1964, Side 8

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Side 8
ÞAÐ er oft talað í hálfkæringi um Kópavogsflotann, en getur nokkur sannkristinn maður ætlazt til þess að Kópavogsbúar eigi einhver ó- sköp af bátum, þegar allt energí fer í að koma upp liúsum og börn- um? Á 10—15 árum er Kópavog- ur vaxinn úr heldur ómerkilegu hreppsfélagi upp í að vera þriðji stærsti kaupstaður á landinu og kannski einmitt vegna þess að menn hafa ekki verið að slíta sér út á útgerð ofan á allt hitt. Hitt get ég upplýst gárungun- urii til fróðleiks, að Kópavogur á 10 báta á skrá og þeir eru sam- tals 206 tonn og sá elzti þeirra er smíðaður 1883, jafngamall Millý gömlu. Svo eru auðvitað óteljandi trillur í „Kópavogsflotanum“. Á Kársnestánni er bryggjusporð ur, myndarlegasta mannvirki, ef miðað er við stærð og fjölda skip- anna. Hitt er svo annað mál, að nýting bryggjunnar er kannski ekki alveg 100%, því þegar við ljósmyndarinn vorum þar á ferð í fyrradag rólaði ein trilla sér við bryggjuna merkt einkennisstöfum Reykjavíkur og önnur lá við ból rétt fyrir utan. Hins vegar var mikið um veiðiskap, þann sem ekki verður í aska látinn eða í skipum út fluttur. Það voru nefnilega mar hnútaveiðar í algleymingi, Ellefu pottormar lágu fram á bryggjubrúnina, ávöxtur af útgerð arleti staðarbúa. Einn var meira að segja svo fínn með sig, að hann bauð massadónanum upp á stöng og nælon. Annar hafði að vísu enga stöngina, en bætti þann skort upp til hálfs með forláta silungahjóli, sem hann steig á með vinstri fæt- inum, þegar hann kastaði agninu út á djúpið. Veiðiskapurinn er stundaður með alúð og alvöru. Léttúðarhjal okkar Jóhanns átti ekki upp á pallborðið hjá drengj- unum og þeir skoðuðu okkur útúr augnakrókunum með samblandi af fyrirlitningu og meðaumkun í svipnum. Svona strákar taka sjálfa sig nefniléga dálítið alvarlega og það meira að segja svo að við vor- um ekki virtir svars eftir að Jó- hann hafði dróttað því að þeim, að þeir veiddu ekkert nema gaml- ar dósir og drasl, og ég hafði spurt hvort þeir fengju ekki slatta af saltfiski! Svona röfl á ekki upp á pall- borðið hjá stangveiðimönnum með sómatilfinningu og nælon. Við gripum eina hálmstráið sem sýnilegt var, litla telpu sem sipp- aði eftir bryggjunni og kíkti á hjá strákunum og gerði svolítið grín að þeim fyrir laka frammistöðu við marhnútadrápið. — Af hverju veiðir þú ekki líka? — Sérðu ekki að ég hef ekkert „veiðifæri"? — Jú, en geturðu ekki veitt á sippibandið? Þið hefðuð átt að sjá augnaráð- ið, sem ég fékk, ekki bara hjá stelpunni, heldur líka hjá strákun- um öllum með tölu. Eftir þetta vowokkur eiginlega allar bjargir bannaðar þarna á bryggjunni, en við erum þrjózkir menn og raunar hugaðir menn, eiginlega erum við ódrepandi, ef við ætlum okkur eitthvað. Nú fékk ljósmyndarinn þá hugmynd að fara um borð í trilluna, sem lá við bryggjuna framarlega, því þaðan hugðist hann taka það, sem kall- að.er „listrænar ljósmyndir". Lág sjávað var og hátt í aðra mann- hæð ofan í bátinn, svo ég taldi , honum trú um að ef hann stykki, færi hann niður úr trillunni og yrði að láta sér lynda að verða dreginn upp eins og hver annar marhnútur á færi einhvers stráks- ins. Hann hætti við stökkið. Rétt í þessu dró sá með stöng- ina lítinn og fallegan marhnút upp úr sjóskorpunni. Hann var færður upp á bryggju með mikilli alvöru og hinir veiðimennirnir höfðu ijppi á meðan þeir þyrpt- ust að til að skoða undrið. Þetta litla kvikindi, sem engir nema hálf vitlausir Englendingar leggja sér - til munns, vakti sem sagt almenna athygli. Hér höfðu yfirburðir stangarinnar sannazt á ótvíræðan Texti: Grétar Odds hátt, rétt eins og þorsknótarinnar hjá alvörufiskimönnum. þjóðarinn- ar. AfLakónginum voru gefnar ýms- ar ráðleggingar. T. d. var honum sagt, að happasælt myndi vera að hrækja upp í ódrátt þenna og henda honum aftur út og myndi hann þá gefa sandkolanum skýrslu um ástandið þar efra: Þar fengju fiskar þó einhverja vætu, þó á þurru væri! Kolarnir yrðu þá létt- úðugir og jafnvel forvitnir eftir þeirri Ufsreynslu að vera dregnir á þurrt. Veiðimaðurinn var trúr sinni „tradisjón". Hann fór ekkí eftir ráð leggingum kolleganna. Heldur los- aði hann marhnútinn af önglinum með engri varúð, gekk með hann þvert yfir bryggjuna og kastaði honum þar til marhnútsins heima. Nú var okkur Jóhanni nóg boðið og við örkuðum áleiðis burt, en sem við erum komnir upp af sjálfu hafnarmannvirkinu sný ég mér við og kalla: — Asskoti eruð þið vitlausir. Hann syndir bara fyrir hausinn og bítur á hjá ykkur aftur! Enginn lét svo lítið að líta við. Þetta var í Vesturbænum, þ. e. a. s. í þeim hluta Kópavogskaup- staðar, sem stendur vestan við Reykjanesbraut. Við hefðum átt að vita betur og kljást ekki við Vesturbæinga, sem ku vera ná- skyldir alls staðar á hnettinum. Strax og við komum yfir Reykja nesbrautina var eins og andrúms- loftið breyttist og yrði léttara. Við fórum hérumbil austur í Austur- bæinn og höfnuðum okkur á ný- legum grásvelli Bréiðabliks við Fífuhvammsveg, þar sem nokkrir srákar voru að æfa „stroffí" á annað markið. „Stroffí“ er það, sem Sigurður Sigurðsspn kallar „vítaspymu", en ég man ekki til að hafa heyrt nokkum annan nota það orð. Strákarnir aéfðu „stroffí" af hreint ekki minni alvöru en hinir iðkuðu veiðiskap. Einn var f 8 30. apríl 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.