Alþýðublaðið - 30.04.1964, Síða 9
son. Myndir: J. V.
marki og stóð sig vel, þegar'tekið
er tillit til þess, að þeir, sem tóku
skotin, hittu ekki nema í fjórða
hverju skoti. Þó var þetta full-
orðinsmark.
Strákarnir eru í Breiðabliki og
flestir þeirra spila í 4. flokki. Jón
Stefán Hallgrímsson heitir sá í
markinu og er 12 ára. Aðspurður
segist hann oftast spila í marki og
vera afskaplega ánægður með gras
völlinn. Annars er kominn nýr og
góður völlur úti á Kársnesinu, en
það er malarvöllur og ekki eins
skemmtilegur og þessi. Þessi er
bara allur í rusli eins og er, mörk-
in netlaus, annað reyndar að mestu
brotið niður. Svo er búið að færa
iiandboitavöllinn út á Kársnesið
líka. Það horfir sem sagt ekki vel
um iðkun knattspyrnuíþróttar-
innar í honum Kópavogi austan-
verðum.
Jón Stefán Hallgrímsson, mark
vörður í 4. fiokki Breiðabliks.
4. flokkur Breiðabliks keppir
stundum við jafnaldra sína í Hauk-
um og FH. Þeir ætla að æfa sig
mikið og vel í sumar og velgja
„Göflurum” rækilega undir ugg-
um á keppnistímabilinu.
Heiðar Breiðfjörð er jafnaldri
Jóns. Hann spilar í vörninni og
þegar ég spyr um úrslit leikja á
sl. sumri verður hann fyrir svör-
um:
— Við unnum mikið oftar, a. m.
k. þegar ég var með.
Hann verður dálítið vandræða-
legur þegar honum er ljóst að
svarið hefur kannski ekki verið
rétt heppifega orðað.
Þarna eru líka staddir nokkrir 5.
flokks menn úr Breiðabliki og at-
hyglin beinist að þeim.
— Hafið þið ekkert keppt strák-
ar?
— Ja, jú eiginlega, en, ekki í
fótbolta. Bara í frjálsum íþrótt-
um, langstökki og svoleiðis.
Jón markmaður grípur inn í
samtalið:
iilii
SiÍllifÉfllS
Í'Zy'-y-A
':vyý
Heiðar Breiðfjörð leikur í
vörninni.
— Þessi þarna, segir hann, og
bendir á þann minnsta í hópnum.
Hann kom til mín í fyrra alveg
sallarólegur og sagðist hafa stokk-
ið 1.75 í langstökki.
Sá litli fer hjá sér við tíðind-
in en reynlr ekki að mótmæla.
Það er haldið áfram að skjóta
á mark og við Jóhann fáum að
reyna okkur. Hann gerir tvær til-
raunir og mark í annarri. Ég eina
og boltinn lendir beint í fangið á
Jóni. Svo er tekið til við mynda-
tökur og Jóhann stillir boltanum
í horn. Hann heldur myndavél-
inni með annarri hendi, sveiflar
fæti af mikilli snilld. Boltinn flýg-
ur fyrir markið, myndavélin uppað
auganu og skotið ríður af. Árang-
urinn geta menn séð hér á síðunni.
Svo kveðjum við þessa ágætu
austurbæinga, þökkum þeim inn-
virðulega fyrir spjallið og liðleg-
heitin og þeir halda áfram að æfa
stroffí undir kappleiki sumarsins.
< Hafnfirðingar mega frara að
vara sig.
Osta-og smjörsalan s.f.
Iðnaðarmannafélagið
i Hafnarfirði
óskar að ráða starfsmann frá 1. júní, til að annast uppmæl-
ingar, verðútreikninga og skrifstofustörf.
Umsóknir ásamt kaupkröfum sendist í pósthólf 91, Hafn-.
arfirði, fyrir 15. maí n.k.
Nánari upplýsingar hjá formanni félagsins, sími 50786.
Sumardvalir
NÝTT!
I plast-
brúsuiri.
Fæst í
hverri búð
Þeir sem ætla að sækja um sumardvalir fyrir börn hjá
Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, komi í skrifstof
una í Thorvaldsensstræti, dagana 4. og 5. maí kl. 9—12 og
13—18. Tekin verða börn fædd á tímabilinu 1. janúar
1957 til 1. júní 1960.
Aðrir aldursflokkar koma ekki til greina.
Ætlunin er að gefa kost á 6 vikna eða 12 vikna sumardvöl.
Stjórnin.
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 30. apríl 1964 0|