Alþýðublaðið - 30.04.1964, Page 11

Alþýðublaðið - 30.04.1964, Page 11
Los Angeles, 24.4 1964. Tíminn hérna hefur verið notað ur vel. Eg hef æft mjög vel og æfi allt að þrisvar sinnum á dag og vanalega fara fjórir timar á dag í æfingar. Æfingar eru margvísleg ar, æfi mikið lyftingar, hleyþ mik ið, bæði spretthlaup og lengri hlaup. IC-ætingar æfi ég af kappi iðka mikið leikfimi, og síðást en' ekki sízt hef ég stokkið meira á æfingum hérna á einum mánuði en ég hef líklega stokkið á æf- ingum samanlagt frá því að ég byrjaði að stökkva árið 1957. Sem dæmi tek ég að á tveim dögum stökk ég 107 stökk á æ{ingu meðalhæð þeirra reyndist -vera 1.82 mtr. Vanaæga stekk ég 10 stökk í mesta lagi á æfingum heima, ef ég þá á annað bórð h'éf gefið mér tíma til þess frá því ,að gutla, óhlýðnast þjálfaranum, kasta kringlu og hangsa. í>aö tekur sinn tíma að venjast hlutunum hérna, veðurlag og lofts lag er allt annað hér en heima, ekki nóg með það að hitinn hafi farið upp í 40 stig, og verið allt að því eins mikill flesta daganabérna heldur er lofdð allt annað. Hér liggur molluloft yfir borgirinl flesta dagana, er það verksmiðju reykur, og útblástursloft frá bif- reiðum sem munu vera um 9 millj ónir hér í Californiu einni. Loftið er því þykkt, logn er flesta daga og hiti því mikill. Það hefur tek- ið mig langan tíma að koma mér fram úr rúminu á hverjum morgni, ég hef verið þungur í höfðmu og hálf vankaður. Hérna hef ég keppi fjórum sinn um utanhuss. Þrátt fyrir það að ég hafi æft vel hef ég ekki stokk- tvo metra enn. Margt kemur til, annað loftslag, erfitt er að gera •hvprt tveggja í senn, æfa þrisvar á dag allt að fjóra tíma daglega, taka á af fullum kröftum, sem er næstum óþekkt fyrh'bæri hjá mér og æfa á sunnudögum, þrisvar sinn um. Vfjlalega hvíli óg mig á sunnudögum heima. Hérna æfi ég á grasi, en keppi á asfalt eða gúmmíbrautum, því er ég óvanur og það tekur sinn tíma að venjast þeim. Ég hef þó engar áhyggjur, árangurinn af miklum æfingum kemu’r brátt. Frjálsíþrótttamfcnn kannast við það. að þegar þeir herða æfingar þá liggja þeir niðri J árangurs'.ega séð í nokkurn tíma. Fyrsta keppnin mín var í Santa Barbara, sem er 70 mílur fyrir norðan Los Angeles. Ég byrjaði að stökkva á 1,94 og kolfelldi ég 1 þá hæð þrisvar sinnum. Stokkið var af asfalti, þ. e. a. s., síðasta skerfið var á asfalti, hin skrefin voru af grasi. Þessu var ég óvan- ur og því fór sem fór. Þessi keppni vannst á 2,10 af Crothers nokkr- um sem á eftir að koma við sögu í hástökki þó. síðar verði. Hann er sterkur og mjög fjaðurmagnaðrir etn stekkur ekki nógu vel. Þegar hann hefur lagað stílinn fer hann yfir 2,20. Heldur stóð ég mig bet- ur þarna en í fyrri keppninni. Stökk ég 1,98 og varð ég nr. 4, stökk þó jafn hátt og sá sem varð nr. 2. Sigurvegari í hástökkinu var Charles Dumas, fyrrverandi heimsmethafi og Olympíumeist- ari 1956. Hann á beztan árangur 2,15 sem hann náði 1956. Árið 1960 stökk hann 2,14 en síðan hef- ur hann ekki keppt þar til nú. Segja má að þetta hafi verið góð byrjun hjá honum, því hann stökk hvorki meira né minna en 2,14,5 og hafði þá ekki keppt í fjögur ár, geri aðrir betur. Hann er geysi- lega sterkur og fjaðurmagnaður, hann gengur fyrstu fjögur skref- in í atrennunni, en síðustu þrjú eru mjög hröð, svona stökk hann 2,14,5. Á þessu sama móti hljóp Henry Carr 220 yards á 20,2 sek. sem er nýtt heimsmet. Gaman var að sjá hann hlaupa, hann rúllaði þetta að virtist án átaka, sá sem varð annar í þessu hlaupi var Ad- ol]|h P|ummeij, heimsmethafi í 400 m. hlaupi á 44,6, virtist mér hann h’aupa hraðar, því hann virt ist taka meira á. Þriðju og fjórðu keppnina háði ég sama daginn hér í Los Arigel- es. Kl. 10.30 f. h. 18. apríl kcppti ég á móti í norðurhluta Los Ang- eles. Keppt var á asfaltbraut (upp stökki) og stökk ég 1,95 m. Þessi keppni vannst á 2,00 m. og Var það svertingi sem sigraði, Bambo að nafni. Hann er tveir metrar á hæð og hefur ekkert fyrir því að stökkva, hann þarf aðeins að læra hvernig á að stökkva, því hann hefur ekki hugmynd um hvað (Framhald á 33. síðu>. Frá Kastklúbbnum 7. Alþjóðamót ICF var haldið í Niirnberg í Þýzkalandi í fyrra. Þátttakendur voru um 115 og frá 12 löndum, eða álíka þátttaka og á undanförnum mótum. Héðan fóru tveir þátttakendur, Albert Er- lingsson, kaupmaður og Sverrir Elíasson. Knppt er í ölium greinum ICF á þessum mótmn, og tekur um þriðjungur þátt í þeim öllum. Hin- ir eru aðeins með í 2-6 greinum. Albert og Sverrir tóku þátt í 5 þeim sömu og keppt er í hjá okk- ur og stóðu sig sæmilega eftir at- vikum. Úrslit í tugþrautinni, þ. e. öllum 10-greinunum urðu þau, að Ágætt víðavangs- hlaup í Hafnarfirði Verðlaunaafhending í yngsta aldursflokki. Sigurvegarinn Viðar Halldórsson, 10 ára í miðið, nr. tvö var Sigurffur Þorláksson, 12 ára og nr. þrjú Pálmí Sveinsbjörnsson, 13. ára. Víffavang-fjhl'aup Hafnarfiiarffar, var háð sumardaginn fyrsta, 23. apríl sl. Það hófst við Barnaskóla Hafnarfjarðar við Skólabraut og lauk þar. Þetta er 6. árið í röð, sem hlaup þet!a hefur verið þreytt; og nýt- ur mikillar og vaxandi hylli Hafn firðinga. j F. H. sér um hlaup þetta og ann ast allan undirbúning. ! Lúðrasveit Hafnarfjarðar svo og Hljómsveit Barnaskóians léku nokkur lög hvor, áður en hlaupið byrjaði, sem var kl. 4 c.h. Keppt var í þrem aldursflokk- um og í yngsta flokknum keppti bæði drengir og stúlkur. Úrslit urðu þessi: í I. flokki, 17 ára og eldri: Trausti Sveinbjörnsson, á 5.27, 7 mín. í II. flokki, 14-16 ára: Kristinn Benediktsson á 5.35.0 mín. í III. flokki 13 ára og yngri: Drengir: Viðar Halldórsson á 4.10,3 mín. Stúlkur: Elinborg Halldórsdóttir á 4.55, 5 mín. Þátttakendur voru alls 45 að tölu, þar af 6 stúlkur. Þeir, sem hingað til hafa eink- um fagnað sigri í hlaupi þessu eru þeir; Páll Eiríksson, Steinar Er- lendsson og Þórarinn Ragnarsson, höfðu nú ekki aðstöðu til að keppa að þessu sinni. Hlaupið fór hið bezta fram. Veð ur var ágætt og áhorfendur mjög margir. Jón Tarantino frá USA varð heirno meistari í 7. sinn, annar varð Rune Fredriksen frá Svíþjóð. Þá eru og veitt verðlaun fyrstu þrem mönn ■ um í hverri grein. Á sama stað og sömu daga eru kvöldin notuð til að halda þing Alþjóða-kastsambandsins, sem tek ur til umræðu og ákvörðunar allar reglur sambandsins. Kastklúbbur Islands er búinn að vera hinn ís-r lenzki aðili að ICF í nærri 6 ár og á að sjálfsögðu fulltrúa á þing- inu, en hvert land hefur þar tvo fulltrúa. Það er greinilegt, að kastíþrótt- in er alltaf að verða vinsælli með ári hverju og skilningur sport- veiðimanna að aukast á þessari skemmtilegu íþrótt. Til frekari fróðleiks um okkar og annarra á- rangur, fylgir hér á eftir afreka- (Framhald á 13. síðu). - IR á Isugardaginn Leikur ÍR og Víkings um fallsætið í I. deild íslands- mótsins í handknattleik fer fram á laugardaginn kl. 20.15. j Á undan leika Fram og ÍR í 3. flokki karla. ÍR - Frjálsíþróttadeild. Fundur verður haldinn í Affal- stræti 12 í kvöld kl. 20.30. Rættr verffur um væntanlega utanferO til Svíþjóffar, og hingaffkomilf sænska félagsins Vmer í sumar, Einnig verffur rætt um sumar» starfið yfirleitt. — Stjórnin. , iMWWWWWWVWWWWWWWWWVWWHUWW; •> Jón Þ. Ólafsson skrifar frá USA: 107 stökk á æfingu Spennandi af- mælismót Á afmælismóti Ármanns í handknattleik, sem hófst í fyrrakvöld voru háðir hrir leikir. Haukar sigruffu Vík- ing meff 15-14, ÍR Ármann 13- 11 og Ioks vann FH KR 14- 7. Leikirnir voru mjög spenn- andi og skemmtilegir. Mynd-' in er frá leik ÍR og Ármanns og sýnir Ólaf, ÍR meff boltann. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. apríl 1964

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.