Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 3
inn um miklar og víðtækar njósn ir í öllum þrem aðalákærum máls ins. í dómsniðurstöðu er m. a. haft eftir yfirmanni hersins, Thorstan Eapp hershöfðingja, að liann hafi valdið „sérstaklega miklu tjóni“ með njósnum sínum, og vegna þeirra hefði óvini orðið árás á Sví þjóð miklu mun léttari en ella. Málsskjölin eru samtals 105 blaðsíður, þ. e. sá hluti þeirra, sem birtur er. (Fæst sá kafli í bók og kostar 120 sænskar krónur). Hinn kaflinn, sá leynilegi, er noltkru minni og ákvað bæjarrétt urinn að þau málsgögn skyldi ekki koma fyrir almcnningssjónir fyrr en eftir 50 ár. í málsskjölum þessum er víffa komið við m. a. er þar fjal'að um hinn rússneska hers Tveir af togur- um BÚR á veiðum Reykjavík, 12. júní. — EG. j FJÓRIR af togurum Bæjarút- gerðar Reykjavíkur liggja nú í Reykjavíkurhöfn samkvæmt upp- lýsingum Þorsteins Arnalds, for- stjóra BÍJR. Togararnir eru hér til viðgerðar og eftirlits. Þorkell Máni er í viðgerð í Bretlandi um þessar mundir, en Þorsteinn Ingólfsson er á leið til íslands úr söluferð til Bretlands. Péi... Halldórsson og Hallveig Fróðadóftir eru á veiðum hér við land. Mikil mannekla er nú á togurunum að því er Þorsteinn Arnalds tjáði blaðinu, og ætti það sinn þátt í hve margir tog- aranna liggja nú hér inni. Annað er að sumartíminn er oftast val- inn til að framkvæma slíkar við- gerðir og eftirlit á skipunum. í Reykjavíkurhöfn liggja núna Ingólfur Arnarson, Skúli Magnús- son, Jón Þorláksson og Þormóður oði. Roosevelt og Chur chill höfðu andúð á de Gaulle WASHINGTON 13. júní (NTB-Reuter). KOMIN éru út á vegum bandaríska' utanríkisráðuneytis ins opinber skjöl með titlinum „Utanríkissambönd Bandaríkj- anna árið 1943, 2. bindi, Ev- rópa“. Kemur hin óvinsamlega afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart de Gaulle glögglega fram með birtingu þeirra skjala, er varða Frakkland í bók þessari. Gefur þar að líta m. a. bréfaskipti hins látna Banda ríkjgforseta Franklin D. Roosevelt og Winston Churc- hill. forsætisráðherra Bret- lands. í bréfi, er forsetinn rit iar forsætisráðherranum hinn 17. júní 1943 segir m. a., að forsetinn sé „búinn að fá nóg 'af de Gaulle. Ég er algjörlega sannfærður um að liann hefur verið og verður áfram hernaði okkar til byrði. — Ég er yður sammála mn að tími sé til kom inn að losa sig við hann‘„ Uinn 21. júní segir Churchill í bréfi til Roosevelt: „Eins og þér vitið hef ég alltaf haldið því fram að við verður að reyma að fá de Gaulle til þátttöku í hern aðarlegu samstarfi. Ekki líkar mér betur við hann nú en mér líkaði við hann áður, en ég vil heldur að hann sé með í nefnd- inni en að hann sé að snudda í kringum hana sem sambland laf Jeanne d‘Arc og Clemen- ceau“. í bréfi til Churchill ein- hvern tíma ársins 1943 segir Roosevelt að gera eigi Giraud markskálk að yfirmanni franska hersins og sjóhersins. „Ekki veit ég hvað á að gera við de GauIIe. Ef til vill gætuð þér gert hann að landsstjóra á Madagasoar?“ Hinn 17. júní 1943 skrifar Churchill til Roosevelt: „Ég er yður sam- mála um að við getum e’)kert traust borið til trúnaðar de Gaulle við bandamenn.“ Frá brunaum á Akureyri í gær. (Mynd: Sigmar Sævaldsson) Fyrsta Evrópska kjarnorkusklpið K.el, 12. júní (NTB-Reuter). • HOWALD-Skipasmíðastöðin í Kie sjósetti í dag fyrsta kjarn- knúða kaupskipið í Evrópu. Ekki fer þó skipið í jómfrúrferð fyrr en árið 1967 vegna þess að það mun taka um það bil þrjú ár að byggja og koma fyrir hinum full komna vatnskælda kjarnkljúfa en hann er byggður af tveim þýzkum fyrir.ækjum. Skipið er 26.000 tonn að stærð ag hefur um 15 þús. tonna burðarmagn. Er það byggt fyrir hið þýzka félag til nýtingar kjarnorku í skipabygging um og skipsferðum. Það mun sennilega kosta um 520 milljónir ísl. króna, þar af mun kjarnkljúf ur.'nn kosta 250 mi'lj. ísl. kr. Mun evrópska kjarnorkumálastofnunin (Euratom) greiða helminginn af síðastnefndu upphæðinni. A skip inu verður um 60 manna áhöfn, auk 50 vísindamanna. Skipið verð ur notað til að flytja járngrýti og olíur til éðlisfræðilegra rann- sókna. Það verður þriðja kjarn- drifna* skipið í heiminum. Fyrir eru ísbrjóturinn Lenin og kaup- skipið Savannah. FYRIR gjafarfé frá sviasn i^lrii konu, Madame L’Orsa-Zschokke, liefur veriff sett á fót stofnun, sem liefur aff markmiffi aff koma upp menningarsetri, þar sem „hinar ýmsu greinar evrópskra hugsunar og menningar megi blómgast í anda friffar“. Gjöfinni fylgir land svæði í Arbéa viff Lugano vatn I svissnesku kantónunni Tossin. — Láta ekki ýta sér út i styrjöld Moskvu 12. júní (NTB-AFP). KRUSTJOV, sagði á vinát'u fundi Rússa og Austur-þjóð verja hér í dag, að enn væri ekki loku skotiff fyrir sam- komulag Kína og Sovétríkj anna. En hann sagði einnig aff Kínverjar væru aff reyna aff draga Sovétríkin meff sér út í kjarnorkustyrjöld. „En viff neitum aff fylgja þeim svo langt“, sagffi hann. „Þaff gildir framar öllu öffru aff vinna styrk og öðlas betri lífsk’ör. Meff því sýnum viff yfirburffi hins sósíalistiska skipulags fram yfir hið kapi taliska“. — Krustjov sagði einnig, aff Sovétríkin svöru- uffu þeim neitandi, er vi'du hrinda heiminum út í nýja styrjöld. „Engin æfintýri. Viff skiljum ekki setningar eins og þær, aff be ri lieimur verffi byggffur á skelfingar- rústum Nagasaki og Hirosh ima. Þó cru þær smáræðj móti því sem gerast myndi ef'100 millj. tonna sprengju yrði varpaff til jarffar," sagffi liann. Wennerström fékk ævilangt fangelsi STOKKHOLMI 12. júní (NTB). BÆJARRÉTTURINN í Stokk- hólmi dæmdi í dag njósnarann Stig Wennerström til ævilangrar fang elisvistar og svipti hann ofiu-sta- stign í hernum. Dóm þennan kváffu dómarar upp í einu hljóffi. Þýðir h>ann 10 ára fangelsisvist í raun, ef fanginn kemur vel fram íneffan á fangelsisvistinni stendur. Wennerström var sekur fund- höfðingja, er Wennerström kynnt ist í Moskva meffan hann var þar hernaffarráffunautur. Hershöfff- ingi þessi hafði svo mikil áhrif á Wennerström, aff pólitísk samúð hins síffarnefnda snerist frá Vest- urveldunum aff Sovétrikjunum. Gekk hann litlu síffar í njósnaþjón ustu Rússa en hafffi áffur njósnaff gegn þeim fyrir Bandaríkin. Hef- ur Wennerström sagt frá því í réttarhöldunum, aff rússneski hers höfðinginn hafi haft mikil áhrif á sig meff persónuleika sínum og gáfum. Vikið er að öðru atriði í máls- skjölunum, er gerðist meðan Wennerström var hermálaráðu- nautur í Washington. Lagði njósn Frh. á 4. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. júní 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.