Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 16
KIEV - BALLETTIN N KEMUR 30. JONl Reykjavík, 12. júní. — EG. KIEV-balIettinn sovézki kemur hingað til Tands 30. þ. m. á vegum Þjóðleikhússins. í balletflokknum eru 45 manns og verða sýningar hér alls sex. Kiev-ballettinn á 100 ára af- raæli á þcssu ári og hefur undan- farið verið í sýningarför um Norð urlönd. Fararstjóri í förinni er Viktor Gontar, tengdasonur Krústjevs. Sinfóníuhljómsveit ís- iands mun leika á balletsýning- unum og kemur liljómsveitarstjór inn Zacha/ Kazjazskij, hingað fá- um dögum áður en sýningar hefj- ast. í flokknum eru 37 dansarar, en sólódansarar eru ,f jórir. Hér mun Kiev-ballettinn sýna Giselle ballettinn eftir Corallis, en hann var fyrst sýndur árið 1841. Ennfremur er á efnisskrá ballettinn Francesca da Rimini. Tónlistin er eftir Tsjakovski, en kóreógrafían eftir Vronskij. Þá verður sýndur þáttur úr Svana- vatninu, þáttur úr Esmeröldu, sem er úkraínskur ballet, og þáttur úr ballettinum Don Quixote. Túlkur með ballettinum verður Viadimir Jakob, norrænuprófess- or við Moskvaháskóla. SAMKOMULAG NÁÐIST UM BRÆÐSLUSÍLDARVERÐIÐ Reykjavík, 12. júní. — GO. Blaðinu licfur borizt fréttatil- Jkynning frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins, þar sem sagt er frá samkomulagi um bræðslusíldar- verðið fyrir norðan óg austan. — Ennfremur eru í þessu samkomu- lagi nýmæli um stjTk tii veiði- skipa til að sigla með farminn á fjarlægari hafnir, þegar löndun- arbið er á næstu liöfnum. Ekki Framh. á bls. 13 Laugardagur 13. júní. t stjórnin var þá í útlegð. Hann Varð ráðherra án ráðuneytis 1945, og utanríkisráðherra Hol lands var hann frá því í marz- júní 1946 og oft fulltrúi lands síns hjá SÞ allt frá stofnun þeirra. Á árunum 1947 — 50 var J. H. van Roipen ambassa dor Hollands í Kanada og síð an amb'assador í Bandaríkjun- um frá 1950 og þar til í fyrra, er hann var skipaður ambassa dor í London. Nú hefur hann einnig verið skipaður ambassa dor á íslandi með búsetu í Lon don. J. H. van Roijen sagði í dag, að hann hefði kynnzt Tiior Thors, meðan hann var am- SOMU VANDAMAL I HOLLANDI OG H Nýr ambassador Hollands á íslandi í heimsókn Reykjavík, 12. júní — HP. NÝR ambassador Hollands á íslandi, Dr. J. H. van Roijcn, afhenti forseta íslands trúnað- arbréf sitt í gær. Ilann kom hingað á mánudaginn og held ur aftur til London á morgun, en þar er hann búsettur. Hinn nýi ambassador ræddi um stund við fréttamenn í dag af þessu tilefni, en með honum í ís- landsferðinni er Baron van dcr Feltzt, fyrsti sendiráðsritari við hollenzka sendiráðið í London. Dr. J. H. van Roijen er tæp lega sextugur að aldri og á að baki marga áratuga reynslu í utanríkisþjónustu Hollendinga. hollenzka sendiráðinu i Was- hington að loknu háskólanámi 1930, en faðir hans var einnig háit settur í utanríkisþjónust- unni og þá í Washington. 1933 var J. H. van Roijen kallaður lieim til Haag til starfa í utan- rikisráðuneytinu, en 1936 — 39 var hann sendiráðsritari við hollenzka sendiráðið í Tokyo. Eftir það varð hann deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu í Ha’ag og gegndi þar störfum, þegar Þjóðverjar hernámu Hol land. Þá gekk ambassadorinn í neðanjarðarhreyfinguna og sat þrisvar inni af þeim sök- um, en tókst að flýja til Lond on 1944, þar sem hollenzka bassador í Washington. Nú kæmi hann aðeins hingað í tæp lega viku heimsókn til að af- li'enda trúnaðarbréf sitt, en ferðin hefði verið ánægjuleg og gaman að konfa hingað, enda vonaðist hann til að geta komið hingað aftur næsta sum ar í lengri heimsókn. Hann kvaðst álíta, að íslend jíngar , og Hollfcndingar ættu mörg i sameiginleg vandamál við að etja, sem þeir yrðu að leysa, ekki sízt á sviði efna hagsmála. í báðum löndunum hefði verðbólgan lengi farið vax andi, og í Ilollandi hefðu orð ið launahækkanir tvisvar upp Frh. á 13. síðu. mwwwwwwwwwmmmwwhwhv Reykjavík, 12. júní. — KG. í MORGUN kviknaði í timbur- liúsi, sem er hæð og kjallari, að Laugaveg 165. Urðu skemmdir mjög miklar og má telja húsið ónýtt. Þá kom upp eldur í tré- smíðaverkstæði Mjólkursamsöl- unnar að Brautarholti 8, en þar urðu skemmdir ekki mjög miklar. Tilkynnt var um eldinn að Laugavegi 165 klukkan 4,48 ^>g þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur i húsinu og stóðu eldtungurnar út um glugga bæði í kjallaranum og á hæðinni. Urðu þarna mjög miklar skemmd ir á húsinu sjálfu og má telja, að það sé ónýtt. Innanstokksmun- ir skemmdust mikið af vatni í kjallaranum af eldi og vatni. í kjallaranum bjó kona með 1 barn, en á hæðinni hjón með 2 börn. J Eldsupptök eru ókunn. Eldurinn í tr^smíðaverkstæð- inu, sem er að Brautarholti 8, II. hæð, var tilkynntur kl. 6,49. Hafði maður, sem kom til vinnu orðið var við snark og sá síðan reykinn. Gerði hann slökkvilið- inu þpgar viðvart. Þegpr slökkviliðið kom á vett- vang var mikill reykur og erfitt að komast að eldinum, sem var aðallega í spónakassa og einnig var hann eitthvað kominn í spón og sag á gólfinu. Mun nokkurt tjón hafa orðið af brunanum, en eldsupptök eru ókunn. , Kristín Guðjohnsen, Birgir Þorgilsson og Orn Johnson (Mynd: JV). Ný upplýsinga og söluskrifstofa FÍ A MORGUN opnar Flugfélag l^lands upplýsinga- og söluskrif- *tofu í anddyri Hótel Sögu. Skrif- «tofan veitir alhliða upplýsingar ~dm ferðir innanlands og utan og jafuframt verður tekið á móti far- pöntunum, farmiðar seldir og önn ur þjónusta er lýtur að ferðalög- um veitt. Þessi nýja skrifstofa í Hótel Sögu inun starfa sem deild úr aðalskrifstofu félagsins í Lækj- argötu 2 og Birgir Ólafsson skrif- stofustjóri hafa yfirumsjón með henni. Starfsstúlka í skrifstofimni verður Kristín Guðjohnsen, sem að undanförnu hefur starfað í bókanadeild flugfclagsins í Lækj- argötu 2. HtíS BRENNUR VIÐ LAUGAVEG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.