Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 13
Vandamál Frh. X6 síðu. á síðkastið með stuttu milli- bili, og væri það því eitt af meginhagsmunamálum Hollend inga að koma á jafnvægi í efna hagsmálum og halda niðri verð lagi, en sama sagan gildir Ferðir á leik KR oo Akureyringa Á sunnudag leika Akurnesing- ar og KR á Akranesi í 1. deild- arkeppninni. Leikurinn hefst kl. 16,00. Ef vel viðrar verða margir til þess að leggja land undir fót og halda upp- á Skaga. Frá Þórði Þ. Þórðarsyni verð- ur sérstök ferð á sunnudag kl. 13,30 frá BSR, Lækjargötu og til baka til Reykjavíkur strax að leik loknum. Fargjald verður kr. 150,00 fram og til baka. Forsala farmiða verður hjá BSR fró kl. 13,15-22.00 á- laugardag og frá kl. 10 á sunnudag. Er vissara að tryggja sér miða tímanlega og auðvelda um leið bílaútvegun. Skipsferð verður með Akraborg inni kl. 8,30, en skipið fer frá Akranesi kl. 18,15 eða 30 mín. eftir að leiknum lýkur. Verður skipið komið til Reykjavíkur tím- anlega fyrir hinn stórleikinn í 1. deildinni. Valur:Keflvíkingar . LANDAMÆRA SAMNINGUR Moskva, 12. júní (NTB-Reuter). SOVÉTRÍKIfí og Austur-þýzka land gerftu í dag með sér samn- ing sem tryggir laudamæri Aust- ur-Þýzkaland^ hæði ríkin seg-jast lí ö. á V-BeMín sem sjjálfstæða póiitíska einingu og í samnsugn- um scgir ennfremur að hann eigl að gera það auðveldara að koma á friðarsamnirigi við Þjóðverja og sameiningu Þýzkalands á friðsam legum og lýðræðislegum grund- velli. Samningur þessi á ekki að snerta réttindi ríkr'anna tveggja né skyldur í sambandi við núgild andi tvíliljóða samninga ríkjanna né aðra alþjóðl. samninga þeirra. — Fréttamenn í Moskvu segja, að fljótt á Iit5ð segi hessi samningur lítið meir en samningur sá, cr þessi ríki gerðu með sér árið 1958 og var sams konar. Öruggt sé að hann ver*5 alls ekki talinn neins Iconar friðarsamningur. Tækni stofmm Pramhald á siðu 10. kvæmdir jafnskjótt og lóð og Ieyfi fápty Verður sennl'ega bygpðjfar einn áfangj fyrir 12 J'5 börn í fyrs' u, en þó þannig að hægt verði að stækka stofnunina síðar um a. m. k. helming. Borgarráð vísaði umsókn sjóðs- ins til skipulagsnefndar og Bygg- ingarnefndar Borgarsjúkrahúss- ins. reyndar um flest löndin í EBE. Aðspurður kvað hann Hollend inga sem og öðrum EBE-þjöð um hafa verið hag í starfsemi bandalagsins og báttttöku í því, sem hefði aukið og eflt verzl- un, iðnað og allt viðskiptalíf aðildarríkjanna út á við sem inn á við í ríkara mæli en bú- izt hefði verið við í fyrstu og skapað traust á framtíðinni, bjartsýni og eftirvæntingu. Sama mætti segja um marghátt að samstarf Benelúxiandanna á ýmsum sviðum, en Holland, Belgía og Luxemb. eru aðilar að Benelúz. Kvað J. Hr van að Benelúx. Kvað J. H. van hrædda við að taka þátt í sliku samstarfi í efnahagsmálum, Roijen, Hollendinga vera ó- örvænta um þjóðmenningu sína og andiegt og efnaiegt sjálfstæði. Hann gat þess og, að Hollending’ar hefðu jafnan verið hlynntir þeirri hugmynd að veita Bretum aðild að EBE, og svo æri enn. Væri þeir í því ' máli á öndverðum meið við Frakka. eips og á surnum öðr- um sviðum. Aðspurður sagði ambassador inn. að Holland liefði vel þolað fólfesfjölgun og breytingar heima fyrir, sem m. a. hafa orðið miklar af því, að Hol- land Kefur á undanförnum ár- um misst mafrgar af sínum gömlu nýlendum, fólk flutzt heim o.s.frv. Atvinna er þó meíri en nóg í Hollandi, og at vinnu- og efnahagsmálum hafa ekki af þessum sökum orðið mjög alvarlegar sveiflur. Til gamans má geta þess, að lok- um að sendihew-ann sagði til marks um b(re(ytingar að fólksfjöldinn í Hollandi hefði meira en tvöfaldazt frá því, að hann fæddist 1905. Þá voru Hollendingar um 5.5 milljónir, nú eru þeir yfir 12. Verðlag sjáv. (Framhald af 16. síðu). hefur enn verið gengið frá salt- síldarverðinu, og ekkert hægt um það að segja, að svo stöddu. — Fréttatilkynning V erðlagsráðsins fer hér á eftir. Samkomulag varð um að lág- marksverð á síld veiddri frá Rit norður um að Hornafirði, til vinn- slu í verksmiðjur á sumarsíldar- vertíð 1964 skuli vera: Hvert mál (150 lítrar) kr. 182.■ Verðið er miðað við að síldin sé komin í löndunartæki verk- smiðjanna eða umhleðslutæki sér stakra síldarflutningaskipa, er flytji síldina til fjarliggjandi inn- lendra verksmiðja. Síldarverksmið j urnar greiði auk hins ókveðna bræðslusíldar- verðs kr. 3,00 af hverju mótteknu máli bræðslusíldar í sérstakan sjóð (púlíu), sem stofnaður verði í því skyni að örfa siglingar síld- veiðiskipanna til fjarliggjandi verksmið.ia innan verðlagssvæðis- ins, þegar svo kann að standa á, að veruleg bið sé eftir löndun hjá nærliggjandi verksmiðjum og' þrær þeirra fullar eða að fyllast. Tillagið til sjóðsins er gjaldfallið strax eftir löndun bræðslusíldar- farma úr veiðiskipi. Flutningsgjald til veiðiskipa skal þó aðeins 'greitt, þegar siglt er til norðurlandsverksmiðja vest an Raufarhafnar frá veiðisvæðum sunnan Bakkaflóadýpis eða fyrir flutninga til Austfjarðaverksmiðja austan Raufarhafnar, þegar siglt er frá veiðisvæðum vestan Rauða núps. Umsjónarnefndin, sem skipuð verður skv. næstu máls- grein semur um og ákveður nán- ar þessi veiðisvæði og takmörk þeirra. Flutningsgjöld kemur þó aðeins til greina eftir að þrær eru fullar á þyí framleiðslusvæð- inu eins og að ofan er skilgreint, sem næst liggur miðum og lönd- unartöf fyrir hendi á Raufarhöfn. Skal þriggja manna umsjónar- nefnd, sem skipuð er einum full- trúa frá Síldarverksmiðjum rík- isins og öðrum frá Síldarverk- smiðjusamtökum Austur- og Norð urlands og hinum þriðja kosnum af fulltrúum seljenda í Verðlags- ráði sjávarútvegsins skera úr um það, með tilvísun til framan- greinds tilgangs sjóðsins, hvort og hvenær svo kann að vera á- statt, að nauðsynlegt sé að greiða fé úr sjóðnum til veiðiskipanna til þess að hvetja til bræðslu- síldarflutninga til f.iarliggjandi verksmiðjá í því skyni að bjarga verðmætum og bæta afgreiðslu- skilyrði síldveiðiflotans. Gjald það, sem greitt verður úr sjóðnum, ef til kemur skal néma kr. 10,00 á hvert mál bræð- slu-síldar, sem flutt er til fjar- liggjandi verksmiðja í síldveiði- skipunum samkvæmt heimild umsjónarnefndarinnar, en auk þess greiða þær verksmiðjur, sem veita þessari bræðslusíld mót- töku kr. 6,00 í flutningsgjald á síld þessa og verða þannig greidd ar kr. 16,00 alls í flutningsgjald á hvert mál umræddrar bræðslu- síldar. Ef sjóðurinn hrekkur ekki til að greiða framlag það, sem hon- um er ætlað að greiða í þessu skyni, greiði síldarverksmiðjurn- ar, sem taka við bræðslusíldinni, eftir að sjóðurinn tæmist það sem á kann að vanta til flutningsskip- anna, enda liggi fyrir samþykki verksmiðjanna, þegar svo væri komið. Kostnaður við störf umsjónar- nefndarinnar skal í vertíðarlok greiðast af flutningssjóðnum, ef fé er fyrir hendi í honum, ann- ars skal kostnaðurinn greiðast hlutfallslega miðað við flutnings magn af Síldarverksmiðjum ríkis- ins og Síldarverksmiðjusamtökum Austur- og Norðurlands. Verði eftir fé í sjóðnum, þegar síldarvertíðinni lýkur og kröfur samkvæmt framangreindu hafa verið greiddar, skal það fé greitt til síldveiðiskipanna í réttu hlut- falli við málafjölda bræðslusíldar, sem þau hafa hvert um sig land- að á verðlagssvæðinu á sumar- vertíð 1964. Umsjónarnefndin ákveður um framkvæmd á framlögum til sjóðs ins og móttoku á þeim og fyrir- komulag á greiðslum úr honum samkvæmt framanrituðu og gera skal hún reikningsskil svo fljótt sem kostur er og eigi síðan en mánuði eftir að síldarvertíð lýk- ur og sqndi hún eintak þeirra roikningsskila til verksmiðjanna á verðlagssvæðinu svo og til Verð lagsráðs sjávarútvegsins. MIKLAR {FramhaJd af 1. síðu). nærri fullgerður og stefn-t er að því að taka húsið í notkun í haust, smíðastofa, sem ljúka á fyrir haust ið og er viðbótarbygging við Bama skóla Kópavogs, og þriðji áfangi Kársnesskóla. Verið er að vinna við heilsuverndarstöðina við Digranesveg, sem byrjað var á 1962, en þar verða bæjarskrifstof urnar einnig til húsa síðar méir. Kyndistöð fyrir svokallað Sig- valdahverfi er nú orðin fokheld, og brátt verða hafnar framkvæmd ir við að byggja vatnstank úr steinsteypu, sem á að verða safn- geymir fyrir Kópavog. Verður hann væntanlega tekinn í notkun í sumar. Auk þessa er enn unnið að því að fullgera pósthúsið, og a.m.k. 20 hús er í smíðum á veg um ýmissa aðila, sem hyggjast reka í beim iðnaðarstarfsemi. í Garðahreppi voru í / smíðum 160 bús um áramót, en síðan, hafa verið sambykkt um 40 til við bótar, sem ýmist er þegar byrjað á eða byrjað verður á á næstunni, en búast má við, að 30—40 verði auk þess samþykkt á árinu eða í sumar. En þær lóðir í grennd við Vífilsstaðaveg sem kann að verða úthlutað á þessu ári, verða ekki byggingarhæfar, fyrr en næsta vor. Byggingarframkvæmdir eru nú að hefjast á Arnarnesi. Mun nú vera hafin undirbúningur að byggingu um 10 húsa þar, en fleiri bæ,tast við í sumar, og verða væntanlega rösklega 70 lóðir á Arnarnesi orðnar byggingarhæfar með haustinu. Af opinberum bygg ingum i Garðahreppi er aðeins ein í smíðum: annar áfangi barnaskól ans, sem byrjað var á í fyrra, og er stefnt að bví að taka í notkun a.m.k. 5 stofur í haust. Tvö verk- smiðjuhús eru í smíðum í Garða hreppi. Sápugerðin Frigg er að ljúka við fyrsta áfanga verksmiðju byggingar sinnar, en sá áfangi er um 1300 ferm. hús, og Gos h.f. með 900 ferm. fyrsta áfanga verk smiðjuhúss í smíðum. í Seltjamarneshreppi verður sennilega unnið að byggingu 80 —100 íbúða í sumar, og er þar einkum' um einbýlis-, tvíbýlis- og þríbylisbús að ræða. Um þessar mundir er verið að ganga frá heildarskipulagningu Seltjarnar-: ness hjá skipulagsstjóra ríkisins, og verður skipulagsuppdráttum væntanlega lokið í sumar. Verður þar að líkindum gert ráð fyrir um. 650 einbýlishúsalóðum í Seltjarn arneshreppi til viðbótar þeim, sem þar eru nú. í fyrra var hafin í hreppnum stækkun Mýrarhúsaskóla. Verður unnið að henni áfram f sumar, en þar er um helmings stækkun að ræða, og er stefnt að því að taka viðbygginguna í notkun í haust. ÍÞRÓTTIR (Framhald af 11. síðu). egi var gerð fyrir nokkru athugun á sundkunnáttu barna og reynd- 'i'st ,þá um 63% vera §yndir, þ. e. geta fleytt sér 25 metra. í Svíþjóð um 50% fyrir nokkrum árum. Á hinum Norðurlöndunum er þetta svipað. Þess má geta að um 94% íslendinga munu vera syndir og það fannst erlendu full- trúunum stórkostlegt. Sænski fulltrúinn sagði m. a. að í Svíþjóð væru um 100 útilaug- ar og um 50% af þeim væru 50 m. á lengd. Hann kvað mikið vera byggt af sundlaugum þar í landi nú. Dóttir okkar Hrefna Karlsdóttir Ásvallagötu 29. andaðist í Landakotsspítala, föstudaginn 12. júní. Fyrir hönd aðstandenda Þorbjörg Jónsdóttir Karl Jónsson. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma Jóhanna Bjamadóttir Þórsgötu 14. andaðist að morgni 12. júní í Landspítalanum. Jónas Jónsson, börn, tegndabörii, barnaböm. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 13. júnf 1964 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.