Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.06.1964, Blaðsíða 8
Svo segir í listasögunni, sem kemur út árið 1964. En lítum okkar til gamans og frekari glöggvunar í Sunnanfara árið 1901. Þar birtust myndir af Út- laga Einars Jónssonar og skrif- að stendur: 20. öld( segir, að Útlaga megi telja til þeirra verka listamanns ins, sem kenna megi til raun- sæis. En raunsæið er aðeins á yfirborðinu, að því er listfræð- ingurinn segir. „Undir því er sterkur rómantískur strengur, og er myndefnið sjálft raunar nægjanleg sönnun þess. Það er á engan hátt tengt samtíman- um, heldur þjóðsögukennt, og atburðurinn, sem myndin tjáir, er útlaginn heldur til byggða með látna konu sína til þess að jarða hana á laun í kristnum reit, felur í sér rómantíska og jafnvel trúarlega viðkvæmni. Barnið, sem útilegumaðurinn ber á arminum, er heldur ekki hluttakandi í neinni raunsæis- túlkun; það er snyrtilegt engil- barn, sælt í angurværð sinni. Með þessum orðum er þó ekki kastað neinni rýrð á þetta merkilega listaverk, heldur að- stóla. Þegar fjárhagsnefnd þingsins lagði fram frumvarp sitt, var þar gert ráð fyrir 2000 króna styrk til Einars, og þá sérstaklega í viðurkenningar- skyni vegna Útlaga. Þótt þetta væri mikið fé og raunar langt- um meira en nokkru sinni áður hafði verið veitt einum mannl, þótti nokkrum þingmönnum nauðsynlegt að bæta við það 1000 krónum, svo Einar gæti áhyggjulaus hugsað til Rómar- ferðar, sem hugur hans stóð þá til. Báru þeir fram breytingar- tillögu þess efnis. Þegar hún kom til umræðu við endanlega afgreiðslu fjárlaga, féllst fram- sögumaður fjárlaganefndar á hana fyrir nefndarinnar hönd með þeim orðum, ,,að þessi veg ur er svo dýr og erfiður, með- an menn eru að vinna sér nafn, — og þar sem þingið hefur tek- ið þennan mann að sér til að sjá, hvað í honum býr, þykir nefndinni rétt að veita þennan styrk svo ríflega, að allar lík- ur séu til, að hann komi að gagni“. Framsögumaður nefndarinn- ar var þó enginn annar en Val- týr Guðmundsson, sem hafði verið mjög letjandi þess að veita Einari styrk í öndverðu, þar sem höggmyndalist gæti ekki komið íslandi að neinu •gagni. Styrkur þessi var síöan samþykktur einróma, og skyldi hann greiðast í tvennu lagi, kr. 2000 árið 1902 og 1000 árið 1903. Til þess að sýna enn Ijós- ar rausnina í þessari fjárveit- ingu má nefna, að heildarupp- hæð fjárlaga þetta ár var að- eins rúm hálfönnur milljón, en 3000 krónur svöruðu hæstu árs launum embættismanna, t. d. landsverkfræðings, og voru em bættislaun þó hlutfallslega miklu hærri þá en síðar. Vorið 1904 sóttist listsafnari einn í Ripum eftir að fá Út- laga keypta og bauð fram 600 krónur, en Ditlev Thomsen, kaupmaður í Reykjavík, gerði Einari þá betra boð, keypti verk ið og gaf það íslenzku þjóð- inni“. '■* * * eftir blýantsuppdrætti og er því óskírari. „Yrkisefni“ listamannsins er þetta, að útilegumaður er á ferð til byggða á náttarþeli í þeim erindum að jarða konu sína í helgum reit. Hann ber líkið á bakinu og barn þeirra í fanginu: heldur á rekunni í hendinni til að taka m,eð gröf- ina, en hundurinn gengur við hlið honum. Hann er hrikaleg- ur og ófrýnn. Konan. numin úr byggð, ung og fríð sýnum. Móð urleysinginn í sauðargærunni hjúfrar sig upp að vanga föður síns. Myndin er meir cn'VÆ manns hæð. Henni er ætlað að þurfa að sýnast í venjulegri líkams- stærð nokkuð tilsýndar. Það er gipssteypa, sem hér ér sýnd. Því að eins liggur fyrir henni að vera höggvin í marmara, að einhver auðmaður eða listasafn panti það, eins og þegar eng- lendingurinn auðugi pantaði Jason höggvinn í marmara í Róm, er hann sá hann hjá Al- bert Thorva'dsen, en það varð upphaf frægðar og frama þess mikla landa vors. „Útilegumaðurinn“ ér Jason Einars Jónssonar og vantar nú ekki nema Englendinginn auff- uga. Þess má geta, alþingi ti\ sóma, að þaff veitti honum í sumar sæmilegan styrk til Róm arfarar, en fyr þykja eigi lista- menn menn meff mönnum, en þar hafa þeir dvalið um hríð og auðgað anda sinn og íþrótt á hinum frábæru listaverkum, sem þar er svo mikið um“. * * * 63 árum seinna var listaverk- ið steypt í eir í Noregi. • * * * í Iðunni, 7. árg. 1921, segir svo: „Einar var kominn á 18. ár, er hann komst loksins til Kaupmannahafnar og byrjaði listanámið. Naut liann fyrst til- sagnar hins ágæta norska mynd höggvara Stephan Sinding’s ír 2 ár, — en síðan var hann •3 ár á listaháskólanum danska. „Myndirríar á 60. og 61. blað síðu eru af útilegumannslíkn- eski hins unga, efnilega lista- manns, Einars frá Galtafelli Jónssonar, það er hlaut þann frama í vor að komast á lista- sýninguna í Charlottenborg í Kaupmannahöfn og fékk þar góðan orðstír hjá listdómurum. Fyrri myndin, — framhliðin, er gerð eftir ljósmynd, en hin SUNNAN við kirkjugarð stend- ur útlagi og stefnir úr bænum. En þótt hann fýsi til fjalla, er ferð hans tafin, því fætur hans eru steyptir við grágrýtisbjarg, og margur hefur látið minna verða sér fjötur um fót. Naumast hefur handahóf ráð- ið því, hvernig listaverk Einars Jónssonar, Útlaginn, snýr við bæjarbúum. Ef til vill hefði verið eðlilegt að áætla, að fram hliðin sneri að hjarta borgar- innar, — þangað sem allra leið- umferðarinnar: „Það er eins og einmitt eins og það á að vera, að hann snýr baki að hringiðu umferðarinnar, „Það er eins og honum liggi á úr bænum". — eins og Tómas Guðmundsson, skáld, komst að orði, er um þetta var rætt. * * * í ritverki Björns Th. Björns- sonar, íslenzk myndlist á 19. og eins leitazt við að benda á þá togstreitu, sem átti sér stað með Einari um þetta leyti á milli sterkra raunsæisáhrifa og dreymins, rómantísks lundar- fars hans sjálfs". í riti Björns Th. Björnssonar greinir frá því, að frummynd verksins hafi verið gerð árið TEXTI: HÓLMFRÍÐUR KOLBRÚN GUNNARSDÓTTIR 1898. — „Veturinn 1900—1901 hafði Einar unniff að því að stækka Útlaga, og um vorið var myndin tekin á hina opinberu listsýningu í Charlottenborg. Var mjög lofsamlega um hana ritað í dönsku blöðin, og barst sá hróður hingað heim um líkt leyti og Alþingi settist á rök- S 13. júní'1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.