Alþýðublaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 8
í DAG eru liðin nákvæmleg'a
eitt hundrað ár síðan hans há-
tign Kristján konungur IX. birti
frann boðskap, að við Lambhúsa
sund á Akranesi skyldi löggildur
Verzlunarstaður vera. Lauk þá ára
tuga langri baráttu ekki aðeins
Akurnesinga, heldur einnig Borg-
firðinga ogr Mýramanna fyrir því
að mega sækja verzlun til Akra-
ness í stað þess að þurfa að fara
alia leið til Heykjavíkur í öllum
verzlunarreindum. En svo hafði
verið allt frá þvi er einokunar-
verzlunin var innleidd hér á landi
árið 1602.
I>á var íbúum þessara héraða
fyrir lagt að hafa alla verzlun
sína við kaupmenn í Hólminum í
Reykjavík, og lágu þung viðurlög
við, ef út af var brugðið. En af
þessu spunnust iðulega margvís-
leg málaferli, þótt um smáyfir-
ejón væri að ræða.
Verzlunarferðirnar til Reykja-
víkur voru erfiðar og hættulegar.
Annað hvort varð að fara með
klyfjahesta alla leið fyrir Hval-
fjörð, eða farið var á opnum bát-
um yfir flóann, sem iðulega voru
óhóflega hlaðnir af alls konar
vörum. Skipshöfn og farþegar
voru oft við skál og á leiðipni
skullu á ofsaveður, þótt lagt væri
af stað í blíðu, enda urðu skips-
skaðarnir eftir því og mannfórn-
ir hörmulegar, sem skildu eftir
mörg sár, er seint greru.
Verzlunin var einskorðuð við,
ékveðna staði og viðkomandi
kaupmenn beittu öllum ráðum til
að koma í veg fyrir, að leyfðir
væru nýir verzlunarstaðir.
Það er því engin furða, þótt
sótt væri fast að fá breytingu á
þessu, þegar létt var aldalöngu
oki af þjóðinni og frelsi hennar
rýmkað, er líða tók á 19. öldina.
Strax á fyrsta þingi hins end-
urreista Alþingis árið 1845 var
borin fram bænarskrá frá Borg-
firðingum og Mýramönnum, um
að löggilt yrði kauptún við Kross-
vík á Akranesi og einnig við
Straumfjörð á Mýrum. Sr. Hann-
es Stephensen, prófastur að Ytra-
Hólmi, var þá þingmaður Borg-
firðinga. Hann barðist af alefli
fyrir framgangi þessi máls. Þeg-
ar bænarskárin kom til umræðu
á Alþingi, fórust honum svo orð
m. a.: „Það er Borgfirðingum öll-
um, og þeim, sem næst búa Akra
nesi, og einkum í Vesturhluta
sýslunnar, mjög svo erfitt að
sækja kaupstefnu til Reykjavíkur,
sem þó er þeim sá einasti kost-
urinn, því sjóferðir frá Akranesi
til Reykjavíkur eru bæði vand-
hittar, þar eð menn á öðrum
hvorum staðnum teppast oft dög
um saman og verða að sleppa nið-
ur vinnu siniii og gagni við heim
ilin, líklega jafn kostnaðarsöm og
hættuleg er leiðin yfir 3 vikur
sýávar, og sæta verður byr og
lagi, og leigja til ferðar skip og
menn, sem opt eru svo á vegi
staddir, að þeir mega ekki missa
sig frá heimilum. fiskiróðrum eða
ferðalögum til Reykjavíkur, og leið
ir aftur hér af óþolandi átroðn-
ing fyrir þá Akurnesinga af hin-
um sýslubúum, og hestum þeirra,
þó þetta á hinn bóginn auki ferða
mönnum kostnaðinn að því skapi,
sem þeir lengur verða að bíða
eftir leið á Akranesi eða í Reykja-
vík, og eftir lientugleikum Ak-
urnesinga sjálfra”.
Þarna var bent ótvírætt á nauð
syn þess að leyfa verzlun hér, en
meirihluti Alþingis lét sér ekki
segjast. Bænarskráin fór fyrir
nefnd og lagði meirihluti henn-
ar til að hún yrði samþykkt og
Alþingi færi þess á leit við kon-
ung, að þessir verzlunarstaðir
yrðu leyfðir. En meirihluti þings
ins var ekki á því máli.
í þetta sinn lauk þessu máli
svo, að Straumfjörður var sam-
þykktur, en mælt var með því,
að lausakaupmönnum yrði leyft
að verzla á Krossvík. Eins og
við mátti húast, beittu kaupmenn
í Reykjavík öllum áhrifum sín-
\un til að koma I veg fyrir, að
bænarskráin yrði samþykkt ó-
breytt. Veittu þingmenn Reykja-
víkur pg konungskjörnu fulltrú-
arnir þeim óspart lið.
En málið var ekki úr sögunni.
Borgfirðingar senda Alþingi bæn-
arskrá um að leyfa verzlun á
Akranesi hvað eftir annað, en
seint þokaði í áttina. Árið 1855
er farið enn af stað með bænar-
skrá til Alþingis. í áliti frá nefnd
sem um hana fjallaði segir m.
a.:
„Krossvík í Borgarfjarðarsýslu.
Bænarskrá þeirra, sem biðja um,
að hér sé löggilt kauptún, finnum
vér þar til meðmælis, að þar er
innsigling hin bezta, skipalag rúm
gott, höfn allgóð og hentugt og
fallégt kauptúnsstæði, og horfir
allvel við verzlun fyrir Borgar-
fjarðar- og Mýrasýsluiimbúum . ..
. . . Það dylst heldur ekki fyrir
oss, að þeim 2 sýslum, Borgar-
fjarðar- og Mýra, sem engan verzl
unarstað eiga innan endimarka
sinna, verður ekki borgið í tilliti
til frjálsrar verzlunar með Reykja
víkurkaupstað, því þó leið sé ekki
laung á sjó frá Krossvík til Reykja
víkur, er hún háska og tálmunum
undirorpin og fer svo oft, að bænd
um, sem komnir eru til Kross-
víkur úr nefndum sýslum, lángt
að, leggst þar heilum vikum sam-
an, eður þeir mega hverfa heim
aptur við svo búið, en landvegur
fyrir þá, er lángur og illur yfir-
ferðar. Þess vegna komumst vér
að þeirri niðurstöðu, að yfirgnæf
andi ástæður séu til þess að þing
ið beiðist þess, að löggilt kaup-
tún megi byggjast við Ki-ossvik“.
Ekki hlaut þessi bænarskrá náð
fyrir augum Alþingis frekar en
þær fyrri. Allt fór á sömu lund,
felt var með 16 atkvæðum gegn
3 að mæla með því að kauptún
á „hentugum og góðum kauptúns-
stað“ mætti byggjast. Þrátt fyrir
að árið 1854 voru samþykkt lög,
er meinuðu bæði innlendum og
erlendum lausakaupmönnum að
reka nokkra verzlun utan lögiltra
verzlunarstaða.
Eins og áður voru Reykjavíkur
þingmenn í broddi fylkingar gegn
þessu máli og óttuðust þeir jafn-
vel, að Akranes yrði Reykjavík
yfirsterkara. og kaupmenn þar
misstu spón úr aski sínum. Meira
að segja var það notað sem rök
gegn þessu máli, að útkaupstaðir
dragi til sín tómthúsmenn og vesa
linga og þeir, sem þar byggju,
færu að kaupa óþarfa, sem þeir
annars létu ókeyptan.
Pétur Pétursson, er síðar varð
biskup, orti þá þessa vísu:
„Kaupstaður á Skipaskaga,
skötnum verður helzt til baga,
eftir sér þann dilk mun draga:
Drykkjurúta og letimaga".
Oánægja Akurnesinga og Borg
firðinga yfir ástandi verzlunarmál
anna, verður til þess, að um 1850
fara kaupmenn í Reykjavík að
senda skip hingað með þungavöru
og taka við innlendum vörum. Um
þetta sö?ðu Akurnesingar, að þetta
hafi verið þeim meira virði, en
ef þeir hefðu fengið t. d. saltið
ókeypis í Reykjavík, en þurft að
sækja það þangað.
En ekki nægði þetta til þess,
að menn sættu sig við skilnings-
leysi Alþingis. Árið 1863 er hald-
inn almennur fundur að Höfn í
Melasveit og samin enn ein bæn
arskráin til Alþingis um að lög-
gilda Akranes sem verzlunarstað,
og undir hana rita 228 menn úr
Borgarfjarðarsýslu. Einnig semja
Mýramenn skjal svipaðs efnis og
undir það skrifa nöfn sín 59
menn, í stað Krossvíkur biðja
Borgfirðingar um, að verzlunar-
staðurinn verði við Lambhúsa-
sund, en Mýramenn halda sig við
Krossvík. Þegar málið kemui; til
kasta Alþingis, er kosin um það
nefnd og áttu sæti í henni þeir
Amljótur Ólafsson, þingmaður
Borgfirðinga, Benedikt Sveinsson,
konungskjörinn, og Halldór Kr.
Friðriksson, þingmaður Reykja-
víkuit Mejirihluti hennar skilar
löngu og ýtarlegu áliti um málið.
Bendir hann m.a. á, að Borgar-
fjarðarsýsla sé eina sýslan, þar
sem nokkur tiltök eru með höfn,
en ekkert kauptún hafi. Leggur
meirihluti nefndarinnar til, að A1
þingi verði við bænarskránni og
sendi konungi svofellda beiðni:
1. Að hans hátign allra mildi
legast vildi löggilda kauptún við
Lambhúsasund ,á Skipaskaga í
Borgarfjarðarsýslu.
2. Til vara, að öllum búsettum
fastakaupmönnum á íslandl sé
leyft að reisa sölubúð og verzl-
un við Lambhúsasund á Skipa-
skaga í Borgarfjarðarsýslu með
þeim rétti og skilmálum, er seg-
ir í opnu bréfi 28. febrúar 1836.
Á fundi Alþingis hinn 7. ágúst
1863 er álit meirihluta nefndar-
innar samþykkt. Aðaltillagan með
15 atkvæðum gegn 5, en vara-
EFTIR GUÐMUND VÉSTEINSSON
í dag eru Iiðin 100 ár síðan Akranes fékk verzlunarrétt-
indi. Reyndust það tímamót í sögn staðarins og upphaf að
ma1 ittrijSE/f/i-ff 0» þeirri þróun, sem hefur leitt til eins myndarlegasta útgerðar-
og iðnaðarkaupstaðar í landinu. Guðmundur Vésteinsson, rit-
ipijk stjóri „Skagans" á Akranesi, segir í meðfylgjandi grein frá
aðdraganda þess viðburðar, sem minnzt er í dag, og þróun-
fe w- ’ÆsÆMik,
Guðmundur Vésteinsson
8 16. júní 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ