Alþýðublaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 16
Stærsti stúdentahópur frá Menntaskólanum Séð yfir s'údentahópiun, er allir höfðu sett upp hvltu kollana. I miðið er Kristinn Ármannsson, rektor. Að baki Jionum sést fáni M,ennta- skólans í Reykijavík. (Mynd: JV.) itWIMHMHMtMtlMHMilMn Ekkert kastað Keykjavík, 15. júní. — GO. í DAG hefur enginn bátur kastað á síldarmiðunum vegna veöurs. — Margir bátar eru á landieið með slatta, mest 600 mál (Sæþór ÓF) og niður í 100 mál. Margir bát- anna fara. nú á Austf jarðaliafnir og einnig vestur um til Siglufjarð- ar. Nokkuð mörg skip bíða lönd- unar á Kaufarhöfn, en bræðsla gengur þar af fullum krafti. í yfirliti Fiskifélags íslands yfir síldveiðarnar segir, að heildarafl- inn hafi þann 13. júní s.l. verið orðinn 154.262 mál og tunnur. Á sama tíma í fyrra var heildar- magn á land komið 56.731 mál og tunnur. Nú yfir helgina fengu 35 skip rúm 24.000 mál og var þeim land- að víðsvegar á hafnir norðan og austan. Reykjavík, 15. júní. — GG. MENNTASKÓLANUM í Reykja- vík var sagt upp í dag við liátíð- lega athöín, er vegna þrengsla í skólahúsinu varð að fara fram í Háskólabíói. Koma raunar í ljós,’ er athöfnin liófst, að jafnvel hið stóra samkomuhús rúmaði ekki MMMVmMtMIHMMMVWWW Sprengja þeir sjónvarps- stöðina? NOKKURT háreisti er um sjónvarpsstöðina í Keflavík þessa daga, og standa þeir sömu fyrir því og Keflavík- urgöngu, sem er framundan. Er ekki laust við, að þeir muni vera að reyna að vekja athygli á göngunni og blása baráttuþreki í væntanlegt göngufólk, sem mun vera hvatningar þurfandi. Ávarpi því til bandaríska sendilierrans, sem blaðið hef ur skýrt frá, hefur verið svar aö. Höfðu margir listamenn úr ýmsum áttum skrifaö und ir áskorun um, að ekki væri sjónvarpað 17. júní. Penfield sendiherra hefur svarað því til, að þetta sé mál þeirrar Frh. á 14. síðu. (WWWWWWWWWHW alla þá í sæti, er liana sóttu. í ræðu sinni gat rektor skólans, Kristinn Ármannsson, þess, að er hann tók við rektorsembætti fyrir rúmum sjö árum, hefðu nemendur skólans verið 450 aö tölu, en voril í upphafi nýliðins skólaárs rúm- lega tvisvar sinnum fleiri eða 903. Allur þorri þessa stóra nemenda- Iióps er úr Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, aðeins 54 annars staðar að af landinu. Hlutfall milli pilta og stúlkna var þrír á móti tveimur, 598 piltar og 305 stúlkur. AIIs starfaði skólinn í 39 bekkjar deildum í vetur, 21 fyrir hádegi, en 18 eftir hádegi. 10 bekkjardeild um var kennt í húsinu Þrúðvang- ur við Laufásveg, sem skólinn hef ur á leigu. Rektor gat þess, að von ir stæðu til, að nýja viðbótarbygg ingin ofan við ganila skólann yrði tekin í notkun næsta haust. Enn mundi þó verða að notast við Þrúð vang um sinn, þar eð fyrsti áfangi hins nýja menntaskóla við Litlu- hlíð yrði ekki tilbúinn fyrr en haustið 1965. „Leikfimisliús og samkomusalur við Lækjargötu verður að bíða eitthvað, því að nýr skóli er nú mest aðkallandi", sagði Kristinn Ármannsson. 211 nýstúdentar voru brottskráð ir frá skólanum í dag, 199 innan skóla og 12 utan, 112 úr máladeild og 99 úr stærðfræðideild. Fimm nýstúdentar hlutu ágætiseinkunn, 93 fengu I. eink., 97 hlutu II. eink. og 16 hlutu III. einkunn,- Efstur í stúdentsprófi og jafnframt yfir alian skólann varð Jakob Yngva- son með ág. 9,62, Sven Þ. Sigurðs- son, ág. 9,49, Tómas Tómas- son, ág. 9,22, Þorvaldur Ólafs- son, ág. 9,20. og Þorsteinn Þor- steinsson, ág. 9,07, allir úr stærð- fræðideild, í máladeild urðu efst- ir Sigurður Pétursson, I. einkunn 8,90, Brynjólfur Bjarkan, I. eink. 8,75, Gylfi Knudsen, I. eink. 8,66 og Stefán E. Baldursson, I. eink- unn 8,57. Við millibekkjapróf fengu þrír nemendur ágætiseinkunn og varð efst Borghildur Einarsdóttir með ág. 9,28, Þorkell Guðbrandsson fékk ág. 9,20 og Sigrún Helgadótt- ir ág. 9,09. 638 gengu undir árs- próf milli bekkja og stóðust 576 þeirra. 17. júní hátíð í Mosfellssveit Við skólauppsögn í dag voru mættir fulltrúar eldri stúdentsár- ganga. Séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason ávarpaði samkomuna, en hann er einn fimm núlifandi stú- denta, sem útskrifuðust á fyrri öld. Sveinn Sigurðsson ritstjóri, flutti ávarp og gjöf frá fimmtíu ára stúdentum, Torfi Hjartason, skattstjóri, talaði fyrir hönd fjöru tíu ára stúdenta og færði gjöf í Bræðrasjóð, fyrir 25 ára stúdenta talaði Jóhannes Bjarnason, verk- fræðingur, og gáfu þeir skólanum mikið og gott handbókasafn. Loks Frh. á 14. síðu. Reykjavík, 15. júní. — RL. í ÁR verða í fyrsta sinn hátíða- höld í Mosfellssveit í tilefni 17. j^.ií. Iiátíðahöldin, hefjast með skrúðgöngu frá Ullarnesi kl. 13,30 en lúðrasveit drengja, undir stjórn Birgis Sveinssonar, kennara, leik ur fyrir göngunni, en gengið verð ur að barnaskólanum að Varmá. Kl. 14, verður útiguðsþjónusta við skólann og prédikar sóknar- presturinn, séra Bjarni Sigurðs- son, á Mosfelli. Kirkjukór Lága- fellssóknar syngur, undir stjórn Hjalta Þórðarsonar á Æsustöðum. Þá flytur Lárus Haildórsson, skóla 'WWWWWWWWWWWWWtWWWIWWWtW Málið er í ranhsókn Reykjavík, 15. júní. ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði frá því fyrir helgina, að kært hefði verið til sakadómaraembættis- ins vegna þess að vín á tveim veitingahúsum hefði verið van- mælt í glös gesta. Sveinn Sæmundsson, yfir- maður rannsóknarlögreglunnar, skýrði blaðinu svo frá í dag, að hann væri að hefja rannsókn þessa máls. Ilann staðfesti, að þau veitingahús, sem um væri að ræða, væru Klúbburinn og Röðull, eins og Alþýðublaðiö liefur áður skýrt frá. Hann taldi þó, að kæran væri frekar á hendur veitingaþjónum en veit- ingaliúsunum, enda væru þeir þjónar nafngreindir í kærunni, sem afgreitt hefðu glösin, sem mælt var úr. Sveinn sagðist annars ekkert geta fullyrt um hvernig atvinnusambandi þjóna og veitingamanna væri háttað í þessum húsum. e/wwtwwwwtwwwwwwwwwwwwwwi stjóri, minni dagsins. Karlakór Kjósverja syngur undir stjórn Odds Andréssonar, á Hálsi. Ávarp Fjallkonunnar flytur Arnfríður Ólafsdóttir, en að því loknu verð- ur þjóðsöngurinn sunginn af þátt takendum. Síðan mun drengjalúðrasveitin leika, en þarnæst verður hin nýja sundlaug sveitarinnar forlega vígð og flytur Jón M. Guðmunds- son, oddviti, ávarp í því tilefni, en Klara Klængsdóttir kennari mun synda vígslusund. Þar á eft- ir verður sund fjögurra smá- sveina. Háð verður boðsunds- keppni stúlkna, en þar keppa Norð ursveit og Suðursveit, gegn Mos- felisdal og Reykjahverfi. Að þessu boðsundi ioknu mun fara fram mjög spennandi boðsundskeppni milli Hreppsnefndar og stjómar ungmennafélagsins og ekki verð- ur síður spennandi að sjá róðrar- keppni á flekum, milli bænda og iðnaðarmanna. Eftir þessi atriði kemur kaffi- hlé og verður veitingasala í Hlé- garðii en þar mun Chris Linde frá Danmörku, leika og syngja. Kl. 17 hefst á íþróttavellinum víða vangshlaup drengja, síðan nagla boðhlaup starfsstúlkna Hlégarðs og Álafoss, þá knattspyrnukapp- leikur milli kvæntra og ókvæntra. Kynnir verður Malthías Sveins- son, -sveitarstjóri. Yfirumsjón á staðnum mun Eyjólfur Magnússon kennari annast. Kl. 21 hefst svo dansíeikur í Hlégarði og munu íeikarárnir Árni Tryggvason og Klemens Jónsson flytja skemmti- þátt, en aðgangur er ókeypis. i %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.