Alþýðublaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 9
tillagan me3 18 atkvæðum gegn
3. Og loksins hinn 16. júní 1864,
er löggiltur verzlunarstaður við
Lambhúsasund á Akranesi. Voru
þá liðnir tveir áratugir, síðan Borg
firðingar sendu Alþingi fyrstu
bænarskrána. Allan þennan tíma
vafðist það fyrir Alþingi, hvort
það ætti að mæla með því við kon
ung, að hann leyfði allramildileg
ast, að verzlun væri rekin á Akra
nesi.
Þetta ár voru íbúar hér um 300
og útvegurinn allmikill, eins og
verið hafði allt frá landnámsöld.
Sagt er, að þá hafi Akurnesingar
ræktað kartöflur í 5900 ferföðm-
um lands. Þá voru öll íbúðarhús
út torfi, ekkert úr timbri. Ekkert
samkomuhús. Enginn skóli. Al-
mennar skemmtanir engar. En um
þetta leyti. er stofnað hér lestrar-
félag að frumkvæði Hallgríms
Jónssonar, hreppstjóra.
Hann hafði og hafið baráttu
fyrir stofnun barnaskóla, en hann
var ekki byggður fyrr en mörg-
um árum síðar.
Um þessar mundir kepptust
menn við að eignast ábúðarjarðir
sínar og báta. Jarðir voru hér
lengst af í eigu utansveitarmanna.
Og um þennan áratug segist Hall-
grími Jónssyni hreppstjóra svo
frá:
„Og mun á þessu tímabili Skaga
mönnum hafa liðið bezt, jafnvel
þó framfarirnar sæjust meiri
seinna. Þá voru skip * og bátar
orðin 69, kýr 25, kindur ekki
nema 24, en það gerðu kláðaár-
in, hross voru 46, og allt þetta
innanbæjareign, já, og nokkrar
jarðir í öðrum sveitum . . . “
Héðan var sóttur sjór af miklu
kappi eins og áður, þrátt fyrir
hafnleysi og slæmar aðstæður.
Byggðarlagið færði líka á þessum
árum ægi margar fórnir, er það
sízt mátti, bæði í fiskiróðrum og
í verzlunarferðum til Reykjavík-
ur. Verður hér getið aðeins
tveggja slíkra atvika.
Um haustið 1862 ferst skip með
13 mönnum, sem var á heimleið
frá Reykjavík úr verzluunarerind-
um. Tveimur árum síðar fer skip
frá Reykjavík í bezta veðri með
11 mönnum innanborðs, en á leið
inni skall á norðan veður og fór
ust allir, er á því voru.
Af þessu má glögglega sjá hvað
verzlunarferðirnar til Reykjavík-
ur voru byggðarlaginu þungar í
skauti. Djúp skörð voru höggvin
í mörg heimili. Fyrirvinnan
horfin. Fjölskyldan komin á von
arvöl.
En bótt heimilt væri að reka hér
verzlun að staðaldri, sezt fyrsti
kaupmaðurinn ekki hér að fyrr en
1872. Mun hér mestu hafa valdið,
að Reykjavíkurkaupmenn hafa
lagt meiri rækt við verzlunina
við Akranes en áður og líklega
rekið nokkurs konar útibú hér
efra.
Fyrsti kaupmaðurinn, sem tek-
ur sér bólfestu hér, var Þor-
steinn Guðmundsson. Á eftir hon-
um koma síðan fleiri kaupmenn
og hefst nú mikið framfaratíma-
bil í sögu staðarins.
Kaupmennirnir reisa vegleg
timburhús, bæði til íbúðar og fyr-
ir starfsemi sína. En fyrsta íbúð-
arhúsið úr timbri byggði Hallgrím
ur Jónsson, hreppstjóri, er var
mikill umbóta, og framfaramað-
ur og á margan hátt langt á und
an sinni samtíð, eins og fyrr er
getið. Smátt og smátt fer svo al
menningur að byggja úr timbri
ogitorfkofarnir hverfa, er frá líð-
ur.
Ræktunin eykst, sérstaklega
kartöfluræktin, enda átti bærinn
eftir að verða nafnkunnur fyrir
sínar ágætu kartöflur. Saga kart-
öfluræktarinnar hér hefst með
manni af nafni Sigurður Lynge.
Hann stundaði hér kennslu og var
mikill •áhugamaður um alla jarð-
rækt.
Fyrsta þilskipið er keypt til
Akraness árið 1876 af Þorsteini
kaupmanni Guðmundssyni, og hét
það „Napóleon". Útgerð þess gekk
illa og • tapaði eigandinn á henni.
Áratug síðar eignast Akurnesing
ar skútur, og fyrsti vélbáturinn
kemur upp úr aldamótum.
Eftir að hér rís verzlun á legg,
fara íbúar Borgarfjarðarsýslu og
jafnvel Mýrasýslu einnig að sækja
verzlun hingað. Verzlanir hér
keyptu fé af bændum, er rekið var
hingað til slátrunar og til útflutn
ings á fæti, einkum til Englands.
Bændur keyptu aftur af Akurnes
ingum fisk, saltaðan og hertan.
Allt fram undir 1915 sækja Borg-
firðingar nær alla verzlun hing-
að, en upp frá því fara þeir að
beina viðskiptum sínum til Borg
arness.
Um þetta leyti er engiri bryggja
hér. Vegir engir nema einhverjir
troðningar. Samgöngutæki engin
nema hjólbörur. En skozkur mað
ur að nafni Ritehie innleiddi þau
farartæki hér. Ritchie þessi stofn
affi hér og niðursuðuverksmiðju
árið 1863, þá fyrstu á landinu.
Barnaskóli er byggður hér árið
1880. Læknir sezt hér að árið
(Framhald á 7. síðu).
ívPSií*:
iii-
%#**«**** |®
HÖFUM FENGIÐ
HERRAHATTANA
SEM ERU MEST SELDIR í AMERÍKU
í DAG.
Hush
Puppícs
D O A M n
B R A N D
BREATHiN’
BRUSHED PIGSKIN®!
HATS
■
- 2
EKTA SVÍNASKINN
3 gerðir. — Margir litir.
r/v/v\
Austurstræti 22 og Vesturveri
Sildarstúlkur Síldarstulkur
Viljum ráða síldarstúlkur til Siglufjarðar. —- Gott hús-
næði. Getum útvegað söltunarpláss á Seyðisíirði eftir
að söltun lýkur á Siglufirði. — Fríar ferðir og húsnæði
og kauptrygging.
Upplýshiffar gefnar í síma 34742.
Haraldisr Böðvarssors & Co.
Akranesi.
----------------------------------------------
SÍLDARSTÚLKUR
Viljum ráða 'síldarstúlkur til söltunarstöðvanna Sunnu,
Siglufirði og Sunnuvers, Seyðisfirði. —
Fólk verður flutt milli stöðvanna eftir því, sem síldin
I veiðist. — Kauptrygging. Fríít húsnæði. — Fríar ferðir.
— Upplýsingar á skrifstofu
ísbjarnarins, Hafnarhvoli, sími 11574.
ALÞÝÐUE5LAÐIÐ — 16. júní 1964 £