Alþýðublaðið - 26.06.1964, Page 3
Tækni, leit og rannsóknir
hafa stóraukið síldveiði
Reykjavík, 25. júní — HP.
í DAG var síðasti fyrirlestradasr
urinn á norrænu fiskimálaráðstefn
unni, ogr hófst fundur kl. 10 í morgr
un. Þá flutti Per Rogrstad, ráðu-
neytisstjóri frá Norejri, fyrirlestur
um sölu á ferskfiski þar í landi, en
síðan sátu fulltrúarnir hádegris
verðarboð samtaka fiskframleið-
enda og fiskútflytjenda. Kl. 3 síð
degis flutti svo Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, fyririestur um
tækniþróun í síldveiðum ísiend-
inga, og sýnd var kvikmynd. í
fyrramáii fara þátttakendur í ráð
stefnunni í feröalag til Geysis,
Gullfoss og Þingvalla, þar sem
henni lýkur annað kvöld.
í fyrirlestri sínum lýsti Rog-
stad ferskfisksölukerfinu nox-ska,
gerði grein fyrir lagasetningunni
um það og þróun þess frá upphafi.
1927 voru stofnuð síldarsamlög,
Storsildlaget og síðan Stor- vársild
laget fyrir annan landshluta en
hið fyrrnefnda, og hafa þau notið
lagaverndar frá því árið 1929. Sjö
árum seinna sameinuðust þau í
Norges Sildesalgslag, sem síðar
fékk einkarétt á síldarsölu sam-
kvæmt lögum. Upp úr 1930 komu
upp raddir um, að nauðsyn bæri
til að koma svipuðu skipulagi á
þorsksöluna og sölu á sem flest-
um fisktegundum. Fyrstu freðfisk
lögin, sem taka til allra fiskteg-
unda, eru frá 1938, og 1947 var
gerð á beim breyting, sem tryggði,
að þau næðu einnig til verzlunar
með skelfisk og skelfiskafurðir,
Samkvæmt heimild í ferskfisklög
unum eru nú 15 fisksölusamlög
lögvernduð í Noi'egi og hafa feng
ið einkarétt á sölu og dreifingu
þeirra fisktegxinda, sem um er að
r,æða í hverju tilfelli. Stærst
þeirra er Norges RSfisklag, en það
verzlaði árið 1963 með samtals
350.000 tonn af fiski, og nam verð
mæti lxans alls um 300 milljónum
norskra króna. Þar að auki eru sex
önnur þorsksamlög, og 7 önnur
fiskisamlög, sem sjá um fisksöljx á
ákveðnum tegundum fyrir allt
landið eða einstaka landshluta.
Stærst þeiri'a hefur lengi verið
Norges Sildesalgslag, sem áður er
nefnt og Hvalfisksaml. Rogstad
sagði, að komið hefði til tals að
slá samlögunum saman að ein-
hverju leyti. Gæti það í sumum til
fellum verið hentugt, en ekki
hefði þó enn orðið af því. Um
ferskfisksölufyrirkomulagið í
heild sagði hann. að það hefði
reynzt vel, og væru flestir ánægðir
með það í Noregi, ekki sízt sjó-
mennirnir sjálfir.
Jakob Jakobsson hóf fyrirlestur
sinn á því að minna á, að fisk-
veiðiþjóðir heimsins hefðu á
nokkrum síðustu árum beint at-
hygli sinni að hinum öra vexti og
viðgangi íslenzkra síldveiða og
aukningu aflamagnsins, sem hon-
um hefði fylgt. Margir forvitnir
gestir hefðu heimsótt íslendinga
upp á síðkastið, — sérfræðingar
alls staðar að úr heiminum, sem
(Framhald á 4. siðu).
Stúdentarnir þrír
eru nú taldir af
Philadelphia, 25. júní. (ntb-r).
UMFANGSMIKIL leit að stúd-
entunum þremur, sem undanfarið
hafa haft áberandi baráttu fyrir
jafnrétti kynþáttanna með hönd-
um í Mississippi, en hurfu ný-
lega, heldur áfram af fullurn
krafti. í dag sagði lögreglan, að
ekki væri lengur búizt við því, að
þeir væru á lífi og því væri nú
leitinni einbeitt að því að finna
líkin. Sérfræðingar hafa rannsak-
að liið útbrunna bílflak rækilega
og einnig rannsakað vel og vand-
lega ösku þá, er fannst á staðnum.
(Framhald at 3. síðu).
Taylor einkum talinn
sinna styrjöldinni
Bændahátíð
og Bítlar
25. júní. Grafarn.-Rvk. sh-likg.
MIKIL bændahátíð var lialdin
um Jónsmessuna í samkomuhúsinu
að Breiðabliki. Þar voru ræðuhöld
og dans. í gærkvöldi léku Bítl-
arnir frá Keflavík á dansleik í
Ólafsvík. Þeir eru á ferðalagi hér
vestra.
Veðrið er ágætt þessa dagana,
en spretta er léleg í sveitum sök-
um þurrkanna í allt vor.
Moskva, 25. júní. (NTB-Reuter).
Rauða stjarnan, aðalmálgagn
sovézka hermálaráðuneytisins, seg-
ir í grein í dag, að hinn ný-út-
nefndi ambassador Bandaríkjanna
í Suður-Vietnam, Maxwell Taylor
hcrshöfðingi, muni fyrst og fremst
láta sig skipta styrjöldina þar.
Á meir en sex mánuðum hafi
Bandaríkjamenn komið sér upp
nýjum hestum í hinu órólega suð-
austurasíska lýðveldi, en það liafi
lítt stoðað, vagninn sitji enn blý-
£astur í forai-leðjunni. Nú hafi
Washington fengið nýjan ekil en
þeim muni ekki ganga neitt bet-
ur en fyrirrennurum hans. Hinn
nýi ambassador hafi enga reynslu
segir í greininni. Hins vegar dragi
enginn dul á það í Washington,
að Taylor hershöfðingi muni sízt
af öllu rækja sendiherraembætti
sitt með venjulegum hætti. Hann
muni fyrst og fremst sinna styrj-
aldarmálefnunum þar eystra.
Að því er Rauða stjarnan segir,
eru fréttamenn í Washington á
því, að skipan Taylor hershöfð-
ingja í embættið þýði það, að
Bandaríkjastjórn sé fús til þess
að taka þá áhættu, sem harðn-
andi skæruhernaður í Suður-Viet
nam, hefur í för með sér.
Myiidin er frá Mississippi og sýnir hóteleigandann Janics Brock
tæka brúsa iaf saltsýru yfir nokkra blökkumenn er farið hafa í bað
í sundlaug hótelsins. Atburður þessi átti sér stað eftir að 70 blakkir
menn og hvítir höfðu farið inn í hótelið í mátmælaskyni við það að
Brock neitar blökkumönnum aðgang að hótelinu.
Papandreou enn
ófús til samvinna
Bjarni Benedikts-
son frá Húsavík
Pátinn
Bjarni Benediktsson, fyrrum
póstafgreiðslumaður á Húsavík,
andaðist í gær í sjúkrahúsi í
Reykjvík, 87 ára gamall.
Washington, 25. júní. (NTB-R.)
Dean Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, átti í dag viðræður
við George Papandreou, forsætis-
ráðherra Grikklands, um Kýpur-
málið. Lýsti hann í smáatriðum
fyrir forsætisráðherranum hverju
Bandaríkin stefndu að í Kýpur-
deilunni. Síðar átti Papandreou
viðræður við Johnson forseta, er
reynir að fá Tyrkland og Grikk-
land til að setjast að samninga-
borði um deiluna.
Að því er góðar heimildir segja
neitar Papandreou stöðugt að
hefja tvíhliða samninga við Tyrk-
land á grundvelli tyrknesku til-
lögunnar um að annað hvort verði
Kýpur skipt í tvo hluta eða mynd
uð verði sambandsstjórn þjóða-
brotanna tveggja. Af hálfu Banda
ríkjanna er sú skoðun uppi, að til
raifn Johnson forseta til að kpma
á friði, liafi heppnast vel, ef liann
getur fengið Tyrkland og Grikk-
land til að skilja, að styrjöld milli
þeirra er óhugsandi.
í Washington er sagt, að gríska
sendinefndin hafi stungið upp ó
því, að stjórnir Grikklands og
Bandaríkjanna gefi út sameigin-
lega yfirlýsingu, er að vissu marki
dragi úr yfirlýsingu þeirri, — er
Hvíta liúsið sendi frá sér að lokn-
um samtölum Johnson foi’seta og
ísmet Inönu, forsætisráðherra
Tyrklands. Sagt er, að Papandreou
líki ekki ein setning í hinni tyrk-
nesk-bandarísku yfirlýsingu, en
hún er á þá leið, að Bandaríkin og
Tyrkland staðfesti með sér skuld-
bindingar þær, er núverandi samn
ingar milli ríkjanna leggi þeim á
herðar við núverandi aðstæður. Er
hér átt við samningana um Kýpur
frá 1960, sem gefa tyrkneska
minnihlutanum á Kýpur neitunar-
vald í vissum málum og veitir
einnig Grikklandi og Tyi-klandi í-
hlutunarrétt, ef svo stendur á. —
Ekki hefur Grikkland foi'mlega
sagt upp samningum þessum, en
heldur því hins vegar fi’am, að
reynslan hafi sýnt, að samnings-
atriðin hafi ekki lengur raunhæft
gildi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1964 3