Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 2
*M*yórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavik. — Pr'entsmiðja Aiþýðublaðsins. — Askriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. GATNABYLTING AiLLT FRAM til síðustu 4ra hugsuðu íslend- ingar íyrst og fremst <um að koma upp íbúðum ífyrir fjölskyldur sínar og ‘búa þær ivistlega með :sem mestum þægiildum. Enda þótt enn sé mikið yerk óunnið á því sviði og nýjar kynslóðir krefjist aiýrra bygginga, er þjóðin sem heild farin að hugsa llengra. Nú beinist áhugi manna einnig að umhverf- inu: götum, bæjarhverfum, almenningsgörðum. Afléiðing þessarar breytingar, svo og aukinn- ar fjárhagslegrar getu, er gatnabylting, sem nú stendur ytfir. Höfuðborg, kaupstaðir og kauptún í íhafa loksins vaknað af dvala og látið sér skiljast, íhversu stórfenglega þýðingu varanlegar götur hafa fyrir menningarsvip hverrar byggðar, hreinlæti og heilsu. í þessum efnum höfum við verið langt á eftir timanum, og hlýtur sök ReykjaVíkurborgar i að vera þar mest. Ástæða er til að fagna þeirri breyingu, sem . nú er orðin, og <vona, að framkvæmdir gangi sem bezt. Má ekki slá slöku við, fyrr en allar götur í | Iborgum, kaupstöðum eða kauptúnum hafa verið malbikaðar eða steyptar, og nýjar götur lagðar jafnóðum og við þær er byggt. Ríkisvaldið hefur nú loks skilið þetta mál og i veitt nokkuð lið. Með hinum merku vegalögum, ! sem Alþingi setti á síðastliðnum vetri, var í fyrsta i sinn tekinn upp stórfelldur stuðningur við varan- ttega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum. Verð- : ur yfir 30 milljónum króna varið til þéirra hluta á þessu ári, eða sem næst 180 krónum á hvem íbúa viðkomandi byggðarlags. í þessum málum hefur ríkisstjórnin haft for- ; ustu um mikið framfaramál og hlotið stuðning j allra aðila. KÓPAVOGUR I VEGALÖG gera ráð fyrir, að í stuðningi við I gatnagerð kaupstaða rnegi ríkið veita sérstáka að' i stoð, þar sem um sérstök vandamál er að ræða, til , dæmis ef mdkil umferðaæð liggur gegnum byggð- ; arlag, eins og í Kópavogi og á Selfossi, svo að dæmi ; Bé nefnt. Framkvæmdir eru hafnar við Suðurlandsbraut, þar sém hún líggur um Selfoss. En hvað líður Hafnarfjarðarveginum um Kópavog? Hann er mesta umferðaræð og einn hættulegasti vegur landsins. Um það tala slysin skýru máli. Hins vcgar virðíst undirbúningi miða seint, skipulag er ekki til, teikningar ógerðar og framkvæmdir dragast. Þetta mál verður að setja fram fyrir önn- ur og Itysa með forgangshraði, ef ekki á að hljót- <ast meira manntjón og eigna en orðið er. 2 23. júní 1964 - ALÞÝÐUBLA9ÍÐ GASTÆKI Hið mesta þarfaþing — Aiit árið -um krisag { ferðalagið sumarbástaðinn bátinn og ti! vara heima ef rafmagnsiaust verður Áhaldakassi til smáviðgreröa, þar sem - ' ■' , . rafmagiii vcrður ekki við komið. GEYMAR — BRENNARAR — OFNAR — LUGTIR — LAMPAR — VERK- FÆRI — SLÖNGUR — KRANAR — TÖSKUR. Hafnarstræti 23. Símá 21599. Búndðdrbankðútibú á Sauðárkróki Sauþárkróki, 26. júní, — MR. Reykjavík, HKG. BÚNAÐARBANKINN mun að ölium líkindum ganga frá samn- ingum við sparisjóðinn hér um næstu mánaoamót um, að Búnað- arbanki íslands reisi útibú hér á Sauðárkróki; en sparisjóöurinn verði Iagður niður sem slíkur. Samvinnubankinn hefur um tíma haft útibúsafgreiðslu á kvöldin hér á Sauðárkróki. og þeir, sem stofna heimili vilja verða sjálfra sín sem fyrst. Iðnaður ýmis konar stendur hér með blóma, og von er á manni úr Reykjavík, sem hyggst flytjast liingað norður með iðnfyrirtæki sitt, — en hann mun vera með ýmis konar smíði á sínum snær- um svo sem járn í Hansahillur, fægiskúffur og annað slíkt. Sauð- kræklingum þykir fengur að þvi að fá þetta nýja iðnfyrirtæki hing- að, sem hlýtur að skapa aukna atvinnu. Fimm trésmíðaverkstæði eru hér á staðnum og þrjú önnur verk stæði: járnsmíða- og vélaverk- stæði. í fyrra var hér sett á stofn plastverksmiðja, sem nefnist Dúði. Þar er framleitt einangrunarplast. Spretta á túnum er allsæmileg í Skagafirði. Vorið var heldur um of þurrviðrasamt, en um helgina fór að rigna og gróður allur tók við sér. Búizt er við, að bændur hefji slátt um helgina. Hvítasunnumenn halda landsmót sitt hér á Sauðárkróki um helgina. Búizt er við mörgum gestum og verður mótið lialdið að Hótel Bif- röst. Skagfirðingur var að koma með 50 — 60 tonna afla. Fjölmargir bátar róa héðan. Afl- inn hefur ekki verið beysinn til þessa, en er að glæðast. Tveir bát ar héðan eru farnir á dragnóta- veiðar, — annar 17 tonn að stærð liinn 24 tonn. Þing NUAT hald- ið hér í júlí Mikil atvinna er við byggingar hér á Sauðárkróki í sumar. Gert er ráð fyrir bókhlöðubyggingu, sem bærinn og sýslan standa að á- samt með ríkinu, sem greiðir 40% kostnaðarins. Fjölmargir hafa sótt um lóðir undir íbúðarhús, — því að allir vilja helzt búa í einbýlishúsum e ^ Reykjavík, 19. júní — HP ALÞINGI Sambands bindindisfé- laga ökumanna (NUAT) á Norður löndum verður lialdið í Reykja- vík dagan 8. og 9. júií n.k., en sam bandið heldur þing sitt í höfuð- borgum Norðurlandanna tii skip is annað hvert ár. Útlendu fulltrú arnir verða alls 13, en íslenzku fulltrúarnir 7, þannfg að alls munu 20 fulltrúar sitja þingið. 1 sambandinu, sem kallast Nord isk Union for Alkoholfri Trafik, eru G félög, 2 í Finnlandl, en eitt í hverju hinna landanna, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og á ís- landi. Félaga.ala þessara félaga Framh. á 13. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.