Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 3
I^1lllllllllllllllllllllllllllllllllllll-'4lllkll'-l>l(lllllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||{«|||||||||||||||||||||,|||l||||||||||||||||||,||,,,|||||||||||||||||||||||||||||||,|||)||||||||||í|JIHHHHIUI,III, Leikhúsin I vetur SILFURLAMPI Félags Is- lenzkra leikdómenda var, ■ eins og kunnugt er, aíhentur í lokahófi listahátíðarinnar á . föstudaginn annan en var. — Hefur verið sagt frá afhend- I ingunni í blöðum, og svo hveraig; atkvæði . féllu, og er óþarfi að fara aftur út í þá sálma. En engum sem sá Helga Skúlason í Föngunum í Alt- óna í Iðnó í vetur, sem kann- ski er minnisstæðasti leikhús- viðburður ársins, mun blandast hugur um það, að hann var vel og maklega að silfurlamp- anum 19£4 kominn. Það er svo annað mál, að eins og endra- nær sýndu ýmsir fleiri „silfur- lampaleik” á árinu, og er þar kannski fyrst að nefna Herdísi Þorvaldsdóttur og Rúrik Har- aldsson. Það sýnir styrkleik og fjölbreytni leikhúsfólks okkar hversu margir koma raunverulega til álita við þessa verðlaunaveitingu ár hvert og kannski fleiri en einatt kemur fram í atkvæðatölum. Helgi Skúlason vék að því í þakkarorðum sínum að leiklist væri meðal annars, og ekki sízt, samstarfslist; og hann drap á mikilsverðan lilut leik- stjórans. Það er engin til- viljun, sagði hann, að þetta er þriðji silfurlampinn sem Gísli Halldórsson hlýtur. Lampinn er veittur fyrir „bezta leik ársins” hverju sinni; víst er það leiðinlegt að við veitingu hans skuli ekki einnig reynt að meta beinlínis beztu leik- stjórn ársins; eða veitt sérstök leikstjórnarviðurlcenning, ef það þætti hentugra. Og sizt má líta svo út sem lilutur leikstjórans sé vanmetinn á kostnað leikarans, — sízt af öllu vegna þess að tilfinnan- legasta glompan í leikmenn- ingu okkar nú er einmitt liversu fátækir við erum að snjöllum, mikilhæfum leik- stjórum. Það er því engin van- þörf að sýna vott viðurkenn- ingar á því sem vel er unnið á þessu sviði. HEIMSÓKNIR írska leik- stjórans Thomasar MacAnna voru með ánægjulegustu við- burðum á leikárinu, og þær áréttu skilmerkilega leikstjóra- fátæktina sem háir leikhúsum okkar. Eru nokkur minnstu lik- indi til að við hefðum séð þvílíkar sýningar sem Gísl í Þjóðleikhúsinu eða Rómeó og Júlíu i Iðnó fyrir tilbeina ís- lenzks leikstjóra? Eg held ekki. Og sömu sögu má víst segja um ungverska leik- og hljómsveitarstjórann István Szalatsy og Sardasfurstinnuna sem enn er á f jölunum í Þjóð- leikhúsinu. eftir ÓLAF JÓNSSON Eg sá nú ekki þessa sýn- ingu fyrr en lokið var marg- umræddu vandræðamáli ung- versku söngkonunnar sem hingað kom: það lauk með við- eigandi móti hálfvandræða- legu leikári Þjóðleikhússins. Við höfumv heyrt útskýring þjóðleikhússtjóra á atburðun- um, sem trúlega verður síðasta orðið í því máli. Óneitanlega hefði verið fróðlegt að frétta af viðhorfum söngkonunnar sjálfrar og skoðun hennar á málsatvikum; þetta virðist engum okkar spræku viðtals- höfunda í blöð og útvarp hafa komið til hugar, sem hefði þó verið þeim kjörið verkefni. Hitt er víst að eftir söngkonu- skiptin er sýning Þjóðleikhúss- ins einkar áferðargóð, liún er fjörug og fjölbreytileg, jafn- vel falleg með köflum. Þetta er eflaust að verulegu leyti að þakka Szalatsy leikstjóra, sem stýrir hingað nútímalegri gerð leiksins þar sem sneitt pr hjá aflÓTga söngleiksvið'- kvæmni en áherzlan lögð i staðinn á grín og gamanleik, r - • 7M \ '1 L —) og hefur ennfremur náð ágætri samvinnu við leikara Þjóð- lelkhússins. Að söngvurum vorum öldungis ólösluðum eru það leikararnir sem bera þessa sýningu uppi og standa þar fyrlr afbragðsgóöu gamni: Lárus Pálsson og Herdis Þor- valdsdóttir og Bessi Bjama- son, Guðbjörg Þorbjaraar- dóttir og Valur Gíslason. Sé það á annað borð réttilegt verkefni Þjóðleikhússins að flytja okkur söngleiki af þessu tagi, sem vel kann að vera meðan hér er ekki eiginlegt söngleikahús, er þetta áreið- anlega alveg hárrétt aðferð. Ekki þarf að spyrja um áhuga og undirtektir almennings: leikhúsið var þéttskipað áhorf- endum sem tóku sýningunni af furðumiklum fögnuði kvöld ið sem ég sá hana. Annars má sitthvað segja loflegt um starfsemi Þjóðleik- hússins undanfarna vormán- uði. Tillag leikhússins til lista- hátíðarinnar var einskonar forsýning á Kröfuhöfum Strindbergs sem tekin verður upp á nýrri annexíu leikhúss- ins í haust: hún lofaði vissu- lega góðu um þessa nýjung. Táningaást í vor, ásamt með Gísli í haust, er líklega bezta sýning leikársins; það er vissulega miður fariö, ef hún hefur ekki hlotið hylli al- mennings. En þessi nafnalisti Gísl, Táningaást, Sardasfurst- innan, er dálítið hæpinn vitn- isburður um verkefnaval Þjóðleikhússins, einkanlega þegar Flónið og Læðurnar er haft í huga til viðbótar. Ber slík verkefnaskrá vitni um listræna stefnu, skilning á eig- in möguleikum, einhug í starfi? Eru léttfleyg gaman- mál í ýmsum tilbrigðum raun- verulega allt og sumt sem Þjóðleikhús okkar hefur fram að færa af dramatískri list samtíðar og fortíðar heilt leikár? Jafnvel Hamlet bætir ekki úr þessari skák að gagni þótt sú sýning væri allsnotur innan sinna þröngu takmarka. Áreiðanlega var ástæða til að vænta stórfelldari átaka við svo stórbrotið viðfangsefni í Þjóðleikhúsi íslendinga. LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur í vetur sí og æ verið að klifa ókleifan hamarinn. Aðal- sýningar félagsins f vetur, Fangarnir í Altóna og Rómeó og Júlía, voru raunverulega báðar ofviða svo litlu leikhúsi þótt þær lieppnuðust furðu- lega vel. Þó rúmaðist Rómeó og Júlía raunar alls ekki í leikhúsinu: um það geta þeir borið vitni sem „sáu” sýning- una af fyrsta bekk: höfðu hana bókstaflega talað í fang- inu mestallt kvöldið. Það er líklegt að furða manna yfir því hversu vel þetta lánaðist allt saman við hinar frum- stæðu aðstæður í Iðnó eigi sinn þátt í frama þessara sýn- inga beggja. En þótt svona löguð vinnubrögð séu, þegar svona vel tekst til, bæði djarf- leg og skemmtileg, er áreið- anlega hæpið að byggja á þeim leikhúsrekstur til lengdar: — leikhús hlýtur að velja sér verkefni sem það rúmar og ræður við að skila óþvinguðum af umhverfinu. Eg þykist vita að leikhússtjórinn skilji þetta allt fullvel og miklu betur en ég: verður fróðlegt að frétta af verkefnum leikfélagsins næsta ár. Raunar hefur þegar heyrzt að Gísli Halldórsson sé tekinn að æfa Vanja frænda Tjekhovs; sú frétt gleður á- reiðanlega þá sém muna sýn- ingu Leikfélagsins á Þremur systrum. Leikhúsið í Iðnó býr að sam- völdum hóp leikenda, þótt hann sé ekki stór, og hefur auk þess á að skipa gáfuðum, vandvirkum leikstjórum. Gísli Halldórsson er án efa fremsti leikstjóri sem hér starfar nú, en auk hans hefur Helgi Skúla- son unnið gott verk við leik- stjórn. Engum getum skal að því leitt hvers vegna leikstjór- ar Þjóðleikhússins ná svo sjaldan á sínu sviði sambæri- legum árangri við það sem tíðkast í Iðnó; en staðreynd er það engu að síður, og eitt aðalvandamál Þjóðleikhússins. En leikhúsfólkið í Iðnó liefur fyrir sína parta sýnt fram á nauðsyn þess að hér rísi hið fyrsta fullbúið borgarleikhús þar sem list þess njóti eðli- legra vaxtarskilyrða. Þjóð- leikhúsinu væri samkeppni og samjöfnuður við slíkt leikliús áreiðanlega holl: einn lær- dómur undangenginna leikára mundi vera að sízt sé æski- legt að neitt eitt leikhús sé einrátt í leiklistarlífi höfuð- staðarins. NÝ íslenzk leikrit voru ekki mjög tíð í vetur frekar en enda- nær þótt margt sé talað um grósku í leikritun. Leikfélag Reykjavikur hafði skyndisýn- ingar á einþáttungi eftir Einar Pálsson, Brunnum kolskógum, á listahátíðinni í vor, og þar með eru upptalin íslenzk verk- Framh. á 13. síðu. I : 14 iiliiiiii,iiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiilillli,ll,ililill,tiiiiiiiiiliillliliil,iiiiiiiil,iiiiiiiiiiiiiniii,i 11111,111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiilllllilllliiliililiiillillilillllliltliliillllillliiiliiiiiiiilllilllliliiililliiliiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui.i.1 'I:iin;,:niiMii,iMiiiiMiiiimiMit,MMi^. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júní 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.