Alþýðublaðið - 07.07.1964, Side 6
á f rímerkjum
MERKISMENN Á FRÍMERJUM.
Tékkar eru um þessar mundir
□ Þegar setið er undir stýri, á
ekki að borða þungmeltan mat,
liins vegar á að borða vel, það er
að segja meðtaka mikið af eggja-
hvítuefnum. Margir veitingastað-
ir meðfram þýzkum hraðbrautum
hafa tekið upp sérstaka matseðia
fyrir bílstjóra og einnig hafa
veitingahúsaeigendur í samein-
ingu gefið út matreiðslubók með
uppskriftum að 30 heitum og 12
köldum réttum, sérstaklega mið-
uðum við bifreiðastjóra. Bókin er
afhent ókeypis á fyrrnefndum
veitingahúsum.
að gefa út safn frímerkja til virð-
ingar við ýmsa merkimenn löngu
liðins tíma. Eitt merkið er að
verðgildi 60 hellerar, (sem er
tékknesk smámynt), og á því er
mynd í svörtu og rauðu úr Jóns-
messunæturdraumi Shakespeares .
Annað merki, svart og græn., sýn- i
ir tvær höggmyndir eftir Michel- !
angelo. Galileo er þarna á éinu
merki ásamt stjömukíki sínum og
fleiri tólum í bláum og svörtum
lit. Loks er þarna mynd af Georg
nokkrum Podeibrad, sem var
kóngur í Bæheimi fyrir löngu síð-
an og lagði fram tillögu um heims
frið árið 1464. Hann er á svörtu
og gulu merki sýndur við hlið
ljónsins, þjóðartákns Tékkóslóva-
kíu.
sumarsólstöður séu rétt um garð grengnar og sumar-
ney.i séu í algleymingi hér um slóðir, þá er kominn haustblær
i
( ; rdrúmsIoftið í tízkuhúsum Parísar. Myndin er af sýningar-
!f ú-' ~ með hausthatt, sem nefndur er St. Moritz. Hann er úr
| r-.c: ’g hvítum minkafeldi brugðið yfir og undir höku.
g 7. jií 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sama hvaðan gott kemur
Við lifum á tímum aukinna
mannréttinda og minnkandi
kynþáttafordóma. Margt er til
vitnis um það og eitt dæmi
þess sjáum við hér að ofan. Nú
er svo komið, að tízkusýningar
stúlkur geta verið af öllum
regnbogans litum. Þessar voru
af ásettu ráði hafðar sem allra
fjölbreytilegastar, en þær
komu fram á góðgerðardans-
leik mitylum, sem haldinn var
í Líbanon hinn fjórða þessa
mánaðar. Eins og sjá má af
myndinni, voru siúlkurnar
hlaðnar skartgripum, heildar
verðgildi þeirra var sem svar
aði nálægt kostnaðarverði
tveggja Hallgrímskirkna.
Stúlkurnar eru talið frá vin-
siri júgóslavnesk, suðuramer-
ísk, afrísk, asísk og taliitísk.
LYF SEM
UM40TIL50ÁR
Annað slagið cru uppi miklar
umræður um yngingarlyf. Sóda-
blöð hormónainngj. endurnýjun
vefja er einnig nefnt. í Sovétríkj-
unum hefur nýtt efni skotið upp
kollinum. Það er nefnt NRV og
mun vera unnið úr olíu. Frásagnir
af yngingarhæfileikum þessa efn-
is hafa vakið mikla athygli eystra.
NRV var í fyrstu notað með
góðum árangri sem vaxtahvati í
landbúnaði.
Á sameiginlegri ráðstefnu Sov-
étríkjanna um efnið NRV, hinni
annarri í röðinni, komu fram stór
merkilegar upplýsingar um efnið.
Á henni kom meðal annars fram,
að efnið hefur mikla hæfileika til
að endurnýja líkamshluta, sem
hafa orðið fyrir barðinu á geisl-
unarsjúkdómum. Þetta kom í ljós
við tilraunir með dýr. Eldissér-
fræðingar gáfu upplýsingar um
aukinn arð nautgripa eftir að þeir
höfðu fengið NRV-meðhöndlun,
og einnig voru gefnar skýrslur um
livernig NRV, ásamt öðrum lyfjum
s*öðvaði krabbameinsvöxt og út-
rýmdi honum síðan. Lífeðlisfræð-
ingar höfðu rannsakað áhrif NRV
á vöðvaþreytu.
Menn skyldu ætla. að. fyrir dyr-
um stæðu margra ára rannsóknir
og þúsundir tilrauna áður en vís-
indamenn þora að fara að gera
tilraunir á mönnum með NRV. En
í smábæ einum í Stavropolhéraði
hafa menn látið öll vís ndi lönd
og leið, og tekið að gera tilraunir
á sjálfum sér ótilkvaddir og án
nokkurs leyfis eða eftirlits frá
læknum.
Á síðustu mánuðum hefur D.
Guseinoff, sem er meðlimur vís-
indaakademíunnar, veitt viðtöku
mörgum .vægast sagt undarlegum
bréfum. Hér eru glefsur úr þeim-
— Herra x er 65 ára gamall.
Efti.r að hafa notað NRV tók grátt
hár hans að dökkna, skallinn
minnkaði og augnabrúnir dökkn-:
Framh. á bls. 13
NÝJUNGILEIKHUSMÁLUM
ERLENDIR gestir í London
| geta nú gengið inn í leikhús þar
í heimsborg og horft á ensk leik-
í rit. Þetta hafa þeir reyndar get-
að um áratuga og alda skeið, en
nú er svo komið, að þeir geta jafn
! framt hlustað á talanda leikrit-
anna á tungu feðra sinna, að
j minnsta kosti, ef þeir hafa talað
I frönsku, þýzku, arabísku, spænsku
I eða ítölsku.
| Við Westminsterleikhúsið hefur
jverið komið upp tækjum, sem
snara texta leikritanna jafnóðum
á einhverja nefndra tungna og
raddirnar í þessi tæki leggja til
góðir leikarar frá hverju þessara
landa. Þegar leikhúsgesturinn tek-
ur sér sæti er honum afhent lítið
transistorviðtæki og því getur hann
síðan valið þá bylgjulengd, sem
hann óskar sér, eftir því á hvaða
máli hann vill heyra leikritið,
Þessir áhorfendur sitja í sérstakrl
stúkú í afturhluta áhorfendasalar-
ins og fylgjast með leikritinu á
sviðinu eins og aðrir áhorfendur.
Auk nefndra tungna er hægt, með
því að biðja sérstaklega um það;
að fá að heyra Icikritln á hol-
lenzku, finnsku, japönsku, norsku
og portúgölsku.