Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 1
44. árg. — Föstudagur 7. ágúst 1964 — 175. tbl. Um 300 úrskurð ir Kjaranefndar Reykjavík, 6. ágúst . GG KJARANEFND sat á fundi í dag, eins og marga undanfama daga, enda mikið verkefni fyrir hendi. KARÐS UPPBOÐI VERÐUR HÚN SELD FYRIR 2 MILUÓNIR? Reykjavík, 6. ágúst - HP HANDRIT SkarSsbókar, eitthvert fallegasta, fom-íslenzka liandritið, verður að öllum líkindum falt á bókauppboði í Lundúnum á næst- unni, að því er blaðinu er tjáð af beztu heimildum. Er hér um hið upphaflega skinnhandrit Skarðs- bókar að ræða, en það er frá 14. öld að stofni til. Skinnblöðin eru 94 að tölu, hið stærsta þeirra 41.6 x 27.4 cm. Skarðsbók, sem kennd er við Skarð á Skarðsströnd og varðveittist þar öldum saman, hef- ur að geyma postulasögur, en einn- ig tvo máldaga og eina tíundar- gerð. Árna Magnússyni tókst að komast yfir liandritið á sínum tíma, en lét taka af því afrit, scm nú er geymt í Árnasafni. Síðustu ár hefur Codex Scardensis verið í eigu bræðranna Lionel og Philip Robinson, sem fengu það úr fyrir- Framhaid á siðu 4 MMMWWHMMMMtMUWHVt til Spurningar til límans og Þjóð- viljans um skatta mál eru í leiðar- anum í dag IVVWWW.WMWWWWM Við fengum þær upplýsingar hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja í dag, að lagðar hefðu verið fyrir Kjaranefnd til þessa 343 kær ur. Hins vegar mun vera um að ræða allmiklu fleiri einstaklinga, eða alit að 400, því að í sumum kærunum eru mörg nöfn. Við fengum ennfremur þær upp lýsingar, að Kjaranefnd hefði þeg-’ ar úrskurðað nálega 300 kærur, og ekki væri við að búast miklu fleiri kærum, en fyrrgreindum ca. 400, svo að segja má að taki að sjá fyrir endann á störfum nefndar- innar að sinai. Við spurðum B. S. R. B. um það hvernig úrskurðum Kjaranefndar hefði yfirleitt verið háttað, og fengum þær upplýsingar, að dóm- ar nefndarinnar hefðu fallið á ýmsa vegu. Okkur heyrðist, sem bandalaginu fyndist varla vera nógu hreinar línur að lesa út úr úrskurðum nefndarinnar. En nú mun vera unnið að því á skrifstofu bandalagsins að semja yfirlits- Framh. á 13. síðu. LESENDUR AlþýðublaKsins hafa ugglaust tekið eftir nýrrri persónu sem birzt hefur á síð- um blaðsins að undanförnu. Persóna þessi heitir VALUR VÍKINGUR og er höfundur henn ar teiknari blaðsins, Ragnar Lár. Þeir sem fylgjast vilja með Val víking og ævintýrum hans geta flett upp á blaðsíðu 15. Þurrkurinn kom í gær Hvolsvelli, 6. ágúst ÞS -HP HÉR hafa í langan tíma verið ó- þurrkar, eins og annars staðar á Suðurlandi, og heyskapur gengið mjög illa, þangað til í gærmorgun. Þá gerði allt í einu góðan þurrk með norðanátt, sólskini og tölu- verðum blæstri, og hafa bændur náð því, sem búið var að slá, allvel upp í gær og dag. Starfsemi gras- mjölsverksmiðju SÍS hefur gengið vel, þó að óþurrkarnir hafi auð- vitað haft sín áhrif á hana, eins og heyskap bændanna. Afköst verk- smiðjunnar munu hafa komizt upp í 80 poka á kiukkustund í þurrk- inum í gær. Vegir eru nú ágætir hér um slóð ir og hafa verið heflaðir að stað- aldri, enda hefur ferðamanna- straumurinn verið gífurlegur, en lítið um árekstra og slys í um- ferðinni, og virðist fólk vera far- ið að skilja hættuna, sem bíður þess á vegum úti, ef ekki er var- lega ekið. Ekki hefur frétzt um neina veiði í Rangá eða Hólsá í sumar, og virðast allir pollar vera dauðir. í gærkvöldi streymdu margir Rangæingar héðan austur á Mýr- dalssand og ætluðu að horfa á eld- flaugarskot Frakkanna, en urðu af því, þegar til kom. Viðræðufundur Berlín, 6 . ágúst (NTB-RB) FULLTRÚAR yfirvaldanna í Aust ur- og Vestur-Berlín áttu i dag með sér nýjan fund til að ræða möguleikana á því að koma upp samgöngum að nýju milli Vestur- og Austtur-Berlínar. GÁTU EKKI LENT Á SURTSEY Reykjavík, 6. ágúst GO. BJRN PÁLSSON flugmaður og Agnar Kofoed Hansen flugmála- stjóri gerðu í kvöld tilraun til að lenda í Surtsey. Björn var á vél vél sinni Vorinu, en Agnar á vél flugmálastjórnarjnnar. Erindið var að koma ítölskum kvikmynda leiðangri út í eyna, en leiðangur þessi á að taka þar atriði í mynd ina „Sköpun heimsins", sem verið cr að gera. Þeir félagar sendu mann út í eyna til að athuga aðstæður og komust þeir að þeirri niðurstöðu að ólendandi væri vegna halla á fjörunni, en þar sem slétt er eru hinsvegar hnefastórir vikurhnull ungar, stórhættulegir flugvélum. Björn sagði í stuttu viðtali við blaðið í kvöld, að einstaklega til- komumikið liefði verið að sjá gos ið. Hraunrennslið er gífurlega rnik ið og má segja að suðvesturhluti eyjarinnar logi allur, þar sem hraunið rennur í sjó fram í hundr uðurn lækja. Þegar hraunið er Framhald á síðu 4 HVAÐ ER AÐ GERASTIINDÓKÍNA?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.