Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 3
 Kína segir árásina upphaf styrjaldar Alræðisvald um geröir í Sa-Asíu WILLIAM WESTMORELAND — yfirmaður lierafla Bandarikja- manna í Suður-Victnam. París, G. ágúst (NTB-Reuter). i YFIRLÝSINGIN frá kínversku stjórninni, sem að efni til var al varleg aðvörun til Bandaríkjanna um að árás á Norður-Víetnam væri hið sama og árás á Kína, var geró á skyndifundi fremstu forystu- manna Kínaveldis, er stóð alla nótt ína. Skýrðu góðar heimildir frá hessu í dag. í yfirlýsingunni seg- ir, að loftárásir Bandaríkjamanna á N-Vietnam. hafi í rauninni verið upphaf styrjaldar og að blóðskuld Bandaríkjamanna við Norður-Viet nam verði að endurgreiða. í yfir- lýsingunni er því haldið fram, að loftárásirnar hafi verið fyrsta skrefið til þess, að styrjöldin í Indó kína breiðist út. Loks er lögð á það áherzla, að kínverska þjóðin muni ekki sitja aðgerðarlaus, held ur ré'.ta Norður-Vietnam hjálpar hönd. Ekki kemur ljóslega fram, hvað Kínastjórn hyggst fyrir og gerir yfirlýsingin enga skýra grein fyrir því, hvort stjórnin í Peking hyggst hefja árásir með flugvélum og her skipum til að hefna fyrir loftárás ir Bandaríkjamanna. Hins vegar segir ákveðið, að Bandaríkjamenn verði að láta af valdbeitingu gagn vart Norður-Vietnam, ella verði þeir að taka afleiðingunum. Fréttamenn í Peking eru þeirrar skoðunar, að þessi yfirlýsing geti mæta vel verið upphaf þess, að Kínverjar geri umsvifalaust árás á bandarísk herskip í Tonkinflóa. Hins vegar má líka túlka liana svo, að hún sé hugsuð sem réttlæt ing vopnaðrar íhlutunar síðar meir ef ástandið í Norður-Vietnam á eftir að versna. Flestir erlendir sendiráðsmenn í Peking eru sann Framhald á 13 síðu TICINDEROGA CONSTELLATION í Rábamenn í Moskvu eru hinir rólegustu Champagnole, 6. ágúst (NTB-Reuter). BORGARSTJÓRINN í franska námabænum Champagnole, Pierre Socie, lýsti yfir því í dag, að lík urnar fyrir því að fundnir yrðu fleiri námamenn á lífi í kalksteins námunni í Rivel-Sjalli væru raun ar engar. Níu mönnum var bjargað á þriðjudag er þeir höfðu verið innilokaðir í átta daga en vonin um að takast megi að bjarga beim fimm mönnum, er lokuöust inni annars s'aðar í námunni, er næst um cngin. í morgun var hætt vinnu við að grafa láréttan gang til þess staðar í námunni þar sem menn ólu veika von í brjósti um að námamennirnir fimm kynnu að vera og ef til vill einn eða tveir þeirra á lífi .Tilkýnnti stjórn björg unarinnar, að gröftur þessi hefði verið ákaflega vonlaus. Hins veg ar er enn haldið áfram að bora lóðréttan gang niður til þeirra. Er til þess notaður mjög sver bor. Var honum í gær beint á stað, þar sem búist er við, að námamennirn ir gætu verið, en borinn hitti ekki þann stað. Var því í morgun byrj að að bora að nýju. Moskvu og Lundúnum, 6. 8. MÁLGAGN sovézku ríkisstjórnar- innar Izvestija birti í dag yfirlýs- ingu kínversku stjórnarinnar, en íelldi þó niður setningarnar þar sem segir, að ekkert sósíalistiskt land geti aðgerðarlaust horft upp á það aö á Norður-Vietnam sé ráð- ist. í grein um atburðina í SA- Asíu, segir, að allt verði að gera sem unnt er til þess að varðveita friðinn á þessu svæði. Greinina skrifar einn fremsti stjórnmálablaðamaður blaðsins og spyr hann hvað Bandaríkjamenn Framliald á 13. síðu Washington 6. ágúst (NTB- Bauter).. UTANRÍKIS- og hermálanefndir bandariska Þjóðþingsins sam- þykktu í dag með öllum greiddum atkvæðum g.egn einu (Wayne Mor se), ályktun, er fær Lyndon B. Jolnison forseta alræðisvald til þess að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir — þar með talin er beiting vopnavalds — vegna á- standsins í Suðaustur-Asíu. í ræðu á nefndarfundum sagði Dean Rusk, utanrikisráðherra, að atburðirnir á Tonkinflóa væri ekki einstök einangruð atvik held ur liðir í langri keðju stjórnmála þróunar í Suðaustur-Asíu. Sam- þykkt um að fela forsetanum ó- ! takmarkað vald til þess að gera allt það, er nauðsynlegt getur tal ist vegna ástandsins í Suðaustur- Asíu, myndi sýna foringjum komm únista, að bandaríska þjóðin stend ur sameinuð að því er snertir vörslu frelsis Suðaustur-Asíu, sagði Rusk. Á fundi nefndanna gáfu þeir ginnig skýrslur Earl Wheeler, formaður herforingja- ráðs Bandaríkjanna, og Robert Mc Namara hermálaráðherra. Morse öldungadeildarmaður, sem áður hefur snúist gegn stefnu Banda- ríkjastjórnar í Suðaustur-Asíu, sagði, að samþykkt ályktunarinnar væri hið sama og fá forsetanum „stríðsyfirlýsingu er dagsett væri fram í tímann“. Morse er þingmað ur demókrata frá ríkinu Oregon. Wheeler hershöfðingi sagði eftir fundinn, að ekki væri vitað til þess að Kína væri farið að senda hersveitir til landamæra Norður- og Suður-Vietnam og McNamara ráðherra sagði, að bandarískir tund urspillar héldu áfram. eftirlitsferð um sínum í Tonkinflóa. Ekki Framliald á 13. síðu Ho Chi Minh. Allir taldir af i Champagnole ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. ágúst 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.