Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 6
MIKIÐ HJÓLAÐ í AMSTERDAM NÝKUNNGERÐ talning hefur gef- ið til kynna, að Amsterdam sé reið hjólaflest borg heims. Þar er að finna 500.000 reiðhjól, sem er ná- lægt einum þriðja af farartækja- fjöldanum. Læknar telja, að til þessarar staðreyndar megi ekki sízt rekja, að í Hollandi er meðal- aldur manna einna hæstur í heim- inum. Þar eru á annað hundrað manna og kvenna komin á annað árhundraðið. Eins og kunnugt er, eru hjólreiðar nú taldar ein alls- herjar hjarta- og æðavörn. Hér er Martino Bellomo staddur í buxum opr skyrtu, sem voru hon- um niátukg fyrir átta mánuðum. Von er að fólk leiti ráða hjá honum. $ 7. ágúst 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ i 9 Hér gefur á að líta heimili á hjólum. Á myndinni sést, að vel má hafa notalegt í kringum sig, þótt H búið sé á hjólum. | í hjólhýsi árið um kring í ENGLANDI eiga 200.000 manns heimili sín í hjólhýsum. í Bandarikjunum eru hjólhýs- ingar mörg hundruð þúsund talsins. Tekið er að bera á þess- ari manngerð í fleiri löndum. Ýmislegt bendir til, að þróun- in stefni 1 þessa átt í Dan- mörku. Oftast er tekið til þessa ráðs sem neyðarúrræðis vegna húsnæðiseklu, en sumum þykir þetta heppilegasta formið fyrir heimili vegna þess, að þeir stunda þannig störf, að þeir eru aldrei um kyrrt á sama stað nema stuttan tíma í einu. Þetta á ekki sízt við í Bandaríkjunum, landi hinnar miklu víðáttu. Hjólhýsi hafa tekið miklum breytingum. Eins og sést á með fylgjandi mynd, sem er af hjól- hýsistegund, seldri í Danmörku, eru þau orðin að alvöru húsum, í fljótu bragði veitir maður því ekki athygli, að húsið er á hjól- um. Fyrstu húsin af þessu tagi eru þegar seld í Danmörku. Það er ekki minnst um vert í þessu sambandi, að þarna er komið heilt heimili fyrir lítið brot af kostnaðarverði venjulegs húss. Skýringin liggur sennilega í því að kostnaður við grunn er eng- inn og húsin eru framleidd mörg nákvæmlega eins. Til þess að hafa full not af þessari tegund húsa þurfa eig endur þeirra helzt að eiga bíl, þá geta þeir hvenær sem er tekið sig upp með allt sitt haf- urtask. Það, sem Dönum þykir mikilsverðast við möguleikana á þessari skyndilegu brottför, er að með því móti er unnt að sleppa frá leiðinlegum nágrönn um. Við skulum vona í lengstu lög, að íslenzkt veðurfar, lands- lag og íslenzkir vegir, hindri -að þetta verði nokkru sinni lausn á húsnæðisvanda íslendinga. Baðherbergiff er litlu lakara en í betur grundvölluffum húsum. LETTIST UM 180 PUND Á 8 MÁN. Á ÍTALÍU beinist athygli allra manna í eina átt um þessar mund- ir. Áhugaefnið er grannur og lið- legur líkami barmannsins Martin- os Bellomo. Þessi líkami hefur, síð- an hann var uppgötvaður, veitt vonargeisla í sálir ítalskra fitu- klumpa og orðið þeim gullið tákn og takmark. Martino Bellomo vann 101 þaff afrek að létta sig um 90 kíló á átta mánuðum. Feitir menn streyma í pílagrímsferðir til krár Martinos til þess að fá upplýsan leyndardóminn. Þegar Martino Bellomo fæddist var hann í alla staði venjulegt og heilbrigt barn. Þegar hann var eins og hálfs árs varð hann að gangast undir sérstaka aðgerð til þess að bein hans þyldu sjúklega þyngd hans. Þegar hann var 7 ára gamall vó hann 80 kíló. 2G ára gamall var hann 170 kílóa flykki. Hann leit- aði til hvers læknisins á fætur ann ars, en enginn þeirra gat liðsinnt honum. Loks kom þó -að því, að hann hitti lækni, sem varð honum til hjálpar. í sameiningu bjuggu þeir til matseðil, sem hann skyldi fara eftir og árangurinn varð eins og fyrr segir. Gamlir kunningjar Martinos, sem hafa ekki séð hann síðan hann hóf megrunina, þekkja hann ekki aftur. Það er ekki að ástæðulausu, að fyrrverandi þján- ingabræður leita til hans um góð ráð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.