Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.08.1964, Blaðsíða 5
Á ÁRINU 1961-1962 hafa allmarg- ir vöruflokkar, sem áður voru háð- ir verðlagseftirliti, verið undan- þegnir beinum álagningarreglum. Hefur þetta verið gert að því er ætla má til að verða við mjög há- værum kröfum af hálfu verzlunar- innar um frjálsari viðskiptahætti. Það hefur ekki verið birt skýrsla um afleiðingu þessara aðgerða, en svo sem vænta mátti, hefur álagn- ing á þessa vöruflokka verið hækk uð. Út af fyrir sig væri það ekki svo ýkja alvarlegt, þótt ýmsar neyzluvörur, þær miður nauðsyn- legri, hækki í verði til þess að vega móti of þröngri álagningu á ýmsar brýnustu neyzluvörur almennings sem ákaft er haldið fram að séu. Hitt ber að líta alvarlegri augum, ef svo væri hóttað, að samtök einkaaðila í verzluninni taki í sín- ar eigin hendur ákvörðun um á- lagningu á liinum ýmsu vöruflokk tim og hindri með því þá sam- keppni um verð, sem ella hefði haft skilyrði þess að myndast. — Hvort ástæða sé til þess að ætla, að svo sé gert, skiptir ekki veru- legu máli í þessu sambandi. held- Ur það, hvort skilyrði séu fyrir eiginlega afstöðu. Það hefði verið hendi til þess að taka slíka sam- iróðlegt að telja upp nokkur sam- tök, sem væru vissulega íhugunar- efni. En ég ætla ekki að telja upp mörg samtök. Eg mun þó nefna 6rfá. Á sviði smásöluverzlunarinnar í landinu starfa Iíaupmannasamtök Jslands. Innan þeirra starfa sér- greinafélög, sem hver um sig hafa innan sinna vébanda kaupmenn í viðkomandi grein. Þau eru Félag búsáhalda- og járnvörukaup- manna, Félag húsgagnaverzlana, Félag ísl. bókaverzlana, Félag ísl. byggingarefnakaupmanna, Félag kjötverzlana, Félag leikfangasala, Félag matvörukaupmanna, Félag BÖluturnaeigenda, Félag tóbaks- og Eælgætisverzlana, Félag vefnaðar- vörukaupmanna. SkókaUpmanna- íélagið. Auk þessara sérgreinafélaga eiga Bðild að kaupmanhasamtökunum Kaupmannafélag Akranes, Kaup- mannafélag Hafnarfjarðar, Kaup- ínannafélag Keflavíkur og ná- grennis, Kaupmannaf(dag Siglu- fjarðar og Kaupmannafélag ísa- fjarðar. Varðandi þessi síðast mefndu félög er rétt að benda á, að ðæskileg fyrirtækjasamtök gætu verið í því fólgin, að allir kaup- menn á einum og sama stað, t. d. kaupstað, gerðu samkomulag sín fi milli um að halda uppi verði, og værl þá mjög erfitt fyrir neytend- ur að átta sig á verðlaginu, ef um almennt samkomulag þeirra á milli væri að ræða. Á sviði innflutningsverzlunar Etarfar Félag ísl. stórkaupmanna og standa að því 163 heildverzlan- ir. Á sviði iðnaðar starfar Félag fslenzkra iðnrekenda og að því eambandi standa iðnfyrirtækin hvert um sig. Smásöluverzlunin, innflutningurinn og iðnaðurinn eru að verulegu leyti háð verð- lagseftirliti í dag, svo að ekki er ástæða til að fara ýtarlega í hugs- anleg samtök á þessu sviði. Þó er síöari grein rétt að nefna aðeins nokkur fyrir- tæki með nöfnum: Innkaupasam- band bóksala annast um innflutn- ing á bókum og tímaritum og gæti ákveðið sínar eigin álagningarregl ur, það er ekki háð íhlutun verð- lagseftirlitsins. Félag ísl. prent- smiðjueigenda er starfandi. Á- Unnar Stefánsson viðskiptafræðing stæða er til þess að ætla, að það félag hafi skilyrði til þess að sam- ræma verð og söluskilmála prent- smiðjanna. Til er félag, sem heit- ir Félag vinnuvélaeigenda. Það er ástæða til þess að ætla, að það fé- lag geti haldið uppi verði á útleigu vinnuvéla, sem opinberir aðilar nota í stórum stíl. Það eru til samtök, sem vátrygg- ingarfélögin hafa sín á milli, en 13-14 vátryggingarfélög eru starf- andi í landinu. Þessi samtök hafa skilyrði til að samræma skilmála tryggingafélaganna og iðgjöld. — Þessi dæmi vildi ég nefna, áður en ég skýri frá þeirri tillögu, sem Al- þýðuflokksmenn fluttu á síðasta þingi. Hún var þannig: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að láta athuga með liverjum hætti hið opinbera gcti haft eftirlít með viðleitni fyrir- tækja til að hafa með sameigin- legri afstöðu á markaði óæskileg áhrif á verðmyndun í landinu og hvernig bczt megi tryggja, að neyt endur fái notið ávaxta aukinna framleiösluafkasta í meira vöru- | úrvali og hagstæðara verðlagi.” Það er reynsla undanfarinna ára, að það hefur verið mikil og rík tilhneiging fyrirtæka að mynda efnahagssamsteypur, (á erlendu máli trusts) eða efnahagssamtök (kartels) til þess að sölsa undir sig einhvers konar einkasöluaðstöðu til þess að tryggja sér óréttmætan ágóða. Eg ætla nú að lokum að gefa stutt yfirlit um framvindu þessara mála á alþjóðavettvangi. Á ofanverðri seinustu öld fór andi frelsis um viðskiptalíf land- anna. Liberalisminn var ráðandi stefna. Fljótlega kom á daginn, að hið opinbera þurfti að beita íhlutun sinni um gang viðskipta- lífsins, til þess að tryggja þessa æskilegu, frjálsu samkeppni. Fyr- írtækin tóku verðmyndunina í sín ar eigin hendur með samsteypum og þar kom, að stjórnendur ríkj- anna sáu sér ekki annað fært en að grípa í taumanna. Bandaríki Norður-Ameríku voru í farar- broddi og Kanada fylgdi fljótlega eftir og settu þessi ríki fyrir 1890 algert bann við slíkum samtökum fyrirtækjanna og svipaðri stefnu hafa Bandaríkin og Kanada haldið áfram enn þann dag í dag. . í Evrópu var afstaða stjórnar- valdanna nokkuð önnur og vin- samlegri í garð hringanna. Jafnvel var þeim komið á fyrir frumkvæði ríkisvaldsins, svo sem á Ítalíu. — Fyrsta ríkið, sem setti sér löggjöf, um starfsemi fyrirtækjasamtaka, var Noregur með 1. árið 1920 og síðan með lögum um hringa 1926 og tóku aðra stefnu en farin hafði verið vestanhafs, settu ekki bann við slíkri starfsemi, heldur komu á eftirliti með því, að þau væru ekki misnotuð þannig, að þjóðfé- lagsheildinni væri óhagræði að. Síðan hafa flest Evrópuríki fylgt í kjölfar Norðmanna og tekið upp eftirlit með það meginsjónarmið í huga að hindra misnotkun einka- söluaðstöðu fyrirtækja á markað- inum. Efnahags- og framfarastofnunin, sem Isiendingar eru aðilar að, hefur tekið þetta vandamál upp, Evrópuráðið hefur látið til sín .aka og Efnahagsbandalag Evrópu hefur núna mjög ákveðna og ein- beitta stefnu gagnvart myndun slíkra fyrirtækjasamtaka. Ég nefni þessara stofnanir að- eins, en lýsi ekki með hverjum hætii þau hafa talið fært að ná þeim tilgangi að tryggja frjálsa samkeppni. Það er athyglisvert að sjá, hvernig Norðmenn hafa tekið á þessu máli. Þeir hafa sett sér eina rækilcgustu löggjöf sem til er á þessu sviði, að meginefni frá árinu 1953, en hefur tfekið nokkrum breytingum, seinast í marz mánuði 1962. Löggjöfin er í ellefu köflum og' telur 61 gr. Tilgangur laganna er talinn sá, Framh. á bls. 10. Olympíuleikarnir verffa eins og kunnugt er háðir í ár í Tokyo og hvarvetna í heiminum keppast íþróttamenn við að undirbúa sig xmdir bessa miklu iþróttahátíð. Frakkar liafa þeg ar ákveðið búning þátttakenda sinna og var hann sýndur í París nýlega. Búningarnir sjást hér á myndinni að ofan. Þeir eru teiknaðir af Jacques Esterel. mmMHmMMWMHMWHMMMHMWHtimmWUUMW Sybil Urbancic heldur tónleika Reykjavík, 5. ágúst - HP UNGFRÚ Sybil Urbancic, sem dvalizt hefur viff tónlistarnám í Vínarborg í fimni og hálft ár sam- flcytt, er nú komin heim í stutta heimsókn og heldur orgeltónleika í Landakotskirkju kl. 9 n. k. sunnu dagskvöld. Aðalkennari Sybil í Vín hefur verið organleikarinn Anton Heiller, sem hélt tónleika hér á ís- landi í fyrra. í júnímánuði í fyrra lauk Sybil prófi úr kirkjumúsik- deild Tónlistarakademíunnar í Vínarborg, - Akademie fiir Musik und darstellende Kunst, en tók síð- an próf upp í orgelkonsertdeild akademíunnar í fyrrahaust. Blaðamenn fengu tækifæri til að spjalla við Sybii í dag ásamt Páli i Halldórssyni, organleikara, en Fé- j lag íslenzkra organleikara hefitr [ haft undirbúning hljómleika henn | ar hér með höndum. Kvað hanþ I félaginu mikla ánægju að því að | geta stuðlað að því, að Sybil héldi hljómleika hér þann stutta tíma, sem hun dvelst heima, en hún kom til landsins á sunnudagskvöld- ið og fer aftur um næstu mánaða- mót. Hún sagðist ekki hafa komið heim í fjögur ár, en vera ákveðin í að ljúka námi við orgelkonsert- deildina, ef allt gengi að óskum. Þegar hún settist í deildina, tók námið þar fimm ár, og byrjaði hún á þriðja ári, þar sem hún hafði orðið að taka próf í 20 grein um upp úr kirkjumúsikdeildinni. Nú hefur námið í orgelkonsert- deildinni hins vegar verið lengk um þrjú ár og tekur nú átta — Sagði Sybil, að það færi eftir dugtv. aði sínum, hvenær hún lyki því, eru elcki væri fjarri lagi, að það gæti orðið eftir þrjú ár. AðalkennaríL hennar . báðum deildunum hefur- verið Anton Heiller. Aðalnáms- greinin er orgelleikur, en helztut. námsgreinar aðrar kór- og hljónst sveitarstjórn. Stjórnar Sybil mít kirkjukór og kirkjuhljómsveit * Vín, sem hún þarf að fara að æfa- í september, og getur hún því ekkk dvalizt hér heima nema þennarv. mánuð. Hún sagðist hafa byrjað a?F læra hjá föður sínum, Dr. Viðtor- Urbancie, og farið að lesa nótur um leið og hún lærði að lesa, en á bernskuárum sínum stundaði húrv nám í Tónlistarskólanum í Reykja. vík og lauk þaðan prófi í hljóm- fræði 13 ára gömul. Síðan settist hún í Menntaskólann í Reykjavík. og lagði tónlistarnámið á hilluna á meðan. Hún tók stúdentspróíf vorið 1957, en hélt svo til tónlistar náms í Vín 1959 og ,hcfur dvalizt þar síðan. í fyrra og nú í sumar sótti hún orgelmót í Hollandi cg- hélt þar konserta með öðrum, ent næsta sumar hyggst hún halda þar nokkra sjálfstæða konsertav Til aðt létta undir með sér við námiðfr kvaðst Sybil hafa kennt á fiðlu„ píanó og orgel og auk þess enskuv í Vínarborg. Á efnisskránni á sunnudags- Framhald á 10. síðu Eftirlit er nauðsynlegt með fyrirtækjasamstæðum AIÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. ágúst 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.