Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 1
REYKJAVÍK, 13. ágúst. — GO. S A K N A 9 er lítillar flugvélar frá Flugsýn með einum manni um borð. Flugvélin, sem er af gerðinni Gessna 140, eins hreyfils með sæti fyrir tvo, lagði af stað frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur klukkan 14,55 í dag og átti að lenda kl. 15.50. Klukknn 15,20 heyrðist síðast til flugmannsins f radíói, en heyrst hafði til hans yfir Eyrarbakka fyrr og hafði fann þá verið á vesturleið í litlu sem eng|i skyggni. Nann hafði sagst ætla a§ lenda á Hellu, ef hann kæmist ekfá til Reykjavíkur. Þegar sýnt þótti að benzínforði vélarinnar myndi' vera búinn, var strax hafizt handa um leit. Flug- björgunarsveitin fór af stað upþ á Hellisheið,i strax upp úr kl. 7 og litlu síðar var hjálparsveit skáta í_ Hafnarfirði kölluð út. lögreglan í Reykjavík er með nokkra menn þar efra og leitarflokkar hafa ver- ið skipulagðir frá flugvellinum. Leitað var í allt kvöld án árang- urs, enda var svartaþoka á heið- inni og dimmt af nóttu. Eitthvert versta leitarveður sem hægt er að liugsa sér. Flokkarnir leita einkum beggja megin við Þrengslaveginn, en tali-ð er að sést hafi til vélar- innar af veginum í dag skömmu áður en samband rofnaði við hana. Talið var um miðnætti að um 300 manns væru á heiðinni við leitina og var þá verið að skipuleggja ann- að eins lið til að fara með birt- ingunni. Eins og fyrr segir er svartaþoka þar efra og alltaf hætta á að jafnvel leitarmenn villist. Samkvæmt upplýsingum veður- stofunnar er ekki útlit fyrir að létti til í nótt, en hins vegar má búast við betra leitarveðri með morgninum, þótt erfitt sé að segja nákvæmléga til um hvenær þok- unni léttir. Framh. á bls. 4 Vél af gerSinni CESSNA 140. ÞAÐ VAR óvænt viðTjót við höfð- sókninni lýk- ur á morgun inglegar móttökur Guðmundar í. Guðmundssonar í Noregi, er hann liitti stóran hóf> íslenzkra skáta- stúlkna á leið sinni sunnan við Álasund. Stúlkurnar mættu í fín- asta einkennisskarti og báru ís- lenzkan fána, er þær hittu ráð- herra sinn, og varð þar fagnaðar- fundur. Eru skátastúlkur þessar á þriggja vikna ferð um Noreg. Þeir Guðmundur, Halvard Lan- Myndin var tekin af þeim Guðmimdi í. og Halvard Lange með konum’ þeirra í bát, er þau fóru í sigl- ge, konur þeirra og fylgdarlið ‘ngu 11111 Oslófjörð. komu til Björgvinjar í gærkvöldi og var tekið á móti þeim á lieim- ili íslenzka ræðismannsins þar. Frá Álasundi hafði leið legið um fegurstu og hrikalegustu héruð Vestur-Noregs, ýmist á ferjum, bifreiðum eða skipum innan skerja. í dag verða utanríkisráð- lierrahjónin gestir Björgvinjar, skoða borgina og umhverfi hennar og sitja veizlu borgarstjórnar í kvöld. Á laugardag verður haldið til Stafangurs, en þaðan fljúga þau Guðmundur áleiðis til Stokk- hólms. Eftír stutta einkadvöl þar hefst hin opinbera heimsókn til Finnlands. Mikill kennara- skortur í haust Reykjavik, 13. ágúst - KG ERFIÐLEGA gengur nú að fylla kennarastöður við gagnfræða- skóla úti á landi og er nú minna framboð á kennurum en oftast áð- ur. Sem dæmi má nefna að engin umsókn hefur borizt um þær stöð- ur, sem lausar eru í Vestmanna- eyjum og aðeins 3 hafa sótt um 'WWVWWWWMWWWWWMVWMMMWMWWMMW Heimsókn forsætisráð- herra í Washington BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra, kemur til Washington að morgni hins 18. ágúst n.k. Thor Thors, sendi- herra, tekur á móti forsætis- ráðherra. Frá Hvíla husinu verður ek ið til sendirá:ðs íslands og það an síðan til hádegisverðarboðs Rusks, utanríkisráðherra. Að lokum mun Bjarni Benedikts- son léggja blómsveig að lciöi John F. Kennedys, forseta. Síð degis sama dag fara forsætis- ráðherrahjónin flugleiðis til New York, en þaðan lialda þau síðan heimleiðis með ms. Brúar fossi. Tíinanum á milli loka liinnar opiubcru heimsóknar í íslend- ingabyggðum Kanada og heim sóknarinnar í Washington, ver forsætisráðherra til aö heirn- sækja vini og kunningja á vest urströnd Bandaríkjanna. stöður á Akureyri en þar mun nú vanta 11 kennara. Vegna fjölgunar nemenda svo og vegna minnkaðrar kennslu- skyldu þeirra, sem farnir eru að eldast, þarf nú um 30 kennara. Svo hafa nokkrir, og þá sérstak- lega stúdentar, sem aðeins hafa ætlað sér að kenna eitt ár, hætt störfum og nokkrir í ólaunuðum leyfum þannig að búast má við að um 40-50 viðbótarkennara þurfi á ári. Verður þetta sérstaklega erfitt fyrir minni skóla þar sem lítið er um aukakennslu, enda telja marg- ir kennarar að þeir geti fengið betur launaðar stöður annarsstað- ar. Þá er framboð kennara með réttindi mun minna en áður og má geta þess að í vor luku aðeins 9 Frambald á síðu 4 ÍWtMtmMttMMMUMVMtmMUMMMUtHmmmMWWVMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.