Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 5
^\tiiiiiiiiiiiiiuiliiiiinimmiiiitifiniinii' niiiii •m■■■lmmmmmmmmlil■mm•llmmmmmmmml•mmmlmmmmmmmmmmmmmmmmllm yiiiiiiiiiitiiiiiiiiimmmmmmcsmiim r lORGARHÁTÍÐIN HEFST Á SUNNUDÁf Princes Street í Edinborg: og minnismerki um Scott. 1 LISTAIIÁTÍÐIN mikla í Edin- | borg, líklega hin áijánda í röð | inni, hefst n.k. sunnudag, og er = að venju úr miklu að velja þar | og eitthvað fyrir alla þá, sem | unna fögrum listum. Hljómlist | in er hvað viðamest að vanda, | en leiklist, danslist og málara- | list láta ekki sitt eftir liggja, = að ekki sé minnzt á „fallégustu | ömmu“ í heimi, Marlene Dietr- 1 ich, sem kemur þarna fram á | síðkvölds-sýningum. í hljómlistinni er í ár lögð i höfuðáherzla á verk franska | tónskáldsins Berlioz og er hin | mikla „dauðira-mannamessa“ i hans flutt á opnunarhljómleik- | unum í Usher Háll á sunnudags | kvöld, en franska útvarps- og | sjónvarpshljómsveitin og kór- i inn flytja verkið undir stjórn | Charies Munch. Einsöngvari 1 verður William McAlpine. Þessi | siður, að hafa eitt tónskáld að | eins konar uppistöðu í verk- = efnaskrám á liljómleikum hátíð | arinnar, var tekinn upp af Hare § wood lávarði, er hann tók við | hinni listrænu stjórn hátíðar- g innar. Sl. ár var Stravinsky I tónskáld hátíðarinnar, og þar 1 áður Rússinn Shostakovitsj. Augljóst er, að Harewood | hefur orðið að slaka dálítið á | í verkefnavali núna, enda var | hann um tíma kominn svo | langt út í verk „módernista" | (þó ekki elekiróník), að sölu- | stjórinn var farinn að finna fyr | ir því i minnkaðri sölu aðgöngu | miða. Þó er enn að finna á efn = isskránni í ár verk eftir Strav | insky og Webern, en aðeins í | smáskömmtum, að minnsta | kosti sá síðarnefndi. Hins veg | ar er talsvert mikið flutt af | verkum Tékkans Janaceks, sem margir segja, að sé alltof lítið þekktur utan heimalands síns. Ýmislegt athyglisvert er að sjálfsögðu að finna á efnis- skránni, bæði að því er varðar verk, sem flytja skal, og flytj- endur. T.d. má nefna, að á þrem kvöldum leikur Rudolf Serkin sex af píanókonsertum Mozarts með ensku kammer- sveit nni og síðara kvöldið leik ur Pater Serkin, sem er sonur IIús John Knox í High Street. Rudolfs og gefur honum ekki mikið eftir, með honum. Þá er ekki lítill fengur að Rússunum Sviatoslav Richter, píanóleikara, og celloleikaran- um Matislav Rostropovitsj, sem m.a. flyija saman hinar fimm cellósónötur Beethovens. Von andi mætir Ricter í þetta sinn. Fyrir tveim árum átti hann áð leika á Edinborgarhátíðinni, en aflýsa varð hljómleikum hans á síðustu stundu vegna veikinda. Af öðrum frægurn hljómlistarmönnum má s\'0 nefna Fischer-Diskau, sem syngur bæði með Gerald Moore og með Pittsburgh sin- fóníuhljómsveitinni. Mikið verður flutt" af alls konar kammermúsík og söng- lögum í smærri konsertasölum bæði kvölds og morgna. Einn óperuflokkur kemur fram á hátíðinni að þessu sinni eii það er flokkur frá þjóðleikhús inu í Prag. Flytur hann óper- ur éftir Dvorák, Smetana, Jan- acek og Cikker. Af leiklistinni ber fyrst og fremst að nefna leikritið Hin- rik 4. eftir William Shakespe- are, sem flutt verður af leik- flokknum The Theatre Work- shop undir stjórn hins dáða leik sijóra Joan Littlewood. Það leikrit verður flutt á opinni senu, eins og tíðkaðist á tím- um Shakespeares. Ennfremur mun Bristol Old Vic sýna tvö Shakespeare leikrit í öðru húsi í borginni, Love’s Labour’s Lost og Hinrik 5. Af nýrri leik ritum má nefna Hamp eftir John Wilson, The Golden Leg end of Shults eftir James Bridie og The Heart is High- land eftir Robert Kemp. Hér hefur verið farið mjög hratt yfir sögu og ýmsu sleppt, sem ef til vill hefði verið á- stæða til að geta um. Ekki má þó gleyma Ees Ballets Africa- .ins, en það er flokkur frá Guin eu, sem sýnir þjóðlega helgi- siða dansa frá Afríku. í tilefni af 400 ára afmæli Sliakespeares er svo haldin sýn ing, er sýna skal líf og starf hins mikla skálds. Jafnframt því sem Hector Berlíoz er „tónskáld hátíðar- innar“ verður haldin sýning á 75 málverkum og teikningum eftir Eugene Delacroix, sem Malraux, mennlngarmálaráð- herra de Gaulles, hefur góð- fúslega iánað til sýningar á meðan á hátíðinni stendur. Fjöldi annarra sýninga af alls konar tagi, verður opinn víða um borgina á meðan á hátíðinni stendur. Þykir sum um þær oft vera fullt eins at- hyglisverðar og margt það, sem skeður á sjálfri hátíðinni. Alþjóðlega kvikmyndahátíð- in er eitt af því, sem ekki er raunvcrulega hluti af listahá- tíðinni, en hefur náð sívaxandi vinsældum síðan hún upphófst Þarna verða sýndar kvikmynd ir alls staðar að úr heiminum, alls um 250 kvikmyndir frá um það bil 40 löndum. Ennfremur verða sýndar aftur ýmsar þær myndir frá fyrri kvikmyndahá- tíðum, sem hlotið hafa hvað beztar viðtökur á hinum al- menna markaði og ennfremur verða sýndar þarna balletmynd ir. Eniifremur verður haldin sér síök skozk iðnaðarsýning í sam bandi við hátíðina, aðallega til að sýna gestum í borginni hvers skozkur iðnaður er megnugur. Loks má ekki gleyma því st- riðinu á hátíðinni, sem alla tíð hefur vakið almennasta hrifningu, en það er Military Tattoo. Þetta er eíns konar her liljómsveitasýning með meiiu og alveg stórkostleg, að því er flestir segja, er séð haía. Að þessu sinni verður höíuðáherzl an lögð á sekkjapípur og trumb ur skozku láglendishersveit- anna. En þó bætist þeim nokkur liðsauki, þar sem eru trumbu- slagarar og blásarar úr hálend ingasveitunum líka, svo að alls munu 180 blásarar og trumbu slgarar verða saman komnig á svæðinu frammi fyrir Edinborg arkastala öll kvöld á meðan á hátíðinni stendur og mun vafa laust berast frá þeim mikill larmur. Auk þessa leika svo og marséra stórar lúðrasveitir og kanadískar stelpur munu dansa skozka dansa og loks má geta þess, að Frakkar senda eina seklcjapípuhljómsveit i’rá Bret agne. Á Edinborgarhátíðínni geta- allir fundið eitthvað við sitt hæfi, og Edinborg er nálægt ís landi, svo að ekki er ur vegi að hvetja menn til að notfæra sér þá ánægju, sem veitist svo til á þröskuldinum heima hjá þeim. Hersýning- á Edinborgarhátíð. .luiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111'i.iiiiiiiuii 1111111111111111 idiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii ÍL nið'j ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. ágúst 1954 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.