Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gylfi Gröndal (át>.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: /irni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Símar: J.4S0O-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsiö við nverfisgötu, Reykjavik. —: Prentsmiðja Alþýðuhlaðsins. — Áskriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Tímirtn gleymir FRAMSÓKNAíRMENN .bera 'vafalaust mikla umhyggju fyrir skattgreiðendum þessa lands, en :þó ber Tíminn með sér, að þeir hugsa fyrst og fremst um að rægja stjórnarflokkana og krækja : ,sér í atkvæði Tíminn gengur algerlega framhjá þeirri stað reynd, áð framsóknaTmenn greiddu á Alþingi at- : ikvæði með lögunum um tekjuskatt og útsvör, og i toera því fulla ábyrgð á þeim — ef þeir eru yfir- leitt ábyrgir gerða sinna. Tíminn gleymir því, að í nefndaráliti fram- sóknarmanna um útsvarsfrumvarpjð á Alþingi í vetur stóð, að samkvæmt frumvarpinu muni út- : svarsgreiðendum fækka og virðist hið nýja frá- dráttarkeríi ,;vera til hagræðis fyrir þá, sem hafa fyrir bammörgum fjölskyldum að sjá.“ T minn sleppir alveg að segja lesendum sín- 'um frá þeirri staðreynd, að framsóknarmenn, sem stjórna bæjarfélögum, hafa lagt á fólk fullkom- iega eftir útsvarslögunum og jafnvel meira. Þar er ekki talað um skattpíningu. A óllu þessu verður Ijóst, að framsóknar- anenn iru ekki saklausii englar í þessum efnum ; frekar en öðrum. Ufanferðir Al-ÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði fyrir nokkrum dögum svo frá, að til síðustu. mánaðamóta hefðu bankarn ir selt fólki erlendan gjaldeyri til ferðalaga fyrir um 106 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra var 'þessi upphæð aðeins 70 milljónir. Ýmislegt bætist við, ;vo að aukino. kostnaður vegna utanferða er imun meiri en þessar tölur gefa til kynna. Undanfárin misseri hefur verðlag á íslandi hækkað meir en í nágrannalöndum. Er ástæða til að ætla, að fjöldi manns hafi meðal annars farið utan í verzlunareri'ndum, og smygl virðist aftur fara vaxandi, Jafnframt þessari þróun gerist það hér heima, að innflutningur á hátollavöru hefur reynzt minni -en áætlað var, og tekjur ríkissjóðs þar með lægri en til stóð. Ef þessari þróun heldur áfram næstu imánuði, er rétt að vera við því búinn, að einhver halli ver'ði á ríkissjóði í staðinn fyrir mörg hundr- uð milljón króna gróða, sem Tíminn talar statt og stöðugt um. Framleiðandi Slippfélagið í Reykjavík h.f. S(mi 10123 HEMPELS SKIPAMÁLNING: Utanborðs og innan á tré og járn. TIL IÐNAÐAR: Á vinnuvélar, stálgrindaliús, tanka o.m.fl. — Ryðvarnargrunnar og yfirmálningar alls konar. -y^- TIL HÚSA: Grunnmálning, lakkmálning í mörgum lit- um, utanhússmálning á járn og tré. ( PLASTMÁLNINC) UTANHÚSS 0G INNAN Framtciflandi: SUppfélagið i Rcyhjavik UTANHÚSS OG INNAN í MÖRGUM LITUM. Fersk * Áferðarfalleg * Auðveld í notkun * Ódýr. Fæst víða um land og í flestum málningarverzlunum í Reykjavík. Á. i 1 m SÖGULEGUR FUNDUR RÍKISSTJÓRNIN hefur haldið fund út af skattskránni. Þet.a er sögulegur viðburður, því að aldrei fyrr hefur verið haldinn sérstakur ráðúneytisfundur af tilefni skatt- skrárinnar. Hvers vegna var það gert? Til hvers bendir það? Svör- in liggiia í augum uppi, þó að þau séu ekki látin fylglja með. Skatt- skráin er vandræðamál. Útkoman kemur á óvart, einnig ríkisstjórn- inni. Hún veit, eins og við vitum það, að skattskráin birtir ranglæti að undirrótin að hinum g-ífurlegu álögum á fjölda manna eru skatt svik! MÉR HEFUR ALDREI dottið í hug, að ríkisstjórnin gæti breytt niðurstöðum skattskrárinnar. Það er rétt, sem rikisstjórnin segir, að í sjálfri framkvæmdinni er farið löglega að af hálfu þeirra, sem vinna störf á Skattstofunni, þó að undanskyldum nokkrum dæmum, sem munu stafa af mistökum, sem alltaf geta orðið og verða leiðrétt. Hins vegar hefur það verið sann að, og blasir við ó hverri síðu skatt skrárinnar, að vatnið er eitrað, sem ausið er úr brunninum. RÍKISSTJÓRNIN HEFUR TIL- KYNNT, að lögin sjálf verði endur skoðuð. Hún lætur það fylgja með að það verði gert vegna „mikilla breytinga á launakjörum". Hún hefðí ekki þurft að nefna svo sjálfsagðan lilut heldur láta fylgja þessi orð: „Lögin verða endurskoð uð vegna augljóss misferlis í fram tölum“. Ríkisstjórnin vekur at- hygli á því, að skattalögreglan sé að taka til starfa. ÞETTA ER ÞÖRF ÁBENDING. Menn geta átt á ýmsu von. Gildi laga liggur ekki allt af í því, að þeim sé hegnt ,sem brjóta þau, þó að hegning sé sjálfsögð. Gildi laga liggur fyrst og fremst í því, að þegnarnir viti hvaða reglum þeir eiga að fylgja. Það er aðhaldið sem' er aðalatriðið. Menn vita hvað þeir eru að kalla yfir sig. Ríkisstjórnin er að aðvara menn. ÞAÐ ER LÍFSNAUÐSYNLEGT, að almenningur gleymi ekki aðal- atriði þessa vandræðamáls, en skrif Tímans og Þjóðviljans og svör Morgunblaðsins og Vísis við þeim skrifum, stefna öll að því, að draga dulu yfir það .sem hlýtur að vera mergurinn málsins, að á- lagningin er óréttlát, svo órétt- lát, að það nálgast það, að hér sé ekki framar um réttar-þjóðfélag að ræða. Og ástæðan fyrir óréttlæt inu er engin önnur en sú, að hér eru framin stórkostleg skattsvik með þeim afleiðingum, að útgjöldi ríkis- og bæja eru lögð á aðra en eiga að borga þau. SKATTSVIKARARNIR ERU ekki. fáir. Þeir eru margir, „þeir eru i öllum flokkum." Ekki aðeins fyrir Framh. á bls. 13 Q 14. ágúst 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.