Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 6
BAK VIÐ TJÖLDIN □ X’egar foreldrar einir á Sikil- ey komu heim úr skemmtiferð fundu þau son sinn nítján ára liggj andi í rúm; sínu og engdist hann sundur og saman af kvölum. Læknir var kallaður til með hraði. Hann lét aka unga mannin- um umsvifalaust á sjúkrahús, þar sem á næstu fjórum klukkustund um voru fjarlægðir úr honum eftir farandi gripir.: 39 teskeiðar, 3 fisk hnífar, 1 tannbusti, 2 peningar, 1 kampavínstappi, og ein lyklakippa Allt þetta hafði hann gleypt í fjar veru foreldranna í einhverju tauga veiklur.arkasti, að sögn. Þegar hann vaknaði eftir deyf inguna, sem á honum var gerð, gaf hann þessa skýringu: — Eg var svangur og mamma hafði ekki skilið eftir ætan bita í kæliskápnum. □ Frú Jacobs, sem búsett er í Canberra, höfuðstað Ástralíu, þótt ist hafa fundið upp skínandi gott ráð til þess að láta mann sinn hætta að drekka. Hún tók loðhund fjölskyldunn- ar og málaði hann rauðan. Síðan stillti hún honum upp á tröppun- um úti fyrir húsi þeirra til þess, að hann gæti fagnað húsbóndanum þegar hann kæmi heim af barnum. Svo illa tókst þó til, að herra Jacob brá ekki vitund við þessa sjón, hins vegar tilkynnti hann lögreglunni um atburðinn og hinn snjallráða húsmóðir var sektuð fyr ir skeppnuníðslu. lim framhjáhald □ Sálfræðingur einn hefur gert skrá yfir hvernig konur af ýmsum þjóðernum bregðast við ótrúsemi eiginmanna sinna. Hér á eftir koma nokkur dæmi: ★ ítalska konan drepur mann- inn. ★ Spænska konan drepur mann- inn og hjákonuna. ★ Þýzka konan drepur sig. sjálfa ★ Japanska konan drepur hjá- konuna og síðan sjálfa sig. ■k Enska konan drekkir sorgum sínum í viskí. ★ Rússneska konan _drekkir líka sorgum sínum, í vodka. ★ Bandaríkjakonan reiknar út hve mikið hún geti fengið í lífeyri frá manninum eftir skilnaðinn. ★ 1 Franska konan hefnir sín, með bezta vini mannsins síns. Það er ekki að ástæðulausu, sem mörkin eru sett við 1914. Veggauglýsingarnar eru allar frá björtum tíma. Gáskinn, ill mennskan, hjólreiðarnar, bif- reiðaksturinn, flugferðirnar; allt er þetta hluti af heimi, sem datt ekki í hug að óttast um tilveru sina. Aðeins eitt spjald, hið síðasta á sýningunni, er frá því aldahvörf hafa orðið. Það er hin fræga „On les Aura“ (Þeir verða sigraðir), áskorun um stríðslán frá 1916. Það er mynd af ungum einkennis- klæddum „poilu“ (óbreyttur hermaður). Hvorki fyrir hann né þá, sem á eftir komu er leið til baka. En lítum betur á svip þessa horfna heims. Meðal auglýsing anna er að finna eina um „eina tannkremið, sem læknar tannpínu.“ Á annarri er and- litið á Játvarði VIII. notað til að auglýsa stigvél. ' Þeir voru ekki af verri end- anum, sem gerðu þessi spjöld á þessum árum. Toulouse-Laut rec hefur þarna sérstakt her- bergi fyrir sig. Þarna eru einn ig myndir eftir fleiri kunna franska málara. Litagleði þeirra, myndafjör og villtur gáski gera sitt til að gefa sýn ingunni líf. Andi þessa tíma- bils er enn fremur táknaður með hinum mikla hlutfallslega fjölda auglýsinga um tónlistar viðburði, leikrit, „ádeiluviku- rit“, og jafnvel fasta dálka í dagblöðum. Kvikmyndirnar voru ekki enn orðnar mikilvæg ur þáttur daglegs lífs. (Aðeins ein kvikmyndaauglýsing er á sýningunni og hún er ótíma- sett). í herbergjunum, sem hafa að geyma yngri auglýsingarnar en þau bera nokkur merki „art moderne“ eða nýtízku listar“, ber talsvert á dofnandi fjöri, „listrænan" helzt í hendur við En sigur siðmenningarinnar | er ekki langt undan. i Þú gazt fengið ný kaupstaðar g; föt fyrir 21 franka. EKKERT er auðveldara en að segja, að „hinir gömlu, góðu tímar“ hafi alls ekki verið svo ýkja góðir eftir allt saman. En það er óhugsandi að vera sammála þeim dómi eftir að hafa séð sýninguna „Le Bella Epoque“ (Hin fagra tíð) sem haldin er í Musée des Arts Décoratifs í París í sumar. Sýn ingargripir eru franskar vegg- auglýsingar (plaköt) frá 1885 —1914. vélvæðingu með reiðhjólum og bifreiðum. Síðasta myndin, þar sem gamla sveitalífið nýtur sín, er af asnakerrum nokkurra sveita kvenna, sem tálma för bifreið ar með bálreiðum kvenfarþeg um yfir brú. 0 14. ágúst 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.