Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 9
— og róa kanóum út á vatniff.
ffíski er sú, að með því íæst trygg
Sng fyrir því, að ég komi ekki tóm-
hentur að landi.
Við veiðina hefur kapp færst í
liðið og baráttuhugurinn aukizt að
mun, líkt og hjá landsliðinu okk-
ar þegar því tekst að skora mark.
Það líður ekki á löngu þar til Har
aldur drengur annan fisk, að þessu
sinni bleikju, en henni er gefið
líf vegna smæðar. Skömmu síðar
dregur Hreínn smábleikju, en
þrátt fyrir góðan drápsvilja, er
ekki hægt að láta sjá sig í landi
með svona kríli, svo Hreinn spýtir
upp í bleikjukrílið og sleppir því
lausu.
Svona dömlum við um vatnið,
fram og til baka, og báturinn klýf-
ur spegilsléttan vatnsflötinn og
dreifir frá sér mjúkum bárunum
á báða bóga. Fiskar hoppa af og
til upp úr vatnsskorpunni og við
rökræðum stöðugt um, hvort hér
íafl verið um lax að ræða, eða
urriða eða bara bleikju.
Frá sumarbúðunum berast til
okkar hlátrasköll drengjanna sem
una 'glaðir við sitt, ýmist á
landi uppi, eða á kanóum úti á
vatninu.
Annað slagið fáum við fisk, en
yfirleitt eru þeir vart hirðandi.
Haraldur er okkar fisknastur, hann
er alltaf að fá hann, og heldur okk-
ur hinum við efnið.
Bergþóri gengur einna verst,
en það vantar ekki að hann verði
var. Já, hann er alltaf að verða
var, og stöku sinnum dregur hann
hluta af botngróðrinum upp í bát
Inn, en það kemur reyndar fyrir
okkur hina ljka.
„Nú er hann á drengir, það
megið þið bóka“, segir Bergþór og
er heldur kampakátur, „þetta er
sko enginn botngróður, þetta er
fiskur að mér heilum og lifalndi.
Ef þetta er botngróður fer ég fram
á kaup hjá landgræðslusjóði og
tek að mér að dýpka stöðuvötn á
landinu, það mætti hafa gott upp
úr því. Ætli ég sé með jarðkúluna
á ögnlinum núna, þá má ég hund-
ur heita“, og Bergþór spólar fær
inu inn, af miklum vígamóði.
Svo birtist sá stóri í vatnsskorp
unni og hefur heldur hægt um
sig, enda er hann vænn skammtur
af botngróðri og Bergþór hótar
sjálfum sér að ráða sig hjá Land-
græðslusjóði og skógræktinni og
jafnvel Sandgræðslunni líka.
Já, oft urðum við varir, hvort
sem það var nú botngróöur, eða
fiskur, en ánægðir vorum við að
lokinni veiðiferð.
Við komum að landi með tutt-
ugu silunga, vel æta, þó sumir
væru ekki „háir í loftinu“, en við
afsökum okkur með því að hafa
þó gefið mörgum líf, spýtt upp í
Framhald á síffu 10.
— Haraldur var aflakóngur dagsins.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. ágúst 1964 $