Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 4
Enn deyfð yfir síldveiðunum Keykjavík, 13. ágúst. — GO. aSÍLDlN er s'ygg, blönduö, djúp- -synt og leiðinleg sem fyrr. 60 askip fengu 29.000 tunnur og mál *.l. sólarhring, en ekki nema fá ~umtalsverða veiði. Veiðisvaeðið víkkaði þó aðeins í morgun og seftir kiukkan 7 tilkynntu 4 skip 'um afla á Seyðisfjarðardýpi, Ein- ♦ar Ilálfdáns 1000 tn., Þorbjörn "SOO, Draupnir 300 og Gnýfari 500 ÞÝZKIR Frb. af 16 s;ðu. _-sn hvergi komu þeir í land. Skip- <;tjórinn er þýzkur læknir, Helmuth að nafni, en skipverjar hans 8 að tölu eru þýzkir náms- og mennta- rmenn. Ekki lcvað Óskar mönnunum 3;afa verið nein hætta búin, þar isem þeir tóku land, en það var -; ið svokallaðan Holtsós undir Eyja rfjöllum. Allt fór því vel að lokum og Ihefur ekki gengið á öðru en gagn- jfcvæmum vináttuheimsóknum þess -ara tveggja ^hafna í dag. MIKILL Frambald af X. amenn BA prófi frá Háskólanum. 'Vroru 3 þeirra þegar í föstum stöð \im, nokkrir höfðu mikla stunda- Ikennslu fyrir, þannig að raunveru- 'lcga bætast ekki néma 2 nýir við. ~ Ekki er enn vitað hvernig útkom -an verður í barnaskólunum, en íiilið er að ástandið verði ekki Tímtra en í fyrra og virðist verá xr.un meiri - eftirspurn eftir kenn- nurum en stöðum. unnur. Einn bátur, Náttfari frá Húsavík, fékk 500 tUnnur á svæð inu austur af Langanesi. Veður var nú ágætt á miðun- um, en dáiítill kaldi upp við land- ið. Straumur er enn talsverður, en bjartviðri nú orðið. — Norð- menn fengu góða veiði 200—210 sjómílur austur af Langanesi i nótt og talið er, að nokkur íslenzk skip séu á leiðinni þangað. Þessi skip fengu 1000 mál og tunnur og þar yfir í gærkvöldi: Helgi Fióventsson 1200 tn., Ársæll Sigurðsson 1400 tn., Víðir II. 1100 mál, Skírnir 1100 tn., Halldór Jóns son 1100 tn., Jörundur III. 1900 tn. og Sigurpáll 1200 mál. Sagt er, að síldin sé mjög blönd uð. Sum skipin fengu eintómt rusl, önnur vöru með sæmilegí. Eitt og eitt skip setti í söltunar- hæfar torfur. SIGURÐUR LÍNDAl PÁLSSON LÁTINN Akureyri, 13. ágúst. Sigurður L. Pálsson yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri lézt á heimili sínu hér á Akureyri í dag. Sigurðnr var fæddur 12. nóvember 1904 á ísafirði, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928, las ensku og frönsku við Hafnarháskóla 1928— 1929, varð B. A. frá liáskólanum í Leeds 1931 og M. A. frá sama skóla 1947. Siguröur gerðist ensku kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri 1931 og gegndi því starfi nær óslitið síðan. Sigurðar verð- ur minnzt nánar hér í blaðinu síðar. HEIMSÞING ESPERANTISTA IIEIMSÞING esperantista, hið 49. í röðinni, var lialdið í Haag dag- ana 1.—8. ágúst. Þingið sóttu hálft þriðja þúsund esperantista frá fjörutíu löndum. í sambandi við þingið starfaði hinn árlegi sumar- háskóli á vcgum Almenna Espcr- antosambandsins, þar sem háskóla prófessorar og kennarar frá ýms- um löndum heims fluttu fyrir- I.estra á esperanto. Jafnhliða aðalþinginu voru haldin í Haag 34. alþjóðaþing blindra esperantista og 9. alþjóða- mót barna og unglinga, sem tala esperanto. í lok þingsins tilkynnti dómnefnd, að íslendingur, Baldur Ragnarsson, hefði hlotið viður- kenninguna ,,Esperantohöfundur ársins” fyrir þýðingar sínar á esp- eranto úr íslenzkum fornbók- menntum og á tveimur ljóðabók- um Þorsteins frá Hamri. Eftir Baldur Ragnarsson hafa áður kom ið út tvær frumsamdar ljóðabæk- ur, önnur á esperanto, hin á ís- lenzku. FLUGVÉL Framh. af bl. 1- Samkvæmt upplýsingum fiug- turnsins í Reykjavík, er flugmað I urinn með sólóflugspróf. — Fór hann á eigin vegum til Vestmanna éyja og gisti þar í nótt sem leið. Þetta er ungur maður, á þrítugs- aldri’ en nafn hans verðúr ekki birt að sinni, þar sem ekki hafði náðst til allra ættingja hans rétt áður en blaðið fór í pressuna í nótt. Strax og þokunni léttir og ef leitin hefur þá ekki borið neinn árangur, verður leitað úr lofti með öllum ti-Itækum vélum. Johnson ánægður New York, 13. ágúst (NTB - Reuter). GÓÐAR heimildir skýra frá því að Lyndon B. Johnson líki vel að Robert Kennedy dómsmálaráðherra skuli hafa í huga að bjóða sig fram sem öldungadeildarmaöur fyrir New York ríki. Hefur forset- inn áður látið koma skýrt fram að hann óski ekki eftir honum sem varaforseta. Sagt er, að Kennedy vinni stöðugt fylgi sem þingmanns efni. Mætir hann þó að vísu mótstööu enn nokkuð víða. ítéiknað er með því að hann muni mjög fljótlega tilkynna að liann gefi kost á sér. Edward Kennedy öldunga deildarmaður er enn sjúkur eftir flugslysið, en tilkynnt er að hann liafi náð undraverð um bata. mun liann ekki þurfa að ganga undir neinn uppskurð eins og áður var fyrirhugað. Ilann verður að liggja með lirygginn í gipsi allt til ársloka. HWWMWWVWMWWWW 2 : 1 Framh. af bls. 11. en svona er knattspyrnan einu sinni, það er ekki tækifærin, sem skera úr um sigurinn, heldur mörkin. Magnús Pétursson frá Reykjavík dæmdi leikinn og gerði það með mikilli prýði. GRIVAS Frh. af 3. siðu. því að hann var ekki kallaður til ráða er samningurinn var gerður. Gríska stjórnin sakaði hann síðar um að reyna að sá fræum sundr ungar á eynni. Kodandera Thimayya yfirhers- höfðingi Sameinuðu þjóðanna á Kýpur kom í dag með flugvél tii NV-Kýpur ásamt Grivas. Voru þeir að kynna sér skemmdir þær er tyrknesku flugvélarnar gerðu með loftárásunum á dögunum. Thimayya sagði við fréttamenn að hann hefði það á tilfinningunni að Grivas hataðist við dvöl SÞ-hers- ins á eynni. Hershöfðingínn sagði einnig að nú væri aðcins eftir mat ur til einnar viku í kýpur-tyrk- neska þorpinu Kokkina en það er einangrajð af Kýpuþ-Grlkkjum sem ekki heimila neina vistaflutri inga þangað. Fréttir frá Ankara, höfuðborg Tyrklands, í dag, herma að talsmað ur tyrknesku stjórnarinnar hafi lýst yfir bví að ef ríkisstjórn Grikk lands láti ekki af takmarkalausum stuðningi sínpm við Makarios for seta Kýpur muni allir þeir Grikk- ir fiuttir burt Sem nú eru búsettir í Ankara. Hafa til þessa búið þar um 10 þús. manns, en 1 þús. manns liafa þegar flutzt brott. Eru hvattir... Framhald af bls. 3. svæði í landinu þar sem áhang- endur hennar eru fjölmennastir. Eru þeir beðnir að halda kyrru fyrir í þorpum sínum enda hafi hersveitum stjórnarinnar verið skipað að láta af öllum hernaði í þeirra garð. Átök nornarinnar og hersins hafa þegar kostað a. m. k. 500 mannslif. r. |; ií 2? .iiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i i i i nn iiiiiiiiiiiiin 11111111111111111111111111111111111111111 iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuj .•liiiiiiii.niniiMiniiinimiiiiiiiiiiiniimtinnnniiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiMbnmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii aiiiininiii f/J Indverjar bera örlög sín . . . Frh. af 16 síðn. lands og kom heim með Gull- fossi í morgun. — Hvaða ástæður lágu til þess, að þú lagðir í þetta langa ferðalag? — Ég hafði lengi haft áhuga á að reyna að komast til Aust- urlanda, einkum Indlands, til að kynna mér ákveðna þætti í austrænni heimspeki. Einkum ætlaði ég að kynnast indveskri heimspeki og dulrænni heim- speki (mystical philosopliy). Á síðasta ári fékk ég svo aðstöðu til að komast þetta og dvald- ist lengst af í höfuðstöðvum Guðspekifélagsins í Madras, þar sem er mjög gott bóka- safn um þessi efni og starf- andi skóli yfir vetrarmánuðina. Ég var búinn að ætla mér að læra svo ótal margt, að ég haslaði mér eiginlega of víð- an völl og komst varla vfir það allt saman, en einkum lagði ég þó áherzlu á að kynna mér heimspeki Búddhatrúarinn ar. Öll dvölin þarna austur frá var mjög lærdómsrík og ekki ófróðlegast að kynnast lífi og viðhorfum fólks í þessum aust rænu löndum. — Ferðaðistu mikið um Ind- land? — Ég fór tvisvar sinnum þvert yfir Indland og eina hringferð um landið til Norð- ur-Indlands, þ. á m. til höfuð- borgarinnar, Delhí, Agra, Ben- aras, Kalkútta og fleiri staða. Einnig hafði ég mjög gaman af styttri ferðum og vandi komur mínar tíðum í þorp fremur frumstæðs fólks í Mad- ras og þar i grennd. Ég ætlaði að fefðast upp í Himalaya í lok marz og byrjun apríl, en af því að ég veiktist um það leyti, var tíminn hlaupinn frá mér, áður en ég vissi af, svo að ekkert varð af því. — Hvernig féll þér Ioftslag- ið þarna eysíra? — Veðráttan þótti mér ekki óþægileg. Þar sem ég var og fór um, var að vísu mikill hiti, — allt upp í 41 stig í skugga, en ég get ekki sagt, að það ylli mér neinum óþægindum. Maður lærir líka að klæða sig og haga sér þannig, að hitinn bitni ekki eins á manni, svip- að og þegar við klæðum af okk úr kuldann hér. Það eina, sem mér þótti verulega óþægilegt, voru moskítóflugurnar. Það var meira en nóg af þeim í Madras, þar sern við vorum lengst. Meðan hitinn er mest- ur á daginn, fá allir sér blund, en vinna svo fram eftir kvöldi. Já, og hitabeltishæturnar eru stórkostlegar! Geysilegt þrumu veður og fellibylur, sem við lentum í jaðrinum á, varð að- eins til að gera dvölina eftir- minnilegri. — Ilvað kemur þér fyrst í hug, þegar þú berð saman það líf, sem við lifum hér á Vest- urlöndum, og lífið í Indlandi? —- Mismunurinn er aðallega fólginn í mikilli fátækt fólks og óskaplegu umkomuleysi fjöld- ans. Félagslegt öryggi og mann sæmandi lífsafkoma samkvæmt þeim skilningi, sem við leggj- um í þau orð, þekkist ekki hjá miklum fjölda manna. En Ind- verjar virðast vera þolgóðir og hógværir og kunna að bera erf- ið örlög á mjög virðulegan hátt. Þeir eru einkar viðkunnanlegir menn, og margir — jafnvel í hinum ■ fátæklegustu þorpum, virðast vera vel skýrir og Ijúf- mannlegir. — Sækja margir skólann í Madras víðs vegar að? —- í skólanum eru fáir á vet- urna, því að þar er ekki að- staða til náms fyrir marga í einu. Nokkrir voru frá Indlandi á síðastliðnum vetri, einnig frá Ástralíu, Austur-Afríku og Bandaríkjunum. Evrópumenn í skólanum voru frá Bretlandi, Belgíu og íslandi. -r- Hver rekur skólann? — Hann er rekinn af alheims samtökum Guðspekifélagsins og er, ef ég man rétt, utn 15 ára gamall. — Hafðirðu ekki mikið gagn og ánægju af þessari náms- dvöl? — Jú, ég fékk þarna mjög gott tækifæri til að stunda ým- is af hugðarefnum mínum, en eins og ég sagði áðan, lagði ég einkum áherzlu á að kynna mér heimspeki Búddhatrúar- innar. í því sambandi reyndi ég að ná í lama frá Tíbet og kynn ast viðhorfum þeirra með per- sónulegum viðtölum, sem ég átti við þá. — — Hvernig er svo að koma heim? — Mér þykir vænt um að vera kominn heim. ísland hef- ur allan tímann, sem ég dvald- ist þarna eystra, verið mér furðulega nærri, eins og svalur, heiðríkur blettur. Svipuð orð hef ég oft látið falla, þegar ég hef verið að lýsa landinu fyrir útlendingum. hjp. í; '^iliiilliiii9iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiMiiiiiiiili,iii„i,„„i,iimi,ii,in, 1111111111111111111111111111111111111 ii •iiii,,ii 11,11111111111111111 lllllll■■■llllll■lll■llll,■ll■lfllUlllllll•l•l•l•l■lllll••ll■ll■■lllllllllllllllllll•■llll■llllllllllllllllllllllllllllll■l«lll■llllllll‘llllllllllllllllnllllllll■Mltllllllli 4 14. agúst 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.