Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 10
Ágúst Jósefsson Framhald af síðu 7, son ráðunautur og alþingismaður. Skömmu eftir að Ágúst gerðist fé- lagi í Dagsbrún (1914) var hann kosinn varaformaður félagsins. — Vegna ráðunautsstarfanna varð Sigurður oft að vera fjarverandi skemmri og lengri tíma. Það kom því að mjög miklu leyti í hlut Ágústs að gegna formannsstörfum í félaginu og sjá um margvísleg- ar framkvæmdir á fundarsam- þykktum og málaleitunum við at- vinnurekendur um kaup og kjör. Með lagni, ýtni og árvekni tókst honum að jafnaði að fá komið fram mörgum réttarbótum til handa félagsmönnum. Á fyrri stríðsárunum var seldur úr landi til Frakklands meginhluti íslenzka togaraflotans. Vegna sölu skipanna misstu margir sjómenn og landverkamenn vinnu eða hún rýrnaði stórkostlega. Það var því sett sem skilyrði fyrir sölu skip- anna, að allveruleg fúlga af sölu- vérðinu rynni í sjóð sjómanna og landverkamanna. Að þessu var gengið. Var stofnaður sjóður af þessu fé, sem í byrjun var kallaður Stórisjóður. Bæjarstjórn kaus þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um hvernig fénu skyldi varið. í nefndinni áttu sæti: frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Sig- hvatur Bjarnason bankastjóri og Ágúst Jósefsson. Varð nokkur á- greiningur í nefndinni um með- höndlun fjárins. Sighvatur var mjög hlynntur S.iúkrasamlagi Reykjavíkur og vildi ánafna því allverulegum hluta af sjóðn- um, en Ágúst hélt fast á rétti verkalvðsfélaganna. Taldi hann tvímælalaust að sióðinn bæri að af henda Fulltrúaráði verkalýðsfélag anna til fullra umráða, og að það kysi stjórn sjóðsins. Togstreitunni inhan nefndarinnar lauk að lokum á þann veg, að samkomulag varð um að leggja til, að Sjúkrasamlag ið fengi 25 búsund krónur í sinn hlut, en rúmlega 100 þúsund krón- uryrði stofnfé Styrktarsjóðs verka lýðsfélaganna í Reykiavík, sem væru í Albvðusambandi íslands. Þetta samkomulag nefndarinnar var sfðan samþykkt af bæjarstjórn. Ágúst var kosinn í stjórn sjóðs- ins af Fulltrúaráði verkalvðsfélag- anna, og gegndi hann gjaldkera- störfum í sióðsstjórninni um tutt- ugu ára skeið. Mjög fróðlegur og athyglisverð- HiMbarðavÍððerðlr OPfD JUXADAGA (tKA LAUCAIiDACA OGSÚnMUDAGA) FRÁKL. ST1L22. Cáamdvinhnstðfan h/í SkteMíl 3C, lUyfdtvik. ur þáttur er í Minningabók Ágústs um ástandið í Reykjavík í Spönsku veikinni 1918, þótt þar sé engan veginn tæmandi frásögn af því, enda hafa margir fleiri ritað minn ingar um einstaka atburði og við- brögð bæjaryfirvalda, lækna og einstaklinga, til að ráða bót á þeim vandræðum er þá ríktu í bænum. Nefnd hafði verið skipuð af stjórn- arráðinu til hjálpar hinu sjúka og nauðstadda fólki. Eftir að nefndin hafði ákveðið að gera Miðbæjar- skólann að sjúkrahúsi fór hún fram á það við Ágúst, að hann tæki að sér ráðsmannsstöðuna við sjúkrahúsið og sæi um allan undir- búning og útvegun nauðsynlegra gagna við starfræksluna. Ágúst varð við beiðni nefndarinnar að taka við starfinu, og leysti það af hendi með sömu prýði og skyldu- rækni sem önnur þau störf, er hann hefur tekið að sér. IV. Hér hefur í stórum dráttum verið drepið á nokkur atriði af störfum þeim, sem Ágúst hefur innt af höndum á þroskaárum sín- um. Eftir að líða tók é ævina hefur hann fengizt nokkuð við ritstörf. Árið 1959 komu út eftir hann: Minningar og svipmyndir úr Reykjavík. Eys hann þar óspart úr minningabrunni sínum, og kennir þar margra grasa. Verður sú bók áreiðanlega góður stuðningur fyr- ir þann mann, sem tekur að sér að skrifa sögu Reykjavíkur. Og enn heldur Ágúst áfram að skrifa niður minningar um einstaka við- burði og þætti. Má því búast við að enn eigi eftir að koma út bók, sem Ágúst hefur samið, með margskonar fróðleik og gömlum minningum, sem jafnvel eru að falla í gleymsku hjá eldra fólki, en yngri kynslóðinni eru með öllu ókunnar. Ágúst kvæntist í Kaupmanna- höfn 1897 Pauline Charlotte Amal- ie, dóttur A. Chr. Sæby beykis og konu hans Rannveigar dóttur Matthíasar Matthiesen, kaup- manns í Hafnarfirði. Pauline and- aðist 18. maí 1941, eftir rösklega 47 ára kynni og samveru með manni sínum. Börn þeirra, fjögur að tölu, fæddust í Danmörku. Eitt dó í æsku, en hin þrjú eru öll bú- sett hér á landi. Við Ágúst vorum samtímis í fsa- foldarprentsmiðju 1912-1915. Á- gúst var ávalt glaður og reifur og hrókur alls fagnaðar, ef því var að skipta. Enda þótt hann tæki mik- inn þátt í samtökum jafnaðar- manna minnist ég þess ekki að hann á nokkurn æsandi hátt reyndi að hafa áhrif á pólitískar skoðanir vinnufélaga sinna. Á þessum merku timamótum i lifi Ágústs vil ég þakka honum góð kynni á undangengnum ára- tugum, og vona að honum endist aldur til að ljúka sem flestum þeim minninga- og sagnaþáttum, sem hann mun eiga í fórum sínum. Ég vil ekki enda svo þessar lín- ur, að ég færi ekki forstjóra Prent- smiðjunnar Leifturs þakkir fyrir að hafa kostað útgáfu á Svipmynd- um og minningum þeim, er Ágúst hefur ritað. Vænti ég þess, að hin sama prentsmiðja eigi eftir að ger ast útgefandi að þeim minninga- þáttum, sem Ágúst á enn eftir að koma á prent. þá, að gömlum og góðum sið. En reyndar sagði Hreinn að það væri helzt að þeir hefðu ekki lif að þá athöfn af. >*' Að lokinni veiðiferð er okkur boðið í kaffi til Kornelíusar Jóns- sonar, úrsmiðs og konu hans þar þyggjum við góðgerðir, enda sváng ir eftir strangan dag. Við næstu útborgun ætla ég að fá mér stöng og veiðihjól og . . . Þessi KÚLUPENNI er nýjung á heimsmark- aðinum. Seldur um allt land. Nessókn Reykjavík Safnaðarfélög Nessóknar efna til kirkju- og skemmtiferð- ar fyrir safnaðarfólk n.k. sunnudag 16. ágúst kl. 8,30 á. d. með m.s. Akraborg til Akraness. Messað þar, síðan ekið um Borgarfjarðarhérað. Þátttaka tilkynnist, og nánari upplýsingar í síma 16783, föstudag kl. 1—5, laugardag kl. 10—12 í síma 17736. Farseðlar seldir í Neskirkju á sama tíma. Safnaðarfélög Nessóknar. Frá Gjaldheimtunni í Reykjavík Stjórn Gjaldheimtunnar í Reykjavík hefur í dag sam- þykkt að verða við þeim tilmælum ríkisstjórnarinnar, að fjölga gjalddögum á eftirstöðvum opinberra gjalda 1964 úr fjórum í sex hjá þeim launþegum, sem þess óska, ef neðangreindum skilyrðum er fullnægt: epoca - Félagslíf - Farfuglar! — Ferðafólk! Ferð í Landmannalaugar um næstu helgi. Skrifstofan Laufás- vegi 41 opin miðvikud., fimmtud. og föstudagskvöld frá kl. 8,30— 10,00. Sími 24950. Farfuglar. Sérleyfisferðir Reykjavík — Laugar- vatn 11 ferðir í viku, svefnpokapláss í heitum og köldum húsum. Reykjavík — Gullfoss — Geysir á hverjum degi, stundum hring ferðir um Laugardal eða Hruna mannahrepp. Bifreiðastöð íslands Sími 18911. Ólafur Ketilsson. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 • Sínu* 16-2-27 BilUnn a smurður Ojótt oj rd Btíjuta aUw te^unðtr it — 1. Gjaldandi sé launþegi og vinnuveitandi hans haldi reglu lega eftir af kaupi hans til greiðslu opinberra gjalda. 2. Gjaldandi sendi Gjaldheimtunni skriflega beiðni um fjölgun gjalddaga, þar sem greint sé nafn hans, heim- ilisfang og vinnuveitandi. Til þess að unnt verði að koma tilkynningum til vinnuveitenda um breytingar á áður sendum kröfum í tæka tíð fyrir næsta gjalddaga, þurfa nefndar beiðnir að hafa borizt Gjaldheimtunni eigi síðar en 20. þ. m. Þeir, sem uppfylla skilyrði, skv. 1. lið og senda beiðni skv. 2. lið eiga þess kost að greiða eftirstöðvar opinberra gjalda 1964 á sex gjalddögum í stað beirra fjögurra ólið inna gjalddaga, sem tilgreindir eru á gjaldheimtuseðli, þannig að gjalddagar yrðu einnig 2. jan. og 1. febr m Reykjavík, 13. ágúst 1964 Gjaldbeimtustjórinn. Félagsráðgjafi (soeial worker) óskast til starfa við sjúkrastofnanir borg arinnar frá 1. jan. 1965. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf send- ist. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Héilsuverndarstöðinni fyrir 1. sept. nk. Reykjavík, 13. ágúst 1964 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 2. ársfjórðungs 1964, svo og söluskatt eldri ára, stöðaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. ágúst, 1964. Sigurjón Sigurðsson. 10 14. ágúst 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jón Þórðarson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.