Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.08.1964, Blaðsíða 7
ÁGÚST JÓSEFSSON Ágúst Jósefsson, prentari | og fyrrverandi bæjarfulltrúi og heilbrigðisfulltrúi, er níræður í dag, 14. ágúst. I. Ágúst fæddist að Belgsstöðum í Innri-Akranesshreppi í Borgar- fjarðarsýglu 14. ágúst 1874. For- eldrar hans voru: Guðríður Guð- mundsdóttir, bónda á Syðri-Kross um í Staðarsveit, og Josef Helga- son sjómaður á Akranesi. Helgi, faðir Jósefs, bóndi á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, var fæddur að Sauðanesi í Húnavatnssýslu 25. ágúst 1801. Jósef fórst ásamt þrem mönnum öðrum i fiskiróðri frá : Akranesi 27. febrúar 1879. Eftir að Ágúst fluttist til Reykja víkur með móður sinni árið 1880 óttu þau heima að Ofanleiti við Ingólfsstræti fyrstu dvalarár þeirra í bænum. Prentnám hóf Ágúst í ísafoldar- prentsmiðju 19. nóvember 1890. Eftir rösklega fjögurra ára nám þar hélt hann til Kaupmannahafn- ar í aprílmánuði 1895. Þar starf- aði hann um tíu ára skeið sam- fleytt í prentsmiðju S. L. Möllers. Þegar eftir stofnun prentsmiðj- unnar Gutenberg árið 1904 fór til- finnanlega að bera á vinnuafls- skorti í ísafoldarprentsmiðju. Þó tókst eiganda þeirrar prentsmiðju að ná í vinnukraft erlendis frá með aðstoð sonar síns, Sveins Björnssonar, og Dansk Typograf- Forbund. Þannig atvikaðist það, að í ársbyrjun 1905 kom Ágúst aftur heim til íslands og hóf starf í ísa- foldarprentsmiðju. — Samskipa Ágústi heim til íslands voru þeir Herbert Sigmundsson og. Stefán Magnússon prentarar og einn danskur prentari, Joseph Hansen að nafni, og voru þeir einnig ráðn ir til starfa í ísafoldarprentsmiðju. Eftirlitsmaður frá danska prentara sambandinu fylgdi þeim félögum heim til íslands, og gerði hann samning við prentsmiðju ísafold- ar (Bjöm Jónsson). Þetta var fyrsti | verksamningur, sem gerður var hér á landi milli atvinnurekanda annars vegar og vinnuþega hins vegar. Fylgdarmaður þeirra félaga hét Carl Waldemar Christensen, og var einn af stjórnendum danska sambandsins, og talinn mjög fjöl- gáfaður maður. Stuttu eftir ís- Iandsförina tók hann að lesa til stúdentsprófs, en vann þó jafn- framt að prentstörfum. Síðar varð hann kandídat í hagfræði. Eftir að hann fékk þeirri breytingu framgengt á eftirnafni sínu að kalla sig Bramsnes, varð hann kunnur á stjórnmála- og fjármála- sviði Danmerkur. Var lengi ríkis- þingsmaður i flokki jafnaðarmanna og um skeið fjármálaráðherra. — Loks varð hann aðalbankastjóri Þjóðbankans danska í meira en tvo áratugi. Meðan Ágúst dvaldi í Dan- mörku, kyntist hann mjög náið bar áttumálum danskra verka- og iðn- aðarmanna fyrir bættum lífskjör- um og kröfugerð þeirra til um- bóta í húsnæðis- og heilbrigðis- málum. Það var því ekki að undra, þótt hann hyrfi fljótt í raðir prent- arasamtakanna hér á landi, og yrði. fljótlega einn af ■ forystumönnum þess félagsskapar, því stut'tu eftir heimkomuna, eða 8. maí 1905 gekk hann í Hið íslenzka prentará- félag. Varð hann formaður félags- ins 1907-1908 og aftur 1911-1912. Gjaldkeri félagsins var hann 1914, og formaður Sjúkrasamlags prent- ara 1915-1918. Auk þess tók hann verulega virkan þátt í margvísleg- um störfum hinna ýmsu nefnda innan félagsins, ekki hvað sízt í samninganefndum félagsins við pr entsmið j ueigendur. Þegar blað Prentarafélagsins, Prentarinn, hóf göngu sína í febrú ar 1910, var Ágúst kosinn í fyrstu ritnefnd blaðsins, ásamt þeim Ein- ari heitnum Hermannssyni og Hall grími heitnum Benediktssyni. Gegndi Ágúst ritnefndarstörfum við Prentarann í samfleytt þrjú ár. Skrifaði hann þá margar hvatn- ingar- og fróðleiksgreinar í Prent- arann, og drap á mörg nýmæli til hagsbóta og réttaraukningar til handa prenturum, t. d. um stytt- ingu vinnudagsins í átta stundir. Vafalaust myndi Ágúst hafa ver- ið meðal stofnenda Hins íslenzka prentarafélags hefði hann ekki á því tímabili starfað fjarri fóstur- jörðu sinni. Tveim árum eftir heim komuna er hann orðinn formaður Prentarafélagsins. í hans for- mannstíð fengu prentarar fyrstu réttarbót að sumarfríi — þrjá daga í byrjun ágústmánaðar. Tvímæla- laust voru þau fríðindi Ágústi mest að þakka, enda hafði hann þá um áratugsskeið fylgst vel með áhuga- málum og kröfum danskra verka- og iðnaðarmanna, ■ svo sem fyrr greinir. Þegar Prentarafélagið varð tuttugu og fimm ára gaf það út vandáð minningarrit. Um útgáfu þess sá Ágúst Jósefsson ásamt Haraldi heitnum Gunnarssyni prentara. Rit þetta var hið vand- aðasta að öllum frágangi. Mikla vinnu og fyrirhöfn varð að leysa af höndum við samningu ritsins og söfnun mynda í það. Var ekkert sparað til að gera ritið sem bezt úr garði. Það var prentað á mynda- pappír. Verk þetta var leyst af hendi af tveim prentsmiðjum, Gut enberg og Acta. Annaðist Guten- berg grunnaprentunina en Acta tekstaprentunina. Frá því Ágúst hóf störf að nýju í ísafoldarprentsmiðju árið 1905 vann hann þar óslitið til 14. októ- ber 1915, er hann réðst til Félags- prentsmiðjunnar, þar sem hann starfaði til 30. júní 1918, er hann lét af prentstörfum. Heiðursfélagi Hins íslenzka prentarafélags hefur hann verið frá 1957. II. Sama ár og Ágúst lét af prentstörfum (1918) tók hann við heilbrigðisfulltrúastarfi Reykja- víkurbæjar, og gegndi því til 31. júlí 1950. Ágúst átti lengi sæti í Húsa- leigunefnd Reykjavíkur, og sömu- leiðis eitt kjörtímabil í Sáttanefnd bæjarins. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1. jan. 1952. Til þess að drýgja tekjur sínar og sjá heimili sínu betur farborða, meðan hann vann að prentstörf- um tók hann að sér ýmis auka- störf, sem hægt var að sinna eftir vinnutíma. Hann var nokkur ár þulur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og mörg ár dyravörður við Nýja Bíó eftir að það hóf starfsemi sína 1912. Þrátt fyrir þau störf, sem Ágúst hafði með höndum, gaf hann sér þó tíma til að vera með í að leysa ótal mörg önnur verkefni. Hann var aðal hvatamaðurinn að stofnun Starfsmannafélags Reykjavíkur- bæjar. Á tuttugu ára afmælishátíð félagsins var Ágúst gerður að heið- ursfélaga þess. Ágúst var einn af stofnendum Bálfararfélags íslands og í stjórn þess þar til það var lagt niður. Þegar Alþýðubrauðgerðin var stofnuð var leitað til verkamanna og iðnaðarmanna um hluttöku stofnfjár með kaupum á hlutabréf- um. Alls lögðu rúmlega 200 manns fé fram í þessu skyni, þar af 19 prentarar, sem mér er kunnugt um. Þar var Ágúst vitanlega að verki, og gekk þar fram með sama dugnaði, er ávallt einkenndi öll þau störf, sem hann kom nærri. Ennfremur var Ágúst einn af ell- efu stofnendum eldra Alþýðu- blaðsins, sem hóf göngu sína í árs- byrjun 1906. Auk þess var hann lengi í Fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna. III. Þá skal lítillega rætt um starfsemi Ágústs fyrir alþýðusam-J I tökin í bænum og þátttöku iians S | málefnum bæjaríns. I Fram til ársins 1910 höfðu engin ! samtök verið meðal verkamaiina 1 | því skyni að bera fram sér^takam lista við bæjarstjórnarkosningar, Þá gerðist það, að við bæjarstjórn- arkosningar 29. janúar 19i0 var borinn fram sameiginlegur listi frá Dágsbrún og Landvarnarílokkn- um. Tveir efstu menn listans von» Pétur G. Guðmundsson bókbind- ari og Guðm. Hannesson læknir, Listin hlaut 315 atkv. og kom að einum manni, Pétri G. Guðmunds- syni. Tveim árum siðar, 27. jan. 1912, fóru aftur fram bæjarstjórn- arkosningar. Þá kom í fyrsta skipii fram óháður listi alþýðusamtak- anna, borinn fram af verkamanna- félaginu Dagsbrún, með Þorvarð't- Þorvarðarsyni prentsmiðjustjórs* efstum, en hann var einn af stofn- endum Prentarafélagsins frá 1897. Listi Dagsbrúnar hlaut 281 at~. kvæði og eínn mann kosimi. Þegar haustfundir hófust í Dags- brún árið 1915 varð ljóst, að mik- ill áhugi var ríkjandi fyrir því atP kjósa fulltrúa úr röðum alþýðu- samtakanna í bæjarstjóm vicT næstu kosningar, sem fram átti% að fara 6. febrúar 1916. Kosín var nefnd til að undirbúa framboðs- lista. Þegar kom fram í janúar- mánuð upplýstist, að einn af þrem mönnum, sem á íistann voru sett- ir af nefndinni, reyndist ekki kjör- gengur þegar til kom. Var þá leit- að til Ágústs að taka sæti hans » listanum. Varð það að ráði eftir nokkurt málþóf við hann. Kjósa átti fimrn menn í bæjarstjórn. — Listi alþýðusamtakanna lcit þann- ig út eftir að fullt samkomulag: náðist: Jörundur Brynjólfsson, kennari, Ágúst Jósefsson, prentari, Kristján V. Guðmundsson, verkstj Kosning fór fram á tilscttumí. tíma, og daginn eftir, 7. febrúar, voru atkvæði talin. Atkvæðí höfðt* fallið þannig, að kosnir voru me-JP’ eftirgreindum atkvæðaíjöida: Jörundur Brynjólfsson 909 atkv. Ágúst Jósefsson...... 725 atkv. Jón Þorláksson ....... 586 atkv. Kristján V. Guðmunds. 548 atkv» Thor Jensen .......... 501 atkv. Stuttu síðar hvarf Jörundur yfií*- í raðir samvinnumanna. Við bæjarstjórnarkosningu 1924t var Ágúst efsti maður á lista Al— þýðuflokksins, og hlaut þá kosn— ingu til næstu 6 ára með 1722 at— | kvæðum. Árið 1930 var hann enn £ | efsta sæti á lista flokksins, og þái I kosinn til f jögurra ára með 386T ' atkvæðum. Að því kjörtímabxll* I loknu var Ágúst orðinn sextugui- að aldri og farinn að þreytast s» hinum endalausu nefnda- og funur* störfum. Gaf hann því ekki kost t sér aftur til framboðs fyrír flok - - inn, enda hafði flokkurinn þá oro - ið mörgum nýtum mönnum á . 9 skipa. Ágúst hefur setið á mörgi •* þingum Alþýðusambandsins, cfí stundum verið varaforseti þess. Formaður Dagsbrúnar mörgT fyrstu árin var Sigurður Sigurðs- Framhald á 10. síðu Hann fæddist þennaft dag 1874 og skortir því aðeins einn tug upp á aldarafmæli. Hann ólst upp við umkomuleysi og fátækt með móður sinni, en var svo góðum gáfum gæddur og tók í arf svo mikla mannkosti, að hann hefur verið þjóðfélagsprýði um langan aldur. Hann lærði heldrimannaiðn ungur og varð prýði stéttar sinnar. Hann dvaldist erlendis lengi og hreifst af manngildishugsjónum verka- lýðshreyfingarinnar og jafnaðarstefnunnar og valdist til forystu eftir heimkomuna og reyndist bjartsýnismaður og mannbótamaður hvar sem hann mætti til fundar og hvaða starf sem honum var falið að leysa af hendi. Hann var, ásamt Kjartani Ólafssyni, múrara, fundar- stjóri á öllum stórfundum Alþýðuflokksins í áratugi og fór þar sam- an háttvísi, skörungsskapur og réttsýni. Ilann var og er umburðar- lyndur maður, en á fastmótaða Iífsskoðun og túlkar hana af hrein- skilni og ákafa. Það er lífsskoðun socialdemokrata. — Hann gengur enn marga km. á hverjum degi, snyrtimenni, lífsglaður, fróður um liðna tíð í Reykjavík, eins og bezt sést í bók lians Svipmyndir og minningar, sem út kom 1959. — Þannig hefur Ágúst Jósefsson prent- ari, fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi, verið alla tíð. — Við félagar hans hyllum hann í dag og þökkum honum starfið. Börn lians fara með hann í ferðalag þessa daga. Vilhj. S. Vilhjálmsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. ágúst 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.