Alþýðublaðið - 16.09.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Qupperneq 3
Krústjov hefur öflugasta vopnið MOSKVU, 19. september. (NTB-Reuter). KRÚSTJOV, forsætisráðherra JSovétríkjanna sagði í dag, að' Sovétríkin réðu yfir vopni, er útrýmt gæti mannkyninu öllu. Hann sagði einnig, að Sinkiang- hérað í Kína tilheyrði aldeflfis ekki Kína, en Sovétríkin skorti ýmis sönnunargögn til að færa sönnur á kröfur sínar til land- svæða, sem nú eru hluti af Kína- veldi. : Krústjov sagði þetta í viðræð- um við fulltrúanefnd frá japanska þinginu, er átti við hann viðræð ur í dag. Hann saigði. einnig, að sovézka rikisstjórnin væri reiðu- búin til að ’ láta Japani fá aftur tvær eyjar, er komust. á vald Rússum upp úr síðari heimsstyrj öldinni — strax og Bandaríkja- menn fengju Japönum aftur Okin awa. Forystumaður Japana sagði, að þeir væru reiðubúnir til að undirrita friðarsamninga við Rússa, strax og þeir fengju eyjar þessar aftur. Meðan á viðræðum stóð sagði Krústjov, að hann hefði heimsótt nýja rannsóknarstofnun, er hefði fullgert vopn, er eytt gæti öllu mannkyni. Væri það öflugast og hefði mestan eyðileggingarmátt allra þeirra vopna, sem nú væru til. Makarios afléttir einangrun Kokkina Nicosia 15. september (NTB-Reuter). MAKARIOS forseti Kýpur af- létti í d'ag einangrun þeirri, er tyrkneska þorpinu Kokk- ina hefur verið haldið i nú um langt skeiff. Er því haldið fram af hálfu Kýpurgrikkja, að horfur á friðsamlegri lausn hafi aldrei verið jafngóðar og nú síðan að óeirðirnar hófust þar. tyrkir séu fúsir til hins sama. Ríkisstjórn Kýpur sé einnig reiðu búin til að veita Kýpur-tyrkjum efnahagslega aðstoð og sjá um verndun þeirra. Hafi þeir enda verið þvingaðir af forystumönn- um sínum til þess að yfirgefa störf sín en vilji gjarnan snúa til þeirra á ný. Ríkisstjórnm sé einn ig fús til þess að veita Kýpur- tyrkjum almenna sakaruppgjöf. í skeyti til U Þant, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinðuðu þjóð- anna, segir Makarios, að Kýpur- grikkir séu reiðubúnir til að yfir ge/a vígi sín á eynni og Kýpur- Makarios hefur undirbúið send ingu á níu tonnum af matvæla- birgðum til Kokkina. í þeirri send ingu er einnig talsvert af ýmsum öðrum nauðsynjum. ÞETTA skrauthýsi, sem 1 stendur í Brighton í Eng- | landi var byggt árið 1787 af j Henry nokkrum Holland. | Áriff 1820 var það endur- | E byggt og gert að sjávardval- É É arstað ríkisarfans, sem síff- § É ar varð Georg IV. Sennilega j É kynnu veggirnir frá ýmsu að = I segja ef unnt væri að toga É | É orð út úr þeim. | Nú eru hinir ríkulega É | skreyttu salir þessarar bygg- É É ingar opnir forvitnum gest- | É um sumar hvert. tiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiii. New York ll5. sept. (NTB-Reuter). Um það bll 275 þúsund af um það bil einni milljón skólabarna í New York komu ekki í skólana í dag og 2352 foreldrar hvítra barna fóru í mótmælagöngur til barnaskólanna vegna jþeirrar ákvörðunar borgaryfirvaldanna að uppræta kynþáttamisrétti við skólana. WVWHWWWWWWW IWWWVWWVVWWWWWIWWWWMWWMWWWtWWMWi Kosningar í Bretlandi hafa verið ákveðnar 75. október Lundúnum, 15. september NTB - Reuter BREZKI forsætisráðherrann Sir Alec Douglas Home til- kynnti í dag, er hann kom til Lundúna eftir viðræður við Elísabetu drottningu í Balmo- ral-kastala í Skotlandi, að al- mennar kosningar yrðu í Bret- landi 15. október n, k. Ekki kom það neinum á óvart með því að menn hafa um langt skeið búizt við að þær yrðu þá. / Elísabet drottning mun leysa upp brezka þingið hinn 25. september næstkomandi. Verður þetta því fyrsta brezka þingið er á friðartímum situr allt lcjörtímabilið, síðan fimm ára kjörtimabil voru innleidd árið 1911. Fyrsti fundur hins nýja þings verður hinn 27. októ ber n. k. og það verður hátíð- lega sett hinn 3. nóvember. Kosninganna er beðið með mikilli eftirvæntingu, enda hafa skoðanakannanir sýnt auk- ið fylgi íhaldsflokksins undan- farið. Hins vegar virðast meg- inandstöðuflokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og íhaldsflokkurinn, vera nokkurn veginn jafnsterkir. Kosningar í dag mundu því veita sigurveg- aranum mjög nauman meiri- hluta. í þinginu eiga 630 þing- fulltrúar sæti. Hafa íhaldsmenn 351 sæti, Verkamannaflokkur- inn 256 sæti, Frjálslyndir liafa 7 sæti, óháðir skipa tvö sæti og 14 sæti eru laus sem stendur. Núverandi þing var kosið hinn 8. október 1959. 36 milljónir manna hafa kosningarétt nú og sennilega munu um 75% kjós- enda taka þátt í kosningunum. Kosið eb í einmenningingskjör dæmum. Við síðustu kosningar fengu íhaldsmenn 365 þing- menn út á 49.4% atkvæðanna en verkamannaflokkurinn fékk 258 þingmenn út á 43.8% atkvæða. Til þess að vinna kosningarnar nú þarf Verka- mannaflokkurinn að fá 3.6% fleiri atkvæði nú en síðast en til þess að geta myndað virki- lega trausta ríkisstjórn þarf liann um 4% atkvæða meir. iWWWWWWWWWMWWVMWWVWWWMVWWW WWWWWWWMWMWWWWWWWWMWVWWW Saga býður ódýra ferð til Brighton SL. VOR bauð Flugfélag íslands í samvinnu við ferðamálaráð Brighton nokkrum fréttamönnum blaða og útvarps að heimsækja þennan góffkunna sumardvalar- stað á hinni sólríku suðurströnd Englands. Eftir heimkomu íslenzku frétta- mannanna, var mikið skrifað um Brighton í íslenzk blöð, sem vakti áhuga manna á því að eyða nokkr- um frídögum á stað, sem ekki var svo ýkja fjarri heimahögunum. Ferðaskrifstofan Saga varð strax vör við áhuga fyrir ferðum til Brighton, enda hefur margt manna farið þangað á hennar veg- um og dvalið þar í bezta yfirlæti í sumarleyfinu. Ferðaskrifstofan Saga hefur nú ákveðið að efna til ferðar til Brighton 22. september fyrir þá, sem ekki hafa enn haft tækifæri til þess að taka sér frí og skreppa utan í sumar. Flogið verður með flugvél frá Flugfélagi íslands beint til London, en það- an verður ekið frá flugvellinum f sérstökum bíl suður til Brighton. Dvalið verður á hóteli við strönd- ina í eina viku. Verði hefur verið stillt mjög í hóf, og kostar ferðin aðeins kr. 7.750.00, en innifalið í verðinu eru flugferðir til og frá London, bílferðir til og frá Brigh- ton og gisting á hóteli ásamt öll- um máltíðum í viku. Enda þótt tugir þúsunda er- lendra ferðamanna heimsæki Brighton á ári hverju, þá má segja að íslendingar séu þar vinsælir og miklir aufúsugestir. Sem dæmi má geta þess, að ferðamálaráð borgarinnar og borgarstjórinll munu hafa sérstakt boð inni fyrir íslenzka ferðamannahópinn, sem gistir Brighton í næstu viku. Auk þess mun hópnum verða boðtð að sjá það markverðasta í borginni með leiðsögn kunnugs fylgdar- manns. Páll páfi og Kadar Vatíkaninu 15. september (NTB-Reuter). VATÍKANIÐ tilkynnti í dag, að það hefði náð vissu samkomulagi við ungversku ríkisstjórnina um skipan mála milli kirkju og ríkis í Ungverjalandi. Hefur samkomu lag þetta leitt til þess að fimm nýir biskupar hafa þegar verið útnefndir í Ungverjalandi og einn erkibiskup. í samkomulaginu semja er ekki minnzt einu orði á Mindzenty kardínála, er dvaliff hefur í bandaríska sendiráðinu í Búdapest síffan áriff 1956, aff hann flúffi þangaff. Góðar heimildir herma þú, að kardínálinn sé við góða heilsu og líði vel. 'Talið er víst, að s.enn dragi að því, að hann fái leyfi hjá ungverskum yfirvöldum til að Frh. á 14. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. sept. 1964 '3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.