Alþýðublaðið - 16.09.1964, Síða 4

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Síða 4
Haustfízkan 1964 I KIRKJUSTRÆTI SR vill stækka... Framhald af síðu 1. ‘ „Heildarafköst síldarverksmiSj- ,anna á Norður- og Austurlandi eru talin vera um 66.500 mál á sólar- ;hring, en þar af eru ekki nema 26 þúsund mál samtals á Aust- fjörðum og Raufarhöfn. Iieildar-. þróarrými verksmiðjanna er um 360.000 mál, þar af á Austfjörðum og Raufarhöfn um 170.000 mál”. Síðan segir, að vegna þessa mis- ræmis hafi í sumar og oft á und- anförnum sumrum orðið alvarleg- ar löndunarbiðir hjá síldveiðiflot- anum. Stjórn SR hafi á árunum 1960-’64 leitazt við að bæta úr þessum vanda með endurbótum á Síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn og aukningu á þróari’ými hennar, kaupum og stækkun síldarverk smiðjunnar á Seyðisfirði upp í 500 mála afköst á sólarhring: bygg ingu nýrrar síldarverksmiðju á Reyðarfirði með 2.500 mála afköst á sólarhring óg loks með flutning um á bræðslusíld frá Seyðisfirði til Siglufjarðar. Hafi í sumar ver- ið flutt þaðan 88.000 mál til Siglu- fjarðar á vegum SR. í greinargerðinni segir, að aug- ljóst sé að þessar ráðstafanir séu ekki nægilegar til að koma af- greiðsluskilyrðum síldveiðiflotans í viðunandi horf. í tillögu stjórnarinnar er gert ráð fyrir ýmsum endurbótum í sambandi við síldarverksmiðju SR á Seyðisfirði, þar á meðal stækkun mjölhúss, byggingu tveggja lýsisgeyma og tveggja síld argeyma, nýs löndunartækis og fleira. Er áætlaður kos'tnaður 17.5 milljónir. Einnig er gert ráð fyrir aukningu á afköstum verksmiðj- unnar um 2500 mál á sólarhring ásamt tilheyrandi geymslum, þar á meðal stækkun á þróarrými upp í 60 þúsund mál. Kostnaður við þetta er áætlaður 30.5 milljónir. Þá er áætlað að stækka mjöl- liús, byggja lýsisgeymi, verkstæði og reisa löndunarkrana við verk- smiðjuna á Reyðarfirði, en þar er kostnaður áætlaður 6 milljónir. Þá eru tillögur gerðar um endur- bsetur og stækkun verksxniðjunn- ar á Raufarhöfn um 300 mál á sól arhring ásamt tilheyrandi geymsl- um. Kostnaður við það er áætlað- ur 41 milljón. . í greinargerðinni segir, að auk þessara framkvæmda sé óhjá- kvæmilegt að endurnýja aðallönd- unarbryggju SR á Siglufirði, og er kostnaður við það áætlaður 8 milljónir. Telur verksmiðju- stjórnin að hún muni hafa eigið fé til þeirra framkvæmda, en til ný- bygginga og annarra endurbóta, sem taldar hafa verið hér upp að framan, og áætlað er að kosta muni 95 milljónir króna, sé óhjá kvæmilegt að útvega lánsfé. Stjórn SR fer því fram á við sjávarútvegsmálaráðherra, að liann, jafnframt að veita Ieyfi til framkvæmda þeirra, sem að fram- an eru taldar, hlutist til um að SR verði látin í té rikisábyrgð á lán- um til framkvæmdanna að upp- hæð 95 milljónir króna, og einnig að ráðuneytið hlutist til um það, að SR elgi kost á lánum til fram- kvæmdanna. Telur stjórnin nauð- synlegt að hafizt verði handa um þessar framkvæmdir nú þegar með það fyrir augum, að þeim verði lokið að mestu fyrir næstu síldar- vertíð. Þá telur stjórnin æskilegt að afköst verksmiðjunnar á Reyð- arfirði verði aukin um 5.000 mál á sólarhring þótt hún telji ekki ráðlegt að ráðast í þá framkvæmd fyrlr næstu vertíð. Garðverðlaun Framhald af 16. síðu Þa'ð hefur sýnt sig- hér í Kefla vík, að þessar verðlaunaveiting- ar hafa stuðlað að' aukniun áliuga á umgengni umhverfis íbúðarhús. Stööugt fjölgar þeim görðum, sem taka verður tillit til við val á þeim fegursta, Tekið skal fram, að dóm- nefnd veitir ekki verðlaun þeim görðum, sem áður hafa hlotið viðurkenningu, enda þótt þeir haldi fegurð sinni. Þessi ágæta viðleitni til að ýta undir skrúðgarðarækt á síð ustu 10-12 árum hefur sýnt og sannað okkur Keflvíkingum, að hér getur þrifizt fegursti gróð- ur þrátt fyrir norðanrok og sjávarseltu. Færöi Krag gjöf Kaupmannaliöfn 15. sept. (NTB). JENS OTTO KRAG, for- ■sætisráðherra Danmerkur, varð fimmtusrur í dag. Mik- ill fjöldi gesta frá ýmsiun löndum lieimsóttu hann og færðu honum gjafir og heillaóskir. Meðal gestanna voru Einar Gerhardsen for- sætisráðherra Noregs, Tage Erlander og Sten Anderson, framkvæmdastjórí sænslra Alþýðuflokksins; Albert Carthy, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands jafnaðar manna; Artliur Grenwood, formaður brezka Verka- mannafiokksins og Herbert Wohner, varaformaður þýzka jafnaðarmannaflokksins. Fulltrúi Alþýðu- flokksins var Stefán Jóhann Stefánsson ambassador. Færði hann forsætisráðherr- anum að gjöf frá Alþýðu- flokknum teppi eftir Júlí önu Sveinsdóttur, hinar mestu gersemar. UTFORIN (Framhald at 2. síðu). hverjir, sem þeir voru, og fram koma húsfreyjunnar var alltaf jafnlátlaus, einlæg og þýð. Frú Dóra hefur víða farið með manni sínum, sagðj biskup, „Hvar sem, hún kom fram, skildi hún eitt? hvað eftir, sem gott er að minn- ast“. Hann sagði, að forsetahjónin hefðu verið eitt í ást og vilja, I öllu einkalífi, skyldum og starf*, og svo hefði einnig orðið í hug- um þjóðarinnar, svo að ekkl mætti á mílli sjá, hvort þeirra hefði tengt þau þjóðinni fastarl böndum. Mentaður Dóru hefði verið sá mestur að verða gæfa manns síns og dýpsta þökk henn ar sú, að svo varð. Flutti hann henni síðan bakkir þióðar og kirkju fyrir trúnað og hollustu og vottaði börnum hennar og vanda mönnum samúð. Að líkræðunni lokinni söng Dónikórinn sálminn „Ó, hve sæll er sá, er trevsti", og síðan lék Dr. Páll ísólfsson „Jesu bleibet meine Freude“ úr kantötu nr. 147 eftir Bach á orgel Dómirkjunn- ar. Þá söng Dómkórinn sálmana ..Hvað bindur vom hug við heims ins glaum?“ og „Allt eins og blóimtrið eina“, en síðan kastaði biskup rekunum. 'Útförinni lauk með bví. að Páll ísólfsson lék sorg argöngulag úr óratóríinu „Sál“ eftir Handel á orgel)ð, meðan kista forsetafrú ?ri n nar var borin úr kirkju. Úr kirkju báru kistuna ráðherrarnir Biarni Benediktsson, -Emil Jónsson, -Ingólfur Jónsson, Guðmundur í. Guðmundsson og Jóhann Hafstein, Hannibal Valdi- marsson, formaður Alþýðubanda lagsins, Evsteínn Jónsson, formað ur Framsóknarflokksins og Birg- ir Finnsson, forseti sameinaðs þings. Næst kistunni gengu for- setinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, ásamt dætrum sínum, sonur hans og tenadabörn, bamabörn og aðr ir aðstandendur, en síðan sendi- menn erlendra ríkja og íslenzkir embættismenn. Margt fólk stóð úti fyrir Dómkirkjunni, þegar kista foi'setafrúari-nnar var hafin á líkvagninn, og lögreglumenn stóðu þar heiðursvörð. Kistunni var loks ekið að Fossvogskapellu, þar sem þálför fer fram, og fylgdu nánustu aðstandendur for- setafrúarinnar henni þangað. Jarð neskar heifar hennar verða varð- veittar í Bessastaðakirkju. 1 KlORGARÐl WWmm 4 16. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.