Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 6
★ STJÓRN Austur-Þýzkalands vill gjarnan gera sínar hosur grænar fyrir fólkinu á Zanzibar. Austur-þýzka stjórnin hefur meðal annars hafið íbúðarhúsabyggingu þar í landi. En ekki gengur allt að óskum, því að hinir lituðu verkamenn hafa gert verkfall, — segjast ekki fá næg laun. „Allir þeir, sem gefizt upp, gátu hert ★ EDDIE Fischer er að skrifa endurminning- ar sínar, — og mun marga fýsa að lesa þær. Hann hefur efalaust frá mörgu að segja, þótt hann sleppi öllum heimspekilegum vangavelt- um og láti sér aðeins nægja sitt eigið storma- sama einkalíf. Auðvitað er dágóður hluti bókarinnar helg aður samlífi hans og Liz Taylor. Hann skrifar þar meðal annars: elt hafa Liz á röndum án árangurs og loks upp hugann einn góðan veðurdag: Ég á við daginn, — þegar hún giftist Richard Burton. ★ SENDIRÁÐHERRA Rauða-Kína í París, Hung Tshen, hefur með- ferðis frá Peking sérlega flokkshollan páfagauk. — Þegar einhver kemur inn í vinnustofu ambassadörsins gellur í páfagauknum bæði á kínversku-og. frönsku: — Öreigar allra landa sameinizt. — Ekki er vitað, hvort hann kann líka einhver sérstök ókvæðisorð, — ef Krustjov bæri að garði. ★ SPÁNSKI súrrealistinn Salvador Dali er ekki af baki dottinn. Kunningi hans, kvik- myndastjórinn Luis Bunuel bað hann að teikna leiktjöld fyrir næstu mynd sína. Það stóð ekki á Dali, — en það komu vöflur á Bunuel, þegar hann sá upparáttinn. — Fjórir hálfrotnaðir asnaskrokkar, fjórir konsertflyglar, afhöggvin mannshönd, auga úr kú og annað í þeim dúr, — átti að vera á sviðinu. ★ LÖGREGLAN í Washington hefur hingað til ekið um í svörtum Marium eins og íslenzka lögreglan. En nú er lögreglan vestra búin að láta sprauta alla lögreglubílana með hvítu lakki. Murray, lögreglustjóri, segir, að hann sé sannfærður um, að lögroglan njóti aukinna vinsælda síðan bílarnir urðu hvítir. Sálfræð- ingur hafi sagt, að þetta muni einnig til muna auka á virðingu fólks fyrir lögreglunni, — en svörtu bílarnir hafi einungis gert fólki gramt í geði. ★ UMFERÐARLÖGREGLAN ætti að vera varkár. Það hefur að minnsta kosti sýnt sig í Ameríku, að nauðsyn ber til slíks. Málafærslumaður I Indianapolis hefur gert skaöabótakröfu á hend- ur yfirvaldanna sökum þess, að lögregluþjónninn, sem „skrifaði hann ;upp“, bar hring á hendinni, sem rispaði framrúðuna. Sektin, sem málafærslumaðurinn átti að fá, var 6000 krónur, — og nú krefst hann 6000 kr. bóta fyrir rúðuna. ★ KVIKMYNDALEIKKONAN Joan Crawford hefur sett met, — ekk: fyrir framan fcvikmyndavélarnar, heldur á einkaheimili sínu. Þar grét hún átta klukkustundir samfleytt. Orsök óhamingju hennar var sú, að keppinautur hennar, Olivia de Havilland, hlaut aðalhlutverkið í kvikmyndxnni „Þei, þei, — kærá KarIotta“, sem búið var að lofa Joan. — Þegar táraflóðinu linnti stundi hún, — ég get aldrei, aldrei séð Oliviu framar, — þótt mér líki ágætlega við hana! Vinir Joan reyndu að hugga hana með því, að orka hennar tU •táraframleiðslu yrði áreiðanlega virkjuð í ennþá skemmtilegra hlut- Verki en hún átti kost á í kvikmyndinni um Karlottu. ★ SKOTINN Mac Intosh ætlaði að taka lestina næsta morgun, — og var hræddur um, að hann kynni að sofa yfir sig. Hann átti auðvitað ‘■enga vekjaraklukku og þótti alltof dýrt að láta símann vekja sig. Hann datt ofan á það þjóðráð að leggja ófrímerkt bréf í póstkassa með utanáskrift sjálfs sín. Mikið rétt. í bíti næsta morgun kom pósturinn og kvaddi dyra. Hann sagðist vera með ófrímerkt bréf til herramannsins. — Ja, svei, sagði Mac Intosh. — Mér dettur ekki í hug að lesa bréf frá fólki, sem ekki nennir að frímerkja bréfin sín, ___ og hann : ýtti bréfinu fyrirlitlega frá sér. — En hann náði í Iestina. ÞRJÁR KVIKMYNDIR UM JEAN HARLOW .. Kvikmyndaframleiðendur í Holly wood rífast nú um að gera mynd um ævi leikkonunnar Jean Har- low sem lézt fyrir nærri þrem ára- tugum í blóma lífsins, aðeins 26 ára að aldri. Joseph E. Levine hefur ákveðið að gera mynd um leikkonuna fyr- ir kvikmyndafélagið Paramount,— og hefur Carroll Baker verið ráð- in til að leika aðalhlutverkið. Haft1 er eftir Carroll, að hún sé næstum hrædd við, hvað hún líkist Jean Harlow, þegar búið sé að klæða hana í föt samkvæmt tízkunni 1930, ’— og sminka hana eins og- við á. En eins og fyrr segir eru fleiri um hituna. 20th Cenuiy-Fox kvik- myndafélagið ætlar einnig að láta gera kvikmynd um ævi þessarar horfnu leikkonu og Sidney Skol- sky, kvikmyndaframleiðandi hefur sömu áætlanir á prjónunum. Allir ætla þessir menn að hefja Framhald á síðu 10. Jean Harlow. Hvernig er hægt ab bæta hjónaböndin? Hjónabandserfiðleikum má skipta í tvo hópa, að því er Carl Molke greifi segir í danska tíma- ritinu Heilbrigði. Annars vegar er það fólk, sem veðjar á rangan hest, —velur skakkt. Hjónin eiga ekki saman, þótt þau séu bæði út af fyrir sig beztu manneskjur og hefðu beztu möguleika á að verða hamingjusöm með öðrum. Hins vegar eru þeir, sem eru þannig gerðir, — annað hjónanna eða bæði, —að þau mundu valda vand- ræðum í hvaða hjónabandi sem væri. Það er ekki ofætlað að segja, að um 5% fólks sé úr þessum flokki. Og þessar erfiðu persónur munu — af því að það tekst ekki ætíð svo heppilega til, að þess konar fólk slái sig saman, — eitra líf hér um bil 10% alls gifts fólks. Hvers vegna? Fyrst og fremst vegna þess, að þetta fólk þjáist af bendir í þessu sambandi á óáreið- anleika, — sem getur graf ið undan einhverri geðveilu. Molte greifi hjónabandinu. í öðrum flokki eru þeir óstöðugu, sem láta alla hluti hafa áhrif á sig og sem gefast upp eru hinir staffirugu, sem eru alltaf í minn-ta andblæ. í þriðia hónnum sannfærðir um, að þeir .hafi rétt fyrir sér. og láta aldrei undan á hveriu sem dynur. Loks eru þeir unnstökku, sem rjúka udd af minnsta tilefni, — og sem hyllast t!l hrvðiuverka, ef í odda skerst. En svo er líka fólk með slæmar tauear — fóik. sem þjáist af tauga vpíklun svokallaðri, '— lítt e.ftir- sóknarvert á hjónabandsmarkaðin um. miður hafi hjónabandsskólinn í Kaupmannahöfn heldur litlu áork að til betri vegar. í lokin ræðir greifinn, hvað unnt sé að gera fyrir hjónabönd, sem komin eru í rúst. Hann segir, að það sé rangt að reyna að sætta hjónin þegar í stað í því einu augnamiði að láta hjónbandið hanga, hvernig svo sem það er. Hið fyrsta, sem á að gera, — seg- ir greifinn, — er að rannsaka all- ar aðstæður, — áður en hafizt er Framh. a bls. 10. MH) ýýýyyY+ýýi iillii mmww' Íllll# iW:W Hvað er unnt að gera til að bæta hjónaböndin? Moltke svarar þess- ari spurningu á þann veg, að það sé takmarkað, sem unnt sé, að gera, þegar hjónabandsskútan hef- ur siglt í strand. Hann gefur hin- um ungu. það ráð, að þau skuli kynnast hvort öðru vel, áður en þau ganga 1 hjónaband. Auðvitað geta þau birgt sig upp af góðum heilræðum, — en greifinn bætir því við í dapurlegum tón, að því FUGLAMENN Þeir, sem sáu aukamynd í Hafnarfjarðarbíó ekJd alls fyrir löngu, munu kannast við menn eins og þá, sem hér getur að líta. Þeir stíga rólega út í blámóðu geimsins í 12.000 feta hæð og svífa 10.000 fet á mínútu, — áður en þeir opna fallhlífina og lenda mjúklega á jörðu niðrL Þessir fugiamenn ganga út í loftið eins rólega og örugglega og almenningur gengur út úr strætisvagni, sem gefur sér nægan tíma til að bíða eftir, að allir séu örugglega komnir út. £ 16. sept. 1964 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.