Alþýðublaðið - 16.09.1964, Síða 11

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Síða 11
Ensku blöðin hrósa K.R. fyrir leikinn KR-ingar mjög ánægðir með móftökur og allan aðbúnað SVO sem áður hefur verið getið hélt meistaraflokkur KR í knatt- spyrnu utan til Englands á laugar- daginn til að leika seinni leik sinn í Evrópubikarkeppninni, við Liver pool. Fór leikurinn fram á An- field Road, leikvangi Liverpool á mánudagskvöldið var. Leikar fóru svo að Liverpool sigraði, svo sem við var búizt. En hinsvegar stóð KR sig mun betur en reikna mátti með, eftir leikinn við Liverpool hér, að dæma. En þá sigraði Liver- pool með 5:0. Á heimavelli var sigur Bretanna 6:1, að vísu, en eftir fyrri hálf- leikinn var staðan þó aðeins 2:1 þeim í vil. Og leikurinn þá furðu jaín, eins og reyndar útkoman sýnir. í síðari hálfleik kenndi hins vegar verulega aflsmunar og skor- uðu Bretar þá 4 mörk gegn engu. Hafði svo á úthaldsforða landanna gengið, eftir d.iarflega baráttu í Ólafur vann Val- björn og setti 3 ný drengjamet í GÆRKVÖLDI var háð fimmtar þrautarkeppni Meistaramóts ís- lands. Ólafur Guðmundsson KR sigraði á nýju drengja- og ung- lingameti, 2823 st. Hann átti sjálf- ur gömiu metin, 2680 stig. Árang- ur Ólafs í einstökum greinum: langstökk 6.89 m. spjótkast 45.07 m., 200 m. 22,4 sek. kringlukast 33.19 m. og 1500 m. hlaup 4.44,7 mín. Árangur Ólafs I 200 m. hlaupi fimmtarþrautarinnar er nýtt drengjamet. Valbjörn Þorláks son, KR varð annar með 2813 stig. og Kjartan Guðjónsson, ÍR, þriðji með 2479 stig. fyrri hálfleiknum, að þeir máttu lítt rönd við reisa, spretthörku og leikni mótherjanna í þeim síðari, svo sem úrslitin gefa til kynna. Eftir fréttum að dæma var Heim ir markvörður sá sem mestrar hylli naut hinna 32 þúsund áhorf- enda, sem komu á leikinn. En hann átti sérlega góðan leik, og bjarg- aði hvað eftir annað, með leikni sinni, hinum erfiðustu skotum. HÖRÐUR FELIXSSON var sterkur í vörninni. Alþýðublaðið átti stutt samtal við Gunnar Guðmannsson frá Liverpool í gær, en það var hann og Gunnar Felixson, er unnu mjög vel saman að marki því, sem KR skoraði á 23. mín. leiksins. Gunn- ar Felixsson rak endahnútinn á þá aðgerð, m'eð hörkugóðu skoti upp- undir slá. Gunnar Guðmundsson lét mjög vel af móttökum öllum, og sér- staklega rómaði hann hina sér- stæðu vinsemd hinna 32 þúsund Unglingamóí íslands í sundi háö í Sundhöllinni í kvöld UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍS- LANDS í sundi 1964, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld, mið vikudaginn 16. september og hefst Jd. 8. Þetta er í annað sinn sem mót þetta er haldið, en í fyrra var það haldið á Selfossi. Mótið er stigakeppni á milli fé- I laganna sem taka þátt og fá 6 | fyrstu i hverri grein stig. Fyrsti maður fær 7 stig og síðan 5-4-3-2 og 6. maður fær 1 stig. í fyrra sigr aði Ármann í stigakeppni þessari og hlaut 101 stig en Selfoss varð í öðru sæti með 95 stig. Efalaust * Frh. á 14. síðu. áhorfenda, sem tóku KR-liðinu með kostum og kynjum er það birtist á leikvanginum. Klöppuðu því lof í lófa, ekki síður en mót- herjunum, er vel tókst til, og er KR skoraði hváðu við margrödd- uð húrrahróp. Ekki hvað sízt hvöttu áhorfendur KR-ingana í siðari hálfleiknum, og eggjuðu þá fast. Leikið var við flóðljós, og hvað Gunnar það vera æfintýri líkast að leika knattspyrnu við þá að- stöðu. Völlurinn var sem grænt flosteppi sagði hann, og mjög góð- ur, dálítið háll að vísu, eftir úr- hellisrigningu um daginn, en ekki hafði þá rignt um lengri tíma þar um slóðir. Hinsvegar var upp- stytta meðan leikurinn fór fram. Gunnar sagði að þetta væri einn bezti leikur, sem KR hefðu leikið um lengri tíma, þ. e. fyrri hálf- leikurinn, en í þeim síðari hefði þolleysi gert vart við sig og hefði það öðrum fremur átt sinn þátt £ ósigrinum. Á þessum leik og Laug ardalsleiknum á dögunum, hefði verið mikill munum, að því er KR- iiðið áhrærði, hvað það hefði verið miklu betra nú en þá. Móttökur allar af hálfu Liver- pool hefðu verið með ágætum og j aðbúnaður allur. í stutt ferðalög I hefði verið farið með liðið um ná- grennið og gefin kostur á að skoða það markverðasta, svo sem naum- ur tími hefði unnizt til. Leikurinn í heild var hinn drengilegasti, enginn hlaut hin minnstu meiðsli eða varð fyrir neinu hnjaski. Um leikiffn var allmikið skrifað og voru blaðaummæli yf- irleitt verið vinsamleg og dómar góðir. Liðsoddar Liverpool hefðu verið mjög ánægðir með leikinn og aðsóknina. Við komum heim annað kvöld (þ. e. í kvöld) glaðir og reyfir, ánægðir yfir skemmtilegri för og vissulega lærdómsríkari, sagði Gunnar að lokum. Helsingfors, 13. sept NTB . FNB) Finnar sigruðu Svía í frjálsum íþróttum með 210.5 stigi gegn 199.5. Olympíuleikvangurinn var fullsetinn báða dagana, eða 95 þúsund manns. Engin met voru sett, en góður árangur náðist í mörgum greinum. Búdapest, 13. sept. (NTB-AFP). Alain Gottwalles setti frábært heimsmet í 100 m. skriðsundi í landskeppni Ungverja og Frakka synti á 52.9 sek. Það er 7/10 úr sek. betra en met Santos frá Bras- ilíu. Frönsk sveit jafnaði Evrópu- met í 4x100 m. skriðsundi, synti á 3.39. 2. mín. Fred Hansen stekkur 5 metra á Bislet í Osló. Út er komin bókin Sjálfsvörn? sem kennir fólki að verjast Fyrir skömmu var gefin út bók, sem kennir fólki að verjast árás. Nú á dögum, þegar líkamsárásir eiga sér stað svo að segja dag- lega, getur slík bók sem þessi orðið gagnleg. Bók þessi, sem nefnist SJÁLFSVÖRN er byggð á hinni fornu japönsku sjálfsvarnar glímu Ju-Jutsu, sem í Japan hef- ur verið stunduð öldum saman. Sjálfsvarnarglima þessi er stund- uð í dag í fjölmörgum löndum, sérstaklega mikið í Bandaríkjun- um og ýmsum Evrópulöndum. í bókinni eru fjölmargar og greini- legar skýringarmyndir, ásamt greinargóðum texta, og á fólk að geta lært brögðin án þess að kenn- ari sé nærstaddur, þó það að sjálfsögðu væri æskilegast. Fyrir utan það að sjálfsvarnaiv glíma þessi veitir fólki ágæta lík- amsáreynslu getur hún einnig ver- ið afar nytsöm, ef árás á sér stað, því þeir sem ná valdi á henni munu reyna það að hún er afar sterkt varnarvopn, enda geta jafn- vel afllitlir karlmenn og konur, sem hana, kunna, ráðið við fíl» efldustu karlmenn. Má því segja að bók þessi sé mjög nauðsyn- leg nú á tímum, þar sem dæmin sýna að fólk er oft illa leikið at árásarseggjum, og vorkennir eng- inn slíkum seggjum þó þeir fái ærlega ráðningu. Bókaútgáfan. Bangsi géfur bökina út og er verð hennar kr. 67,50 með sölu- skatti. ( ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. sept. 1964 %%

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.