Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.09.1964, Blaðsíða 13
Það var sannarlega forvitnilegt að ræða við þær þrjár svo ný- komnar alla leið sunnan úr París, þar sem þær höfðu orðið þeirr- ar einstöku lukku aðnjótandi að komast inn á sýningar fyrr- greindra tízkufrömuða, en slíkt er sannarlega ekki heiglum hent. Það er yfirleitt ámóta.erfitt fyrir almenning að komast inn á þess- ar sýningar eins og fyrir úlfalda að skríða í gegnum nálarauga. En þær í Parísartízkunni hafa veifað einhverjum töfrasprota, og allar dyr hafa lokizt upp! , Hér ér 'brúnbleikur, kjóll úr þykku gljáandi silki, — með brúnni blúndu að ofan. HAUSTIÐ er komið. Lauf trjánna er orðið. gulbrúnt og rautt. Sum blöðin falla til jarðar og lenda í rigningu, þau verða svört fyrr en þau fúna og verða litlaus eiris og andrúmsloftið. Senn kemur snjórinn og þekui- allt hvítum feldi. Þá verður ver- öldin ásýndum eins og þegar .móðir Mjallhvítar sat við sauma sína: „Hún stakk sig í fingurinn á nálinrit, og þrír blóðdropar féllu niður í mjöllina. Þegar hún sá, hvað blóðdroparnir voru fal- legir í snjónum, hugsaði hún með sjálfri sér: „Það vildi ég, að ég ætti dóttur, sem væri rauð eins og blóð, hvít eins og mjöll og svört á hár eins og tinnuviður- inn í gluggakistunni.” ” Litirnir hennar Mjallhvítar eru í tízku í París í ár, að því er frú Rúna Guðmundsdóttir, verzl- unarstjóri Parisartízkunnar í Hafnarstræti, tjáði fréttamönnum fyrir helgina. Að vísu minntist liún ekki á Mjallhvít í þessu sam- bandi, en hún sagði, að rautt í ýmsum afbrigðum, svart og svo hvítt hefði vcrið áberandi á haust- sýningum Balmains, Pierre Car- dins og Yves St. Laurents í haust. Þær fóru þrjór utan til að skoða tízkuna, Rúna, Gyða Árnadóttir, sem stjórnar saumaskapnum í verzluninni og Sigríður Bjarna- dóttir, sem vefur. mestan hluta þeirra íslenzku efna, sem saumað er úr í Parísartízkunni. Tízkuhúsin láta ekki frá sér efni né eftirlíkingar fyrr en nokk- uð löngu eftir að sýningum lýkur, og því á Parísartízkan ekki von á Parísarvörunum fyrr en eftir sex mánuði. En ísland er lítið og fám'ennt eýríki fjarri öðrum | þjóðum, og enginn er að fetta | fingur út í það, þótt Parisartízk- an í Reykjavík líki eftir tízku- húsum Parísarborgar dálítið fyrr en aðrir. Fréttamenn fengu að sjá nokkra kjóla, sem saumaðir eru hér heima samkvæmt frönskum fyrir- myndum, semsagt samkvæmt spán- nýrri tízku. Þessir kjólar voru allir einkar fallegir, og klæðileg- ir, að minnsta kosti á þeirri ungu og spengilegu blómarós, sem sýndi þá. Ermarnar virðast vera aðal- atriðið í ár, segir frú Rúna. Þær eru ýmist stuttar eða langar, en oft með einhverju sérstöku út- flúri, úr hrokknu efni við sléttan kjól, með blúndum, pífum og rykkingum. . — Kjólarnir eru yfirleitt allir lausir, línurnar mjúkar, föt- in hvorki aðskorin né víð. St. Laurent lagði áherzlu á langar grennandi línur, og voru þó sýn- ingarstúlkurnar liver annarri hærri og grennéi. Síddin virðist ekki hafa breytzt til muna al- mennt, þótt að sjálfsögðu væru sýnd ýmis afbrigði, kjólar með faldinn fyrir ofan hné, á hnénu, hálfsíðir kjólar og alsíðir kjólar. Efnin eru ýmis konar: Mikið er um blúndupfni eins og fyrr, tvídefni í sportfatnaði, jafnvel með innofnum flauelisböndum. Perlusaumur þykir fínn. Litirnir voru eins og fyrr segir: Rautt í ýmsum afbrigðum, svart, gulbrúnt, hvítt. Kápurnar voru yfirleitt beinar og sléttar. Sokkarnir voru nýstárlegir. Yið sportfatnað voru tízkukonurnar í útprjónuðum ullarsokkum með ýmis konar rósaverki. Talsverðúr „stæll” mun þykja á því að vera í ullarsokkum í sama lit og af sömu gerð og peysan, sem girt er ofan í pilsið, þannig að við- komandi sýnist vera í samfesting innan undir pilsinu. Skórnir voru undantekningar- lítið með breiðri tá og breiðum, lágum hæl, einnig við samkvæm- isklæðnað. Mikið var um það, að skórnir væru yfirdekktir með sama efni og var í kjólnum, Sýningarstúlkurnar voru allar með drengjakoll og hárið renni- slétt og sleikt að höfðinu. Allt virtist miða að því, að höfuðið sýndist sem minnst. Túperingu var hvergi að sjá á höfðum sýn- ingarstúlknanna. En við kvöld- klæðnaði báru þær mikið hár- skraut, ýmis konar slaufur og blóm. Enn fremur báru þær gjarnan einhvers konar blúndu- skuplur við blúndukjólana. Framh. á bls. 10 HERTHA Árnadóttir sýnir kjól úr íslenzku ofnu efni. — Til hliðar er svartur kjóll, — takið eftir ermunum, — þær eru af öðrimi toga spunnar en kjóllinn sjálfur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. sept. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.