Alþýðublaðið - 16.09.1964, Síða 15
Hún horfði fast á mig, og það
undarlega var, að við það fór
ég strax að verða taugaóstyrk.
Hún horfði á mig eins og hún
væri að gera á mér nákvæma
sjúkdómsgreiningu, og það var
allt annað en þægilegt.
— Jæja, segðu mér nú eitthvað
um sjálfa þig, Anne, hélt hún
áfram. — Peter skrifaði mér og
gaf mér þokukennda lýsingu á
ykkar fyrsta fundi upp á fjalli
einu í Austurríki. Hann bætti
við, að orð nægðu ekki til að
lýsa þér, og að ég yrði að nota
ímyndunaraflið til að fylla upp
í eyðurnar — þó að hann viti
vel, að ég hef ekkert ímyndunar-
afl. .Ég er afskaplega jarðbundin
kona.
— Þú gætir nú að minnsta
kosti gefið Anne dálítinn tíma til
að átta sig áður en þú ferð að
spyrja hana spjörunum úr um
nafn hennar, aldur og fyrri sjúk
dóma, sagði Peter.
Hún lét sem hún heyrði þetta
ekki. — Segðu mér Anne, ert
þú líka áköf fjallgöngumann-
eskja, spurði hún alvarlega. —
Ég var nefnilega alltaf að vona,
að kona Peters gætl komið hon-
um til að leggja stund á minna
lífshættuleg áhugamál.
— Nei, ég er ekkert fyrir
fjallgöngur. Ef að það á annað
borð liggur sæmilegur akvegur
upp á fjall, mundi mér aldrei
detta í hug að erfiða við að
klifra upp á það. En ég veit ekki
hvort Peter myndi koma með
mér þá leið, eða hvort við yrð-
um að fara hvort sína leiðina og
mætast á tindinum.
-— Hann var alltaf óður í það
að klifra, sagði dr. Lindsay. —
Sérstaklega upp í tré og þak-
rennur. Ég varð oft að beita ýtr-
ustu sjálfsstjórn til að æpa ekki
upp yfir mig, þegar ég stóð hann
að slíku, en við það hefði hann
auðveldlega getað hrapað.
— Ég efast nú um að þú haf-
ir nokkurn tíma á ævi þinni hróp
að upp yfir þig, sagði Peter.
—■ Það er öruggt, að þú hefð-
ir ekki tekið eftir þvi, þó svo
hefði verið, sagði hún. — Segðu
mér nú eitthvað um vinnuna
þína, Anne. Peter segir, að þú
ætlir að halda áfram við hana.
Eg sagði henni að ég mundi
eitthvað halda áfram við hana,
þó að ég væri enn ekki búin að
taka neina ákvörðun um fram-
tíðina.
Sannleikurinn var sá, að síðan
eg hitti Peter hafði ég yfirleitt
alls ekki hugsað um framtíðina,
fortíðina eða nokkurn hlut, nema
Petor. Við höfðum ekki gert nein
ar mikilvægar áætlanir um fram-
tíðina, eða hvort ég ætti að segja
upp stöðu minni sem einkarit-
ari. En stundum grunaði mig, að
ef ég tæki ekki bráðum á mig
rögg og tæki að sýna meiri
áhuga á umhverfi mínu, myndi
það verða fyrirtækið, sem segði
mér upp.
Það var yndislegt og friðsælt
þarna úti í garðinum. Loftið var
þrungið blómailmi og býflugna-
suði, en skuggar ágústskvöldsins
tóku að teygja sig yfir grasið.
5
Dr. Lindsay hélt áfram að
spyrja mig nærgöngulla spurn-
inga, um foreldra mína, hvenær
þeir hefðu dáið, hvar ég hefði
gengið í skóla o. s. frv., og ég
gerði mitt bezta til að svara
þeim. Peter var í fyrstu mjög fá-
máll, en svo hóf hann langa tölu
um það, hversu dásamleg gleði
það væri að aka nýjum bíl, og
virtist álíta að hann fengi að
tala um það, sem eftir væri
kvöldsins í friði. Hljómurinn af
fjörlegri, ákafri xödd hans, fékk
hundinn Jess til að hleypa í sig
kjarki og skríða út úr runnun-
um. Hún gekk varfærnislega í
stóra hringi í kringum mig, en
skreið svo nær mér og þefaði
af mér. Henni virtist geðjast að
lyktinni af mér, því hún settizt
niður á sólskinsblett rétt við fæt-
ur mér og fór að sofa.
— Nei, sjáið þið þetta, sagði
Peter og brosti ánægjulega til
mín. — Venjulega tekur það
hana minnst nokkra daga að
venjast ókunnugum.
— Og stundum venst hún fólki
aldrei, þó að maður geti ekki séð
neina skynsamléga ástæðu til
þess, sagði dr. Lindsay. — Til
dæmis Owen og Margaret. Jafn-
vel eftir allan þennan tíma . . .
ó, meðal annarra orða, þau ætla
að líta inn klukkan sex og fá sér
glas með okkur.
— Andskotinn, sagði Peter
svo æstur, að það var eins og
hann liefði orðið fyrir miklu
áfalli.
— Ó, ég býst ekki við að þau
stoppi lengi, svaraði dr. Lindsay
áhyggjuleysislega. Hún sneri sér
að mér. — Owen og Margaret
Loader eru nágrannar okkar.
Owen er bóndi og rithöfundur
— það getur verið, að þú kann-
ist við nafnið — og Margaret
reyndi einnig að verða rithöf-
undur og blaðakona, þar til þau
giftu sig fyrír sex mánuðum. Þá
keyptu þau búgarðinn á hæðinni
hérna. Við höfum þekkt Margar-
et mjög lengi. Þau Peter voru að
meira segja á sama barnaheimil-
inu í Lachester . . .
— Guð minn góður, hvers
vegna þurftir þú endilega að
bjóða þeim heim núna, greip
Peter fram í fyrir henni.
— Þau buðu sér nú eiginlega
sjálf, sagði dr. Lindsay. — Mar-
garet hringdi rétt eftir matinn.
— Og gaztu ekki sagt henni
að koma ekki? Bara í þetta
skipti. Hefðir þú alls ekki getað
það?
í fyrsta skipti tók ég eftir
hinni sterklegu kjálkalínu dr.
Lindsay undir mjúkum hökufell-
ingunum.
— Margaret virtist vita, að þú
værir að koma, þó að hún hefði
þá vitneskju ekki frá mér, sagði
hún. —■ Svo að ég hélt, að þú
hefðir kannske stungið upp á
því við hana. að hún kæmi.
— Auðvitað hefði ég aldrei
stungið upp á því, sagði Peter
— Hvernig dettur þér það í hug?
Dr. Lindsay andvarpaði. —
Jæja, mér þykir þetta leitt, væni
minn. Ég hélt ekki að þú værir
svona mikið á móti þvi.
— Geturðu ekki losnað við að
fá þau?
— Hvernig?
— Geturðu ekki einfaldlega
sagt, að við kærum okkur ekki
um að fá þau í dag? Að við vilj-
um fá þau hvaða dag sem er,
nema bara ekki í dag.
— Mundir þú segja svona nokk
uð sjálfur?
— Nei, ég myndi sennilega
haga mér kænlegar og segja að
við Anne séum enn í sóttkví eft-
ir bólusóttarfaraldur eða eitt-
hvað þessháttar?
Hún horfði lengi og spyrjandi
á hann, og augnaráð hennar varð
áhyggjufullt.
— Vandræðin eru bara þau,
hversu viðkvæm Margaret er, en
ef þér er þetta í raun og veru
SÆNGUR
•iii.'Sggi*'*
Endurnýjum gömlu sængumar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIÐURHREINSUNIN
Hverfissrötu 57 A. Simi 16738.
svona mikið lijartansmál.......
Hún reis upp úr stólnum. — Égi
ætla að athuga, hvað ég get
gert, án þess að vera beinlínts
ruddaleg.
Hún gekk upp að húsinu. ' :
Peter horfði á eftir henni og
tautaði eitthvað miður fallegt.
Svo greip hann um hönd mína
og tók að strjúka um finggr
mína, eins og hann væri að telja
þá. Hann var augsýnilega djúpt
hugsi, en það var ekki hönd mín,
sem hann var að hugsa um.
Eftir stutta stund sagði ég: ——
Ég er með nákvæmlega fimm.
— Fimm — ?
— Fingur.
Hann kreisti þá skyndilega
fast saman, og bar þá að vörunt
slnum.
Jess, sem hlýtur að hafa haft
sterka gát á okkur allan tímann,
þó að hún þættist sofa, stökk 5
fætur og tók að gelta æðislega
af afbrýðisemi. Peter sleppti
hönd minni, greip um hnakka*
drambið á henni og dró hana atf
sér. Hún dinglaði skotthiu, og leié
sigrihrósandi til mín.
— Hvað er eiginlega athuga*
vert við Margaret, spurði ég. —
Hvað hefur hún gert þér?
Hann hélt áfram að gæla við
Jess. — Ég skal segja þér það
einhvern tíma seinna.
— Ekki núna?
— Nei, ekki núna.
Ég þagði andartak, en sagði
svo: — Peter, hvers vegna hef-
ur þú ekki sagt dr. Lindsay frá
■ m
6RANNARHIS f-vtsf hm«nmu
lika a uppboði emu suuu? J
V7ÆMMHB WSKDCflaCflB
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. sept. 1964