Alþýðublaðið - 16.09.1964, Side 16
,SAS hefur nú tryggt sér
stuðning ríkisstjórnannaá
Flugmálastjóri um deilu SAS og Loftleiöa
Reykjavík, 15. sept. - ÁG
FLUGMÁLASTJÓRI, Agnar Ko
foed Hansen kom til landsins um
lielgina af fundi flugmálastjóra
Evrópu, sem haldinn var í Vínar-
borg. Þar var ákveðið að fundur
flugmálastjóra Norðurlandanna
yrði haldinn hér í Reykjavík næst
komandi mánudag, en þar munu
verða rædd mál Loftleiða og SAS.
Blaðið hafði tal af flugmála
stjóra í dag. Sagði liann, að þenn-
:an fund myndu sitja sömu menn
og komu hingað til fundar sl. vet-
ur. Á þessum fundi yrði reynt að
ná samkomulagi um fargjöld Loft-
• leiða til langs tíma, - helzt til árs.
í sambandi við frétt eins dag-
Jílaðanna í gær um að sænskur
/þingmaður hefði borið fram til-
'lögu, þar sem þess væri krafizt að
íslendingar og Finnar fengju jafn
rétti á við hinar Norðurlandaþjóð
irnar i umræðum flugmálastjóra
landanna, sagði Agnar, að þessi
krafa væri óþörf. íslendingar
hefðu átt við fullt jafnrétti að
búa á fundum flugmálastjóranna,
og mál íslendinga þar sízt fyrir
borð borin. Loftleiðamálið hefði
verið á döfinni á þessum fundum
í ein 12 ár, og flugmálastjórar
hinna Norðurlandanna leyst okk-
ar erfiðleika eins og bezt hefði
verið hægt á hverjum tíma.
Með mikilli áleitni og ágengni
hefði SAS nú tekizt að tryggja sér
stuðning ríkisstjórna Svíþjóðar,
Danmerkur og Noregs i baráttunni
gegn Loftleiðum og mætti nú bú-
ast við breyttri stefnu í þessu
máli. Agnar kvaðst vona, að á
fundinum á mánudag yrði hægt að
leysa vandamálin, en færi hann
út um þúfur þá yrði þetta mál við-
Bók á dönsku
um íslenzk börn
Reykjavík, 15. sept. - ÞB
„BÖRN PÁ ISLAND” heitir 46
. eíðna hefti, sem danska kennara-
sambandið hefur gefið út. Höf-
undur heftisins er Ármann Kr.
•i Einarsson rithöfundur. Heftið er
«itt af mörgum, sem danska kenn
arasambandið hefur gefið út um
T>örn i ýmsum hlutum heims.
Hefti þessi eru ætluð til upp-
fyllingar á námsefni kennslubóka
í landafræði, sem oft vill verða
fremur þurr fröðleikur, Börn pá
Island skiptist í 24 kafla, sem eru
'Jiafðir stuttir til þess að halda at-
ffcygli lesendanna vakandi. í þeim
: er fjallað um helztu þætti íslenzks
f.^jóðlífs. Köflunum er veitt sam-
'?hengi með því að í þeim öllum
dkemur við sögu íslenzkur drengur
S aldur við dönsku lesendurna,
«em bókin er ætluð. Drengurinn,
«em lieitir Jón, er reykvískur sjó-
ínannssonur og gefst tækifæri til !
kynna lesendum fiskveiðarnar,
jþegar rætt er um föður hans. Þeg-
•r sumrar er Jón sendur í sveit
og sagt er frá því, sem drífur á
daga hans þar. Síðan er sagt frá
síldveiðum og inn á milli eru frá-
sagnir af sérkennum landsins,
hinum björtu nóttum, jarðhitan-
um og loks Surtsey, sem gerð eru
góð skil.
Heftið, sem er prýtt' fjölda
mynda, er mjög læsilegt og fal-
legt útlits.
Kópavogslögregl-
una vantar vitni
IIINN 8. þessa mánaðar um klukk
an 12.30 varð drengnr, sem kom
á reiðhjóli -niður Bröttubraut í
Kópavogi, fyrir bifreið, sem ók
vcstur Nýbýlaveg. Þeir, sem
kynnu aó liafa orðið vitni að þessu
slysi, eru vinsamlega beðnir um
að hafa samband við lögregluna í
•Kópavogi.
FENGU VERÐLAUN FYRIR
FALLEGASTA GARÐINN i
Kefiávík, 15. sept.
UNDANFARIN ár liefur farið
fram í Keflavík val á falleg-
asta heimilisskrúðgarðinum og
v ;.. nú í ár er því vali ný-
lokið. Verðlaun voru aflient inn
. síðustu helgi/ Að þessu sinni
hlaut verðlaunm garður hjón-
anna Kristínar Jóhannesdótt-
ur og Sigurðar Magnússonar að
Smáratúni 10. Garður þessi er
7 ára gamall og má undarlegt
þykja hve vel þeim hefur tek-
izt á svo stuttum tima, enda
hafa þau lagt mikla vinnu, sem>
þai> telja sig ekki sjá eftir, íj
fegurð hans. T
Framh. á bls. 4 i
komandi ríkisstjórna, en ekki
flugmálastjóx-anna.
44. árg. — Miðvikudagur 16. september 1964 — 210. tbl.
-♦
Síðari hluta sunnudagsins var þessi óvenjulega mynd tekin ofan úr Sigluf jarðarskarði. Mjög
stór borgarisjaki var þá á reki norð-austur af Siglufirði og má vel greina hann í hringnum á
myndmni. Fjarlægðin í beinni línu frá Siglufj irðarskarði og út að ísjakanum var um 20 km.
og er því augljóst að jakinn er mjög stór. Á myndinni sést yfir kaupstaðinn, fjörðinn og til
hægri er Nesnúpur, en vestur úr honum, fyrir fjarðarmynnið, gengur Siglunes. — Mynd: Ó. R.
BORGARÍSJAKl ÚT
AF SIGLUFIRÐI
Siglufirði, 14. sept. - ÓR
NÚ í sumar hefur verið óvenju
mikið af liafís hér við landið.
Varla hefur liðið svo dagur, að
ekki hafi verið getið um einn
eða fleiri borgarísjaka á sigl-
ingaleiðum við landið. Sérstak-
lega á þetta við Vestur- og Norð
urland, en þar út af eru þessa
dagana margir ísjakar á reki,
bæði stórir og smáir.
Mörg ár eru t. d. liðin frá því
að menn gátu greint borgarís-
jaka með berum augum frá
Siglufirði, en það var hægt í
gær. Mjög stór borgarísjaki var
á reki um sjö mílur norður af
Siglunesi, og sást hann mjög
vel frá Siglufirði. Sást hann
fyrst frá Siglunesi á laugardag,
en var þá í u. þ. b. 12 mílna
fjarlægð. Rak hann síðan nær
landinu og austar og sást mjög
vel héðan úr bænum strax á
sunnudagsmorgun. Á sunnu-
daginn rak hann Iengra austur
og var kominn út af Eyjafirði
seint á sunnudag, og sást þá
vel frá Vaðlaheiði, en þangað
kom margt manna til a'ö horfa á
jakann.
Ekki hafa fengizt nákvæmar
upplýsingar um stærð borgarís-
jakans, en sjómenn, sem sigldu
framhjá honum á sunnudag,
gizkuðu á að hann væri a.m.k.
60-70 metra hár og 3-400 m.
á lengd. Samkvæmt lögmálum
eðlisfræðinnar eru 9/10 hlutar
ísjakans neðansjávar, en að-
eins 1/10 hluti ofansjávar. Má
því telja sennilegt, að þessi
borgarísjaki risti 5-600 metra
djúpt.
í morgun (mánudag) höfðu
straumar breytzt og kom jak-
inn nú aftur siglandi til baka
frá Eyjafirði og hefur í dag ver
ið að smáþokast fyrir Siglunes
og hefur nú fengið til fylgdar
einn stóran jaka og fimm
minni. í kvöld var þessi flota-
deild komin fram undan Sauða
nesi (vestan megin Siglufjarð-
ar), og virtist stefna inn á
Skagafjörð.
, Þessi mynd er tekin síðari hluta sunnudags af borgarísjak
anum út af Siglufirði. Myndin er tékin í gegnum sjónauka
nokkru norðan við kaupstaðinn.
Neðst á myndinni sér á Siglunes og má greina þar hús,
sem gott er til að bera saman við stærð jakans. Nauðsynlegt
er þó að taka tillit til þess, að ísjakinn er í a.m.k. ellefu km.
fjarlægð frá húsinu, en virðist samt vera margfalt stærri en
það. — Mynd: Ólafur Ragwarsson. i ■
tMMHUMUUMMMtMHtMMMMHMMMWMMMWS